Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 1
Bls. 33-56 |K«rpniÞIfihi^ Sunnudagur 2. júlí 1978 QFA Á Nesí við Seltjörn fiimst enginn minnisvarði um Bjarna landlækni Nœsta haust eru 200 ár liðin frá láti hans Nesstofa á Seltjarnarnesi á sér ekki síður merka sögu en Viðeyjarstofa Skúla fógeta. Þegar Bjarni Pálsson var f yrstur manna skipaður landlæknir á íslandi með konungsúrskurði árið 1760 fékk hann jörðina Nes við Seltjörn til embættisbústaðar, en Nesstof a var reist úr höggnum steini á árunum 1761—1765, en Bjarni flutti þangað árið 1763. Þar starfaði hann allt til dauðadags 8. ágúst 1779, en næsta haust eru 200 ár liðin frá láti hans. Bjarni er jarðaður að baki Nesstof u ásamt tveimur börnum sínum, en á lóðinni er hvergi að f inna nein ummerki um gröf hans né hef ur honum verið reistur minnisvarði, sem verður að teljast nokkuð sérstakt þegar um er að ræða eitt af stórmennum íslandssögunnar. í Nesi kom Bjarni upp fyrsta vísinum að sjúkraskýli á íslandi og lyf javerzlun en auk lækningastarfa stundaði 1 Bjarni jaf nf ramt kennslu í lækningum og að honum föllnum hafa menn sagt að læknakennsla haf i þá lif að mikið blómaskeið hér á landi. Nesstof a er nú að hálf u leyti í eigu ríkisins og að hálf u í einkaeign, þ.e. í eign hjónanna Ólafar Gunnsteinsdóttur og Jóhanns Olafssonar. Jörðin Nes er 800 f m. að stærð og í Nesstofu hafa margir mektarmenn búið og fyrir utan það að þar var embættisbústaður landlækna, þá bjó þar m.a. Benedikt Gröndal, sem kom við sögu í valdatíð hundadagakonungs. Með tilliti til byggingarstíls hússins, sögu þess og aldurs er það f urðulegt að það skuli ekki haf a verið betur varðveitt sérstaklega þegar hugsað er um þær háværu raddir sem uppi hafa verið um varðveizlu t.d. Grjótaþorpsins þar sem stíll húsanna kemst ekki í hálf kvisti við Nesstof u. AJR I Nesstofu verður komið upp lœknisfrœði- legu sögu- safni og lyfjasafni • Þeir eru ófáir sem nú berjast fyrir því, að Nesstofa veröi varðveitt og færð til sinnar upphaflegu gerðar, en Jón Gunnlaugsson læknir, sem búsettur eru á Seltjarn- arnesi, er einn þeirra. Mbl. snéri sér til hans og spurði hann um þær hugmyndir sem uppi væru um framtíð hússins, en hann hefur m.a. skrifað um Nesstofu í Mbl. Jón sagði að hugmyndin væri sú, að Nesstofa yrði færð í sitt upprunalega horf eins og gert hefði verið við Viðeyjarstofu og þar komið upp læknisfræðilegu sógu- safni og lyfjasafni. En þar stæði hnífurinn í kúnni að ríkið væri aðeins eigandi að húsinu til hálfs ennþá og samningar um kaup á hinum helmingnum hefðu eki tekizt enn, en hann sagðist álíta það mjög brýnt að samkomulag næðist sem fyrst, ekki sízt með tilliti til 200 ára dánar- afmælis Bjarna landlæknis á næsta ári. Jón sagði að húsið þyrfti gagngerrar lagfæringar við, en út á viðhald eigenda helmingsins í einkaeign væri ekki hægt að setja. Hann sagði jafnframt að Rotary-klúbburinn á Seltjarnarnesi ætlaði að reyna sitt bezta til þess að vinna að málefnum Nesstofu og hann sagðist jafnframt vona að það mál kæmist brátt á rekspöl, en einstakir menn hefðu þegar gefið fé til varðveizlu hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.