Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 10
42
MOHGUNBLAÐIÐ; MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
Reyðarf jördur heimsóttur:
þrátt
„Á loðnuvertíðinni í ár fenKum
við um 5000 tonnum minna af
loðnu en á þcirri á undan. eða um
18000 tonn. Þrátt fyrir þcnnan
samdrátt varð afkoman mun
betri í ár vejjna þess að þurrefni
loðnunnar var mun meira að
þessu sinni.
Nýting var um 18%
í mjöli en um 7% í lýsi," sagði
Ásmundur Magnússon fram-
kvæmdastjóri Sfldarverksmiðju
rikisins á Reyðarfirði þegar Mbl.
fyrir
ræddi við hann þar eystra fyrir
skömmu.
„Það sem stendur fyrir dyrum
hjá okkur núna er að stækka
þróarrými verksmiðjunnar um
3—5 þúsund tonn en það er nú
u.þ.b. 5000 tonn. Það stendur bara
á efni til að við getum byrjað. Það
er algerlega timburlaust á staðn-
um vegna mikilla nýbygginga. Þá
ætlum við að skipta um þak á
verksmiðjunni, en gamla þakið er
afla"
minnkandi
nú orðið 13—14 ára gamalt. Einnig
mun verða unnið að ýmiss konar
hagræðingarbreytingum varðandi
vélar verksmiðjunnar en það er
hlutur sem stöðugt þarf að huga
að.
Við sjálfir gerum yfirleitt ekki
út neina báta til veiða. Þó vorum
við með tvö skip á tilraunaveiðum
á kolmunna á síðustu vertíð. Það
gafst ekki vel vegna þess að skipin
voru einfaldlega of lítil, jafnvel þó
þeir hefðu minnkað trollið, en það
Ilaldið til fiskjar.
var svokallað tveggja báta troll
sem notað var.
Yfir vertíðartímann erum við
með unv-35 manns í vinnu, en þess
á milli eru starfsmenn um 12
talsins og vinna þeir þá aðallega
við viðhald ýmiss konar og endur-
bætur. Á síðustu vertíð vorum við
eingöngu með karlmenn í vinnu en
það er alls ekki einhlítt. Unnið er
allan sólarhringinn á þrískiptum
vöktum, 8 tímar í senn, meðan
eitthvað er í þró. Þá má geta þess
að nær allt okkar starfsfólk eru
heimamenn og hinn fasti kjarni er
búinn að vera hjá okkur í mörg ár.
Hvað varðar spurninguna um hvað
það fólk gerir, sem er hjá okkur á
vertíð en hættir svo, þá held ég að
flestir fari í aðra fiskvinnslu svo
og nokkrir í vegavinnu hjá Vega-
gerð ríkisins sem er með útibú hér
á Reyðarfirði. Þá er einnig mjög
erfitt að fá fólk til að vinna í svona
innivinnu á sumrin þegar veður er
gott eins og það er oft hér á
Austfjörðum.
Meðalafköst verksmiðjunnar á
Borgarf jördur eystri heimsóttur:
„Afkoman á loðnuvertíð betri
„Fjallið
snjóum
lokast hér í fyrstu
og er lokað fram í maí"
Borgaríjörður eystri er án efa
ein fegursta sveit landsins og var
til skamms tíma ein sú einangrað-
asta, þegar þangað var ekki
flogið og landleiðin lokaðist
vegna snjóþyngsla stóran hluta
úr ári. Mbl. var á ferð þar eystra
nýverið og ræddi þá við Jón
Sigurðsson bónda á Sólbakka f
Borgarfirði. — „Fjallið lokast
hér jafnan í fyrstu snjóum og er
lokað alveg fram í maí. Ég man
t.d. eftir því eitt sinn að hér var
allt orðið ófært um miðjan
nóvember vegna snjóþynglsa og
ekki var hægt að opna fjallið fyrr
en í seinnihluta maí. í því
samhandi vil ég þó geta þess að
vegagerðarmenn hafa jafnan
brugðist skjótt og vel við óskum
okkar um að ryðja veginn ef
horfur eru á langvarandi góð-
viðratíð þannig að fjallið lokist
ekki strax aftur sagði Jón.
Er Jón var inntur eftir því
hvernig háttað væri vöruflutning-
um og fólksflucningum, sagði hann
að Borgfirðingar fengju flestar af
sínum vörum með bílum og
skipum meðan fært væri þær
leiðir, en þegar mikill vindur er
inn fjörðinn geta strandferðaskip-
in ekki lagt að bryggju. Lang
öruggasta og mest notaða flutn-
ingaleiðin með farþega væri með
flugi, en í dag er flogið daglega til
Borgarfjarðar allt árið um kring.
Hefði við komu flugsins orðið
gífurleg breyting til batnaðar í
samgöngumálum þeirra og ein-
angrunin í raun og veru rofin. Þá
hefur samfara fluginu orðið mikil
breyting til batnaðar í sambandi
við heilsugæslu. Nú kemur læknir-
inn frá Egilsstöðum einu sinni í
viku fljúgandi og lítur eftir
heilsufari Borgfirðinga. Og ekki
má gleyma því að við höfum hér
hjúkrunarkonu, sem jafnframt er
ljósmóðir og er hún okkur Borg-
firðingum alveg ómissandi.
Eins og áður sagði er hafnarað-
staða hér mjög slæm, þegar vindur
stendur inn fjörðinn verða jafnan
vandræði hér við höfnina. Nú er
unnið að gagngerum umbótum á
þessu með gerð nýrrar bátahafnar
hér utar í firðinum, þar sem mun
skjólsælla er.
í sambandi við atvinnumál
h'rá höfninni.
þorpsbúa má segja að þau eru að
langmestu leyti byggð á störfum
kringum sjávarútveg, en auk þess
er kaupfélagið með töluverða
starfsemi, sérstaklega í sláturtíð-
inni. Gerður er út hér fjöldi minni
báta, flestir af stærðinni 3—12
tonn. Ég vil sérstaklega geta þess
í sambandi við bátaflotann að
mjög stór hluti hans er smíðaður
af smiðum og góðum handverks-
--
Dyrfjöllin gnæfa yfir Borgarfjarðarþorpið.