Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 8

Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Nýjnng í skilrúmagerð í GÆR var blaðamönnum kynnt nýtt grindarefni til notkunar við gerð inn- veggja og skilrúma. Hingað til hafa verið notaðar tré- grindur við skilrúmagerð í byggingum hérlendis, en hið nýja grindarefni er úr málmi. Málmgrindur sem þessar hafd lengi verið notaðar erlendis en hafa ekki verið notaðar hér, vegna þess að skort hefur uppmælingaútreikninga fyrir þessa nýju aðferð. Það er fyrirtækið Þ. Þor- grímsson & Co sem flytur inn hið nýja byggingarefni og að sögn forráðamanna fyrirtækisins hefur það marga kosti fram yfir timb- ur. Uppsetningartími málm- grindar er u.þ.b. einn þriðji Einingar eru festar sarnan með cinu handtaki. (Ljósm. RAX). af uppsetningartíma timbur- grindar og þar sem efnið er keypt tilsniðið er nýtingin allt að 100%. Málmgrindinni stafar engin hætta af raka og er hægt að klæða slíkar grindur aðeins öðrum megin og ljúka svo hinni hliðinni eftir að lögnum hefur verið komið fyrir í veggnum, án þess að eiga það á hættu að grindin verpist. Blaðamönnum var kynnt hið nýja byggingarefni í nýbyggingu við Borgar- spítalann í Réykjavík og lét byggingarmeistarinn, Emil Gíslason, vel af hinni nýju aðferð og sagði smiðina vera á undan áætlun við uppsetn- inguna, og þeir þyrftu að bíða eftir þeim sem sæju um ýmsar lagnir í veggina. Stcinar Viktorsson siilustjóri Þ. Þorgrímsson & Co. Þorgrímur Þorsteinsson eigandi fyrirtækisins og Emil Gíslason byggingarmeist- ari við nýuppsett málmKrindarskilrúm. (Ljósm. RAX). SIOMEIGA HIISBYGGIEMHJR m g§ |1 11 skilmála ogyfirleitt hvað sem ykkur dettur í hug. Við tökum mál, skipuleggjum og teiknum ykkur að kostnaðarlausu og gerum tilboð án skuldbindinga afykkar hálfu. Eldhúsinnréttingar frá okkur henta þeim er gera kröfur um gœði. Verslunin Glerárgötu 26, Akureyri. Sími: (96) 21507. / sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6 Reykjavík og Glerárgötu 26 á Akureyri, eru margar ólíkar uppsettar eldhúsinnréttingar. Þœr gefa ykkur góða hugmynd um hvemig hœgt er að hafa hlutina. Komið spyrjið okkur út úr um möguleikana sem bjóðast — verð, afhendingartíma, greiðslu- HAGI!' Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. Sími: (9I) 84585. Vitinn nú raflýstur Stykkishólmi. Ifi. ágúst. Súsandiseyjarvitinn. sem er um leið innsÍKÍinKarviti við höfn- ina hér, verður nú senn raflýstur og er þegar búið að leggja streng frá höfninni út í eyjuna. Fram til þessa hefur vitinn notað gas sem orkugjafa, en oft hefur verið erfiðleikum bundið að skipta um gashylki í vitanum sökum þess hve gaskútarnir eru þungir og erfitt að bera þá langa vegu. Fréttaritari. Frosinn mammútur fannst Moskvu, 16. ágúst. AP. SOVÉZKIR vísindamenn segja að þeir hafi nýlega fundið 40 þúsund ára gamlan frosinn mammút og er trúlegt að hann sé st4rstur allra slíkra sem fundizt hafa. TASS-fréttastofan sagði frá þessu í dag. Þar var því bætt við að mammúturinn hefði fundizt á Taimyrtúndrunni í norðurhluta Síberíu. Hefðu dýrafræðingar rannsakað hann mjög nákvæm- lega upp á síðkastið og yrði rannsóknum haldið áfram. Mammúturinn mun hafadrepizt þegar hann var um það bil 50 ára gamall, að sögn TASS. Fjölskyldu- hátíð í Fnjóskadal Fjölskylduhátíð vcrður haldin á íþróttasvæði U.M.F. Bjarma austan við nýju Fnjóskárbrú n.k. sunnu- dag 20. ágúst. Tilefni þessarar hátíðar er 70 ára afmæli ungmennafélagsins en það var stofnað að haustdögum 1908. Á hátíðinni verður m.a. helgistund sem sr. Bolli Gústafsson sér um, Sigurjón Jóhannesson skólastjóri á Húsavík flytur hátíðarræðu; þá verður hljóð- færaleikur, leikþáttur og á milli atriða mun Lúðrasveit Tónlistar- skólans á Ákureyri leika. Einnig verður farið í leiki og í lokin verður stiginn dans við undirléik hljóm- sveitarinnar Hver. Hátíðinni verður slitið með varðeldi og flugeldasýn- ingu. Hátíðin hefst kl. 14vsg mun standa til kulkkan 21 og verður aðgangur ókeypis. Formaður U.M.F. Bjarma er Hermann Albertsson Sigríðarstöð- um en framkvæmdastjóri hátíðar- innar er sr. Pétur Þórarinsson Hálsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.