Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978
23
Guðrún
Helgadótt-
ir—Minn-
ingarorð
Fædd 22. október 1914.
Dáin 23. júlí 1978.
Hinn 23. júlí s.l. andaðist frú
Guðrún Helgadóttir, Eiríksgötu
11, hér í Reykjavík. Hún var
jarðsett hinn 1. ágúst s.l. Ekki má
svo fara, að við samstarfsfólk
hennar í Laugarnessókn um mörg
liðin ár, minnumst hennar ekki nú,
þegar hún er horfin úr hópnum.
Þegar Laugarnessókn var stofnuð
árið 1940 áttu þau hjónin Guðrún
og Ríkharður Kristmundsson
heima við Laugarnesveginn. Hún
gerðist strax einn af frumherjum
við starf safnaðarins og söng við
messurnar, sem þá fóru fram í
Laugarnesskólanum. Þegar Kven-
félagið var stofnað 1941 gerðist
hún brátt félagi og vegna hæfi-
leika sinna var hún oft í stjórn
félagsins ýmist sem ritari eða
gjaldkeri. Hún var samvizkusöm
og traust og því var hún kosin
aftur og aftur, þó að smá hlé hafi
verið á. Og einmitt núna átti hún
sæti í stjórninni. Hún var einnig í
mörg ár fulltrúi félagsins í
Bandalagi kvenna í Reykjavík.
Þó að þau hjónin flyttust úr
sókninni héldu þau tryggð við
gamla hverfið og við litum alltaf á
Guðrúnu sem Laugnesing, enda
bar hún hag Laugarneskirkju og
Kvenfélagsins þar mjög fyrir
brjósti. Óteljandi eru þær stundir,
sem hún vann t.d. fyrir basara og
kaffisölur. Myndarskapur hennar
var alveg sérstakur, hið fagra
heimili hennar bar vott um
iðjusemi og smekkvísi. Henni féll
áreiðanlega sjaldan verk úr hendi.
Fregnin um andlát hennar í
framandi landi kom eins og
reiðarslag. Hún var svo lifandi og
mannlega séð átti hún mörg ár
eftir ólifuð. En Guðrún var einlæg
trúkona, hún treysti Guði. Hún
sagði svo oft bæði í samtölum og
bréfum: „Guð, sem öllu ræður,
mun leiða allt á bezta veg.“ Þetta
má vera eftirlifandi börnum henn-
ar huggun nú.
Við, sem störfuðum með lienni í
mörg ár, þökkum samfylgdina og
munum sakna hennar djúpt og
innilega. Við viljum votta öllum
ástvinum hennar okkar innileg-
ustu samúð.
Vivan Svavarsson.
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum íyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
F ! A T
Sérstakt bflatilboð
sýningarsalur
Mikiö úrval
af notuðum
nýlegum
bílum.
DAVÍÐ SIGURÐSSON H.F
Sfðumúla 35.
Sýningarsalur, sími 85571
r--- ?
Memorex kassettan
— nær háu tónunum paö vel aö hún getur jafnvel brotið glas.
Meö nýja Memorex MRX 2 Oxide tónbandinu (einkaleyfi Memorex) sem er eitt þaö besta
sem framleitt er, næst hinn hreini tónn, hvort sem um er aö ræöa há- eöa lágtíönissviö.
Memorex kassettan
— fólk á í erfiðleikum með að greina á milli
lifandi tónlistarflutnings og Memorex.
Heildsölubirgðir:
FÁLKINN
_____ Sími 84670_y
1 Eila Fitzgerald er í hljóöupptöku.
Upptakan er gerð á Memorex
snældu og Ella ætlar að reyna að _
brjóta glas með raddstyrk sínum
2. Hún hækkar rödd sína óspart og
glagið brotnar.
3. Nýtt glas í stað þess sem
brotnaöi. Upptakan spiluð og menn
bíöa spenntir. Brotnar þetta glas
líka? Getur Memorex kassetta náö
rödd hennar þaó vel
Tilraun sem gerð var með Memor-
ex kassettu og „drottningu jass-
ins“:
4 Þetta glas brotnar líka Frábær !
tóngæði Memorex eru staðreynd