Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 41 þeirra höfðu sagt að Nikita væri lausaleiksbarn, að hann ætti engan föður og móðir hans væri auðsjáanlega „léttúðug kona". „Útskýrið það fyrir mér“, skrifar frú Petrova, „hverjir þessir siða- postular geta verið sem breiða út óhróður um mig“. Fleiri konur skrifuðu bréf í svipuðum mæðutón. Alexandra Polichtchouk segir að eftir að hún hafi heyrt fýrirlesara einn útskýra að aðeins sex konur af hverjum tíu í heimahéraði hennar gætu fundið sér eiginmann, spyrji hún L'itera- tournaia Gazeta að því hvort þær fjórar „sem afgangs séu“, eigi að gefast upp við ástina og varpa frá sér voninni um að verða nokkurn tíma mæður. Enn önnur Gaiina Oudatsova að nafni, frá Minsk, krefst hreint og beint réttarins til að halda framhjá manni sínum, þar sem hún eigi ekkert sameigin- legt með þeim sem hún eigi lagalega séð að deila lífi sínu með. Lúxusgripurinn eiginmaður Frægur uppeldisfræðingur, Leonis Guikovitski, blandaði sér í umræðuna til að reyna að sætta hin gagnstæðu sjónarmið. Til að afla sér fylgis meðal þeirra er studdu fjölskylduna lýsti hann því yfir að: „hið eina form sem marktækt sé á samskiptum þeirra sem elskist sé hjónabandið og sameining hagsmuna og vilja“, en hinsvegar, og ræðir þá um „fólksdreifingarvandamálið" í So- vétríkjunum, lýsir hann afdráttar- laust yfir að enginn eigi að vera dæmdur til einangrunar í ásta- málum. Hvernig er hægt að leysa þetta vandamál? Leonid Guikovitski stingur upp á nokkrum lausnum sem bæði eru stórtækar og „sniðugar". Hann segist þekkja konu í Vilno í Lettlandi, sem elskaði kvæntan mann í Leningrad sem hún sá ekki nema tvisvar eða þrisvar á ári. Samt sem áður var hún hamingju- söm og leitaði ekki eftir öðrum ástarsamböndum. Hún bað ekki um annað en að fá að eignast barn með sínum heittelskaða. Hvers vegna koma aðrar konur sér ekki í svipaða aðstöðu? „Fólksdreifing- arsjúkdómurinn“ gerir það hvort eð er að verkum að þær hafa litla möguleika til þess að finna nokkuð betra. Það sem skiptir máli að áliti Guikovitskis er það að þær ákveði að eignast börn sem þjóðfélagið hafi bráða þörf fyrir. Þar sem þessi uppeldisfræðing- ur er mjög skilningsríkur gagn- vart einstæðum mæðrum ályktar hann að meirihluti sovéskra kvenna óttist það að lenda í slíkri aðstöðu. Allt hið félagslega um- hverfi þrýstir á þær að æskja stöðu löglegrar eiginkonu; með öðrum orðum, leita sér að eigin- manni svo fljótt sem auðið verður. Það væri þá þessi asi á að ganga í hjónaband sem væri orsök hinna tíðu skilnaða. Og þessi asi er svo mikill að áliti Guikovitskis, að fyrir unga sovéska konu sem væri sér meðvitandi um karlmannafæð- ina, væri eiginmaður vinningur, og hver sem svo staða hans í þjóðfélaginu væri, munaðarvara lfkt og yfirhöfn úr vísundahúð eða frönsk undirföt.“ Að sjálf- sögðu eru þessi fljótræðishjóna- bönd skammvinn eins og skýrslur sýna. Þriðjungur hjónaskilnaða sem skráðir eru, verða innan árs frá hjónavígslu og annar þriðjung- ur innan fimm ára. Strangt siðgæðismat Að sjálfsögðu koma einnig aðrir þættir inn í þessa kreppu sem hjónabandið er í: Húsnæðisvanda- mál, skortur á stöðum sem henta til félagslífs (rekstur tómstunda- klúbba gengur illa og kaffihús eru sjaldgæf), og samskiptin milli hinna mismunandi aldurshópa ganga erfiðlega. Allt þetta verður að taka með í reikninginn, og oft er minnst á það í greinum um „fólksdreifingarsjúkdóminn". Þannig skrifar verkakona ein að fyrir utan verksmiðjuna hafi hún aldrei tækifæri til að hitta karl- menn, ekki aðeins vegna þess hvað þeir séu fáir, heldur einnig vegna þess að ekkert félagslíf sé til. Önnur kona, sem neyðist til þess að búa í íbúð tengdaforeldra sinna, kvartar yfir því að þau líti alltaf á hana sem þjónustustúlku. Enn ein mótsögn: Hvað hina efnalegu hlið varðar hefur sovéska konan ef til vill náð lengra á jafnréttisbrautinni en annars staðar í heiminum. Að vísu á hún erfiðara með það en karlmaðurinn að komast til æðstu metorða, en að meðaltali sér hún sjálfri sér álíka vel farborða og hann. Konur eru í meirihluta í Sovétríkjunum og þær leggja til meira en helming alls vinnuafls í landinu. I iðnaði er hlutur þeirra 48%, 44% í landbún- aði og þær eru 75% vinnuafls í þjónustugreinum. Þær eru næst- um einráðar á sviði heilsugæslu (85% vinnuafls), og á sviði kennslu 72%. Þetta þýðir að heimasitjandi konur, sem eru efnahagslega háðar eiginmönnum sínum, eru sjaldgæf fyrirbrigði sem ekki fyrirfinnast nema á „hæstu stöð- um“. Allar hinar, hvort sem þær eru giftar eða ógiftar, vinna úti og geta sjálfar séð sér farborða. Það kemur meira að segja stundum fyrir að þær fela fyrrverandi eiginmanni umsjá barnanna við skilnað og samþykkja að greiða honum meðlag. Það er skiljanlegt að við þessar aðstæður verður æ erfiðara að fylgja eftir hinni opinberu línu, er eingöngu byggir á fjölskyldunni og ströngu siðgæðismati. í þessari siðgæðiskreppu eru fleiri barns- fæðingar hið eina sem skiptir máli fyrir Brésnév, vegna þess að sú fólksfækkun sem nú á sér stað, einkum í Rússneska lýðveldinu, getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag Sovétríkjanna. Fyrir konurnar er hér auðvitað um að ræða eitthvað sem er ennþá mikilvægara og sem ristir ennþá dýpra, og sú spurning vaknar hvort afneitun þeirra á „drottnun karlmannsins" og „feðraveldis- kerfinu" sé ekki boðberi breytinga sem einn dag muni ef til vill verða á öllum sviðum hins „stíflaða" þjóðfélags. (Úr „Le Nouvel Observateur“) AÐRAR ÍSLENSKAR □ Megas: Nú er ég kæddur □ Ási í Bæ: Undrahatturinn □ Brunaliðiö: Úr öskunni í eldinn □ Melchoer: Silfurgrænt llmvatn □ Lummurnar: Um land allt □ Vilhjálmur Vilhjálmsson: Hana nú □ Mannakorn: í gegn um tíðina ÞUNGT ROKK OG ÞRÓAÐ □ Peter Gabriel: Nýja platan □ Motors: Approved by (Ein besta rokkhljómsveit sem lengi hefur komið fram) □ Steve Hillage: Green □ Tangeren Dream: Cyclone □ Gang: Expose II □ Jethro Tull: Heavy Horses □ Frankie Miller: Double Trouble (Frábær rokksöngvari) □ Rolling Stones: Same Girls □ UK: UK □ Bruce Springsteen: On the Dark Edge □ Thin Lizzy: Live and Dangerous □ o.fl. o.fl. JAZZ ROKK ÝMISLEGT □ Darts: Everyone plays darts □ Darts: Darts □ Leo Sayer: Thunder in my heart □ Billy Joel: The Stranger □ Supertramp: Allar □ Ýsmir: Disco Stars □ Ýmsir 40 No 1 Hits. □ Ýmsir: Feelings □ Ýmsir: Juke Box □ Umberto Tozzi: Ti Amo 0 Sailor: Graetest Hits □ Barry Manilow: Even Now □ Barry Manilow: Live □ Ðee Gees o.fl.: Saturday Night Fever □ Eric Clapton: Slow Hand □ Sweet: Level Headed □ o.fl. o.fl. MJÚKT ROKK □ Bonnie Tyler: Natural Force □ Bob Dylan: Street lllegal □ Gerry Rafferty: City to City □ Randy Meisner: Randy Meisner: Randy Meisner (Fyrrverandi limur í Eagles) □ Lindisfarne: Back and Fourth (Byrjaðir aftur og aldrei betri) □ Kenny Loggins: Night Watch (Splunkuný plata) □ Maddy Prior: Woman in the Wings (Söngkona Steeleye Span með sóló) □ Joe Walsh: But Seriausly Folks □ Dave Mason: Mariposa de Oru □ Ry Cooder: Jazz □ Bellamy Brothers: Beautiful Friends □ Seals & Crofts: Takin it Easy □ Alpanso Johnson, Billy Cobbham, Steve Khan og Tom Scott (já ímyndiö ykkur bara) □ Stanley Clarck: Modern Man □ Al Dimeola: Casino □ John Mclaughlin: Electric Guitarist □ Seage Duke: Don’t let go □ National Health: National Health □ George Benson: Breezin □ Bob James: Heads NÝJA BYLGJAN □ Boomtown Rats: Tanic far the troops □ Dire Straits: Dire Straits (3 af bestu hljómsveitum sem þróast hafa út frá því sem nefnt er „new have“) □ Generation x: Generation x □ Strangles: Black & White □ Pez band: Pez band □ Blondie: Platic Letters □ Blondie: Fyrsta plata þeirra □ qqq: qqq □ xTC: xTC □ Buzzcocks: In another Kitchen □ Nick Lowe: Jesus of Cool □ Elvis Costello: Costello: This Years Model □ Television: Adventure FRÁ STIFF RECORDS □ lan Dury: New Boots Panties □ Mickey Jubb: Mickey Jubb (verð 3.550.-) □ Ýmsir Stífir?: His freates Stiffs □ Aðrir Stífir: Bunnchof Stiffs □ Enn Aðrir: Live Stiffs (verð 3.550.-) □ Wreckless Eric: Wreckless Eric □ Elvis Costello: My aim is true Einnig geysilegt úrval af kassettum. Eins og þetta harot sýnir er geysilegt úrval af allskyns plötum hjá okkur núna, sem áöur. Og pér er auövitað jafnvelkomiö aö kíkja inn eöa hringja og tryggja pér þær plötur sem hugurinn girnist. Hljómdeild Karnabæjar Laugavegi 66, s. 28155, Glæsibæ, s. 81915. Austurstræti 22, s. 28155. Krossið við þær plötur sem óskað er, sendið okkur listann og við sendum samdægurs til baka í póstkörfu. Heimilisfang, Heíldsölubirgöir Steinar h.f. Nafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.