Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 35 Til skamms tíma var sá hluti hússins, sem er eign ríkisins, ómálaður, en hinn málaður og vakti það óskipta athygli vegfarenda sem hjá fóru, en á þessu var ráðin bót í síðasta mán- uði. Húsi þarfnast mik- illa viðgerða að utan og það er síður en svo hægt að hrósa þeim aðilum sem eiga að sjá um eignarhluta ríkisins fyrir vel unnin störf í þá veru. Um leið og húsið verður ríkiseign að öllu leyti verður það friðað. . Nú er varptúninn hjá kríunum og úti á Seltjarnarnesi, aðallega í Gróttu, við Kotagranda og í Ráðagerðislandi, er mönnum vart rótt vegna árása þeirra. Krían hefur hátt, er f jörug og dugleg og hefur nánar gætur á sér og sínum. Þegar Mbl. var á ferð í Gróttu í leyfi lögreglunnar voru góð ráð dýr því engum hugkvæmd- ist að sérstakra varna væri þörf gegn árásum kríanna. Tekið var til bragðs að drífa skóna af fótunum til varnar. Þeir menn, sem þekkja til kríustríða, segja að bezt sé að hafa með sér staf og halda honum á lofti, því fuglarnir höggva í þann blett sem hæst rís. Þarna út frá eru nokkur æðarkoliupör og tjaldur og lóan sést á vorin og á haustin. En krían er svo hávær og f jöldinn svo mikiil að þarna er hennar ríki. Öli umferð er bönnuð um Gróttu núna fram til 1. júlí. \ Hraðbraut Blár 1 Vestmannaeyjar |J3lár einn heitir radiogeislinn sem flogið er eftir til Eyja, ,,Góðir farþegar Velkomin um borð. Áætlaður flugtími til Vest- mannaeyjaer 20 mínútur.“Og áður en þú veist af ertu á áfangastað. Fullkomin leiósögutæki vísa beina og örugga leið FLUCFÉLAC ÍSLAWDS iNNANLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.