Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 29

Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 61 VELVAKANDi SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI • Allt landið og miðin? „Ágæti Velvakandi. Ég veit af reynslu, að þú lætur þér fátt mannlegt óviðkomandi. Á þeirri forsendu langar mig að ræða við þig um hugarfóstur, sem ég eignaðist s.l. föstudagskvöld. Ég sat í stólnum mínum og hlustaði á útvarpið. Síðast á dagskrá þess var þáttur, sem var í umsjá eins af frambjóðendum Alþýðubanda- lagsins blessaðs, þeir villast ekki oft út fyrir hringinn hjá útvarpinu þegar velja skal svona umsjónar- menn og flytjendur. Allir vita að þetta Alþýðubandalagsfólk er í miklum ham þessa dagana, Sovét—Reykjavík næstum orðin að veruleika og næst er það allt landið og miðin. Ég bjóst þess vegna við að heyra eitthvað í umræddum föstudags- þætti um sæluna fyrir austan hjá frambjóðandanum en viti menn: Ekki eitt aukatekið orð heyrði ég um þann draumaheim, mest eða líklega allt efni þáttarins var tínt upp úr auðvaldsheiminum. Hvað segir þú nú um þetta, Velvakandi minn? Við fáum ekk- ert að vita um hvað bíður okkar þegar draumurinn loks verður að veruleika. Nú er máske erfitt að leita frétta austur fyrir tjaldið. Og þó, flýðu ekki einir 4 nú alveg síðustu dagana frá Austur-Þýzka- landi? Frá einhverju gætu þeir sagt. Að vísu kemur víst annar þáttur hjá umsjónarmanninum eftir kosningar og þá verðum við e.t.v. leidd í allan sannleika, mér hefði bara þótt eðlilegra að það gerðist fyrir kosningarnar. Fjallakarl.“ Framtakssemi Ferðafólk vildi fá að hæla framtakssemi Borgfirðinga vegna merkinga á hreppamörkum þar um slóðir: „Á ferð um Borgarfjörð fyrir stuttu veittum við athygli að búið er að merkja mjög víða t.d. hreppamörk í Borgarfirðinum. Ekur maður t.d. fram á Norður- árdalshrepp, Stafholtstungna- hrepp, Þverárhlíðarhrepp o.fl. og má segja að þetta sé mjög skemmtilegt og um leið fróðlegt, því hreppamörk eru yfirleitt ekki kortlögð. Ekki höfum við hugmynd um hver eða hverjir hafa haft forgöngu um þetta mál, en hafi það ekki verið sýsluyfirvöld hafa það e.t.v. verið einhverjir hinna mörgu klúbba Lions, Rotary eða Kiwanis eða eitthvert ungmenna- félaganna. eða eitthvað í þá átt. Væri vel ef fleiri tækju sér þennan sið til fyrirmyndar, (og kannski er það þegar orðið víðar), því hér er, eins og áður er sagt, mjög fróðlegt framtak á ferðinni." Þessir hringdu . . • Engin afsökun lengur Borgarii — Nú tel ég að ekki sé lengur nein afsökun fyrir því að ekki skuli leyft að hafa bjór um hönd hér á landi. Eftir þjóðhátíðina á laugar- dag heyrðist mér á fréttum næstum hvaðan sem var af land- inu að drykkjuskapur væri meiri en oftast áður og ættu þar í hlut unglingar jafnt sem aðrir. Getur ástandið orðið miklu verra? Er hægt að búast við að fólk drekki sig sífellt blindfullt af eintómum bjór? Er ekki löngu komin ástæða til að kanna það í fullri alvöru hvort bjórinn getur breytt nokkru til hins verra með þessu mál? Ég held að nú hafi fokið í það síðasta skjól sem andstæðingar bjórs á íslandi hafa og sé nú fullsannað að ástandið geti ekki versnað. Til- veruréttur bjórs er staðreynd, því fyrr — því betra. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Las Palmas í vor kom þessi staða upp í skák þeirra Larsens og Miles, sem hafði svart og átti leik 25. ... Rf3!! 26. Rxf3 (Eftir 26. gxf3 — Hxd4 27. Hxd4 — Bxf3+ 28. Kgl - Bxd4+ 29. Kfl - Bgl er hvíta staðan óverjandi) Hxh4 27. Rxh4 - Bf6 28. Bxf6 - Dxf6 og hvítur gafst upp. Þeir Sax, Ungverjalandi, og Tukmakov, Sovétríkjunum, urðu jafnir og efstir á mótinu, hlutu báðir 10 V2 v. af 15 mögulegum. Friðrik Ólafsson varð þriðji með 10 v. HÖGNI HREKKVÍSI L t S ' &+■-- /V( •• /-h • V “ *■ * SvV „Það er plötukynning, í kvöld!“ Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu Lydex hljóðkúta og íslenzka í eftirtaldar bifreiðar: AudilOOS-LS ......................... HljóSkútar (framanf Austin Mini ......................... HljóSkútar og púströr Badford vörubila .....................HljóSkútar og pustror Bronco 6 og 8 Cyl ................... HljóSkútar og púströr Chevrolet fólksbfla og vörubfla ......Hljóðkútar og púströr Datsun diesel — 1OOA — 120A — 1200 — 1600 — 140 — 180 ............HlióUkútar og púströr Chrysler franskur ................... HljóSkútar og púströr Cftroén GS .......................... HljóSkútar og púströr Dodge fólksbfla.................... HljóBkútar og púströr D.K.W. fólksbfla ................... Hljóflkútar og púströr Flat 1100— 1500— 124 — 125 — 127 — 128 — 131 — 132 ........ HljóBkútar og púströr Ford amerlska fólksbfla .............. HljóSkútar og púströr Ford Consul Cortina 1300 og 1600 ..... HljóSkútar og púströr Ford Escort............... ........... HljóBkútar og púströr Ford Taunus 12M — 1 5 M — 17M — 20M HljóSkútar og púströi Hillman og Commer fólksb. og sendibflar .... HljóSkútar og púströr Austin Gipsy jeppi ................... HljóSkútar og púströr International Scout jeppi ............ HljóSkútar og púströr Rússajeppi GAZ 69 .................... HljóSkútar og púströr Willys jeppi og Wagoneer ............. HljóSkútar og púströr Range Rover............. HljóSkútar framan og aftan og púströr Jeepster V6 .......................... HljóSkútar og púströr Lada ..._.............................. HljóSkútar og púströr Landrover bensfn og diesel ........... HljóSkútar og púströr Mazda 616........................... HljóSkútar og púströr Mazda 818............................ HljóSkútar og púströr Mazda 1300 ...........................HljóSkútar og púströr Mazda 929 ............................HljóSkútar og púströr Mercedes Benz fólksbfla 180 — 190 200 — 220 — 250 — 280 ................ HljóSkútar og púströr Mercedes Benz vörubfla ............... HljóSkútar og púströr Moskwitch 403 — 408 — 412 ............ HljóSkútar og púströr Morris Marina 1,3—1,8 ................. HljóSkútar og púströr Opel Rekord og Carnavan .............. HljóSkútar og púströr Opel Kadett og Kapitan ............... HljóSkútar og púströr Passat ............................... HljóSkútar og púst rör Peugeot 204—404— 504 ................. HljóSkútar og púströr Rambler American og Classic .......... HljóSkútar og púströr Renault R4— R6—R8—R10—R12—R16 HljóSkútar og púströr Saab 96 og 99 ........................ HljóSkútar og púströr Scania Vabis L80—L85—LB85 L110—LB110—LB140 ...................HljóSkútar Simca fólksbfll ..................... HljóBkútar og púströr Skoda fólksbfll og station ........... HljóSkútar og púströr Sunbeam 1250—1500—1600............... Hljóðkútar og púströr Taunus Transit bensfn og diesel ..... HljóBkútar og púströr Toyota fólksbfla og station ......... HljóBkútar og púströr Vauxhall fólksbfla .................. Hljóðkútar og púströr Volga fólksbfla .......................Púströr og hljóSkútar Volkswagen 1200— K70—1300 og 1500 og sendibfla................. Hljóðkútar og púströr Volvo fólksbfla ....................... HljóSkútar og púströr Vplvo vörublla F84—85TD—N88—F88 N86—F86—N86TD—F86TD og F89TD HljóSkútar Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða. Pústbarkar flestar stærðir. Púströr 1 beinum lengdum 1 V«" til 3Vt* Setjum pústkerfi undir bíla, slmi 83466. Sendum I póstkröfu um land allt. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ ADUR EN ÞER FESTIÐ KAUP ANNARS STAÐAR. Bifreiðaeigendur athugið að þetta er allt á mjög hagstæðu verði og sumt á mjög gömlu verði. BílavöruhurSin FiöÖrin h.f.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.