Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Ivan Vasilevitch Moiscjev meðan henn gcgndi hcrþjónustu. Skömmu cítir að hann hól trúboðsstörf fannst lík hans við strendur Svartahafs, 16. júh' 1972. Líkið var illa útlcikið og honum hafði verið drckkt. Sagan segir að Pétur mikli Rússakeisari hafi opnað vesturgluggann til að hleypa inn ferskum vindum úr þeirri átt. í stjórnartíð sinni gerði Katrín mikla meir en að halda glugganum opnum, heldur fleygði hún líka dyrum landsins upp á gátt fyrir þýzka innflytjendur, sem settust þar að og af komendur þeirra eru enn við lýði. Síðan eru liðin rúm tvö hundruð ár og margt hefur breytzt á þeim tíma, m.a. afstaða Rússa til opna vesturgluggans, sem segja má að hafi verið hallað aftur á þessari öld og eftir byltinguna 1917 rammlega lokað. Þá hafa margir afkomendur þýzku innflytjendanna forðum fengið að gjalda föðurarfleifðar sinnar, þá sérstaklega ef þeir hafa þegið trúna á Jesúm'Krist í arf. En það eru ekki aðeins þýskættaðir sem þess hafa fengið að gjalda, heldur einnig hinn almenni Rússi. A dögum keisaraveldisins voru börn manna, sem voru í sértrúar- flokkum tekin frá foreldrum sín- um og þau fengin í hendur ókunnugum, sem svo áttu að ala þau upp. Þrátt fyrir breytt laga- ákvæði í sambandi við trúmál á uppgangsárum bolsjévika hafa trúarofsóknir farið vaxandi. Arnhold Rosc. enn starfandi trúboðar í Sovétríkj- unum. Þeir starfa leynilega, dreifa biblíunni og kristilegum tímarit- um eða bæklingum, halda guðs- þjónustur í „bjálkakofum", eiga stöðugt yfir höfði sér refsivönd yfirvalda, en hyggjast ekki gefast „Réttindi og frelsi heilla þjóða fótum troð- in í Soyétríkjunum” Tungan var skorin úr Kgmarara. til að koma í veg fyrir að hann boðaði fagnaðarerindið. Minni myndin er af liki hans. Grein: Herdís Þorgeirsdóttír En Rússinn, sem sækir guðs- þjónustur í opinberum kirkjum í Leníngrad og Moskvu, er ekki sá sem er í hættu staddur, því prédikanirnar eru ritskoðaðar af yfirvöldum, messurnar haldnar til málamynda fyrir ferðalanga úr vestri, til að sýna fram á frjáls- lyndi stjórnarinnar í trúmálum. Presturinn, starfsmaður flokksins, hefur ekkert saman við söfnuð sinn að sælda, nema ef vera skyldi i ræðunni, sem hann flytur einu sinni í viku, á sunnudagsmorgn- um. Það er ekki þetta sjónarspil sem yfirvöld óttast, því þau hafa sett það á svið sjálf. Þau óttast fólkið, sem prédikar í leynum, fólkið sem kastar sér óttalaust í gin ljónsins, vegna þess að trúar- sannfæring þess er sterkari öllum ótta og sterkari allri trú á kommúnisma og veldi hans, og kannski eina aflið sem yfirvöld þurfa að óttast. Enginn veit nákvæma tölu á þeim fjölda, sem staðið hefur andspænis byssukjöftum KGB, en þúsundir dveljast í fangabúðum eða þrælkunarbúðum í Síberíu — i einangrun — í von um að unnt sé að stemma stigu fyrir út- breiðslu fagnaðarerindisins. En þótt KGB hafi gengið í það með oddi og egg að „útrýma" þessum keppinautum í „trúboðun", fólk hafi verið svipt frelsi, bæna- hús hafi verið rifin niður, börn verið tekin af foreldrum sínum, til að koma í veg fyrir að þeim yrði spillt til rangtrúar og tungan verið skorin úr þeim, sem dáið hafa með nafn Krists en ekki Leníns á vörunum — þrátt fyrir það eru Denega var myrtur af KGB árið 1976. upp — að sögn eins þeirra, Arnhold Rose, sem flúði Ráð- stjórnarríkin en er nú búsettur í Þýzkalandi. Hann ræddi við blaða- mann Morgunblaðsins í byrjun maí, er hann var staddur hér og flutti fyrirlestra; þar sém hann varar fólk við ofsóknum KGB á hendur kristnu fólki í Sovétríkjun- um og ferðast um hinn vestræna heim í því skyni. í þrælkunarbúðir á snjóbreiður Síberíu Arnhold Rose er af þýzkum ættum. Foreldrar hans ræktuðu jörðina í sveit sinni í þorpi í Ukraníu. Þau voru fábrotið bændafólk og guðhrætt. Rose-fjöl- skyldan hafði búið á þessum stað mann fram af manni svo kynslóð- um skipti, eða allt frá því að þau fluttust upprunalega frá Þýzka- landi. Flest benti til þess að ættin héldi áfram að blómgast á þessum stað, hvort sem kornuppskeran brygðist eður ei. Tólf ár liðu frá byltingu bolsjé- vika en þá fékk Rose-fjölskyldan líka að kynnast því að allt er í heiminum hverfult. Arnhold sonur þeirra kom í þennan heim árið 1929 og foreldr- ar hans hugðust gera það sama og við önnur börn sín, ala hann upp i guðsótta eins og þau sjálf höfðu verið alin upp. En hann fékk yngstur að kynnast kommúnisma af allri sinni ætt. Vart árs gamall var hann tekinn með valdi ásamt foreldrum og systkinum og fluttur i þrælkunarbúðir á snjóbreiður Síberíu, nálægt borginni Omsk. Ástæðan? Einföld — hann var barn foreldra sem játuðu kristna trú en höfðu lítið velt fyrir sér hinni nýju trú, trúnni á „alræði öreiganna", trúnni á kommún- isma. Fortíðiner eins og Eugene O.Neill sagði alltaf að endurtaka sig. Rose-fjölskyldan og þúsundir ann- arra kristinna manna fengu smjörþefinn af því sama og kristið fólk á dögum Nerós og eftirmanna hans, þegar kristnir menn voru ofsóttir í Rómarríki, börnum og mæðrum þeirra varpað á svið hringleikahúsanna sem æti handa *villidýrum. Mörg hundruð þúsund börn og mæður fórust á dögum byltingar bolsjévika, af hungri, drepsóttum og í nauðungarflutningum. Arnhold Rose var tuttugu og átta ára gamall, þegar hann losnaði úr þrælkunarbúðunum. í dag ber hann merki harðrar lífsreynslu og er slæmur á taugum. Þó vill hann mipnst ræða um sjálfan sig eða eigin. fortíð og segir sig lítið hafa reynt á móts við marga aðra. En sjö trúboðar, sem hann þekkti, hafa verið teknir af lífi. Markmið hans er að segja heiminum frá trúarofsóknunum í Ráðstjórnarríkjunum og biðja þjóðir heims aö hjálpa til að sporna við þeim hörmungum, sem kristið fólk á við að búa í því landi, sem hann sjálfur kallar: Stærsta fangelsi jarðarinnar. Frelsissvipting fyrir að fræða börn í trúarlegum efnum „Ég get staðhæft að í Sovétríkj- unum er allt trúboðsstarf strang- lega bannað," segir Rose og máli sínu til staðhæfingar leggur hann fyrir blaðamann lög og lagaákvæði þar að lútandi, er fylgja opnu bréfi frá samtökum kristinna mæðra á yfirráðasvæðum Ráðstjórnarríkj- anna. Bréfið er stílað á forseta og aðalritara miðstjórnar Kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna, Leonid I. Brésjnev, til forseta ríkisráðs, Alexi N. Kosygins, til ríkissaksóknara Ráðstjórnarríkj- anna, R. A. Rudenkos. Afrit af sama bréfi sent ríkisstjórnum allra landa heims. I bréfinu eru raktar þær hörm- ungar sem kristið fólk í Sovétríkj- unum á við að búa og birtast hin andstæðu lagaákvæði síðast. Þá segir einnig að andstæðurnar í löggjöfinni varðandi trúað fólk og börn þess geri kristnu fólki ókleift að lifa undir slíkum lögum ... 1. Lagaboð Leníns frá 1918, gr. 9: Skóla og kirkju skal aðskilja ... þegnum Ráðstjórnarríkjanna skal heimilt að ástunda trú og útbreiða hana. 2. Alþjóðasamkomulag um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi, sem samþykkt voru á 21. fundi Allsherjarnefndar S.Þ. 16. des. 1966, 18. liður, 4. gr: „Þau lönd, sem aðild eiga að þessu samkomu- lagi, skuldbinda sig til að virða og sjá til þess, að í heiðri sé haldið frelsi foreldra og barna þeirra, eða i vissum tilvikum lögráðamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.