Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 19 Félag járniðnaðarmanna: r Itrekar óskir um samstöðu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags MOBGUNBLAÐIÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá stjórn Félags járniðnaðarmanna frá því á fundi sl. mánudag en þar ítrekar félagið ályktun Verka- mannasambandsins um að Al- Aðalfund- urNAUST um helgina NAUST-Náttúruverndarsamtök Austuriands halda árlegan aðal- fund á Fáskrúðsfirði um næstu helgi. Aðalfundurinn sjálfur verður haldinn í félagsheimilinu Skrúð á sunnudag. en á laugar- dagsmorgun kl. 9 verður farið í skoðunarferð frá Egilsstöðum um Breiðdal og Stöðvarfjörð til Fáskrúðsfjarðar og munu jarð- fræðingar og fleiri lýsa því sem fyrir augu ber á viðkomustöðum. Að kvöldi laugardags gengst NAUST fyrir kvöldvöku fyrir almenning í félagsheimilinu Skrúð með fjölbreyttu efni og á sunnu- dag 20. ágúst, verður opinn umræðufundur, þar sem Jakob Jakobsson fiskifræðingur hefur framsögu um ástand fiskstofna, verndaraðgerðir og nýmæli í veiðum. Segir í nýútkomnu frétta- blaði NAUST, að áhugamenn um sjávarútveg og sem flestir, sem við hann vinna, séu hvattir til að sækja þennan umræðufund, þar sem kostur gefist á að spyrja Jakob í þaula. Veðrið leik- ur við þátt- takendurá vinabæjamóti „ÞAÐ er víst óhætt að fullyrða að veðrið hefur leikið við okkur hér á vinabæjamótinu í Keflavík,“ sagði Jóhann Einvarðsson bæjar- stjóri þegar Mbl. ræddi við hann í gær. í gærmorgun var farið með þátttakendur í vinabæjamótinu í kynnisferð um Keflavíkurkaup- stað, síðan var kvikmynd um kaupstaðinn sýnd. Eftir hádegið var farið í ferð um Reykjanes, komið var við í Svartsengi og síðan var snæddur kvöldverður í Kefla- vík. I dag verður farið með þátttak- endur í ferð að Gullfossi og Geysi og þaðan verður haldið til Þing- valla. Eiríkur Eiríksson þjóðgarðs- vörður rekur sögu staðarins og á eftir verður kvöldverður í Valhöll á vegum Norræna félagsins í Keflavík. Á föstudag verður farið til Vestmannaeyja í tveimur flugvél- um og Eyjar skoðaðar. Komið verður til baka um kvöldið og lokahóf verður haldið í Stapa þá um kvöldið. Flestir Norðurlanda- búanna halda utan á laugardag, að undanskildum Finnunum, sem ætla að dvelja hér á landi fram yfir helgi. Smygl í Skaftá ÞEGAR tollverðir voru á ferð um borð í skipi Hafskips, Skaftá, í gær, fundun þeir 42 flöskur af áfengi og 16000 sígarettur, sem átti að smygla í land. Smyglgóssið var falið í stefnisgeymi skipsins. þýðuflokkur og Alþýðubandalag haíi samstöðu um myndun ríkisstjórnari „Stjórn Félags járniðnaðar- manna ítrekar fyrri samþykktir félagsins og 8. þings Málm- og skipasmiðasambands Islands, gegn riftun ákvæða kjarasamn- inga um greiðslu fullra verðlags- bóta til málmiðnaðarmanna og annars fastlaunaðs verkafólks. Jafnframt minnir stjórn Félags járniðnaðarmanna á atvinnu- og kjaramálaályktun 8. þings M.S.Í., þar sem félagsmenn sambandsfé- laganna voru hvattir til að greiða ríkisstjórnarflokkunum ekki at- kvæði í nýafstöðnum kosningum, til að hnekkja efnahagsstefnu fráfarandi ríkisstjórnar, sem reynzt hefur andstæð hagsmunum alls verkafólks. Þessi afstaða málmiðnaðar- manna, sem einnig var afstaða yfirgnæfandi meirihluta verka- fólks um allt land, er megin forsenda kosningasigurs verka- lýðsflokkanna, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Stjórn Félags járniðnaðar- manna telur það eðlilegt og rökrétt framhald út frá niðurstöð- um kosninga að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafi samstöðu um myndun ríkisstjórnar og mót- un nýrrar efnahagsstefnu, leið- réttingu á verðlagsbótaskerðing- unni og verndun kaupmáttar fastlaunaðs verkafólks við þær efnahagsaðgerðir sem yfirvofandi eru. Stjórn Félags járniðnaðar- manna telur einnig að traust samstarf Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks geti tryggt framgang félagslegra hagsmunamála verka- fólks, svo sem í húsnæðismálum, lífeyrismálum, vinnuverndarmál- um, og stuðlað að því að aðilar vinnumarkaðarins komi sér saman um einföldun á uppbyggingu kauptaxta og verulegri fækkun þeirra. Stjórn Félags jarniðnaðar- manna beinir þvi til Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks að þessir flokkar skapi víðtæka samstöðu sín á milli og við verkalýðssamtök- in til að tryggja fulla atvinnu og óskert lífskjör verkafólks. þúflýgurí vestur til New York. Svo suður á sólarstrendur Florida. Flatmagar á skjannahvítri Miami ströndinni eða buslar í tandurhreinum sjónum. Tekur í hendina á Mikka mús á fimmtugsafmælinu. Snæðir safaríkar amerískar steikur. (Með öllu tilheyrandi). Býrðálúxus hóteli í tveggja manna herbergi, með eða án eldunaraðstöðu, eða í hótelíbúð. Shoóar Cape Kennedy Safari Park, Everglades þjóðgarðinn og hin litríku kóralrif Florida Keys. Slæró til og færð þér bílaleigubfl fyrir 19-23 þúsund kr. á viku. Ekkert kflómetragjald. íslenskur fararstjóri verður að sjálfsögðu öllum hópnum til halds og trausts. Næstu 3ja vikna ferðir verða» 1. september (uppseld), 21. september, 12. október, 2. nóvember, 23. nóvember. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR ÍSLAMDS Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hötel Esju, sími 27800, farskrárdeild, sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. QYLMIR ♦ Q&H 3.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.