Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 5

Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 5
Nýr yfirmað- ur á Keflavík- ur flugvelli tek- ur við í dag NÝR yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tekur við störfum þar í dag. Hinn nýi yfirmaður heitir Richard A. Martini og tekur hann við af Karl J. Bernstein, sem gegnt hefur störfum yfirmanns varnarliðsins frá í ágúst 1976. Bernstein fer héðan til Washington þar sem hann tekur við starfi yfirmanns flotadeildar- innar í Washington D.C. Martini hefur að undanförnu starfað í Washington, D.C. sem sérfræðing- ur í kafbátavörnum. Hann er fæddur í Noregi 1932 og er kvæntur og á þrjú börn. Stóri messu- dagur í Skál- holti um næstu helgi Á SUNNUDAGINN kemur klukkan 14 verður útimessa í trjálundinum í Glerárhverfi, ef veður leyfir. Kirkjukór Lög- mannshlíðarsóknar syngur og prestarnir þjóna við messuna. Að lokinni messu verða veitingar á boðstólum. Á ásnum fyrir ofan trjálundinn hefur Lögmannshlíðarsöfnuður (nú að mestu íbúar Glerárhverfis) óskað eftir að mega reisa kirkju sína, hina nýju Glerárkirkju. Útimessa í tr jálundi Glerárhverf- is á Akureyri STÓRI messudagur, sem tfðkazt hefur í Skálholti í nokkur ár, verður þessu sinni haldinn n.k. sunnudag 20. ágúst. Helgihald hefst með samkomu í Skálholts- kirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 17. Vcrða þar gestir frá Norður- löndum á ferð. Sr. Felix Ólafsson, prestur við Sankt Lukas Stiftels- en í Hellerup. kemur hingað til lands með 30 manna hóp djákna- systra og kristniboðsnema frá Danmörku og Noregi. Með hópn- um verður kunnur, sænskur söngvari og predikari, Artur Erikson. Mun hann bæði syngja og tala á samkomunni. Mál hans verður túlkað. Á sunnudaginn verður dagskrá áþekk því, sem verið hefur. Þann dag hefst einnig námskeið organ- ista og söngstjóra í Skálholti á vegum söngmálastjóra. Mun söng- málastjóri, Haukur Guðlaugsson, og fleiri organistar leika kirkju- tónlist í Skálholtskirkju kl. 16. Messur verða kl. 11, 14 og 17.30. Prófastur Árnesinga, síra Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöllum, predik- ar við síðustu messuna. Kl. 20 verður staðurinn kynntur þátttak- endum á námskeiðinu og öðrum gestum, en Stóra messudegi lýkur með náttsöng kl. 21 um kvöldið. Kaffi verður á boðstólum á staðnum. AtCI.VSINCASIMINN Klt: 22480 JH#rpunhIntiíb Eftirtaldar vörur verða seldar með 16-20% fO afslætti fram til mánaðamóta: Var Nú Allir kjólar Khaki buxur 10.900.-... ... 8.900,- 15% afslátt Stutterma skyrtur 4.900.-... 3.900,- Mittisjakkar herra 17.900.-... ...14.900,- Missitjakkar dömu 14.500.-... ...12.600,- dömuvesti Pils Bolir 9.900...... 2.600.-... 7.900,- 1.900,- 15% afslátt a TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.