Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 20

Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir HÆKKIÐ BÍLINIM UPP SVO AÐ HANN TAKI EKKI NIÐRI Á SNJÓHRYGGJUM OG HOL- ÓTTUM VEGUM. Bedfor 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70—77 nugablöð aftan. Mercedes Bens 1413 augablöð og krókblöð. Mercedes Bens 332 og 1113 augablöð. Scania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76 augablöð og krókblöð. 2", 2Va" og 2Vi" styrktarblöð í fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f.# Skeifan 2 sími 82944 Höfum fyrirliggjandi Farangursgrindur og bindingar á alíar stærðir fólksbíla, Broncoa og fleiri bíla. Einning skíðaboga Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AU(iLYSI\(«A- SÍMINN KR: 22480 Listir. Listahátíð. Listaáhugi. Listnautn. Listsköpun. Lista- menn. . Allt virðist þetta í hámarki á Islandi nútímans. Listefnilistform í myndum, leiksýningum, sögum, ljóðum, tónum, formum gæti ógnað ofmötun ekki fleira fólki. Og ekki eru það aðeins augu og eyru, sem ættu að fá nægju sína. Bragðlaukar eru blessaðir með blöndum margs konar vína, rétta og veizlugæða. Meira að segja ilmanin ætti að fá æfingu. Og ekki má gleyma tilfinningu, sem fóðruð er á ástaratlotum, bólsýningum, bólfimi og rúm- stokks-senum: Það má því segja, að listir nútímans höfði til allra skiln- ingarvita. Og er það vel. En samt má spyrja og samt er spurt: Hvað er list? Þar verða svörin mörg. Kannske eins mörg og þeir menn, sem njóta. Það er nefnilega öðrum list, sem hinum getur verið af- skræmi. Og það sem einum veldural- gleymishrifningu, getur verið gagnrýnanda, sem á að vera sérfræðingur gagnvart list og listsköpun, einskisverður hé- gómi, hismi og barnaskapur. Þá verður spurningin: „Hvað er list?“ svo undarlega krefj- andi. A ég að treysta og trúa öðrum betur en sjálfum mér? Mig minnir, að Platon hinn mikli hugsjónaspekingur og faðir hugmynda um sanna list teldi alla hluti eiga sína ósk- mynd eins og þeir gætu orðið fegurstir og fullkomnastir. Því takmarki væri ef til vill ekki hægt að ná. En æðsti tilgangur lífsins væri að leita slíkrar fullkomnunar, nálgast þetta takmark, skapa slíka fegurð. Þannig ætti hver hlutur sína hugmynd, hugtak og hugsjón. Hluturinn, hugtak hans í æðra eða æðsta veldi. Mynd hans þannig miðuð nefndist listaverk. Og þannig veldur hann hinum göfugustu hugsunum, heitustu og ljúfustu tilfinningum, hrifn- ingu, algleymi. Að skapa, opinbera þannig gildi eða sál hlutanna í hærra veldi. Það er list. Þannig hlutir, hvort sem þeir eru í gervi orðs eða lita, ljóðs eða tóna, lína eða forma lyfta huganum hærra til þess, sem við nefnum eilíft, guðdómlegt, al- fullkomið. Og þarna eiga tilfinningar ekki síður sinn dómstól en hugsunin. Má um það hafa orð Einars Ben. „An vegabréfs vors hjarta „Hvað heitir málarinn?“ „Ja, ég man það nú ekki vel. Mig minnir hann heiti Sidsel- rud. — Dagfinn Sidselrud, eitt- hvað svoleiðis, held ég“. „Já; það er ekta norskt nafn. Mig minnir einmitt ég hafi heyrt það á þekktum, norskum málara. Eg kannast að minnsta kosti vel við það“. Og hvað er verðið? Hún er sennilega nokkuð dýr? „Ég veit það nú ekki vel. En svona myndir eftir þekkta lista- menn eru alltaf dýrar. En ég skal taka hana frá fyrir yður. Tala við kaupmanninn sjálfan. Svo komið þér seinna. Og við sjáum til“. Hvað er list? er leiðin glötuð", leiðin til listnautnar glatast því við ein- tóma gagnrýni. Listaverks verð- ur að njóta í heild. Sundurtætt er það aðeins sorgarefni. I þessa átt stefna ummæli margra stórmenna um list. En þar munu fleygust orð Carlyle sem segir: „Listin er vín lífsins, en ekki fæða þess“. Og næmi fyrir list ekki sízt í litum og tónum kallast smekkur og fegurðarvit. Slíkt næmi veitir lífinu æðst- an unað. Og list er dæmd eftir þeim áhrifum, sem hún veitir þessu næmi, sem oft er nefnd fegurðartilfinning. Þess vegna verður allt listmat ákaflega afstætt og erfitt að svara spurningunni: Hvað er list? Hér skal að síðustu sögð ofurlítil saga úr daglegu lífi einnar bezt menntuðu þjóðar, sem sannar þennan vanda. Og hún er um leið áleitið umhugs- unarefni með hliðsjón af list- nautn nútímafólks og dómum nútíma gagnrýnenda. Stór listaverzlun — málverka- sala í miðborg Kaupmannahafn- ar — hefur undanfarin ár, líklega áratug, selt firn af eftirsóttum málverkum, sem virðast hafa vakið mikla hrifn- ingu og vinsældir um gjörvallt landið. Saga þessarar málverka- sölu er í stuttu máli á þessa leið: „Ákaflega er þetta falleg mynd“ segir viðskiptavinur fyrir nokkrum árum. „Já, hún er ljómandi" viður- kennir afgreiðsludaman. „Hugsa sér hvað þetta er fjölbreytt: Fjöll, fossar, dalir, blóm og tré. Þetta er líklega norskt landslag?" „Já, það held ég“, segir búðarstúlkan. Viðskiptavinurinn kemur aft- ur seinna og fær myndina. Fer mjög ánægður. Sýnir hana vinum og kunningjum sem allir ljúka lofsorði á fegurð hennar og snilli listamannsins. Oðar en varir bætast ýmiss konar ummæli við. það, sem upphaflega fór á milli viðskipta- vinar og afgreiðslufólks og síðar verzlunareiganda. Á stuttum tíma verður Dag- finn Sidselrud þekktur og vin- sæll málari. Og árin líða. Snemma í vor dettur ein- hverjum í hug að grennslast nánar um þennarn vinsæla, norska málara. En eftir hann höfðu selzt um 10 þúsund málverk fyrir milljónir króna með síauknum vinsældum undanfarin ár. Listfræðingar í Noregi, þar á meðal á þjóðlistasafni ríkisins, voru spurðir um þennan norska snilling. En — hversu ótrúlegt, sem það mætti virðast þá fyrirfannst enginn norskur málari með þessu nafni fyrr eða síðar í sögu Noregs. Bak við nafnið, sem hljómar svo skært, og myndirnar, sem vekja svo mörgum gleði og hrifningu, er hins vegar fimmt- ugur frístundamálari úti á Sjálandi, sennilega lítt lærður í tækni málaralistar og á ekkert nafn. Hvað skal nú segja? Sagt er að málshöfðun vofi yfir þessum „fölsurum". En er ekki „fölsunin" bara venjulegt slúður. Ævintýrið um fjaðrir sem urðu að hænum. Hvað er list? Er það eitthvað, sem vekur unað í mannlegri sál. Eða er það eitthvað, sem verður að hafa Framhald á bls. 63.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.