Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 STEFÁN ARNÓRSSON JARÐFRÆÐINGUR: Þess veröur sjálfsagt langt að bíða, að umræðu um hinu um- deildu Kröfluvirkjun ljúki. Eitt virðast menn þó sammála um nú. Mistök hafa átt sér stað við Kröfluvirkjun. Hitt er þó enn deilt um, hvers eðlis þau mistök séu og hver sé valdur að þeim. Mistökin eru einfaldlega þessi: Ráðist var í framkvæmdir, áður en jarðhita- svæðið við Kröflu var tilbúið til virkjunar. Ráðist var í að reisa orkuver, sem var miklu stærra en svaraði markaðsþörfinni. Það var Kröflunefnd með tilstyrk iðnaðar- ráðuneytisins og ráðgjafa sinna, Pólitískar grillur og óheilsteypt ráð- gjöf lögðust á eitt til undangengnum viðræðum við sér- fræðinga sína, bæði um álit þeirra, og tilkynnti hverja stefnu hann hefði tekið. Ég kannast ekki við, að neitt svona hafi átt sér stað í sambandi við Kröflumálið. Nær sanni væri að segja, að mér og síðan öllum öðrum jarðvísinda- mönnum var einfaldlega ýtt til hliðar að forstöðumanni jarðhita- deildar undanskildum. Svo var í upphafi, en heldur hefur miðað í rétta átt. Nú er svo komið í tillögum Orkustofnunar um frek- ari boranir, að „borholur á að bora þar sem jarðhitasérfræðingar telja mesta von um árangur". Af er það, sem áður var. Það mætti vel hafa það í huga, þegar sérfræðinga greinir á, að kynna beri þau sjónarmið, sem fram að gera Kröfluvirkjun að endemisframkvæmd sem hafði það frumkvæði, sem mistökunum olli. Orkustofnun virðist ekki hafa haft þá festu til að bera, sem afstýra mætti ógæf- unni í upphafi. Mistókst jarðvísindamönnum? Jarðvísindamenn hafa vissulega orðið bitbein þeirra framkvæmda- glöðu manna, sem staðið hafa á bak við byggingu Kröfluvirkjunar. Þeir hinir sömu menn hafa líka sýnt það í verki hvað ofan í annað, að þeir teldu jarðvísindalegar rannsóknir litlu máli skipta, án þess að baki lægi nokkur kunnátta þar að lútandi. Jarðvísindamenn hafa oft gagnrýnt það á opinber- um vettvangi, að skakkt væri að framkvæmdum við Kröfluvirkjun staðið og bent á hættur vegna áhrifa eldsumbrota og jarðhrær- inga. En tillegg þeirra hafa fram til þessa verið lítils eða einskis metin og voru þeir eitt sinn nefndir úrtölumenn vegna gagn- rýni sinnar á skakkan fram- kvæmdamáta og vanmat á áhrif- um eldsumbrotanna. Svo loksins, þegar mistökin eru orðin óvéfengj- anleg, þá er dæminu snúið við og úrtölumönnunum — jarðvísinda- mönnunum — kennt um allar hrakfarirnar. Meira siðleysi er naumast hægt að hugsa sér. Það er tími til kominn, að þeir sem ráðið hafa ferðinni hingað til hverfi frá þessu verki. Verk þeirra tala sínu máli um það, að þeir hafa ekki verið vanda sínum vaxnir. Því má ekki heldur gleyma, að þeir hafa ætt yfir ríkiskassann eins og engisprettuplága, þjóðinni til mik- ils fjárhagslegs tjóns. Og það, sem ef til vill er ömurlegast af öllu er, að vitað var frá upphafi, að engin þörf var fyrir Kröfluvirkjun í sinni 60 megawatta stærð á þeim tíma, sem Kröflunefnd einsetti sér að hafa lokið byggingu hennar. Umræður í sjónvarpi Föstudagskvöldið 28. apríl var skýrsla iðnaðarráðherra um Kröfluvirkjun til umræðu í Kast- ljósi. I þeim þætti urðu allsnarpar orðasviptingar milli tveggja þátt- takendanna, þeirra Vilmundar Gylfasonar og Jóns G. Sólnes. Vilmundur mun hafa spurt, hvort það væri ekki ósatt, sem Jón hafði sagt í sjónvarpsþætti í nóvember 1975, að honum hefði ekki verið kunnugt urn, að áhætta hefði verið tekin við framkvæmdir Kröflu- virkjunar vegna óvissu um árang- ur gufuöflunar. Vegna þessarar hörðu deilu og ásakana verður ekki hjá því komist að upplýsa málið nokkuð. Við undirbúning að nefnd- um sjónvarpsþætti í nóvember 1975 ræddi Valdimar Jóhannesson, gamall skólabróðir minn, við mig. Vilmundur kom þar hvergi nærri. A þessum tíma var mér og Jóni G. Sólnes báðum jafnvel kunnugt um þá áhættu, sem tekin var með þeirri ákvörðun að ráðast í bygg- ingu stöðvarhúss samhliða borun- um. Spurning Valdimars, sem hleypti þættinum í loft upp, varðaði bara alls ekki þetta atriði. Hún var á þessa leið: Eru nokkrar líkur á því, að næg gufa verði fyrir vélasamstæður Kröfluvirkjunar í árslok 1976? Menn geta dæmt um það sjálfir, hvers vegna Jón G. Sólnes brást reiður við og fullyrti, að sér vitanlega væri engin óvissa um árangur gufuöflunar. Mér er spurn: Ef íslenska þjóðin ræðst út í virkjun eins og þá við Kröflu (þjóðin fjármagnar þó framkvæmdina), hvers vegna þarf að leyna hana því, ef áhætta er tekin með ákvörðun um einhverjar framkvæmdir? I annað sinn fer Jón G. Sólnes með staðlausa stafi í sjónvarpi, þar sem hann lætur að því liggja, að val á túrbínum og framlag manna í þeim málum takmarkist við túrbínusérfræðinga. Val á tvíþrýstivélum fól í sér ákveðna gerð af gufuveitu og hversu vel sú gufuveita dygði væri m.a. háð eiginleikum heita vatnsins og gufunnar. Við meðmæli og val á tvíþrýstivélunum var ekki hirt um þessa þætti og gagnrýndi Orku- stofnun það eins og fram kemur í bréfi dags. 6. feb., 1975. Þetta bréf er að finna í skýrslu Orkustofnun- ar nr. 7825, fylgiskjal 4. Álit Orkustofnunar álit tveggja manna I þættinum kom fram hjá Jakobi Björnssyni, orkumála- stjóra, að þegar sérfræðingar væru ekki sammála, kæmi til kasta stjórnenda að kveða úr með eina ráðgjöf. Nú er þjóðinni loksins formlega kunnugt, að sérfræðingar á Orkustofnun hafa ekki verið sammála um hverjar ráðleggingar stofnunin skyldi láta frá sér fara í tengslum við Kröfluvirkjun. Ég met það við Jakob, að hann lét í ljós, að hann hefði álit á mér sem sérfræðingi. Sama get ég sagt um hann. Agreiningurinn, sem um var að ræða, tók hins vegar til stjórnun- arlegra atriða. Sú hlið málsins var mér ekki fjarskyld. Ég gegndi þó því starfi að vera deildarstjóri rannsókna háhitasvæða. Fari svo, að sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir, sýndist eðlilegt, að stjórn- andi tæki ákvörðun sína að koma. Þegar talað er um ágreining um hverjar ráðleggingar Orku- stofnun skyldi hafa látið frá sér fara í sambandi við virkjun Kröflusvæðisins ber að hafa það í huga, að hann var ekki meiri en svo meðal jarðvísindamanna á jarðhitadeild Orkustofnunar, að þeir hafa verið sammála um það, hvernig að rannsóknum skyldi staðið til að undirbúa háhitasvæði til virkjunar, ef undan er skilinn einn maður. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram, að orkumálastjóri geri það af neinni andúð að ýta ráðleggingum jarðvísindamanna til hliðar. Hitt held ég, að hann hafi ekki haft þá gæfu til að bera að ráða rétt fram úr þeim vanda, sem framkvæmdaglöð Kröflu- nefnd setti hann í. Marsbréfið Tíðrætt hefur orðið um viðvör- unarbréf orkumálastjóra, dagsett 14. mars 1975, þar sem m.a. var bent á áhættu, sem verður af því að leggja samhliða út í byggingu stöðvarhúss og í fyrstu vinnslu- boranir á Kröflusvæðinu. Loksins hefur þetta bréf litið dagsins ljós. Það er að finna á bls. 21-23 í nýútkominni skýrslu iðnaðarráð- herra um Kröfluvirkjun. Bréfið er Hallgrímur Th. Björnsson: Húsnæðis- og öryggismál aldraðra Af gefnu tilefni bið ég Morgun- blaðið að birta eftirfarandi: Nú s.l. vetur hefir stjórn Sam- taka aldraðra lagt sig fram um að kynna þýðingarmikil baráttumál þessa félagsskapar, bæði hvað varðar skattaálögur aldraðra, öryggis- og húsnæðismál. En innan þessara samtaka er nú hátt á fjórða hundrað manns. Allir, sem til var leitað, tóku þessum málum vel og vinsamlega, töldu þau tímabær og sjálfsögð, enda væri hér um að ræða þjóðhagslegt menningarmál, sem hinum vísu landsfeðrum bæri siðferðileg skylda að veita braut- argengi. En því miður verður það að segjast, að þessar góðú undir- tektir urðu haldlitlar og náðu skammt, urðu bara fögur innan- tóm orð þar til nú, þegar kosning- arnar eru að komast í sjónmál. Þá taka menn að rumska, minnugir þess, að aldraða fólkið á þó alltaf sinn kosningarétt, og því er nú gott að eiga það að, eiga vináttu þess, a.m.k. fram yfir kosningarn- ar. Því nefni ég þetta nú, að einmitt fyrst þessa dagana virðast menn vera að fá augun opin varðandi þessi mál, enda láta batamerkin þá heldur ekki á sér standa. í allmyndarlegum kosningabækl- ingi, sem Framsóknarflokkurinn gefur út og dreifir meðal borgar- búa, eru þessum málum gerð allgóð skil í anda Samtakanna og vænti ég þess fastlega að hinir flokkarnir muni ekki láta sinn hlut þar eftir liggja. En til þess að ekkert fari nú milli mála í þessum efnum og til þess að félagar mínir innan Samtaka aldraðra eigi auðveldara með að átta sig á framvindu þeirra, birti ég hér greinargerð þá, er við notuðum við kynningu þessara mála í vetur og sem ég gat um í upphafi þessa greinarstúfs: „Samtök aldraðra hafa starfað hér í Reykjavík í nokkur ár. Höfuðtilgangur með stofnun þess félagsskapar var sá að vinna að húsbyggingarmálum fyrir aldrað fólk hér í borginni. Nú er það svo, að þjóðfélag okkar gerir mikið fyrir ýmsa hópa þegna sinna og ber að þakka það. Einkum er hér um að ræða fólk, sem af margvíslegum ástæðum Ilallgrímur Th. Björnsson. hefur ekki náð þeirri fótfestu í lífinu að geta hjálparlaust komist, með góðu móti, æviskeiðið á enda sökum efnaleysis eða örorku. En mikill meirihluti vinnandi fólks í landinu hefur bjargast á eigin rammleik og hefur, sem skattþegnar, staðið undir hinum stórfelldu, verklegu fram- kvæmdum tuttugustu aldarinnar. Nú er þetta fólk komið, eða er að komast, til eiliáranna með ört minnkandi starfsorku. Heilsan og athafnakrafturinn er á niðurleið og ungar, vinnufúsar hendur taka við störfum þess. í rás tímans hefur það með ráðdeild og spar- semi eignast hús eða íbúð við hæfi fjölskyldunnar á starfs- og mann- dómsárunum. En tímarnir breytast, börnin eru farin og hjónin orðin ein eftir í húsnæði, sem ekki er hentugt fyrir gamalt fólk, of stórt og erfitt í rekstri og dýrt í viðhaldi. Og þegar ellisjúkdómar fara að steðja að, verður það líka einangrað í þessum íbúðum sínum ogeinmana. Eignir þess, sem oft hefur þurft áranna önn og ýtrustu sparsemi og nýtni til að geta eignast, útilokar það frá því að vera hlutgengt í þær stofn'anir, sem sérstaklega eru gerðar fyrir aldrað fólk á vegum bæjar- eða sveitarfélaga, vegna eigna- og tekjutakmarkana, sem settar eru til að við þeim sé tekið þar. En við teljum að þetta fólk eigi siðferðislega kröfu á hendur því þjóðfélagi, sem það hefur slitið sér út við að byggja upp, að það á efri árum fái félagslega aðstoð í líkingu við ýmsa aðra þegna þjóðfélagsins, svo að þegar það t.d. nær sextugsaldrinum geti séð fram á möguleika þess að komast í hæfilega stóra tveggja til þriggja herbergja íbúð, þar sem nokkur elliþjónusta er veitt, þegar hennar er þörf, og það geti þá óhikað selt sína — oft of stóru íbúð — til annarra, sem hennar þurfa með. Hin öldruðu, starfslúnu hjón eða einstaklingar, fá þá húsnæði við sitt hæfi, þar sem vel er að þeim búið og þau fá notið elliáranna í ró og öryggi, en þeirra gamla húsnæði kemst aftur í eigu ungs fólks, sem á fyrir börnum að sjá, og þannig öðlast húsið aftur sitt fyrra hlutverk, að vera uppeldis- stöð og vettvangur starfandi fólks. En auk þessa styður slík fram- kvæmd, ef af henni yrði, nauðsyn- legt jafnvægi í borgarlandinu, þannig að skólar og menningar- miðstöðvar nýttust betur en nú er. Með hliðsjón af framansögðu, fara Samtök aldraðra, virðingar- fyllst fram á það, við þá nefnd, sem nú vinnur að endurskoðun á löggjöf um félagsmál, og einkum þó um bygginga-samvinnufélög, að hún muni eftir þessu fólki og reyni að finna leið til þess að það geti, án tekju- eða eignatakmark- ana, leigt eða keypt sér litlar íbúðir, þar sem gert sé ráð fyrir aðstoð við aldrað fólk, og að það þurfi ekki að selja sínar ibúðir fyrr en um það leyti, er það flytur inn í nýja húsnæðið. Gera má ráð fyrir, að það fólk, sem hér um ræðir, geti greitt um 30% af kostnaðarverði íbúðanna, þegar það flytur inn og á næstu 3—4 árum um 50% af íbúðarverð- inu, og afganginn á nokkrum næstu árum með jöfnum afborg- unum. Þessu þarf að fylgja löggjöf um félagseign og þjónustumiðstöðvar, heilsueftirlit og möguleika á mötuneyti. Takmarkanir þurfa að vera við endursölu, svo að ekki fái yngri en 60—65 ára fólk þarna inni, að íbúðarverðið hækki ekki nema eftir byggingavísitölu eða öðrum ákveðnum reglum og nýr íbúðareigandi komist þarna inn með svipuðum kjörum og upphaf- legi kaupandinn. Við væntum þess fastlega, að nefndin sjái sér fært að koma til móts við óskir okkar í þessu þýðingarmikla máli, sem varða alla þegna þjóðfélagsins. Virðingarfyllst, F.h. Samtaka aldraðra, Reykjavík 8. febr. 1978. Hans Jörgensson, Ilallgr. Th. Björnsson, Ólafur Pálsson.“ Ég vona, að þegar nýkjörið þing kemur saman í haust, verði mörg góð og þörf málefni tekin til umfjöllunar og afgreiðslu og þar á meðal þetta brennandi áhugamál aldraða fólksins, sem á löngum starfsdegi sínum er þekktara fyrir annað en kröfugerðir og ætti því að mínu mati að mega vænta skilnings, réttlætis og drengskap- ar frá sölum hins háa Alþingis. Reykjavík, 22. maí 1978, Hallgr. Th. Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.