Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
175. tbl. 65. árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Á mánudaginn kemur eru tíu ár liðin frá því að
sovézkar hersveitir réðust inn í Tékkóslóvakíu í nafni
Varsjárbandalagsins og járntjaldið féll á „vorið í
Prag“, eins og frjálsræðistímabil Alexanders
Dubceks, þáverandi forsætisráðherra og stuðnings-
manna hans, hefur verið nefnt. Síðan hefur Dubcek
ekki átt upp á pallborðið og er sjaldan getið í
fréttum, en mynd þessa tók John Myhre. blaðamaður
norska blaðsins Aftenposten, af honum á götu í
Bratislava í byrjun þessa mánaðar. Myhre var annar
þeirra blaðamanna, sem tékkneska lögreglan
handtók og kyrrsetti meðan gögn þeirra voru
rannsökuð fyrir fáum dögum. sbr. frétt neðst á
síðunni. Tvær filmur þeirra voru eyðilagðar, en þessi
mynd var meðal þeirra sem blaðamennirnir höfðu
enn í fórum sínum við komuna til Osló og birtist hún
fyrst í gærkvöldi. Á skiltinu, sem Dubcek er að ganga
fram hjá, stenduri „Bílastæði fyrir slóvakfska
flokksnefndarmenn“.
(AP-símamynd)
Lögregla skaut fjóra
verkfallsmenn tíl bana
Salishurv — 15. ájfúst — Reutcr
Fékk fimm ára út-
legð fyrir rit um
„refsilækningar ”
Moskva. 15. ágúst. — AP. Rcuter.
ALEXANDER Podrabinek. 25 ára gamall sovézkur andófsmaður,
var í dag dæmdur í fimm ára útlegð í Síberíu. Honum var gefið
að sök að breiða út óhróður og róg um Sovétríkin á Vesturlöndum.
Dómurinn var kveðinn upp í heimabæ Podrabineks. Electrosal,
smábæ skammt frá Moskvu. Bærinn er á iðnaðarsvæði, þar .sem
útlendingum er bannað að fara um. Aðeins foreldrar Podrabineks
var leyft að vera við réttarhöldin.
Podrabinek starfaði í hópi
andófsmanna, sem nátengdir eru
Helsinki-hópnum í Sovétríkjunum.
Hann gaf út bók ásamt félögum
sínurn um meðferð sovézkra geð-
lækna á andófsmönnum. í bókinni
sem heitir „Refsilækningar,“ er að
finna skrá yfir lyf, sem sovézkir
eru sagðir beita, 102 geðlæknar
eru tilgreindir í henni og einnig
200 andófsmenn, sem sætt hafa
meðferð geðlækna. Bók þessari,
sem rituð er í þurrum skólabókar-
stíl, var smyglað til Bretlands, en
þar hefur Amnesty International
séð um að dreifa henni.
Fyrir réttarhöldin hafði Podra-
binek farið fram á, að brezkur
hæstaréttarlögmaður að nafni
Louis Blom Cooper fengi að verja
hann fyrir dómi, en yfirvöld tóku
beiðni hans ekki til greina og
skipuðu sovézkan lögfræðing að
nafni Yevgeny Schulman verjanda
hans. Podrabinek hafnaði honum
og kaus að verja sig sjálfur.
Fyrr á þessu ári sagði
Podrabinek, að KGB heföi hótað
honum fangelsisvist, ef hann bæri
ekki vitni gegn Júrí Orlov, sem
nýlega var dæmdur til 7 ára
þrælkunarvinnu og 5 ára útlegðar.
Aloxander Podrabinok
TIL mikilla átaka kom milli verkfallsmanna og lögreglu við koparnámu í Mangula í
Rhódesíu í dag. Lögreglan hóf skothríð á verkfallsmenn, sem áætlað er að hafi verið um
þrjú þúsund samankomnir, með þeim afleiðingum að fjórir létu lífið og fimm særðust
alvarlega. Einn lögreglumaður særðist lítillega, en sex námuverkamenn voru teknir
höndum.
Utanþingsstjóm
er talin Kklegust
Námamenn í Mangula hafa
verið í verkfalli að undanförnu til
að ítreka kröfur sínar um aðgerðir
til að ráða bót á atvinnuleysi, sem
ríkjandi er í Mangula-héraðinu
skammt norður af Salisbury.
Skæruliðar úr hreyfingu Joshua
Nkomos láta mjög til sín taka á
þessum slóðum og fara umsvif
þeirra vaxandi. I Mangula eru
mestu koparnámur í Rhódesíu og
eru námamenn undantekningarlít-
ið dökkir á hörund. Til að halda
aftur af verkfallsmönnum, sem
söfnuðust saman í morgun, kom
lögreglan fyrir tálmunum, og kom
til átaka þegar reynt var að hindra
verkfallsmenn í að komast yfir
þær. Segir lögreglan þá hafa beitt
öxum, kylfum og jarnstöngum, og
hafi ekki annað verið til ráða en
að hefja skothríð þegar tveir
lögreglumenn höfðu verið dregnir
inn í þvöguna.
bissabon — 15. ágúst. AP.
HAFT var eftir áreiðanlegum
heimildum í Lissabon í dag að
stjórnmálaflokkar myndu ekki eiga
aðild að fyrirhugaðri ríkisstjórn
Alfredo Nobre da Costa. Leiðtogi
miðdemókrata, Freitas do Amaral,
sagði að loknum fundi með da Costa
að stjórnarmyndun með þátttöku
flokkanna yrði „afar torveld. ef ekki
með öllu útilokuð", og væri sennilega
ekki um annað að gera fyrir da Costa
en að kveðja til menn utan þings til
að taka við ráðherraembættum.
Eftir yfirlýsingum annarra flokks-
leiðtoga að undanförnu að dæma
virðist því utanþingsstjórn líkleg-
asta lausnin. Da Costa hittir að máli
forystumenn iðnaðar, landbúnaöar
og verkalýðs í dag. Hann hefur lýst
því yfir að hann muni hefja eiginleg-
ar stjórnarmyndunartilraunir á
fimmtudag, og skýra síðan Eanes
forseta frá því um næstu helgi hvort
þær tilraunir leiddu til árangurs eða
ekki.
Alfredo Nobre da Costa
Norskir fréttamenn
útilokaðir frá Moskvu
NORSKA utanríkisráðuneytið mótmælti í
gær synjun sovézkra stjórnvalda á vega-
bréfsáritun fyrir fjóra norska blaðamenn,
sem hugðust fylgja Jens Evensen hafréttar-
ráðherra til Moskvu þar sem hann ræðir við
Alexander Ishkoff sjávarútvegsráðherra um
friðunaraðgerðir við Svaibarða. Sovézka
sendiráðið í Osló bar því við að ekki væri
unnt að útvega blaðamönnunum gistingu í
Moskvu og væri vegabréfsáritun því óþörf.
Norska blaðamannasambandið hefur jafn-
framt borið fram mótmæli við sovézka
sendiherrann í Osló, og gefið til kynna að
skortur á gistirými sé ekki frambærileg
ástæða fyrir synjuninni.
Einn þeirra blaðamanna, sem hér um ræðir,
er Hans Petter Nilsen hjá Aftenposten, en
hann var hér í Reykjavík á vegum blaðsins
í sumar og sendi heim fréttir af kosningum
og fjallaði meðal annars um fjármálatengsl
Alþýðuflokksins og norska Verkamanna-
flokksins. Nilsen tjáði Mbl. í gær, að
áritunarmálið hefði vakið athygli í Noregi,
ekki sízt vegna þess hve málatilbúnaður
sovézka sendiráðsins væri ósannfærandi.
Aftenposten hefði reyndar fengið þær
upplýsingar hjá Intourist, hinni opinberu
sovézku ferðaskrifstofu, sem annast alla
fyrirgreiðslu vegna ferða til Sovétríkjanna, að
sovézka sendiráðið hefði aldrei spurzt fyrir
um það hvort hægt væri að fá gistingu fyrir
blaðamennina. „Hér í Noregi er litið á það
sem tilraun til íhlutunar í samskipti norskra
fjölmiðla og norskra yfirvalda þegar stjórn-
völd annars ríkis reyna að hindra það, eins
og hér hefur gerzt, að fréttaflutningur af
stjórnarviðræðum geti farið fram með
eðlilegum hætti," sagði Nilsen. „Það dregur
svo ekki úr að fyrir fáeinum dögum voru tveir
Aftenposten-menn kyrrsettir í Tékkóslóvakíu
méðan yfirvöld þar grandskoðuðu öll þeirra
gögn, og þegar þeir fengu þau aftur í hendur
um leið og fararleyfið var búið að eyðileggja
fyrir þeim tvær filmur."
Aftenposten, norska útvarpið og fleiri
fjölmiðlar í Noregi eru með fasta fréttaritara
við störf í Moskvu, þannig að ekki verður
fréttalaust frá viðræðum Evensens og
Ishkoffs, þrátt fyrir þessar ráðstafanir
sovézkra stjórnvalda. Nilsen kvaðst hafa
talað við Arne Treholt, nánasta aðstoðar-
mann Evensens, símleiðis í gær, og sagði
hann viðræðurnar fara vel fram og í góðum
anda. Væri ekki við því að búast að í
viðræðunum yrði fjallað um óútskýrðar
skipaferðir Sovétmanna við strendur Norð-
ur-Noregs né áritunarmálið, heldur yrði
kappkostað að ná árangri í sambandi við
nauðsynlegar friðunaraðgerðir við Svalbarða.
Sovétmenn eru eina fiskveiðiþjóðin á þessum
miðum, sem ófáanleg er til að gefa upp
aflamagn sitt, en það torveldar aftur
friðunaraðgerðir, sem Norðmenn eru að reyna
að skipuleggja.