Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 3
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978
3
Mjölnir með
skákmót á
Lækjartorgi
ANNAÐ Lækjartorgsskákmót
Skákfélagsins Mjölnis verður
haldið í lok þéssa mánaðar, að því
cr segir í frcttatilkynningu frá
Mjölni. Verður mótið haldið
annaðhvort föstudaginn 25. ágúst
eða föstudaginn 1. scptember n.k.
Skákkeppnin er firmakeppni og
er keppt eftir Monradkerfi. I fyrra
tóku 34 firmu þátt í keppninni, og
þá tóku allir sterkustu skákmenn
landsins, að undanskildum
Friðriki Ólafssyni, þátt í mótinu.
Verðlaun á skákmótinu nú í ár
eru mjög há, eða alls 350 þús. kr.
og fær sigurvegarinn 100 þús. í
sinn hlut.
Frá Húsavík.
Einstök veð-
urblíða
á Húsavík
Húsvík 15. ágúst.
ÞAÐ sem af er ágústmánuði hefur
verið einstök veðurblíða hér um
slóðir, hiti flesta daga 15—20 stig.
Heyskapur hefur gengið með
eindæmum vel og flestir bændur
búnir að hirða og hyggja margir
til hópferðar á landbúnaðarsýn-
inguna á Selfossi. Munu leiðir
þeirra liggja um Sprengisandsleið
og um byggðir, og eru þeir á leið
suður í góða veðrinu sem spáð er
þar.
— Fréttaritari
Ljósm. Mbl.: Árni Johnsen.
Björninn við dýpkunarframkvæmdir í Siglufirði. Aage Johansen stendur við kranamastrið. Jullan sem þeir Björn og Johanscn björguðust
á er fyrir aftan krabbana.
„Báturinn sökk undan
okkur eins og steinn”
Björn Þórðarson í Birninum s.l. sumar í Siglufjarðarhöfn.
„BJÖRNINN bara sökk undan okkur eins og steinn og það var
ekki annað að gera en að flýta sér yfir í julluna. scm við höfðum
um borð. betta gekk allt mjög vel. við blotnuðum vart í fæturna.“
sagði Björn bórðarson annar eigandi dýpkunarbátsins Bjarnarins
í viðtali við Mbl.. en báturinn sökk undan Staðarhólsfjöru í
Siglufirði í gær.
„Ég og félagi minn Aage
Johansen höfum undanfarið unn-
ið á Birninum, að því að dýpka
smábátahöfn í Siglufirði. Þegar
báturinn sökk vorum við komnir
út á fjörð til að tæma bátinn og
vorum byrjaðir á því. Björninn
hallaði nokkuð þegar við byrjuð-
um að losa en skyndilega fór
hallinn að aukast og báturinn
rétti sig ekki á ný og það má
segja að hann hafi sokkið á
nokkrum sekúndum, sagði Björn.
Björninn var byggður árið 1965
en Björn og Aage keyptu hann
1960. Frá þeim tíma hafa þeir
unnið að dýpkunum hafna víða á
Norðurlandi, eins og í Siglufirði,
í Grímsey, á Eyjafirði og Raufar-
höfn.
„Við lögðum af stað á juilunni
til lands og rippuðum, eins og
sagt er, en fljótlega kom bátur á
móti okkur, enda horfði fjöldi
fólks á þegar báturinn sökk,“
sagði Björn.
Þegar hann var spurður hvað
nú tæki við, sagði hann: „Maður
náttúrulega hvílir sig og síðan
verður maður að fara að gera
eitthvað, eða þá að segja sig til
sveitar."
Til loðnu og
rækjuveiða í
Barentshafi
FÆREYINGAR eru nú að sendj
rækjubáta alla leið norður
Barentshaf til þess að kannj
möguleika á rækjuveiðum þai
nyrðra. Munu bátarnir jafn
reyna á hinu norska sem hini
rússneska yfirráðasvæði.
Þá fóru í gær þrjú færeysi
nótaskip áleiðis norður í Barents
haf til loðnuveiða. Verksmiðju
skipið Norglobal er á þeim slóðun
núna og mun skipið taka við afh
bátanna. Byrjunarverðið, sen
Færeyingarnir fá, munu vera urr
12 ísl. kr. fyrir kílóið.
Rækjuveiðar Færeyinga vii
vesturströnd Grænlands hafj
gengið allvel í sumar og muni
bátarnir vera langt komnir með ai
fylla kvótann.
Ólöf kona
borgarstjóra
Þau mistök urðu í Morgunblað
inu í gær í frétt um að Egill Skúl
Ingibergsson væri að taka vii
starfi borgarstjóra, að rangt va;
farið með. nafn eiginkonu hans
Heitir hún Ólöf Eiín Davíðsdóttir
Eru viðkomandi beðnir velvirðing
ar á þessum mistökum.
#Hvítlauksostur
Nýi Hvítlauksosturinn er bragðmikill smurostur blandaður
hvítlauki og dilli. Hann gefur erlendum ostum af sama uppruna ekkert
3Teftir hvað gæði snertir. Vegna bragðgæða og mýktar er Hvítlauksosturinn
4 " óska ále§g allra
vuiiiuKusiur
OStUY
sælkera.