Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
47
TætinKsliði tókst að ná
töflum forráðanna.
Sigruðu þeir sem sátu hjá
Sigur db manna.
varð vini mínum einum að
orði, þegar hann hafði heyrt
úrslitin í borgarstjórnarkosn-
ingunum, fall Sjálfstæðis meiri-
hlutans og öll hjásetuatkvæðin.
Aðspurður um skammstöfunina
db, tautaði hann eitthvað um
„diabolik". Annars gæti hver og
einn lagt kenninguna út sem
hann lysti, eins sæmir í góðum
skáldskap.
Kona veit aldrei hvernig
eiginmann hún vill fyrr en hún
er gift, segir í einhverjum
spekiorðum sem ganga aftur í
mörgum tungumálum. Líklega
éitthvað til í því, eins og annarri
alþýðuspeki. Ætli það eigi ekki
eins við um sambúð borgara óg
stjórnvalda sem þeir velja sér.
Mér sýnist þetta geta átt við það
sem við nú erum vitni að hér í
Reykjavík.
Brúðguminn, sem á biðilsbux-
unum lofaði umsvifalaust gulli
og grænum skógum ef tekin
væri upp við hann sambúð,
reyndist ekki hafa efni á að efna
fallegu loforðin frá því að hann
var með fagurgala að fá brúðina
til fylgis við sig. Það vissu
raunar flestir fyrirfram sem
fylgst hafa með borgarmálum
og tekjum borgarinnar — að
sjálfsögðu líka þeir hinir sömu
borgarfulltrúar og borgarráðs-
menn sem á síðasta kjörtímabili
var líka trúað fyrir því að gæta
hagsmuna og fjármála Reykvík-
inga.
Það er sem sé varla komið
lengra en að morgungjöfinni
marglofuðu — fullum verðbót-
um á öll laun frá 1. marz strax
að afloknum kosningum —
þegar ljóst er að hún verður ekki
af hendi reidd. Það var aldrei til
fyrir henni. Vesalings brúðgum-
inn verður að reyna að láta
einhvern málamyndakreisting
af hendi rakna og hafa brúðina
góða með blekkingum. Af 2567
starfsmönnum Reykjavíkur-
borgar, sem taka laun sam-
kvæmt kjarasamningum, fá
mest 104 svolitla viðbót 1. júlí
n.k. Þeir lægstlaunuðu fá ekkert
umfram það sem bráðabirgða-
lögin voru búin að gera ráð fyrir
og þeir hæstu heldur ekkert
núna.
Þetta var stóra loforðið. Von-
andi stendur til bóta með öll
hin. Einn nýi borgarfulltrúinn,
Guðrún Helgadóttir, sagði á
fyrsta starfsfundi borgarstjórn-
ar — eftir klappfundinn — að
ekki hefði staðið á henni að
greiða þessar rúmu þúsund
milljónir til að bæta „kauprán-
ið“ frá 1. marz. Enda væru þetta
smápeningar úr borgarsjóði.
Hún hefði bara borgað þá og
bjargað svo málum einhvern
vegin. Það kemur sér vel. Þetta
eru 8—10 nýjar dagvistunar-
stofnanir. Það verða því ekki
vandræði með að afla fjár til að
efna við fjárhagsáætlun í haust
loforðin um dagvistunarstofn-
anir, heimili fyrir aldraða, meiri
húsaleigustuðning og margt
fleira — og bjarga því einhvern
vegin. Þetta þvældist alltaf
eitthvaö fyrir okkur hinum,
þegar við á undanförnum árum
vorum að reyna að skipta litlum
borgarsjóði á haustmánuðum.
Svona hugsum við miklu
smærra. Enda haldin þeirri
áráttu, að ekki séu leggjandi
meiri skattar á borgarbúa. Ekki
takandi meira af tekjum þeirra
í sameiginlega sjóðinn, enda
krefjast launþegar nú meira af
kökunni frægu í sinn hlut til
eigin rá'istöfunar.
Dálítið sýndist mér þó nýi
forsetinn, Sigurjón Pétursson,
langleitur undir þessari ræðu
félaga Guðrúnar, enda setið í
borgarráði við um gerð fjár-
hagsáætlana í mörg ár. Hann
kann greinilega ekki kúnstina
að fá fé einhvern veginn, að því
er ráða mátti af orðum hans
síðar á fundinum. Hann hefur
bara verið í þeirri ágætu að-
stöðu fram að þessu að geta
lofað án þess að þurfa að sjá
fyrir fé til að efna loforðin. Er
snarlega orðinn mun ábyrgari.
Þó það nú væri! Enda frá fyrsta
degi yfirlýst „andlit borgarinn-
ar“.
Slíkt opinbert „andlit" verður
að gera fleira en gott þykir. Og
Sigurjón rækir hlutverkið af
miklum áhuga og dugnaði.
Birtist nú t.d. á öllum tónleik-
um, í kirkju 17. júní o.s.frv.
Rækir hlutverk sitt af mikilli
karlmennsku og lætur sig hvergi
vanta. Ekki var það honum að
kenna, að forseta borgarstjórn-
ar hefur ekki verið boðið að
veiða lax í Elliðaánum haldur
borgarstjóra — en hann var
meira en fús, svo sem sjá má af
kvörtunargrein í blöðum. Líka
til að fórna sér fyrir listina.
Hljóp snarlega og ótilkvaddur í
skarðið fyrir borgarstjóralausa
borg, til að ávarpa listahátíðar-
gesti við opnunina. Maður sem
tekur hlutverk sitt og „andlit"
alvarlega. Það setur svip á
bæinn og er enginn kostnaðar-
auki fyrir borgina.
Eitt af kosningaloforðunum
var raunar að spara. Haldið var
uppi harðri gagnrýni um
stjórnunarútgjöld borgarinnar í
kosningabaráttunni, einkum frá
einum fulltrúa Framsóknar.
Fyrsta sparnaðarráðstöfunin
leit dagsins ljós í málefnasamn-
ingnum. Stofnað skal til nýs 7
manna pólitísks framkvæmda-
ráðs og setja yfir framkvæmdir
á vegum borgarverkfræðings.
Við hliðina á borgarráði, sem
hingað til hefur haft með
höndum allan daglegan rekstur
borgarinnar og fjallar þar um
tvo daga í viku — að viðstöddum
borgarverkfræðingi og öðrum
embættismönnum, er leggja
málin fyrir. Að auki er þar
boðuð stækkun Innkaupastofn-
unar og boðaðar hreyfingar á
stjórnkerfi.
Hin snarlega ábyrgðartilfinn-
ing fyrrverandi minnihluta við
að verða meirihluti kemur m.a.
fram í 5. lið annarrar grein-
armálefnasamningsins: „Skuld-
bindingar um meiri háttar
fjárútlát, sem ekki er gert ráð
fyrir í fjárhagsáætlun, verði því
aðeins samþykktar að jafnframt
sé ákveðin leið til að mæta þeim
útgjöldum," segir þar.
Þetta gladdi mitt hjarta,. Er
ekki þarna komin hugmyndin
um verklagstilhöfun borgar-
stjórnar, sem undirrituð fékk
svo bágt fyrir í umræðum upp
á 60 síður fyrir hálfu öðru ári,
er lagt var til í nafni Sjálfstæð-
ismeirihlutans að öllum tillög-
um, sem geta haft í för með sér
útgjöld fyrir borgarsjóð, fylgi
kostnaðaráætlun. Áti það að
geta auðveldað borgarfulltrúum
ábyrga ákvarðanatöku. í tillög-
unni var lagt til, að embættis-
mönnum yrði falið að gera
áætlun um kostnað, sem leiða
kynni af samþykkt tillagna, ef
hún fylgi ekki með, og borgar-
stjóra að lokum ætlað að gera
embættismönnum og nefndum
grein fyrir kostnaðaráætlun
með verkefnum, sem samþykkt
hefðu verið í borgarstjórn.
Jafnvel þó borgarstjórn gengi í
lokasamþykktinni ekki lengra
en að telja þetta rétt, lögðust
fulltrúar allra flokkanna
þriggja gegn því með háðugleg-
um orðum.
Adda Bára sagði, að ekki ætti
að þurfa að koma til einhver
sérstök vinna við það að reikna
faglega út nákvæmlega hvað
hvert smáverkefni kynni að
kosta. Það væri alveg fráleitt.
Sigurjón Pétursson sagði að
slíkar tillögur um kostnaðar-
áætlanir stæðust ekki mannlega
skynsemi. Taldi að tillögunni
væri stefnt að því einu að
þrengja rétt minnihlutans og
möguleika minnihlutafulltrúa
til að flytja skoðanir sínar og
sjónarmið. Með slíkri verklags-
reglu þurfi ekki að ræða efnis-
atriði, nóg sé að ræða kostnað.
Og hann gerði mikið úr þeim
óskapa kostnaði, sem því fylgdi
að gera kostnaðaráætianir. Odd-
vitar hinnaflokkanna tóku undir
þessa skoðun. Björgvin Guð-
mundsson sagði, að um margar
tillögur gæti verið að ræða, þar
sem engin tök væru á að láta
fylgja kostnaðaráætlun. Og
Kristján Benediktsson gerði gys
að orðunum „ábyrg ákvarðana-
taka“ og var aldeilis hissa á því
að slík tillaga skyldi lögð fram
af meiri hlutanum. Sagði hann,
að eini tilgangurinn með slíkum
tillöguflutningi væri að gera
borgarfulltrúum minnihlutans
erfitt fyrir um tillöguflutning.
Ætli það sé nú tilgangurinn
hjá hinum nýja meirihluta með
greininni í málefnasamningn-
um? Eða e.t.v. er minnihlutinn
sálugi að „endurhæfast" í að
verða svolítið ábyrgari. En
endurhæfing er á dagskrá svo
sem annars staðar þar sem
kommúnistar taka völd — em-
bættismönnum hótað brott-
rekstri ef þeir ekki makka rétt
eða endurhæfast. Við fáum að
sjá. Næst verður að fylgjast með
því hvernig ráðinn er borgar-
stjóri með auglýsingu. Af því
Gáruhöfundur, svo sem aðrir
Isiendingar, hefur illkvittinn
húmor, skýtur upp í' hugann
eftirfarandi sögu:
Adenauer kanslari ætlaði að
ráða hátt settan embættismann
og talaði við þrjá umsækjendur.
Hann lagði sömu spurningu
fyrir þá alla: Hvað er tvisvar
sinnum tveir?
Sá fyrsti sagði: Auðvitað
tveir! Annar: Það fer eftir
aðstæðum! Sá þriðji: Tvisvar
sinnum tveir eru fjórir! Spurn-
ingin er: Hvern réði Adenauer?
Rétt svar: Hann réði frænda
sinn.
Guðjón F. Teitsson:
Fyrirmyndarskipin
reyndust stórgölluð
Svo sem alkunnugt er, sendu
núverandi ráðamenn Skipaútgerð-
ar ríkisins í des. s.l. tillögur til
alþingis um breyttan skipakost í
strandferðum, og skyldu Esja og
Hekla samkvæmt tillögunni seldar
sem úrelt skip og 3 ný skip keypt
í staðinn samkvæmt fyrirmynd frá
Noregi, þar sem hlutafélagið
Coaster í Bergen hafði samið við
4 þarlendar skipasmíðastöðvar um
smíði 6 systurskipa, sem öll skyldu
afhent á þessu ári, 1978.
Fyrstu 3 hinna nefndu norsku
skipa voru afhent til siglinga milli
Noregs og Bretlands í janúar-marz
s.l., en næstu 3 skyldu tilbúin á
þessu sumri.
Nú hefir á hinum stutta tíma,
frá því umrædd skip voru tekin í
notkun, komið í ljós, að þau hafa
reynst svo örðug í rekstri að
eigendur hafa samkvæmt
upplýsingum Norges Handels og
Sjöfartstidende hinn 31. maí s.l.
þegar ákveðið að láta skera skipin
í sundur í miðju og bæta inn í þau
17,6 metra stykkjum, þannig að
þau fái tvöfalt lestarými og aukið
burðarþol (d.w. tonn) úr 730 í 1150
tonn. Hefir verið samið við
ákveðna skipasmíðastöð um
lengingu allra 6 skipanna á
tímabilinu sept.-jan. n.k.
Eftir stendur það, að skipin
verða sjálfsagt áfram með
óbreytta aðalvél 1125 ha. við 1200
sn. á mín., sem varla gæti talist
traustvekjandi fyrir strandferða-
skip hér við land, og vandséð er
hvernig fer með lyftibúnaðinn,
eina 28 tonna þungavinnubómu
16,5 metra að framan, en slíkur
lyftibúnaður í skipunum, breyttum
sem óbreyttum, myndi auðvitað
hafa reynst algerlega ófull-
nægjandi á strandferðaskipum hér
við land.
Ekkert farþegarými í svefnklef-
um eða sal er í hinum umræddu
norsku skipum og aðeins herbergi
fyrir 6 skipverja.
Um vandamálið í sambandi við
farþegaflutning sagði meðal
annars svo í tiliögum forráða-
manna Skipaútgerðarinnar til
alþingis:
„Það kemur t.d. til greina að
farþegarýmið yrði með þeim
hætti, að farþegaklefarnir yrðu
einskonar gámar sem unnt yrði að
hafa í skipunum á sumrin en
fækka á haustin til þess að auka
vöruflutningarými... Það þyrði
einnig unnt að hafa lítið farþega-
rými í fyrstu en auka það síðan ef
reynslan sýndi, að þörf væri fyrir
það.“
Hvergi hefir komið fram, að
frystilestar væru í hinum um-
ræddu norsku skipum, og munu
þær því ekki fyrir hendi, en ekki
þótti núverandi forráðamönnum
Skipaútgerðarinnar þetta slíkt
atriði, að vert væri að minnast á
það í áður nefndri tillögugerð
sinni til alþingis. E.t.v. hugsuðu
tillögumenn sér að leysa frysti-
vöruflutninginn, líkt og farþega-
flutninginn, með gámum, þó varla
hinum sömu, en þá var það slíkt
fyrirtæki í fjárfestingu o.s.frv., að
mjög óviðfelldið var að gera ekki
ítarlega grein fyrir málinu.
Coaster forlenger 6
palle/ro-ro-fartoyer
^Z^^nerAISskalutferearbeidei
K s A N
■^sS
,r som *»>»"• I Urt Irr »fclp
* 'erím mrn, dr ||f .
'htprnr blir Irvert I „
'ommrrrn.
Arbrldn vll bli U||w, ,v
‘•ror* Kidr' Svnnrr A. K 1
llovland'htKd *
Mkllilw Mini , ,
•‘Ih-rlivi-rt un
'"••^'v.i^r,;^ d“
<iu»rrl bhr K ™ * p"-
'•'“" IIH,- ,-jerb, *■' p*
'"C *MMn v-"-
hvert Kk.p i*., f„r„u.
*""< '•«!« í
K.vnnvlwn . ' '*
'■"«■■■«.■.
»jelh- .« k , 1
O rdiK lill „ler nviiur ** “
'■■'l™«' l-n ...
•™«n,»,r;:',
1 ST- opplvvl Hr-
bl' skip hur
•^tninki n »kv» nx-d ,.n
Som kjent opvrrre, c
>«■»;». „„ „ ,
'jHinjrfori E„ ,k
«-« mvllom o„.N,
I.ondon mri
- »*rt beskjrf
- skmme nortki' huvnr
^ "• 'mjr^ ~
'l«tt summrn s|,k „
«•• trr ukip undrrholdrr
Jsnrlundrt 1,1 Goolr _ L
d'T H,rtshul» , fíunmsrk
-nlopes ukenlli, fra N(|
"I tns,u„d ,
^ ,n 'kipninfskoniruk,
Ml
OTIVIST, lækjorgötu 6, Reykjovík
pósthólf 17, simi 14606
Titilsíða ujjplýsingabæklings
Útivistar. A myndinni má sjá
Hælavíkurbjarg.
Fagranes. Gafst það mjög vel og
tóku á annað hundrað manns
þátt í ferðunum og var fólk
ýmist skilið eftir í Aðalvík eða
Hornvík, eða fóru bara ferðina
fram og aftur á einum degi.
I sumar eru fyrirhugaðar
Hornstrandaferðir með sania
sniði og áður og geta menn valið
um Aðalvík eða Hornvík sem
dvalarstað. Þaðan verða svo
farnar stuttar og langar göngu-
ferðir um nágrennið.
Fyrsta ferðin verður farin
föstudaginn 7. júlí og verður
flogið til Isafjarðar að morgni,
en þeir sem vilja geta ekið
sjálfir til Isafjarðar. Þaðan
verður síðan haldið með Fagra-
nesinu tíl Aðalvíkur og Horn-
víkur, en með þessu móti gefst
kostur á að nesta sig á Isafirði,
Ferðir á Horn-
strandir vinsælar
FÉLAGID Útivist er nú búiö að
starfa í þrjú ár og framundan er
fjórða starfssumar félagsins.
Félagið hefur mikið verið með
ferðir á Hornstrandir og síðast-
liðið sumar tóku þeir upp þá
nýbreytni að leigja djúpbátinn
áður en lagt er af stað. Onnur
samskonar ferð verður farin
viku seinna og kemur þá hópur-
inn úr fyrri ferðinni til baka.
Aðrar upplýsingar varðandi
ferðir Útivistar eru gefnar á
skrifstofunni, Lækjargötu 6a.