Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 7 i Stefnumörkun eöa lýöskrum? Sigurður Líndal próf- essor hefur nýlega skrif- aó grein, sem hann nefnir Hvað uppskera launpeg- arnir? í grein pessari segir hann m.a.: „Sá vandi blasir ávallt viö í stjórnmálum, að eitt markmið rekur sig á annað, en svo er að sjá, sem mörgum stjórnmála- mönnum sé lítið um pað gefið að viðurkenna pessa staðreynd. Er nú um stundir nærtækast að vekja athygli á mál- flutníngi talsmanna Al- pýðubandalagsins und- anfarna mánuði, par sem fyrirheit hafa verið gefin um allt í senn hærra kaup, lægri vexti, fulla atvinnu, niðurfærslu á verðlagi — par á meðal lægra búvöruverði, en um leið hærra veröi til bænda — óbreytt gengi, réttingu viðskiptahalla viö útlönd, stöðvun skuldasöfnunar erlendis, svo að dæmi séu nefnd. Þegar til framkvæmda kemur hlýtur slík stefna aö sjálfsögðu að hlaupa í hnút, eins og annazt hefur síðustu daga. Örvæntingarfullar út- skýringartilraunir tals- manna Alpýðubanda- lagsins á efnahagsstefnu flokksins og fyrirvarar í öðru hverju orði sýna bezt í hverjar ógöngur peir eru komnir.“ Magnús skilur ekki Lúövík í Alpýðublaðinu föstu- daginn 11. ágúst sl. er forystugrein, sem ástæöa er til að vekja athygli á hér í Staksteinum; par segir m.a.: „Það aö purfa ekki að skila aftur sömu verð- mætum og fengin hafa verið að láni hefur verið ein helsta gróöaleiðin hér á landi. Gegn pessu vildi Alpýðuflokkurinn ráðast en Alpýðubandalagið ekki. Hráskinna leikur Al- pýðubandalagsins í pessu máli hefur verið slíkur að fyrrverandi ráð- herra pess og ritstjóra Þjóðviljans blöskrar svo að hann ritar glögga grein um pessi mál í Þjóðviljann í gær. Hann segir meðal annars: „Ég hef ekki lagt orð í belg pótt ég hafi oft orðið hissa, en nú get ég ekki orða bundist lengur. Ástæðan er sú tillaga forustumanna Al- Þýðubandalagsins að vandi útflutningsatvinnu- veganna skuli aö hluta til leystur með pví að lækka vexti. Síðan samfelld verðbólga hófst á íslandi fyrir rúmum aldar- priðjungi hafa vextir ver- ið neikvæðir hérlendis og eru pað enn, pótt peir séu hrikalega háir sam- kvæmt prósentureikn- ingi. Þetta hefur leitt til pess að verðbólgan hefur orðið eín helsta gróða- myndunaraðgerðin á ís- landi síðan. Menn sem hafa áttað sig á kerfinu hafa kappkostaö pað aö komast yfir sem mest lánsfé í bönkum og sjóð- um, festa pað í stein- steypu og framleiðslu- tækjum, en endurgreiða aö lokum lánin með margfalt verðminni krón- um“. Og enn segir Magnús Kjartansson: „Þeir fjármunir sem Þannig hata runnið til skuldara hafa að sjálf- sögðu veríð teknir frá peim sem hafa reynt að spara frá pví fólki sem hefur ætlað að „ávaxta" fé sitt í lánsstofnun- um eða frá sjóöum eins og Atvinnuleysistrygg- ingasjóði, lífeyrissjóðum, byggingasjóðum o.s.frv. Þegar ég var ungur var paö altítt aö fólk reyndi að spara og ávaxta fé til elliáranna, en pessu fé hefur veriö stolið á verð- bólguáratugnum, enda hefur slík sparifjármynd- un einstaklinga sokkið niður í algert lágmark að undanförnu. Meginskýringin á óða- verðbólgunni á íslandi er sá, að hún er helsta gróðamyndunaraðferðin f pjóðfélaginu. Hæð vaxta er afleiðing en ekki or- sök, og aldrei hefur verið unnt að uppræta neina meinsemd með pví að káfa í afleiðingum en láta orsakirnar eiga sig. Vilji menn draga úr verðbólgu og uppræta hana er leið- in sú ein að koma í veg fyrir aö unnt sé að græða á verðbólgu. Þaö verður að tryggja að sparifé haldi ævinlega verðgildi sínu.“ Bamix Tofra- sprotinn cS Sýnikennsla i og sala á landbúnaöarsýningunni. Töfrasprotinn getur gert ótrúlegustu hluti, þótt einfaldur sé. Honum fylgja eftirtaldir hlutir: ö Hnífur sem t.d. sker grænmeti og lagar þessa fínu grænmetis- súpu. £ Þeytari, sem þeytir rjóma, býr til ís og ýmislegt fleira. 0 Gatastykki, sem býr til mayones, sósur o.fl. £ Auk þess fylgir kvörn, sem mal- ar kaffi, baunir, möndlur, súkkulaði og jafnvel molasykur. kr. 20,000-3,qoo.-1 Vbrumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A AMERISKA BÓKASAFNIÐ — Úrval nýrra bóka — Uppsláttarrita — Tímarita íTienningor/tofnun— Myndsegulbanda BondorikjannQ Opiö alla virka daga frá kl. 13.00-19.00 EMCOSTAR SUPER Fjölhæf trésmiðavél 10” hjólsög, bandsög slípibelti og slípidiskur. Verð kr. 252.000,- Fáanlegir fylgihlutir: borögrind 2 stærðir rennibekkur kanthef i 11 hulsubor borbarki fræsari Greiðsluskilmálar. verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNt 5. HAFNARFIRÐI. SIMI 53332 v DOLSKI 1---F/AT Aðeins kr. 1815.000 KOMINN Á GÖTUNA MEÐ RYÐVÖRN OG ÖLLU TILHEYRANDI TIL AFGREIÐSLU STRAX. TIL ÖRYRKJA KR. 1.395.000 FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SÍÐUMÚLA 35. 9ÍMI 85855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.