Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 + Móöir okkar, HELGA ÞORBERGSDÓTTIR, Rauöalæk 32, lézt mánudaginn 14. ágúst. Jaröartörin auglýst síöar. Þorbjörg Jónsdóttir, Gunnar Jónsson. + Bróöir okkar, DAGUR BRYNJÚLFSSON, Hátúni 10, lést 14. ágúst. Sigríöur Brynjúlfsdóttir, Þórlaug Brynjúlfsdóttir, Hulda Brynjúlfsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR MARGRÉT ÞÓROARDÓTTIR, Suóurgötu 31, Akranesi, lézt aö heimili sínu aöfararnótt 14. ágúst. Jaröarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar og tengdafaöir, HELGI ÍVARSSON, fyrrverandi fiskmatsmaöur, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13.30. Lilja Ingimundardóttir ívar Helgason Siguróur G. Helgason + Eiginmaöur minn, SIGURÐUR TÓMASSON, Goöheimum 8, sem lézt 9. þ.m., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 3. Fyrir hönd vandamanna, Herborg Guðmundsdóttír. + Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma JÓHANNA G. GÍSLADÓTTIR, Yrsufelli 15, lést sunnudaginn 13. ágúst. Útför hennar veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. ágúst kl. 10.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför systur okkar, ÞÓRUNNAR PÉTURSDÓTTUR, sjúkrabjáifi, Álfaskeiöi 40, Hafnarfirói er lést á Landspítalanum 8. ágúst veröur gerö frá Fossvogskirkju 18 ágúst kl. 1.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeöin. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á kvenfélagið Hringinn í Hafnarfirði eöa aörar góögeröarstofnanir. Aðalheiöur Pétursdóttir, Sigríöur Þátursdóttir, Karl Pétursson. + Þökkum hjartanlega samúö og vinsemd viö andlát og jaröarför ÞORBJARGAR KJARTANSDÓTTUR, frá Dalsmynni, Hringbraut 99. Dætur, tengdasynir og aöstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför SIGURÐAR MAGNUSSONAR Samtúni 32, Ingibjörg Jónadóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Bjarni Einarsson vélsmíðameistari Fæddur 30. ágúst 1903. Dáinn 5. ágúst 1978. Laugardagskvöldið 5. ágúst hringdi mágur dóttur minnar til mín til þess að segja mér lát föður síns, Bjarna Einarssonar vélsmiðs, Hrísateig 45. Þar með hrundu vonir mínar um að hann mætti hressast og fá að sjá börnin sín tvö, sonarson og tengdadóttur sem dvelja í Svíþjóð. Oskir okkar allra voru að hann ætti eftir að koma til þeirra. Ekki komst hann heldur í Elliðaárnar á þessu sumri, en þar átti hann tvo daga í júlí, eins og undanfarin ár. Bjarni Einarsson fæddist í Strandahjáleigu í Vestur Landeyj- um 30. ágúst 1903. Foreldrar hans voru Olöf Bjarnadóttir og Einar Isleifsson er þar bjuggu. Ólst hann upp hjá þeim ásamt þrem bræðr- um, og eru tveir þeirra á lífi. Föður sinn missti Bjarni aðeins 13 ára að aldri. Eftir það sá hann um sig sjálfur. En sitt mesta gæfuspor steig hann, er hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísa- betu Þorkelsdóttur, 17. apríl 1937. Var hún þá aðeins 18 ára að aldri. I byrjun maímánaðar, skrapp Bjarni í bíl sínum austur að Þingvallavatni í sumarbústað sinn. Á leiðinni mun hann hafa fundið til fyrir hjarta, og kannski oftar þó ekki hefði hann orð á því. Nokkru seinna fékk hann svo slæmt kast, að hann var fluttur á gjörgæsludeild Landakotsspítala — en svo var harkan mikil að ekki mátti ná í lækni um nóttina sem hann veiktist, heldur bíða morg- uns, þrátt fyrir að báðir synir hans og tengdadóttir eru læknar. — Nei, það mátti ekki raska ró þeirra. Eftir nokkra legu á Landakoti var hann fluttur heim, þar sem hans ágæta eiginkona hefir annast hann og hjúkrað, nótt sem dag af svo mikilli elju og ósérhlífni að einstakt er. Það munu vera átta—níu ár síðan ég kynntist þessum góðu hjónun, en yngri sonur þeirra er kvæntur dóttur okkar og bjó hér í húsinu um árabil. Svo eftir að sonur þeirra, Kjartan Bjarni, fæddist, var hann í fóstri meira og minna hjá afa og ömmu á Hrísateig. Allt vildu þau fyrir hann gera bæði tvö, og hvergi hefði honum getað liðið betur. Elísabet ól drenginn svo vel upp, t.d. kenndi hún honum að þekkja alla stafina á öðru árinu o.fl. o.fl. Þessi litli snáði mátti ekki koma nálægt Skólavörðu- né Hallveigar- stíg, þá vildi hann ólmur komast í smiðjuna til afa síns. Það voru honum sár vonbrigði, er Bjarni afi veiktist og fór á spítala, hann talaði um það grátklökkur að aumingja afi Bjarni væri lasinn á Landakoti. Og einmitt um það leyti fluttist hann til Svíþjóðar með foreldrum sínum og föðursystur, sem hefir gætt hans í sumar — þar var hann heppinn og við öll, svo vel hefir + Innilegt þakklæti sendum viö öllum, sem vottuöu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför móöur okkar, INGIBJARGAR ÁRNADOTTUR. Einnig sendum viö beztu þakkir til allra, sem hjálþuöu henni í langvarandi veikindum. Skúli Magnússon, Guörún F. Magnúsdóttir, Þorkell Magnússon, Kristinn Magnússon, Rafn Thorarensen. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, VIGDÍSAR SOFFÍU ÞÓRDARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elliheimilisins Grund fyrir hlýju og góöa umönnun. Gunnfríóur Ólafsdóttir, Gisli Auöunsson, Jóhanna Ölafsdóttir, Jón N. Pólsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MÁLFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Gamla-Hrauni, Eyrarbakka. Helgi Þorvaldsson, SteinÞóra Þorvaldsdóttir, Sigurjón Þorvaldsson, Ólafía Siguröardóttir, Guögeir Þorvaldsson, Alma Ásmundsdóttir, Siguróur Þorvaldsson, Hulda Þorvaldsdóttir, Rögnvaldur Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. hún hugsað um hann. Þá hefir hún skrifað kort og bréf frá honum til áfa og ömmu, sem hafa stytt Elísabetu ófáar stundir. Þau Elísabet og Bjarni hafa verið gæfumanneskjur, eignast þrjú fyrirmyndarbörn, búið þeim ágætis heimili, og ekki legið á liði sínu, að gera allt fyrir þau, sem í þeirra valdi stóð. Elstur barna þeirra er Þorkell læknir á Landakoti, kvæntur Ásu Kristínu Oddsdóttur, eiga þau tvö yndisleg börn, Odd Þór níu ára og Elisabetu Gerði fjögurra ára, sem nú sakna sárt afa síns. Næstur er Björgvin Ásbjörn, hans kona er Kristjana Sigrún Kjartansdóttir, eru þau bæði læknar og eiga einn son, Kjartan Bjarna, nýlega tveggja ára. Yngst er svo Ólöf Halldóra, sem varð stúdent s.l. vor frá Mennta- skólanum v. Sund og er innrituð í Háskólann. Það er ekki bara að þetta séu vel gefin og menntuð systkini, heldur eru þau svo innilega góð og tillitssöm við aðra — eins og foreldrarnir, sem allt vildu gera fyrir börnin, barnabörnin og tengdadæturnar, enda kunnu þær svo sannarlega að meta tengdafor- eldra sína. Alltaf voru þau öll boðin í mat, sannkallaðan veislu- mat hvern einasta sunnudag á Hrísateig 45 og var þar ekkert til sparað. Þaðan eigum við hjónin einnig góðar minningar, svo og lítil. dótturdóttir og bróðir hennar. Fyrir þetta allt vil ég nú þakka, en kveðjustund getur verið sár. Elísabet mín hefur staðið sig eins og sönn hetja, verið svo sterk, gert allt fyrir sinn góða eiginmann. Hann kaus að vera heima og hún annaðist hann alein, án utanað- komandi hjálpar. En þó, hún var ekki ein — sonur þeirra Þorkell kom oft á dag, þrátt fyrir annríki, og vildi allt fyrir þau gera. Hann var sá eini af börnunum hérlendis, og hefur stutt hana vel. Enginn sonur hefði getað reynst betur á örlagastundu. Hann er góður drengur og mannlegur læknir. Á hann skilið mikið og gott þakklæti og þau hjón bæði. Þá er að kveðja með hjartans þakklæti frá okkur tengdafólkinu í Kópavogi, en þó alveg sérstaklega frá litlum rauðhærðum afadreng í Svíþjóð, sem man afa svo vel og dáir. Smíða eins og Bjarni afi, segir hann og lemur litlum, nei stórum hnefa í borðið. Megi guð og allar góðar vættir styrkja eiginkonuna og börnin. J.B.I. Athugasemd í Morgunblaðinu laugardaginn 12. ágúst s.l. er ranglega farið með tölur um skemmdan fisk í togar- anum Ólafi Bekk frá Ólafsfirði. Þar stendur að 50 tonn fari í mjölvinnslu, — rétta talan er 17.260 kíló. Ég vil taka það fram að fiskurinn var ekki metinn af mér í mjölvinnslu, heldur í þriðja flokk, en þriðja flokks fiskur má ekki fara til vinnslu í frost. Að öðru leyti eru skýringar verkstjór- anna réttar. Jón Steinsson ferskfiskmatsmaður Ólafsfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.