Morgunblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.06.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 45 Utankjörstaða kosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er aö Valhöll Háaleitisbraut 1. Símar: 84302, 84037 og 84751. Sjálfstæöisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Baldur Gudlaugsson, lögfrædingur: Q 2 Overlock saumar ] 2 Teygjusaumar □ Beinn SAUMUR □ Zig-Zag Q] Hraðstopp (3ja þrepa zig-zag) □ Blindfaldur | | Sjálfvirkur hnappagatasaumur I Faldsaumur | | Tölufótur [~] Útsaumur ] Skeljasaumur Fjölbreytt urval fóta og stýringar fylgja vélinni. w 3 2:2, 2 JQ. ■S ” £ <p ^ 0) ÖK) §>> Ó 0 H vorki blekkingar né sjálf sblekkingar f á leyst verdbólgu vandann "Hafið þið heyrt um hjónin sem máluðu húsið sitt með HRAUNI fyrit 12 ámm, os ætla nú að endutmála það í sumar baia til að bteyla um lit’’ Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líður. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kauþ, þegar þú velur HRAUN á húsið. HftAl:. málning'f Sveinafélag húsgagnasmiða mótmælir Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi tillaga frá Sveinafélagi húsgagna- smiða, sem samþykkt var einróma á félagsfundi 8. júní s.l. „Félagsfundur Sveinafélags húsgagnasmiða, haldinn 8. júní 1978 mótmælir harðlega bráðabirgöalögum ríkisstjórnarinnar frá 24. maí s.l. Fundurinn telur að ekkert geti réttlætt afskipti ríkisvaldsins af samn- ingum verkalýðsfélaganna eins og nú hefur verið gert tvisvar með lagasetn- ingu fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar. Þessi síðari lagasmíð ríkisstjórnarinn- ar felur í sér m.a. að álög vegna yfirvinnu eru verulega skert frá því sem kjarasamningar kveða á um, og einnig er um að ræða skerðingu á orlofi og lífeyrisgreiðslum frá ákvæðum samninganna. Fundurinn minnir á að lagasetning- arnar sem hér um ræðir eru pólitískar aðgerðir, sem pólitískt vald stendur fyrir. Þess vegna er eðlilegt að launafólk svari þessum árásum á launakjör sín við kjörborðið 25. júní n.k. og veiti þar þeim stjórnmálaflokk- um brautargengi, sem styðja launafólk í lífsbaráttu sinni, en hafni kaupráns- flokkunum.“ TOYOTA VARAHLUTAUMBOÐIÐ H/F ARMÚLA 23, REYKJAVIK SÍMI 81733 Brýnasta úrlausnarefni ís- lenzkra þjóðmála í dag eru efna- hagsmálin. Ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins hefur ýmislegt vel gert, einnig í efnahagsmálum, en staðreynd er það engu að síður að verðbólguna hefur ekki tekist að hemja. Verð- bólgan er nú alvarlegasta mein- semd íslenzks þjóðfélags. Hún grefur ekki aðeins undan heil- brigðu efnahagslífi, heldur hefur hún einnig í för með sér samfé- lagslega og siðferðislega upplausn og lausung. En vert er að leggja áherzlu á að engin ríkisstjórn er þess umkomin að ráða niðurlög- um verðbólgunnar og koma á jafnvægi í efnahagsmálum, ef fólkið í landinu og hagsmunasam- tök eru ekki í reynd reiðubúin að kosta neinu til og sýna nauðsyn- legan sjálfsaga um stund meðan skútunni er komið á réttan kjöl. Við sigrumst aldrei á verðbólgunni Hnausum, 17. júní Nú hefur heldur hlýnað og gróðri fer sæmilega fram. Vorið var votviðrasamt og oft óveður um sauðburðinn, sem þó gekk allvel. Hey reyndust nóg í vor þar sem ég vissi til. Annars er varla hægt að nefna svo búskap að ekki komi í hug áróður gegn landbúnaði á íslandi. Verður það varla af Gylfa skafið að hann var upphafsmaður að þessu, en það er nú svo að þótt bændur séu fáir þá lifa furðu margir á landbúnaðinum. Hafa sjálfsagt önnur pólitísk meistara- stykki Alþýðuflokksins farið eftir þessu því lengi hefur enginn séð hvort flokkurinn muni heldur lifa eða deyja. Svo er það hann Jónas okkar. Hann hefur aldrei getað ógrátandi á bændur minnzt síðan hann var rekinn frá Visi. Þótti eigendum blaðsins hann þurrka heldur illa af gleraugunum. En Herdís á merinni rak lestina og sannaðist þar að ekki er allt vakurt þótt riðið sé. Framkvæmdir Nú er farið að flytja efni að nýju brúarstæði hér á Eldvatni. Verður brúað nokkuð fyrir vestan Hnjóta og er þar hraun í botni árjnnar. Brúin verður nú steypt og fram- ef við ætlum einhverjum öðrum — bara ekki sjálfum okkur — að bera byrðarnar. Það þarf sameiginlegt átak allrar þjóðarinnar. Verðbólg- an kyndir undir óánægju fólks og sú óánægja bitnar yfirleitt á þeim stjórnmálaflokkum sem eru við völd þá stundina. Þessa galt Sjálfstæðisflokkurinn i sveitar- stjórnakosningunum um daginn. En þegar allt kemur til alls, þá er spurningin sú hvaða stjórn- málaflokkur sé líklegastur til að geta haft forystu um að leiða þjóðina út úr verðbólgufeninu og verðbólguhugsunarhættinum. Þar duga engin yfirboð eða patent- iausnir, ekkert lýðskrum eða loddaraháttur. Við hemjum ekki verðbólguna fyrr en við skiljum og sættum okkur við þá staðreynd að meiru verður ekki skipt en til skiptanna er. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hvorki hefur í frammi blekkingar né sjálfsblekkingar í þessu sambandi. Þeir sem skilja nauðsyn þess að ráða niðurlögum verðbólgunnar kjósa því Sjálfstæðisflokkinn. Bréf úr Meðallandi kvæmdir hefjast nálægt mánaða- mótum. Nokkur vegagerð verður þarna. Slitin föt og etinn matur Þessar línur eru skrifaðar i skugga alþingiskosninga. Auðvitað eiga menn að ganga til þeirra með þakklæti í huga þvi aðeins litið brot af mannkyni nýtur frelsis, nú á þessari öld einræðisherra sem telja sig sjálfsagða mannkyns- frelsara og endurhæfa þegnana eftir þörfum. Nú er lokið fjögurra ára stjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks og óvíst um fram- haldið. Sú stjórn hafði að vísu ekki af að kveða niður verðbólguna nema til helminga og er það samt alls ekki lakari árangur en náðst hefur í þeirri grein í nær 40 ár. En þessi stjórn náði fullum yfirráðum yfir fiskimiðunum og tryggði okkur þar með sess meðal velmegunarþjóða heimsins ef við erum menn til að gæta fengins fjár. Þetta er það mikill sigur að allt annað hverfur í skuggann. Samningarnir 1918 og útfærsla landhelginnar í 200 mílur mun er frá líður bera hæst í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Sumarið 1975 var ég tæplega mánuð á Vífilsstöð- um. Þar var ég herbergisfélagj Þorsteins M. Jónssonar fyrrver- andi alþingismanns skólastjóra, bókaútgefanda og menningar- frömuðar i orðsins fyllstu merk- ingu. Þorsteinn var í nefndinni er samdi við Dani 1918 og sá er lengst lifði nefndarmanna. Sagt er að honum hafi sjaldan orðið ráðafátt. Þorsteinn var hress þótt hann væri um nirætt og þessir sumar- dagar við fótskör meistarans urðu mér ógleymanlegir. Fjölskyldan kom stöðugt að heimsækja hann en það kom ekki nema einn annar þennan tíma, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Og ég var hrifinn að það skyldi þó vera Skaftfellingur sem heimsótti gamla manninn. Þorsteinn M. Jónsson var maður sem þjóðin átti mikið að þakka en spakmælið segir að fljótt gleymist slitin föt og etinn matur. Skyldi þá fara svo í kosningunum á sunnudagirin? Ég get ekki neitað því að ég bíð úrslitanna með forvitni. Vilhjálmur TOYOTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.