Morgunblaðið - 18.08.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 18.08.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978 Korchnoi nú í essinu sínu ÞRETTÁNDA skákin var frá- brugðin fyrri skákum heims- meistarans og áskorandans. Ilingað til hefur það verið Karp- ov sem hefur sótt en Korchnoi varizt. en nú snerist dæmið við. Skákin einkenndist að þessu sinni af því að það var Korchnoi sem tók alltaf frumkvæðið o;? sótti hart að mótherja sínum, sem ber 20 árum léttari aldursbyrði en Korchnoi. Korchnoi var virkilega í essinu sínu í dag. Hann hóf leikinn með drottningarbragði. Þegar Karpov svaraði með Tartakower afbrigð- inu kom Korchnoi heimsmeistar- anum í opna skjöldu í tíunda leik með því að leika sjaldgæfan, ef ekki nýjan leik. Við þessum leik Korchnois notaði heimsmeistarinn mikin umhugsunartíma. Eftir þrettán leiki hafði Karpov notað 15 mínútum meiri umhugsunar- tíma en Korchnoi. Mér sýndist framan af sem Karpov ætlaði að halda sínu striki og var skákin jafnteflisleg. En þá var það að Korchnoi sýndi að hann er verðugur áskorandi. Hann lék nokkra snilldarleiki í röð og fórnaði svo hrók fyrir riddara og peð. Nokkuð virtist af Korchnoi dregið undir lokin, því þegar skákin fór í bið notaði hann 40 mínútur til að hugsa biðleikinn. Hver sem biðleikurinn hefur verið þá á Karpov möguleika á mótspili í stöðunni. Mér finnst þó sem Korchnoi eigi vinning í biðstöðunni, en það byggist auðvit- Harry Golombek skrifar fyrir Morgunblaðiö: að á því að aðstoðarmenn hans ráði fram úr öllum möguleikum sem felast í henni. Kortsnoi teflir til vinnings! óhætt er að segja að Kortsnoj hafi haft undirtökin alian ti'mann i 13. skákinni og teflt öllu skarplegar heidur en heims- meistarinn. Með nokkrum hnit- miðuðum víxlleikjum tókst hon- um að leiða skákina af hefð- bundnum slóðum og smátt og smátt þjarma að Karpov sem lengi vel beið þess aðeins að Kortsnoj léti sverfa til stáls. Kortsnoj missti gullið tækifæri í 32. leik en þá gat hann sprengt upp svörtu peðastöðuna á mið- borðinu sem hefði leitt til peðs- vinnings. En þegar Kortsnoj hauðst tækifæri á að fórna hrók fyrir riddara og peð stóðst hann ekki mátið. Biðstaðan verður væntanlega vandtefld fyrir báða og alls óvíst um úrslit enda þótt sýnt sé að Kortsnoj teflir til vinnings. 13. einvfgisskák Hvítti Kortsnoj Svart. Karpov Drottningarbragð. ]. c4 (Kortsnoj byrjar á sínum hefðbundna Enska leik en Karpov beinir skákinni inn á farveg drottningarbragðs). 1. - Rf6, 2. Rc3 - e6. 3. RÍ3 - d5, 4. d4 — Be7 (Karpov velur nú í þriðja sinn í þessu einvígi drottningarbragð sem talið er eitt traustasta varnarkefið sem svart- ur á völ á). 5. Bg5 — h6, (Þannig tefldist einnig fyrsta skákin í einvíginu en síðasti leikur svarts er upphafið að Tartakower afbrigðinu í drottn- ingarbragði en í framhaldi af þessum leik hyggst svartur stað- setja drottningarbiskup sinn á skálínunni a8 — hl). 6. Bh4 — (H), 7. Hcl (í fyrstu skákinni lék Kortsnoj hér 7. e3 sem er algengari leikur en með þessum leik blandar Kortsnoj saman tveimur byrjunarkerfum í því skyni að þræða ekki sífellt hinar hefðbundnu og margtefldu leiðir). 7. — b6, 8. Bxf6 (Þessa leið hefur Kortsnoj notað áður undir svipuð- um kringumstæðum og með örlítið frábrugðinni leikjaröð: í 7. ein- vígisskák þeirra Kortsnojs og Spasskys 1977 lék Kortsnoj í 7. leik e3 og framhaldið varð: 7. — b6, 8. Hcl - Bb7, 9. Bxf6 - Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4! og fékk góða stöðu). 8. — Bxf6,9. cxd5 — exd5,10. g3! (En nú kúvendir Kortsnoj á nýstárlegan hátt! í stað þess að leika hinum venjulega leik 10. e3 og undirbúa staðsetningu kóngs- biskupsins á d3 hyggst hann nú velja honum annað verkefni; á skáklínunni hl — a8 og þannig herja á peðið á d5. Þessi uppbygg- ing er kunn úr öðru afbrigði kenndu við Tarrasch). 10. - c6, 11. Bg2 - BÍ5, 12. 0-0 - Dd6, 13. e3 - Rd7 (Báðir aðilar hafa nú lokið liðskipan sinni að mestu og greinilegt að Kortsnoj hafði undirbúið þessa byrjun mjög vel því hann notaði mjög stuttan umhugsunartíma. Kortsnoj bindur vonir sínar við minnihlutaárás á drottningarvæng með þrýstingi á c6 peðið með dyggri aðstoð kóngs- biskups síns á g2. Á móti þessu hefur Karpov biskupaparið og bíður nú rólega eins og hans er vandi). 14. Rel - Hfe8, 15. Rd3 - g6, 16. Rf4 — Bg7, 17. g4! (Á þennan hátt fær hvítur uppskipti á riddara og biskupi svarts og sviptir hann þannig biskupaparinu sem var sterkasta tromp svarts. Veikleikinn sem hvítur tekur á sig með þessum leik er óverulegur og kemur ekki aö sök). 17. - Be6,18. h3 - Rf8,19. Rxe6 — Rxe6, 20. Dd3 — Had8 (Hvítur á erfitt verkefni fyrir höndum sem er árásin á eina veikleika svarts, sem sé peðið á c6. Næstu leikir miðast allir við það að ná þessu markmiði). 21. Hc2 - Rc7, 22. Ra4 - Dd7, 23. b3 - He6, 24. Rc3 - Hd6, 25. b4 — Bf8, 26. Re2 — b5 (Loksins þrýtur Karpov þolinmæðina og hyggst nú aðhafast eitthvað sjálf- ur„ Með þessum leik hyggst Karpov koma riddara sínum á c4 og þannig loka c-línunni. Hvítur fær á móti reit fyrir sinn riddara á c5 ef hann kærir sig um en Kortsnoj kýs heldur að ráðast strax að peðunum með framrás a-peðsins). 27. Db3 - Ra8, 28. á4 - bxa4 (Svartur hefur varla leikið þennan leik með glöðu geði en aðrir leikir leysa ekki vandann. Hvítur getur valið hvort sem hann vill að beita sér á c-línunni eða a-línunni en svartur á hinsvegar ekkert mót- spil) 29. Dxa4 - Rb6, 30. Db3 - Hb8, 31. Rf4 — Rc4 (Á þennan hátt hyggst svartur loka c-línunni um leið og hann hótar að leika a5) Skák eftir Gunnar Gunnarsson, 32. Da4? (Hér missir Kortsnoj af sterkum leik: 32. e4! — Ef t.d. 32 . . . a5, 33. exd5 - Hxb4, 34. dxc6! og hvítur hefur góðar vinningslíkur.) 32 ... f5 (Svartur kemur í veg fyrir e4) 33. gxf5 — Dxf5, 34. Dxa7 — Hxb4, 35. Ha2 — Dc8 (Er hér var komið sögu höfðu keppendur hvor um sig 10 mínútur til að ljúka tilskildum leikjafjölda (40). Aðal- átakavettvangurinn er enn sem fyrr c-línan og hið veika peð svarts á c6) 36. IIcl - Hb7, 37. Da4 - IIÍ7 38. Hxc4!! (Djarflega leikið hjá Kortsnoj! Hann fórnar nú hrók fyrir ridddara og peð og gerir sér jafnframt vonir um að vinna síðar peðið á c6 sem öll skákin hefur gengið út á. Hvítur gat að sjálfsögðu haldið áfram að tefla til vinnings án þess að fórna skipta- mun en þessi leikur hefur verið freistandi fyrir Kortsnoj vegna vonarinnar um að vinna síðar eitt peð í viðbót og eiga vel staðsettan riddara á miðborðinu) 38... dxc4, 39. Dxc4 - Df5. 40. Rd3 — Bg7 og hvítur lék biðleik. Kortsnoj hugsaði sig lengi um biðleikinn eða 40 mínútur og hefur því einungis 20 mínútur til þess ljúka 15 leikjum þegar þeir setjast að biðskákinni. Hvítur gæti- í stöðinni leikið t.d. 41. Ha6 en aðrir leikir koma líka til greina. Staðan virðist gefa hvítum góð fyrirheit en hvort það nægir til vinnings er erfitt að segja til um. Biðskákin verður tefld í dag, föstudag. „Krefst réttarrann- sóknar á því að mér var vikið úr starfi” — segir Þorbjörn Þorsteinsson fv. lögregluþjónn á Seyðisfirði „ÉG IIEF ákveðið að leita réttar míns. Mun ég krefjast réttarrannsóknar á því, að mér var vikið úr starfi lögreglu- þjóns á Seyðisfirði og færður nauðugur til Reykjavíkur, þar sem ég cr nú lögregluþjónn. Þá hef ég ennfremur ákveðið að fara í skaðabótamál við ríkið, þar sem ég hef orðið fyrir margvíslcgu tjóni vegna þessa máls. Og það sem ég vil fyrst fá að vita er, hvers vegna mér var holað úr starfi mi'nu á Seyðisfirði. ég hef aldrei fengið áminningu f starfi hvorki frá bæjarfógeta á Seyðisfirði, né frá dómsmálaráðuneytinu í Reykjavík,“ sagði Þorbjörn Þorsteinsson lögregluþjónn í samtali við Morgunblaðið í gær, en eins og kom fram á sfnum ti'ma. þá fór dómsmála- ráðuneytið þess á leit við Þorbjörn að hann léti af störíum sem lögregluþjónn á Seyðisfirði. Vinnur Þorbjörn nú sem lögreglumaður í Reykjavík. en fjölskylda hans er cnn austur á Seyðisfirði. „Það var um miðjan nóvember á sl. ári, sem ég fékk bréf frá dómsmálaráðuneytinu, um að fyrirhugað væri að leysa mig frá störfum og mér þá boðið starf sem lögregluþjónn í Reykjavík. Var mér tjáð að kvörtun um starf mitt hefði borizt frá bæjarstjórninni á Seyðisfirði. Eðlilega var ég hissa, þar sem ég hafði aldrei fengið kvörtun hvað þá áminningu frá bæjarstjórn. Síðan gerist það að þann 12. desember kemur nýr lögreglu- maður til starfa. á Seyðisfirði, óvanur maður. Þá hætti fulltrúi bæjarfógeta, Skúli Thoroddsen, að ræða hið minnsta við mig um löggæzlumál. Ég fór þá fram á fund með bæjarfógeta og lög- regluþjóninum, en það varð ekki,“ segir Þorbjörn. Þá sagði Þorbjörn að uppúr hefði soðið þegar hann hefði fengið lausnarbréf undirritað af Skúla Thoroddsen, fulltrúa í byrjun febrúar. Hann hafði þá verið nýkominn frá Reykjavík, en þangað þurfti hann að leita sér lækninga við meiðslum hann fékk í starfi. „Ég ætlaði að ræða við Skúla um þessi mál, en var þá tekinn fyrir rétt, vegna þess að ég hafði leitað mér lækninga, sem ég hélt að lögreglumanni væri heimilt eins og öðrum. Um leið var ég spurður út í svonefnt kjúklinga- mál. Ég fór nokkru síðar, eða eftir að ég kom suður, í dómsmála- ráðuneytið og ræddi málið við Baldur Möller, Hjalta Zóphan- íasson og Þorstein Jónsson. Þeir sögðu allir, að ég hefði ekkert brotið af mér, en samt fékk ég aldrei að vita hvernig stóð á bréfinu til ráðuneytisins, sem átti að fjalla um mín störf. Sagt var að það hefði komið frá bæjarstjórn Seyðisfjarðar, en ég hef aflað mér upplýsinga um það, að mín mál bar ekki á góma í bæjarstjórn. Helzt held ég að-bæjarstjórinn hafi skrifað bréfið. Lögmaður minn hefur einnig farið í ráðuneytið og spurzt fyrir um bréfið. Honum var þá tjáð, að verið væri að hlífa mér við máli, sem ég átti að hafa komið nálægt. Um umrætt mál er það að segja, að Ríkharður Björg- vinsson, lögregluþjónn, tók skýrslu í því og málið var að fullu afgreitt í Reykjavík. Því má einnig bæta við að ég hef enn ekki fengið greitt kaup fyrir störf, sem ég vann í veikindaforföllum Ríkharðs Björgvinssonar 1975 og 1976.“ Að lokum sagði Þorbjörn, að hann væri nú apð reyna fá sig lausan úr starfi lögregluþjóns í Reykjavík, til þess að hann gæti verið hjá fjölskyldu sinni austur á Seyðisfirði. Hér í Reykjavík þyrfti hann að sjá fyrir sér sjálfum, auk þess sem hann þyrfti að sjá fyrir fjölskyldunni fyrir austan. Engu að síður stæði í samningum, að lögreglu- menn ættu að fá greitt fæði og húsnæði, ef þeir væru fjarri heimilum sínum. „Það var ríkið sem flutti mig, en nú sé ég ekki fram á annað en að ég verði atvinnulaus. Á Seyðisfirði á ég íbúðarhús og þaðan get ég ekki farið, nema því aðeins að selja það.“ Framleiða einingar- húsa hafin í Stykkishólmi Stykkishólmi, 16. ágúst. BÁÐAR trésmiðjurnar hér, Tré- smiðja Stykkishólms og Trésmiðj- an Ösp, hafa hafið smíði á einingahúsum, sem seld hafa verið fokheld og þykja hin bezta smíði. Hafa nokkrir þegar notfært sér þessa þjónustu. — Fréttaritari. Tíð hunds- bit í Hveragerði Hveragerði 16. ágúst NOKKRAR konur í Hveragerði komu saman fyrir skömmu til að ræða fegrun og snyrtingu þorps- ins. Ennfrcmur var rætt um þau vandræði er skapast af lausum hundum og villiköttum. Konurn- ar samþykktu að skora á hrepps- nefndina að framfylgja nú þegar gildandi reglugerðum um hunda- hald og búfjárhald innan þorps- ins, þar sem núverandi ástand er óviðunandi, og í því sambandi var bent á tíð hundsbit á börnum. Konurnar ræddu líka um alls- konar óþrifnað, svo sem hauga, bílhræ, og annað því um líkt, sem gætu verið stórhættulegt börnum að leik. Einnig var bent á hitarör, sem víða eru óvafin og hafa valdið bruna. Það var einróma samþykkt kvennanna að skora á hrepps- nefndina, að hún tæki þessi mál til alvarlegrar athugunar. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.