Morgunblaðið - 02.06.1978, Side 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1978
Laugardalshöll 7. júní, kl 21.00:
Ein vinsælastapopphljóm-
sveitin í Evrópu ídag
Fáar pophljómsveitir njóta meiri
vinsælda meðal táninga á meginlandi
Evrópu um þessar mundir en brezka
hljómsveitin Smokie. Allar plötur henn-
ar, litlar sem stórar, þjóta upp vinsælda-
listana og uppselt er á hverja einustu
hljómleika hennar. í Bretlandi eru
vinsældir þeirra að vísu ekki eins miklar,
nýbyljíjutónlistin hefur séð fyrir því, en
eijíi að síður hafa níu lön þeirra komist
hátt á vinsældalistann þar og sum þeirra
jafnvel komizt í 1. sætið.
Hljómsveitina skipa þeir Chris Nor-
man, gítar, Terry Uttley, bassi og söngur,
Alan Silson, gítar og söngur, og Pete
Spencer, trommur og söngur. Norman,
Uttley og Silson gengu saman í skóla og
hafa þekkst allt frá þeim tíma. Spencer
gekk í hljómsveitina stuttu eftir að hún
var stofnuð, en hann hafði þekkt hina
hljómsveitarmeðlimina frá skólaárum
sínum. Allir fjórir eru frá borginni
Bradford í Englandi og þar léku þeir
framan af í klúbbum og á öðrum stöðum.
Það var þó ekki fyrr en fyrir fjórum
árum að hljómsveitin fór fyrst að vekja
athygli. Þá gerðist Bill Hurley umboðs-
maður hljómsveitarinnar og hans fyrsta
verk var að fá lagasmiðina Nicky Chinn
og Mike Chapman til að semja lög fyrir
Smokie. A eftir fylgdi hljómplötusamn-
ingur við RAK-útgáfufyrirtækið og nú
tóku hjólin að snúast.
F.vrsta lag þeirra, „Pass it around",
náði að vísu ekki hátt á vinsældalistum,
en lagið þar á eftir, „Something's been
making me blue“, rauk upp listana og
gerði Smokie fræga á augabragði. Lögin
sem í kjölfarið fylgdu treystu stöðu
hljómsveitarinnar og nú er svo komið að
þeir eru í fremstu víglínu pop-tónlistar-
manna í Bretlandi.
ísland hefur ekki farið varhluta af
vinsældum Smokie, það er ekki lengra
síðan en í fyrra að lög eins og „1*11 meet
you at midnight“, „Living next door to
Alice" og „Lay back in the arms of
someone" tröllriðu þáttum eins og
„Lögum unga fólksins" „Laginu mínu“ og
„A frívaktinni".
Um leið og lög þeirra urðu vinsæl, tóku
breiðskífur þeirra mikinn fjörkipp og nú
seljast þær í hundruðum þúsunda
eintaka. Má sem dæmi nefna að plata
þeirra, „Greatest hits“, hefur selzt í yfir
einni og hálfri milljón eintaka í Evrópu.
Hljómleikaferðalög hafa verið mörg
hjá Smokie og þær eru fáar borgirnar þar
sem hljómsveitin hefur ekki komið fram.
Fjölmenni á hljómleikunum er æði
misjafnt en eitt skiptið léku Smokie þó
fyrir 12.000 manns á einum hljómleikum.
Hljómsveitarmeðlimirnir hafa þó ekki
látið frægðina stíga sér til höfuðs og þeir
búa enn í Bradford ólíkt flestum öðrum
stórstjörnum í tónlistarheiminum, sem
hafa flúið Bretland vegna hárra skatta
þar í landi.
Eftirtaldar breiðskífur hefur Smokie
gefið út:
„Pass it around“ (SRAK 510), „ChanKÍng all the
time“ (SRAK 517), „Midnight cafe“ (SRAK 520),
„Greatest hits“ (SRAK 52G), „Bright !i(íhts and
back alleys“ (SRAK 530).
Litlar plötur þeirra eru eftirfarandh
„Pass it around" (RAK 192), „If you think you
know how to love mc“ (RAK 206), „Don't play
you rock'n'roll to me“ (RAK 227), „Wild, wild
ant?els“ (RAK 233), „I‘ll meet you at midnight"
(RAK 241). „LivinK next door to Alice" (RAK
244), „Lay back in the arms of someone" (RAK
251), „It‘s your life“ (RAK 260), „Needles and
pins“ (RAK 263), „For a few dollars more“ (RAK
267).
Laugardalshöll 10. júní k/. 13.00:
Maraþonsöngur, lúðraþytur og dans
Eitt fjölmennasta atriði Lista-
hátíðar ef svo má að orði komast
verður í Laugardalshöll 10. júní og
hefst klukkan 13.00, en það eru
maraþontónleikar íslenzkra kóra
með þátttöku unglingalúðrasveita,
Þjóðdansaflokksins og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Alls munu
koma þarna fram um 1000 manns,
söngvarar, hljóðfæraleikarar og
dansarar.
Ragnar Ingólfsson, formaður
Sambands íslenzkra karlakóra,.
sagði að þetta atriði væri tilkomið
vegna þess að ýmsir áhugamenn
um listir hefðu lýst áhuga sínum
á þátttöku í Listahátíð og ákveðið
að setja þetta atriði á einn dag og
hafa það með nokkuð sérstöku
sniði þannig að aldrei yrði hlé á
milli atriða. Einnig væri tilefnið
50 ára afmæli Sambands íslenzkra
karlakóra og taka alls 11 karlakór-
ar þátt í tónleikunum. Syngja
fyrst sér, en síðan sameiginlega.
Annars sagði Ragnar að dagskráin
yrði þannig að milli kl. 13—15
syngju barnakórar, milli kl. 15—17
karlakórar og væru það jafnframt
50 ára afmælistónleikar. Klukkan
17 blandaðir kórar, kl. 19.00
Lúðrasveitir unglinga og síðan
klukkan 20.00 Þjóðdansaflokkur.
Gera mætti ráð fyrir að í Laugar-
dalshöllinni yrðu stöðug atriði á
dagskrá fram til kl. 21-22.00 um
kvöldið.
Frrí tónhikum Samhanda íslenzkra karlakóra 1975