Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 16

Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Siglufjörður i ÞormóAur rammi á Siglufirði er eitt af yngri atvinnufyrir- tækjum staðarins ok var stofn- að fyrir 5—6 árum, á rótum gamals útgerðarfyrirtækis, en fyrirtækið rekur nú frystihús og gerir út 4 skip. Mbl. ræddi við Ragnar Jóhannesson, sem er stjórnarformaður Þormóðs ramma. — A vegum Þormóðs ramma er rekin saltfiskverkun, frysti- hús og skreiðarframleiðsla og síðan eru gerð út fjögur skip; t' eir skuttogarar af minni gerð, Stálvík og Sigluvík, nótaskipið Stapavík og línubáturinn Val- þór. Um afla á liðnu ári er það að segja að t.d. öfluðu skuttog- ararnir tæplega 3000 tonnum og ef allt er talið saman nam framleiðsluverðmæti fyrirtæk- isins í heild rúmlega einum milljarði. Starfsfólkið er um það bil 200 og voru launagreiðslur á Á bryggjunni þar sem unnið cr að endurbyggingu Stapavíkur. Frá vinstrii Guðmundur Skarphéðinsson er stjórnar verkinu, Ragnar Jóhannesson stjórnarformaður bormóðs ramma h.f. og Sveinn Bjiirnsson sem sér um aila löndun og afgreiðslu skipa fyrirtækisins. Næstum þriðji hver Sigl- firðingur hefur lífsfram- færi sitt af starfsemi Þormóðs ramma h.f. segir Ragnar Jóhannesson árinu yfir 500 milljónir sem getur svarað því að þriðji hver maður í Sigiufirði hafi lífsfram- færi sitt af starfsemi Þormóðs ramma. Um þessar mundir er verið að reisa nýtt fiskiðjuver, 2150 fermetra stálgrindahús, auk frystigeymslu sem nú er upp- steypt og sagði Ragnar að ef ekki stæði á fé væri reiknað með að húsið yrði tekið í notkun uppúr næstu áramótum. — Við erum einnig að fá betri löndunaraðstöðu, sagði Ragnar, þar sem verið er að byggja nýja bryggju hér og verður senn farið að reka niður stálþil, en búið var að fylla upp. Þá verður hægt að landa afla beint á vagna og aka í fiskvinnsluna. Þá var Ragnar Jóhannesson spurður hvernig gengi að stunda útgerð frá Siglufirði. — Þetta hefur gengið ágæt- lega, við áttum þó í dálitlum byrjunarerfiðleikum. Stálvík var fyrsta skipið sinnar tegund- ar sem Stálvík í Garðabæ smíðaði og sömuleiðis var Siglu- vík fyrsta skipið sem viðkom- andi skipasmíðastöð á Spáni smíðaði og biluðu bæði skipin nokkuð í fyrstunni þannig að þau voru frá veiðum í marga mánuði. Við nýsmíði togaranna lánuðu fjárfestingarlánasjóðir allt að 90% verðsins en þegar þessar bilanir komu fram urð- um við að leggja fram allt fé og erum enn að greiða það niður. Við erum þó að komast út úr þessum erfiðleikum, enda höfum við haft góðan framkvæmda- stjóra, Sæmund Árelíusson, og er stjórn félagsins samhent og áhugasöm um allan reksturinn. Fyrir nokkru keyptum við gamla Hótel Hvanneyri og höfum þar skrifstofuaðstöðu okkar og ráðgerum að nota herbergin á efri hæðinni fyrir gistingu aðkomumanna sem við þurfum sennilega að bæta við okkur þegar nýja frystihúsið verður tekið í notkun. Hvernig hefur gengið að afla fjár til þessarar uppbyggingar? — Það hefur gengið nokkuð vel, öllum rekstri er alveg haldið aðskildum frá uppbyggingu og ég tel að við höfum fengið eðliiega fyrirgreiðslu af hálfu byggðasjóðs og fiskveiðisjóðs, en að þessu fyrirtæki standa ríki og bær ásamt nokkrum einstakl- ingum. Einkum hafa tveir ráð- herrar farið með málefni Þor- móðs ramma, þeir Matthías Mathiesen fjármálaráðherra og Ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra og hafa þeir báðir verið mjög þægilegir að leita til með allt sem við höfum þurft til þeirra að sækja. Þá nefndi Ragnar að nú er verið að vinna að endurbyggingu eins af skipum Þormóðs ramma, Stapavíkur, og er verkið unnið að langmestu leyti í Siglufirði: — Það er verið að hækka á Stapavíkinni hvalbakinn og setja á hana nýja brú og er verkið að langmestu leyti unnið á verkstæði okkar. Brúin er smíðuð á Akureyri, en síðan Framhald á bls. 63. í gamla frystihúsinui Verkstjórinn er Björn Þór Haraldsson. í frystihúsinu ísafold sem Þormóður rammi hefur á leigu en þar er verkstjóri Daníel Halldórsson. Getum vart annað eftir- spurn um pessar mundir — Á sama tíma í fyrra vorum við búnir að selja 12 hús, en í ár höfum við selt 42 nú þegar, þannig að söluaukning- in er mjög mikil, sagði Matthí- as Sveinsson hjá Húseiningum h.f. í Siglufirði er Mbl. xæddi við hann. Sjálfsagt kemur hér tvennt til, annars vegar nokk- uð aukin auglýsingarstarfsemi af okkar hálfu og hitt að húsin auglýsa sig sjálf, um leið og drcifing þeirra eykst fylgir það ósjálfrátt í kjölfarið að eftir- spurnin verður meiri. Húseiningar h.f. eru ekki gamalt fyrirtæki, fyrsta húsið var afhent í október 1974 og nú hafa verið sett upp hús frá fyrirtækinu um nánast allt land, Eyjafirði, Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Fáskrúðs- firði, Hornafirði, í Reykjavík og nágrannabæjunum, á vestur- landi og Vestfjörðum víða. — Það er búið að panta hjá okkur hús nokkurn veginn fram á mitt næsta ár, heldur Matthí- as áfram, og segja má að við önnum ekki eftirspurninni um þessar mundir. Við stefnum að því að gera fólki kleift að lækka byggingarkostnað sinn og er það fyrst og fremst með því að byggingatími einingahúsa er mun styttri heldur en ef byggt væri eftir hefðbundnum aðferð- um. Verð húsanna er háð breytingum á verðlagi sem verða á framleiðslutímanum og segir Matthías Sveinsson hjá Húsein- ingum hf. er hann satt að segja of langur þegar við búum við um það bil 3% verðbólgu á mánuði, en þó reiknum við ekki hækkun á þeim hluta verðsins sem greiddur hefur verið inná verkið. Matthías sagði að sölumögu- leikar á einingahúsum hefðu breytzt mjög mikið á síðustu tveimur árum, t.d. hafi á árinu 1976 verið spurning hvort hægt væri að selja þau hús sem fyrirtækið framleiddi, en nú væri sem sagt komið að því að vart væri hægt að anna eftir- spurn. — Við getum í rauninni framleitt meira, tækjakostnað- ur er fyrir hendi en starfðsað- staðan setur okkur nokkur takmörk. Höfum við verið að athuga hvernig við gætum leyst þennan vanda — en einnig má nefna að vinnuafl skortir nú orðið hér í Siglufirði. Þessi söluaukning hefur dunið svo skyndilega á okkur ^ð við erum í rauninni í kappi við okkur sjálfa við að hafa undan. En í þessum sal hefst hin eiginlega framleiðsla með því að efnið er sagað niður og sniðið í einingarnar. Hér er efnið komið í samsetningarsalinn þar sem grindurnar eru fyrst límdar saman, en fjær sést hvar starfsmenn eru að einangra einingarnar og ieggja inní þær rafmagnsrör og fleira sem tilheyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.