Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 5

Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNI 1978 Valdimar J. Magnússon: : > ■ Eru kjósendur á uppboðsmarkaði? Síðdegisblöðin skýrðu frá því þann 15. júní s.l. að Matthías Bjarnason ráðherra Sjálfstæðis- flokksins hefði á sameiginlegum framboðsfundi á Súgandafirði lýst því yfir og margendurtekið, að þeir „gróðahyggjupúkar" sem ekki skil- uðu atkvæði sínu til Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórnarkosning- um hafi farið yfir á Alþýðuflokk og Alþýðubandalag vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki viljað gera meira fyrir þá, og færi vel á því að þessir gróðahyggju- menn yrðu þar áfram. Þau atkvæði sem Matthías talar um eru nokkur þúsund kjósendur, auk þeirra sem sátu heima eða skiluðu auðu. Af þessu tilefni langar mig til að spyrja ráðherrann hvað hafi verið það gangverð sem Sjálfstæðis- flokkurinn greiddi fyrir atkvæði í Reykjavík í þessum kosningum og með hvaða verði Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hafi yfirboðið Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er nauðsynlegt að fá upplýst, því að ef atkvæði í Reykjavík eru föl á uppboðsmark- aði, ættu atkvæði út um land ekki siður að vera föl, og atkvæði Vestfirðinga hafa 3—5 falt vægi á við atkvæði kjósenda í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Geti ráðherrann keypt atkvæði á Vestfjörðum á því gangverði sem gildir í Reykjavík, er augljóst að peningunum er betur varið úti á landi þar sem þingsæti eru ódýr- Bréf til bænda: Stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi, sem ekki hefur tekið við greiðslu fyrir stuðning sinn við Sjálfstæðisflokkinn á undanförn- um árum, hlýtur að eiga kröfu á svari við þessum spurningum. Ég fullyrði að það fólk sem ég þekki til, og kosið hefur Sjálfstæð- isflokkinn hefur talið sig gera það vegna málefnalegrar samstöðu með Sjálfstæðisflokknum. Einn af ráðherrum flokksins og óumdeildur forustumaður hans lýsir því hinsvegar yfir að það sé ekki málefnastaðan, heldur at- kvæðaverð sem ráði úrslitum í kosningum. Er þetta ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fylgt eftir stefnuskrá sinni að því er varðar jöfnun atkvæðisrétt- ar? Það blandast engum hugur um, að ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, hefði mátt ná fram leiðréttingu á misvægi atkvæða á síðustu dögum þingsins án stjórn- arskrárbreytingar, en þingliðinu fannst betur hæfa að ræða „Zet- una“. Kommissar Sjálfstæðisflokksins í Framkvæmdastofnun telur sér mikilvægara að sitja þar og ræða „Zetuna" á Alþingi en að vinna að framgangi stefnumála flokksins um leiðréttingu á vægi atkvæða. Þetta skyldi þó ekki vera aðgöngu- miði að þingsæti? Ýmsir forystumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa talið að fylgishrun Jarðhiti til heyþurrkunar Virkjun og nýting jarðvarma hefur færst' í vöxt á undanförnum árum. Varminn hefur einkum verið notaður til upphitunar húsa og sparað þjóðinni ómældar fúlgur gjaldeyris. En menn eru farnir að líta í kringum sig eftir fleiri leiðum til þess að nýta jarðvarma og virðist þar af mörgum að taka. Við búrekstur eru ýmis not fyrir jarðvarma. Þurrkun á heyi kemur þar helst í hugann, en með upphitun lofts t.d. til súgþurrk- unar, má auka þurrkunarafköstin verulega og stuðla þannig að extra heimafóðri. Upphitun þurrklofts- ins má ætla að geri ekki hvað minnst gagnið í rysjóttri hey- skapartíð, sem oft setur afkomu bænda skorður. Víða hagar svo til í sveitum, að býli geta notfært sér jarðvarma, ýmist frá einkaveitum eða frá samveitu. Telja má víst að þessum býlum fari fjölgandi á næstu árum. Bútæknideild Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins og Bænda- skólinn á Hvanneyri vinna sam- eiginlega að rannsóknum á hey- verkun. Liður í þeim rannsóknum er að athuga, á hvaða vegu megi nýta innlenda orkugjafa til verkunar á grasi til vetrarforða. Unnið hefur verið að tilraunum með hitun lofts til súgþurrkunar flokksins í síðustu sveitarstjórnar- kosningum væri ómaklegt, þar sem landsmálapólitík hafi óskyn- samlega verið blandað saman við sveitastjórnamál. Ef litið er til uppbyggingar Sjálfstæðisflokksins, er ljóst, að það fólk sem velst til trúnaðar- starfa fyrir flokkinn heima í héruðum er jafnframt að meiri- hluta fulltrúar á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Þetta fólk mótar stefnu flokks- ins, velur forustu hans, og hefur tækifæri til að veita henni aðhald. Álíti kjósendur að þeir eigi ekki lengur málefnalega samstöðu með Sjálfstæðisflokknum, er það vegna þess að forusta flokksins hefur brugðist og landsfundarfulltrúum þá jafnframt mistekist að veita forustunni það aðhald sem ætlast er til af þeim. Fyrir þetta eru þeir kallaðir til ábyrgðar heima í héruðum. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að fylgishrun flokksins stafi einfaldlega af því að kjósendur skilji ekki stefnu flokksins, og þurfi því að leggja áherzlu á að upplýsa þá betur. Sambandsleysi forystumanna Valdimar J. Magnússon. flokksins við kjósendur er slíkt, að á liðnu kjörtímabili hafa þeir enga hugmynd haft um vaxandi óánægju vegna stefnu og stjórn- leysis ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, sem endurspeglast í sífelldum bráðabirgðarráðstöfunum. Sjálfstæðisflokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs sem „ábyrgur flokkur" án nokkurra skilyrða, m.a. var engin úttekt gerð á stöðu þjóðarbúsins né sett fram stefna um efnahagsráðstafanir í upphafi kjörtímabils, vegna þess að það þjónaði ekki Framsóknarflokknum að upplýsa viðskilnað siðustu vinstri stjórnar. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sættu sig við að vera handbendi samstarfsflokksins og að láta breiða yfir mistök síðustu stjórnar gegn því að fá ráðherrastóla að launum. I Morgunblaðinu sunnudaginn 11. júní s.l. var birt stefnuyfirlýs- ing Sjálfstæðisflokksins. Þessi stefnuyfirlýsing er í engu frá- brugðin fyrri stefnuyfirlýsingum flokksins, sem yfirleitt sjá dagsins ljós fyrir kosningar hverju sinni. Kjósendum væri hollt að bera saman stefnuskrá og efndir. Stjórnmálamenn bera fyrir sig, að í samstarfi við aðra verði að ná samkomulagi um ýmsa mála- flokka, og er það að sjálfsögðu rétt, en skrýtið má það vera í helmingastjórn að engin stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins skuli ná fram að ganga. Á s.l. hausti sagði ég af mér trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og sagði mig jafnframt úr flokknum. Gerði ég þá grein fyrir úrsögn minni. Það kom mjög skýrt fram þá, að ég styddi stefnu Sjálfstæðisflokksins og hugsjónir, en á meðan forusta Sjálfstæðis- flokksins styddi ekki sína eigin stefnu, en væri tilbúin að veita brautargengi stefnum annarra flokka í von um atkvæði af þeim vængnum, teldi ég mig ekki eiga samleið með þeim. Ég tel alls enga þörf á neinu viðbótarafli í íslenskum stjórn- málum til að koma á frekari sósíalisma. Með því að taka að sér slíkt hlutverk hefur forusta flokksins brugðist kjósendum sín- um. Það er skiljanlegt að forusta flokksins vilji frekar finna sér aðrar skýringar á fylgishruni sínu en beint vantraust kjósenda, en að svara gagnrýni með því að setja verðmiða á núverandi og fyrrver- andi stuðningsmenn eða frýja þeim vits er ósæmilegt af ráðherr- um flokksins. Garðabæ 16. júní 1978, t.d. með rafknúinni varmadælu og tilraunum með hraðþurrkun á heyi við jarðhita. Vitað er um nokkra bændur, sem nota jarðvarma tii þess að hita upp loft til súgþurrk- unar, en margar eru þær spurnir óljósar. Erindi þessa pistils er að leita upplýsinga um þá, sem nota eða hafa notað jarðhita í þessu skyni. Fyrir okkur vakir það, að hafa síðan samband við þessa bændur og leita upplýsinga um það, hvernig þeir nýta jarðvarmann til þurrkunarinnar og hver reynsla þeirra er. Með þessu móti vonum við, að öngla megi saman mikil- vægri reynslu, er gæti orðið þeim að liði, sem hyggjast leggja út á sömu braut. Að auki gæti sú reynsla orðið stuðningur við frek- ari þróun aðferðarinnar, og gefið nokkra hugmynd um það, hversu útbreidd notkun jarðhita í þessu skyni er nú. Við biðjum því hvern þann, sem jarðvarma notar (eða hefur notað) til heyþurrkunar að senda okkur línu um málið. Vel er þegið að fá nokkur orð um framkvæmd og reynslu viðkomandi af þurrkun- inni. Línurnar má senda að Hvanneyri, 311 Borgarnes, annað hvort til Gísla Sverrissonar eða Bjarna Guðmundssonar. Á barnaskemmtuninni á Arnarhóli 17. júní sl. skemmtu meðal annarra norrænir barna- og unglingakórar. Fulningahurðir Skápahurðir í stíl Hagstætt verð og greiðsluskil- " Hurðir h.f. Skeifunni 13 X- D) vörn gegn VINSTRI STJÓRN X-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.