Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 39 — að auka samstarf skólanna í bænum. — að stuðla að áframhaldandi eflingu tónlistarskólans. — að efla bókasafn bæjarins. — að styðja starfsemi námsflokka bæjarins. í heilbrigðis-, æskulýðs- og félagsmálum er það stefna Sjálf- stæðisflokksinsi — að heimilislæknaþjónusta og ungbarnaeftirlit verði hið fyrsta fyrir hendi innan bæjar- ins. — að bæta aðstöðu unglinga í bænum til félags- og tóm- stundaiðju. — að hið margvíslega frjálsa félagsstarf hafi frumkvæði, en að bæjarfélagið veiti því stuðn- ing, sérstaklega við stofnfram- kvæmdir. — að efla starfsemi æskulýðs- nefndar. — að mæta eftirspurn eftir dag- vistunarstofnunum fyrir börn, gegn eðlilegri kostnaðarþátt- töku viðkomandi. — að bæjarfélagið haldi áfram að veita sjúkum og öldruðum þjónustu í heimahúsum. — að þjónusta við aldraða verði efld í samvinnu við DAS á Álftanesi. Helmingur Garðbæinga æskufólk Já verkefni næstu bæjarstjórnar verður að sjálfsögðu stjórnun á uppbyggingu og rekstri þess myndarlega og ört vaxandi byggð- arlags, sem Garðabær er orðinn. Þarna er m.a. um að ræða áframhaldandi mótun og útfærslu skipulags bæjarins í stórum og smáum atriðum; ákvörðunartaka um landnýtingu og náttúruvernd, staðarval fyrir íbúðarhúsnæði, atvinnustarfsemi og margvíslegar stofnanir. Að leiðarljósi ber að hafa, að hér haldi áfram að skapast heilsteypt og umfram allt manneskjulegt byggðarlag, þar sem íbúarnir kunna vel við sig og vilja eyða ævi sinni í skynsamleg- um tengslum við umhverfið. Vegna þess, hve umfangsmikil og afdrifarík skipulagsmálin eru, hljóta þau að verða áfram eitt mikilvægasta mál bæjarstjórnar. Þar sem um helmingur Garð- bæinga er æskufólk verða fræðslu- málin, íþrótta- og æskulýðsmálin og dagvistunarmálin áfram meðal helztu mála bæjarstjórnarinnar. Skilningur Garðbæinga á gildi og nauðsyn menntunar er langtum meiri en almennt gerist í landinu. Þess vegna er það sjálfsögð skylda bæjarstjórnarinnar að vinna áfram að framgangi skólamála, þannig að sem mestur árangur náist með þeirri hagkvæmni sem við verður komið fyrir alla aðila. Nátengd þessu eru æskulýðs- og íþróttamálin, því án góðrar að- í miðbæ Garðabæjar verður boðið upp á fjölbreytta aðstöðu, þar sem m.a. verða helztu verzlanir, ýmsar þjónustustofnanir, hótel, skrifstofur, léttur iðnaður, íbúðir o.fl. umhverfis yfirbyggða göngugötu. stöðu til heilbrigðs íþrótta- og tómstundastarfs nær æskufólkið ekki þeim lífsundirbúningi, sem það þarfnast í nútíma þjóðfélagi. Meðal mikilvægustu mála bæjarstjórnarinnar verða gatna- gerðarframkvæmdir. Þessar fram- kvæmdir hafa því miður nokkuð dregizt aftur úr á síðustu árum, vegna kostnaðarsamra skóla- mannvirkja. Lengur verður ekki við þetta unað og verður því að leggja mikla áherzlu á þessar framkvæmdir. Ýmis verkefni Áframhaldandi uppbygging vatnsveitu bæjarins er meðal þeirra verkefna, sem næsta bæjar- stjórn verður að fást við. Garð- bæingar eiga mjög gott vatnsból í Vífilsstaðalindum, en stórauka verður rekstraröryggi veitunnar. Af öðrum málum, sem leggja verður mikla áherzlu á nefni ég eflingu löggæzlu í bænum og meira samstarf við nágrannasveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Mikil samvinna á sér þegar stað á milli sveitarfélaganna, t.d. í heil- brigðismálum brunavörnum og orkumálum, en íbúar alls svæðis- ins njóta góðs af þessu samstarfi. Þessa samvinnu þarf að auka, m.a. til þess að ná fram hagræði stórrekstrar, þar sem honum verður við komið, án þess þó að minni sveitarfélögin glati sjálf- stæði til þess að stjórna sínum nánustu málum. Auka þarf sam- vinnu og samráð í skipulagsmál- um, samgöngumálum (strætis- vagnaferðir) og atvinnumálum. Höfuðborgarsvæðið er eitt vinnu- svæði og atvinnumálin þarfnast alvarlegrar umfjöllunar og sam- ræmdra aðgerða allra sveitar- félaganna. Felstir sveitarstjórnar- menn á svæðinu eru sammála um að efla beri atvinnulíf á svæðinu öllu, m.a. til þess að draga úr óeðlilega miklum akstri fóiks. Þessi þýðingarmiklu mál verða ekki farsællega leyst, nema með nánu og góðu samstarfi. Að endingu verð ég að nefna sem mikilvægt málefni verka- skiptinguna á milli ríkisins og sveitarfélaganna. Khýjandi nauð- syn er að lokið verði þeirri endurskoðun verkaskiptingarinn- ar, sem yfir stendur til þess að gera sveitarfélögunum kleift að standa betur og ábyrgar að þeim málum, sem þau eiga að annast. Ég vonast til þess, að næstu bæjarstjórn auðnist að koma þessum málum áfram, ekki sízt vegna þeirrar óvissu sem skapazt hefur um framhaldsmenntun í landinu. Fyrstu bæjarstjórn- arkosningarnar — prófkjörið Jú, þetta verða fyrstu bæjar- stjórnarkosningarnar hér. Garða- bær hlaut kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976. Samhliða fékk hreppsnefndin umboð til að fara með stjórn kaupstaðarins fram að bæjarstjórnarkosningum á sunnu- daginn kemur. Þá fjölgar jafn- framt í stjórn sveitarfélagsins úr 5 í 7, sem er lágmarkstala bæjarfulltrúa í kaupstað. Þetta verða því sögulegar kosningar fyrir Garðbæinga. Við sjálfstæðismenn efndum til opins prófkjörs um röðun á framboðslista okkar við þessar kosningar. Um helmingur at- kvæðisbærra kjósenda í Garðabæ tók þátt í þessu prófkjöri, sem verður að teljast mjög gott. Niðurstöðum prófkjörsins var og fylgt út í yztu æsar að þvi er varðar a.m.k. 9 efstu sætin á framboðslistanum. Með opinni ráðstefnu um stefnuskrá flokksins í bæjarmálum og opnu prófkjöri um röðun á framboðslista hans vildum við tryggja fjöldaáhrif á flokkslega afstöðu okkar og fram- boð — að við gengjum í takt við vilja bæjarbúa sjálfra í eins ríkum mæli og frekast er mögulegt. Við getum ekki leitað eftir trúnaði og trausti bæjarbúa — nema sýna gagnkvæman trúnað og traust. Enginn veit úrslit kosninga fyrir fram. Þau verða ekki vituð fyrr en talningu er lokið. En ég vona að Garðbæingar fylgi eftir þátttöku sinni í bæjarmálaráðstefnunni (stefnumörkuninni) og prófkjörinu (röðun á framboðslistann) með öflugum stuðningi við D-listann. Nauðsynlegt er að vinna vel þessa síðustu daga fyrir kosningarnar og fylgja því starfi eftir með öflugu lokaátaki á sunnudaginn kemur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.