Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JULI 1978 Hefur búið í Nesi í tæplega 60 ár —en er reiðubúin til að selja með ákveðnum skilyrðum begar blm. og ljósmyndara har að garði í Nesi tók ólöf Gunnstcinsdóttir okkur elsku- lega og veitti leyfi tii þess að taka myndir inni í húsinu. Ólöf sagði að hingað hefði faðir hennar Gunnsteinn Ein- arsson skipstjóri og síðar hrepp- stjóri flutt með fjölskyldu sína árið 1920, og að hún sjálf hefði því verið búsett í Nesi í tæp sextíu ár. Hún sagði að það væri sín helzta ósk að húsið yrði varð- veitt, en samningar hefðu staðið yfir í nokkurn tíma um sölu hennar hluta til ríkisins, en þeir hefðu enn ekki tekizt. En hún sagði jafnframt að hún væri reiðubúin til þess að skipta á sínum hluta Nesstofu og jarðar- innar fyrir húsnæði sem upp- fyllti ákveðin skilyrði. Aðspurð um það hvort hún hefði aldrei orðið vör við Olöf Gunnsteinsdóttir, hús- freyja í Nesi draugagang í Nesi sagðist Ólöf sjálf einskis hafa orðið vör í þá átt, en hún gekk með okkur um húsið og sagði frá ýmsu sem því viðkom. í því herbergi, sem nú er setustofa þeirra hjóna, var lækninga- og skurðstofa Bjarna landlæknis. I öðrum glugganum þar inni hafði hann jafnan ljós logandi til að menn sem þyrftu til hans að leyta á dimmum nóttum og í illum veðrum fyndu húsið. í eldhúsinu er snagi í loftinu sem enginn hefur þorað að hreyfa við, því sú trú er við hann Setustofan. sem áður var lækningastofa landlæknis. bundin að sá sem raskar honum kenni sér á eftir einhvers kvilla. Og menn þykjast hafa sann- reynt það. Vegna þess að Ólöf hefur viljað að húsið haldi sínu upprunalega útliti, þá hefur t.d. í engu verið hreyft við gólffjöl- unum í stofunni, en þær eru þær sömu og voru hjá Bjarna í eina tíð, en aðeins verið sett varnar- efni á fjalirnar. Húsrýmið er allmikið, þrjú stór herbergi á neðri hæðinni, brattur stigi og á efri hæðinni fjögur svefnherbergi, veggirnir þykkir og bitar í loftum. Ólöf sagði að í eina tíð hefðu þau verið 20 manns í heimili í þessum húshluta, en hinn hlut- ann hefði Kristín Ólafsdóttir, sem fædd var í Nesi 1860 átt, en ríkið hefði keypt hennar hluta. Krakkar að skera bönd af skreið í Ráðagerði á Nesinu. Krían vill engar heimsóknir frá mannfólkinu Minjar frá stríðinu yzt á Suðurnesi við Seltjörn. Brotnar leyfar Melhúsabryggju í fjörunni fyrir neðan Sæbraut á Seltjarnarncsi skagar mikil grjóthrúga út í sjóinn. Þessi „hrúga“ og landið í kring á sér sína sögu, en á fyrri hluta þessarar aidar rfkti þarna lff og vinnugleði við fiskverkun • Árið 1914 keypti útgerðarfélagið Kveldúlfur Melshúsajörðina, land- ið fyrir ofan bryggjuna sem nú er allt komið undir byggð, m.a. er Kjarvalshúsið beint fyrir ofan bryggjuna. Kveldúlfur reisti þarna fiskverkunarstöð og gerði varnargarð fyrir sjávargangi í flæðarmálinu og mikla fiskreiti Fiskreitir í Melshúsum þegar fiskverkun Þar var og hét. Upp af honum. Arið 1915 var reist lýsisbræðslustöð í Melshúsum. Steinahrúgan er leyfar bryggju sem félagið reisti, en þarna stuttu vestar var einnig trébryggja á vegum Kveldúlfs og í kring stór hafnargarður. Það má segja að þessar framkvæmdir hafi verið mikið átak eins manns, sem var Thor Jensen, einn mesti athafna- maður á Islandi á þessum tíma. Hann hafði hugsað sér að með tímanum ætti að vera unnt að afgreiða togara og fiskflutninga- skip við Melshús og jafnvel koma þar upp kolaverzlun til skipa og til sölu í bænum. Þegar til kom voru bryggjurnar lítið notaðar vegna þess m.a. að Reykjavíkurhöfn komst í gagnið á þessum tíma, auk þess sem Kveldúlfur byggði bryggju út af Vatnsstíg í Reykja- vík fyrir útgerðina. Á þessum tíma var mikið atvinnulíf hjá Kveldúfli og í Melshúsum stóð fiskverkun með miklum blóma, aðallega saltfisk- verkun, allt til þess að hún lagðist niður um 1940. Fiskurinn var fluttur að Melshúsum á pramma frá Reykjavíkurhöfn, og síðan þveginn og verkaður í Melshúsum. Þar rak Thor Jensen einnig lítið kúabú, sem nokkurs konar útibú frá Korpúlfsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.