Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1978 39 VATNl Arabar hyggja á ís- töku á suðurskautinu um þetta efni í Tækniháskólanum í Massachusetts í fyrra. Forráða- menn Alþjóðabankans höfðu oft og lengi varað við því, að efnahag- ur í heiminum mundi fara síversn- andi ef ekki yrði gripið til róttækra ráða við mannfjölgunar- vandanum. En nú taldi McNamara horfurnar hafa batnað nokkuð; það væri n'efnilega komið fram sem enginn hefði eiginlega þorað að vænta, að það væri farið að draga úr fjölguninni í þróunar- löndunum. Hann bætti því þó við, að hún þyrfti að verða enn hægari. Menn hafa mjög deilt um það hvað væri helzt til ráða við offjölguninni. Margir hafa talið auknar getnaðarvarnir fljótvirk- asta ráðið, en því miður hefur reynzt miklum erfiðleikum bundið að útbreiða þær þar sem helzt þyrfti. Aðrir hafa haldið því fram, að haldbezt mundi að bæta lífskjör þar sem fjölgun væri mest og mundi þá fljótlega draga úr henni. Alþjóðasambandið um takmörkun fjölskyldustærðar, samtök slíkra félaga í 90 ríkjum, telur sannað að getnaðarvarnir eigi verulegan þátt Fyrir stuttu oirtist í brezka læknaritinu Lancet skýrsla um rannsókn, sem tók til 190 karl- manna um fertugt, — 107 Edin- borgarbúa og 83 Stokkholmsbúa. beir voru valdir af handahófi. Þetta voru allt heilbrigðir menn. En því voru þessir hópar teknir til samanburðar, að í Edinborg deyja þrefalt fleiri karlmenn um fertugt af hjartaáföllum en jafn- aldra menn í Stokkhólmi, og skyldi nú reynt að komast að því hvers vegna svo mikið ber á milli. Niðurstöður urðu þær m.a., að áfengisneyzla kynni að valda einhverju, eins og áður var talið, þar eð Skotarnir reyndust drekka hálfri fiösku meira af áfengi á viku en Svíarnir. Ennfremur kom á daginn, að því hávaxnari sem menn eru þeim mun minni hætta er þeim búin af hjartaáföllum — og Skotar eru yfirleitt nokkru lægri vexti en Svíar. Merkilegast þótti, að kólesterólmagn í blóði reyndist svipað í hópunum báðum — en önnur blóðfita mun meiri í Skotunum. Drógu læknar þá ályktun af þessu, að líkamsgerð Svfa og Skota kynni að vera ólík þannig, að likamar þeirra ynnu ekki eins úr fæðunni, og mætti þá ætla að efnaskiptakerfi Skota hefði einhverra hluta vegna ekki aðlagazt umhverfi og fæðu jafn- vel og annarra þjóða, þótt furðu- legt kynni að virðast. Enda fylgdi það skýrslunni, að þetta yrði að rannsaka á nýjan leik og rækileg /, ar, niðurstöðurnar væru með ólikindum. - JOHN KERR. í því, að dregið hefur úr nannfjölg- un svo sem áður sagði. Leggur sambandið áherzlu á það, að alls ekki megi slaka á taumunum þótt þetta hafi áunnizt heldur verði nú enn að auka áróður fyrir getnaðar- vörnum og takmörkun fjölskyldu- stærðar. Að því er bandarískir sérfræðingar um mannfjölgun segja, fór það saman, að nærri öll ríki þar sem fæðingartala lækkaði um 20% eða meiya á árunum 1965—1977 höfðu tekið til ákveð- inna ráða til takmörkunar fjöl- skyldustæðar. En það verður að taka fram í lokin, sem fyrrnefnt Alþjóðasam- band leggur áherzlu á, að varazt skyldi að binda miklar vonir við það að heldur hefur dregið úr fjölgun mannkynsins í heild. Það dregur nefnilega mest úr henni í velmegandi iðnríkjum, en tiltölu- lega lítið eða alls ekki í hinum snauðari löndum. Og það er Ijóst, hvort sem fjölgar hægar eða hraðar héðan af, að það verður að skipta gæðum jafnar á milli manna framvegis en hingað til ef allir eiga að fá að halda lífi. — ROBERT STEPHENS HELGIR DÓMARl Flísar, naglar og fleiri fágætir hlutir Líkklæðið helga í Tórínó verður lagt fram til sýnis almenningi í september í haust. Mikið er búið að rannsaka þetta klæði, og er meira eftir; rannsóknum verður fram haldið á vetri komanda. Að vísu verða aldrei færðar sönnur á það, að þarna sé komið klæðið, sem sveipað var um Krist í gröfinni forðum. Aftur á móti er hugsan- legt að sannist, að þetta sé líkhjúpur manns er lézt um svipað leyti og með þeim hætti sem frá segir í guðspjöllunum. Ýmsar niðurstöður rannsókna benda til þess, og það er reyndar með ólíljindum hve miklar líkurnar virðast. Flestir kristnir menn eru auðvitað mjög áfram um það, að klæðið reynist líkhjúpur Frelsar- ans; sumir þeirra telja það jafnvel löngu sannað og þurftu. ekki vísindalegar rannsóknir til. En vísindamenn fyrir sitt leyti taka rök trúarinnar ekki gild, og þeir Tveir þriðju hlutar alls fersk- vatns í heiminum eru saman komnir í ísnum á suðurheimskaut- inu„ og hafa menn lengi verið að reyna að hugsa upp ráð til þess að nýta þennan forða, og einkum í löndum þar sem úrkoma er svo lítil að stendur þjóðunum fyrir ,þrifum. Mönnum hafa komið í hug ýmsar aðferðir til þess arna. Ein er sú að taka borgarísjaka, sem klofna frá meginísnum, í tog og draga þá norður á bóginn. Nú hyggjast Saudi-Arabar hrinda þessu í framkvæmd. Það voru bandarískir haffræð- ingar sem stungu upp á þessu og eru nú nærri tveir áratugir síðan. Hugmyndin þótti fjarstæðukennd þá, eh þykir ekki jafn-langsótt nú orðið. Þáð er ljóst, að hún verður geysidýr í framkvæmd. En aðrar aðferðir eru enn dýrari, t.d. sú að vinna ferskvatn úr sjó. Um þessar mundir er Múhamm- eð Al-Faisal prins í Saudi-Arabíu á ferð um Bandaríkin að vinna áætlun sinni um ísflutningana fylgi þar í landi. Al-Faisal prins er gamall áhugamaður um vatn: var vatnsmálaráðherra Saudi-Arabíu í tíu ár. Og nú hyggst hann sem sé boða bandarískum vísindamönn- um og yfirvöldum hugsjónir sínar um vatnsöflun. Þær eru þeim reyndar engin ný tíðindi: hug- myndin um ístöku á suðurpólnum er upprunnin í Bandaríkjunum eins og fyrr sagði og Bandaríkja- menn hafa um nokkurra ára skeið unnið að því að leysa ýmsan munu halda áfram að rannsaka þar til öllum vafa verður eytt, ef það er hægt. Hafa hinar sundur- leitustu stofnanir, kenndar við vísindi, verið kvaddar til, og jafnvel Bandaríska geimferða- stofnunin, NASA, hvað svo sem hún hefur um málið að segja. Sú virðing og helgi, sem menn hafa löngum haft í menjum um Stórviðburði í átrúnaði sínum er í senn frumstæð og líklega eðlis- bundin. Hún er ekki verri fyrir það. Grikkir hinir fornu dýrkuðu helga dóma. Sömuleiðis búddhist- ar og múhammeðsmenn, og enn þann dag í dag; að ekki séu nefndir kommúnistar. Bandaríkjamenn hafa mikla helgi á sprunginni klukku, frelsistákni sínu. Frakkar fýllast einlægri lotningu og taka ofan fyrir búsmunum Napóleons, og stríðsfáki hans var troðinn út með hálmi svo að hann gæti risið undir helginni sem á honum hvílir. Um Bretland er það að segja, að þar er hvergi lengra en þing- mannaleið á milli helgra eða hálfhelgra dóma. Hvarvetna er nokkuð fyrir alla, allt eftir mennt- un þeirra og stjórnmálaskoðun: hús genginna skálda, stórra sem smárra, og eftirlátnir munir þeirra í slíkri röð og reglu að nægja mundi til að kæfa hvaða skáldgáfu sem væri; aftökustaðir; stígvél, sængurföt og mataráhöld konunga, sem þóttu sérstaklega góðir, herskáir, kvensamir eða geðbilaðir; grasblettur þar sem heimalið vann frægan sigur í framkvæmdavanda sem henni fylgir. T.a.m. er nú unnið að því að smíða hverfil og skrúfur sem koma mætti fyrir á borgarísjökum þannig að þeim mætti sigla fyrir eigin afli... Ekki verður enn séð hvernig hentugast muni að koma jökunum norður eftir — sigla þeim fyrir eigin vélarafli ellegar beita fyrir þá dráttarbátum. Hitt er víst, að það verður löng og hæg sigling, talið að hún muni taka eina 10 mánuði, á eins hnúts hraða — þ.e. tæpir tveir kílómetrar á klukku- stund. Verði farið öllu hraðar bráðna jakarnir mun fljótar. Þeir hljóta vitanlega að rýrna nokkuð á leiðinni. En talið er, að þeir þurfi ekki að rýrna nema svo sem um fótbolta og síðan aldrei meir; og svo má telja endalaust. Engir hafa þó gengið jafnlangt í dýrkun helgra dóma og kaþólska kirkjan. Hún hefur haft helgi á líkamsleifum píslarvotta frá því á annarri öld að minnsta kosti. Var þar af nógu að taka; katakomburn- ar, grafhvelfingarnar, undir Rómaborg eru margir kílómetrar að lengd og voru jörðuð þar mörg þúsund kristinna manna. Sumt sannanlega píslarvottar, en vafa- samara um aðra. Það skipti þó ekki höfuðmáli, það nægði að maður væri talinn hafa dáið Ein helgasta katakomban í Róm er kennd við sankti Calixtus. Þar eiga að hvíla jarðríeskar leifar nokkurra páfa meðal annars, sem liðu píslarvœtti á þriðju ðld. 10%, og jafnvel ekki svo mikið, ef þeir verða sveipaðir plasti. Ekki er allur vandi úr sögunni þótt takist að koma jökunum norður til Saudi-Arabíu eða Kali- forníu. Þá er eftir að vinna ísinn. Og það er feikilegt fyrirtæki, og óséð enn hvernig bezt muni vera að fara að því. Mönnum hefur komið í hug að nota kolanámsvél- ar. En það þyrfti nokkur þúsund slíkar — af stærstu gerð — til að brjóta niður einn borgarisjaka. Þeir geta orðið svo sem 15 kílómetrar á lengdina og 300 metrar á hæð ... Það verður sem sé ekki hlaupið að þessu. En mikil hagsbót yrði að því ef framkvæmdin tækist: Mönn- Framhald á bls. 54. píslarvættisdauða, og hefur áhugamönnum um dýrlingabein orðið þar gott til fanga gegnum aldirnar. Er mikið búið að hirða af þeim beinum og verðmætum öðr- um, sem að varð komizt með góðu móti, en samt mun nóg eftir. En bein úr þessum gröfum eru í ölturum í kaþólskum kirkjum víða um jarðir. Það er fljótséð, að slíkri hluta- dýrkun muni fylgja ýmisleg hætta. Það er líka freistandi trúlitlum að henda gaman að þessu ellegar hneykslast. En dýrkun helgra dóma er sprottin af einlægri trú á samfélag heilagra, á það að látnir geti hjálpað lifendum, og á það að menn geti orðið náðar guðs aðnjótandi gegnum hluti nátengda honum eða dýrlingunum. Ekki eru allir helgir dómar jafnhátt metnir. Helgastar þykja menjar um krossfestingu Krists. Að vísu eru gildar ástæður til að draga meintan uppruna flestra þeirra mjög í efa. En hvað um það; helgastur þykir að sjálfsögðu krossinn. Honum fylgir sú sögn, að heilög Helena, móðir Konstantíns keisara sem gerði kristni að ríkistrú í Rómaveldi, hafi fundið hann í Jerúsalem árið 318 eða um það bil. Hún fann reyndar þrjá krossa. Þótti henni einsýnt, að einn þeirra væri sá sem Kristur lét lífið á. Hún prófaði þá þannig, að hú» lét sjúkan mann taka á þeim öllum, og sjá: maðurinn varðþegar heill er hann tók á einum þeirra. Framhald á bls. 54.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.