Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 15 Lífstíð fyrir strídsglæpi Berlín, 16. ágúst. AP. AUSTUR-ÞÝSKUR dómstoll dæmdi á niánudaií Ilerbort Pa- land fyrrverandi herlögreKluþjón til lífstíðarfangelsisvistar fyrir að taka af lífi 30 sovézka borgara. að því er flokksmálgagnið Neues Deutschland skýrði frá í gær. Paland, sem er 63 ára og frá bænum Halle, var gefið að sök að hafa framið „ómannúðlega stríðs- glæpi“ á árunum 1941—1944 þegar hann var foringi herlögregludeild- ar sem hafði aðsetur á herteknu sovézku landi handan núverandi landamæra Póllands og Sovétríkj- anna. Honum var gefið að sök að hafa sjálfur tekið 30 manns af lífi, neytt a.m.k. 96 aðra til þrælkunarvinnu og að hafa misþyrmt sovézkum föngum. Paland var sekurTundinn með aðstoð sovézkra rannsóknar- manna, með vitnisburði sovézkra sjónarvotta og af skýrslum tekn- um af félögum hans í lögreglu- deildinni á stríðstímanum. Komin heim í heiðardalinn Christina Onassis. skipacigandinn sem þessa dagana stendur í ströngu vegna ástamálanna, sneri óvænt aftur til manns síns í Moskvu í fyrradag. í gær birgðu hjónin sig upp af matvælum í forréttindaverzlun í Moskvu. þar sem ekki fá aðrir aðgang cn flokksbroddar og útlendingar, sem greiða með erlendum gjaldeyri. Eftir komuna til Moskvu hefur Christina vísað á bug aðdróttunum um að skilnaður sé í uppsiglingu. og segir för sína til Grikklands og Bretlands um helgina aðeins hafa verið viðskiptalegs eðlis. (AP-símamynd). Hryð juverkaalda í k jöl- far framsals Króata? Recklinghausen, 16. ágúst. AP. VESTUR-ÞÝZKUR lög- fræðingur króatísks þjóð- ernissinna. sem búsettur er í Vestur-Þýzkalandi, sagð- ist í dag óttast að til alvarlegra hefndaraðgerða komi ef stjórnin í Bonn ákveður að framselja júgóslavneskum yfirvöld- um skjólstæðing sinn. Dómstólí í Köln úrskurðaði á föstudag að júgóslavnesk yfirvöld hefðu lagt fram næg sönnunargögn á hend- ur Króatanum til að rétt- læta framsal hans. Stada dals- ins batnar London. 16. ágúst. Reuter. STAÐA Bandaríkjadals gagnvart helztu gjaldmiðlum hatnaði tals- vert í gær í kjölfar þess að falla verulega gagnvart japanska jen- inu, svissneska frankanum og vcsturþýzka markinu. Talið er að helzta ástæðan fyrir þessari við- reisn dalsins sé sú að ýmsir stærstu bankar í Mið-Evrópu hafa keypt talsvert af Bandaríkjadal upp á síðkastið. Verð á gulli lækkaði verulega í London við batnandi stöðu dalsins, eða úr rúmum 216 dölum í 213 dali únsan. „Verk Baader-Meinhof hópsins munu verða smámunir á móts við það sem gerizt ef Stjepan Bilandzic verður framseldur. Hatrið sem hefur grafið um sig meðal Króatanna mun blossa upp,“ sagði Wilhelm Schöttler lögfræðingur í viðtali við AP. Skjólstæðingur hans er 39 ára leiðtogi þjóðernissinnaðra Króata og hafa yfirvöld í Belgrad sakað hann um tilræði gegn stjórninni og um að hafa smyglað vopnum til hryðjuverkamanna í Júgóslavíu. Óskum um framsal þriggja annarra Króata var vísað til baka af dómstólnum á þeirri forsendu að ekki lægju fyrir nægjanleg sönnunargögn á hendur viðkom- andi. Bæði stjórnirnar í Bonn og Belgrad neita að nokkurt samband sé á milli óska Júgóslavíu um framsal á króatískum þjóðernis- sinnum búsettum í Vestur-Þýzka- landi og handtöku fjögurra Baad- er-Meinhof hryðjuverkamanna og óskum stjórnarinnar i Bonn um framsal þeirra. í kjölfar úrskurðar dómstólsins í Köln í máli Bilandzic komu króatískir frelsissinnar í Banda- ríkjunum fyrir tveimur dýnamit- hleðslum á miðri Manhattaneyju í New York á mánudag. Hvorug hleðslan sprakk, en í bréfi sem fannst hjá annarri hleðslunni hótuðu samtökin frekari sprengingum ef Bonn-stjórnin framselji félaga þeirra. Söguleg víxl- un komabama Haifa. 15. ágúal. AP SÖGULEGUM ruglingi á tveimur stúlkubörnum, sem varð á fæöingardeild sjúkrahúss eins í Haifa fyrir tveimur mánuöum, lauk í dag, priöjudag, er mæöur stúlknanna tveggja skiptust á peim í fjóröa sinn. Þaö var nefnd skipuö af heilbrigðisráöuneytinu, sem fókk Þaö hlutverk aö ganga úr skugga um hvor væri eign hverrar. Eftir aö nefndin haföi tekiö blóðsýni af foreldrum og öfum og ömmum beggja stúlknanna kvaö hún upp úrskurð sinn, en Það tók nefndarmenn alllangan tíma aö sannfæra mæöurnar um aö Þœr heföu fengiö rátt barn í hendur. Rannsókn nefndarinnar á þessu máli leiddi í Ijós, aö þrisvar höfóu mistök átt sér staö á sjúkrahúsinu. í fyrsta sinn hafði veriö skipt um nafnspjöld á stúlkunum af óþekkt- um ástæöum. Nokkrum dögum síöar víxlaöi svo ein hjúkrunarkon- an stúlkunum aftur er hún þóttist réttilega hafa uppgötvað mistökin. Síóan víxlaöi þriöja hjúkrunarkon- an, sem ekki vissi um fyrri mistök vinnufélaga sinna, stúlkunum tveimur. Nefnd sjúkrahússins, sem kvaö á um stúlkubörnin, hefur vítt fimm af starfsmönnum fæöingardeildar viókomandi sjúkrahúss fyrir kæru- leysi og ógætni í starfi. co ERLENT Þetta gerðist 1956 — Nasser forseti Egypta- lands hættir þátttöku í fyrstu ráðstefnunni um Suez-skurðinn, sem haldin var í London. 18% — Gull finnst í Alaska við lok gullæðisins í Klondike. Innlent. Winston ChurchiII kemur til Reykjavíkur 1941 — Sveinn Björnsson verður sendi- herra t Danmörku 1920 - Prestsetrið í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd brennur til kaldra kola 1662 — Sighvatur kemur með lið sitt í Skagafjörð 1238 — F. Olafur Friðriksson 1886 — Sigurjón Sigurðsson 1913 — Róhert Arnfinsson 1923. Orð dagsins. Gullöld rennur aðeins upp fyrir mönnum ef þeir gle.vma efnisverðmætum. — G. K. Chesterton, enskur rithöf- undur (1874-1936).) 1974 — Tyrkneskir innrásar- menn á Kýpur skipta eyjunni í 0&0M Græna veltan ' Cfif VIACCT & 0I1LI U99l Einn af hinum fjölmörgu og athyglisverðu þáttum Land- búnaðarsýningarinnar 1978 á Selfossi, er vafalaust Græna veitan, hlutavelta garðyrkjubænda. Á Grænu veltunni gefst þér tækifæri til að vinna ríflega útilátin sýnishorn afurða garðyrkjubændanna, — fallegt grænmeti fyrir sama og ekkert verð. Sýningin er opin 11.-20. ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23, kl. 10 — 23 laugardaga og sunnudaga. tvö svæði og lýsa yfir vopnahléi. 1973 — Drukkinii Líbýumaður rænir líbanskri farþegaflugvél með 125 farþegum og áhöfn og stýrir vélinni tjl ísraels til að sannfæra yfirvöld þar í landi um að ekki séu allir Arabar óvinir þeirra. 1969 — F.nskar hersveitir sker- ast í leikinn í mestu bardögum kaþólikka og mótmælenda í N-Irlandi, sem orðið hafa í trúarbragðadeilu þeirra. 1964 — Nguyen Khan hrekur Duong van Minh yfirgenerál frá, nær völdurn í S-Víetnam og sest á forsetastól. 1960 — Eyjan Kýpur, fyrrum nýlenda Breta, hlýtur sjálfstæði með Makarios erkibiskup sem forseta. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978 Ævintýri fyrir alla fjolskylduna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.