Morgunblaðið - 18.08.1978, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 18. ÁGUST 1978
Sigurður Tómasson
— Minningarorð
Spurðy mÍK ekki um blikuðu blöðin.
scm brotna af lffsins eik.
Við skiljum iítið ok skynjum fátt.
ok skrifum í vatn ok reyk.
(D.Stef.)
Sigurður Tómasson lést að
morgni 9. ágúst á 65. aldursári.
Sigurður var fæddur á Sauðár-
króki 31. mars 1914.
Foreldrar hans voru Tómas
Gíslason, kaupmaður á Sauðár-
króki og kona hans Elínborg
Jónsdóttir, frá Brennigerði í
Skagafirði. Þrjú systkini Sigurðar
á lífi eru Guðný, Jón og Gísli, öll
búsett í Reykjavík.
Árið 1949 kvæntist Sigurður
Herborgu Guðmundsdóttur og
gekk í föðurstað tveim börnum
hennar af fyrra hjónabandi, en
þau eru Jónína Herborg leikkona,
gift Jónasi Guðmundssyni stýri-
manni, og Jón Herbert stýrimað-
ur, búsettur í Malmö, kvæntur
Guðríði E. Gunnarsdóttur.
Börn Sigurðar og Herborgar eru
Ingibjörg, gift Guðjóni Sigurðs-
syni, fulltrúa hjá Olíuverslun
Islands, og Elínborg menntaskóla-
nemi sem býr nú með móður sinni.
Sjómennsku stundaði Sigurður frá
unglingsárum fram á miðjan aldur
og lauk hann stýrimannaprófi
1941.
Síðastliðin 20 ár starfaði Sigurð-
ur hjá Sindra við verkstjórn,
sölumennsku og afgreiðsiu frá
stálbirgðastöð. Við samstarfs-
menn hans hjá Sindra eigum
margar minningar úr starfi og leik
þessi 20 ár, ungu mennirnir sem í
dag lyfta stálbúnti með krana eða
lyftara á stóru flutningabílana,
hefðu sjálfsagt haft gott af að
kynnast því hvernig Sigurður og
aðstoðarmenn hans lyftu stöng
fyrir stöng með handafli einu —
það eru breyttir tímar.
Margir koma til með að sakna
Sigurðar við störf sem hann hefir
stundað með litlum forföllum, fáir
sem átt hafa viðskipti við fyrir-
tækið þekkja ekki Sigurð Tómas-
son.
Hann gat verið þurr og snöggur
upp á lagið og því ekki vinur allra,
en margir vildu engan annan hafa
erindi við. Síðast er við áttum tal
saman, er ég heimsótti hann á
sjúkrahús nokkru fyrir lát hans,
bar ég honum kveðju eins þeirra
sameiginlegu vina norðan úr landi.
Talið snerist þá fljótt að veiðiferð-
um er við höfðum farið norður í
land, góðum félögum, góðum afla
og er við misstum þann stóra.
Margar minningar um starf, leik
og vinafagnað geymast af okkur
sem yngri erum.
Við stjórnendur og starfsmenn
Sindra-Stál þökkum samstarf og
kynni, það væri ekki að hans skapi
að hafa um það langt mál.
Herborgu, dætrum og fjölskyldu
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurð kveðjum við með orðum
skáldsins frá Fagraskógi.
Synir tslands. synir elds ok klaka,
sofa ekki. heldur vaka.
Allir vilja einu marki vinna
Allir vilja neyta krafta sinna,
björgum lyfta. biAjast aldrei væKÖar.
brjóta leiA til veKs ok nýrrar fræKÓar,
fyÍKjast aA ok frjálsir strfAiA heyja
fyrir Island lifa ok deyja.
Mætti ísland eiga fleiri slíka
syni. Blessuð sé minning góðs
drengs.
Ásgeir Einarsson.
Minning:
Valdimar Tómasson
frá Vík i Mýrdal
Móðurbróðir minn Valdimar
Tómasson frá Vík í Mýrdal er
dáinn. Hann var fæddur 22.
nóvember 1914.
Ég minnist hans fyrst, þegar ég
var barn að aldri á Breiðabólstað
á Síðu, er hann kom með vörur frá
Halldórsverslun í Vík á stórum
vörubíl á þeirra tíma mælikvarða.
Valdimar var alltaf hress og
kátur og hvers manns hugljúfi,
enda sérstakur vinur okkar barn-
anna. Hann starfaði lengst af við
verslunarstörf í Vík og naut þar
mikilla vinsælda.
Hann andaðist í Reykjavík 11.
ágúst s.l. vegna hjartaáfalls, eftir
stutta legu.
Valdimar var einstakur maður
að allri gerð, tryggur vinur vina
sinna og frændrækinn með af-
brigðum. Það var eins og hann
hefði einhverja æðri sýn, sem
hann gat miðlað öðrum af, svo
hlýr og yfirvegaður, aldrei óvar-
legt orð og alltaf sama umönnunin
um hagi annarra.
Eftirlifandi eiginkona hans,
Sigríður Ólafsdóttir, tengdafor-
eldrar hans, Elísabet og Ölafur,
þetta öndvegis fólk á nú um sárt
að binda, þegar þessi trausti
drengur er tekinn frá þeim langt
fyrir aldur fram. Mig brestur orð
til að túlka tilfinningar okkar
frændfólks Valdimars, því að
slíkur var hann okkur systkina-
börnunum og sárt er hans saknað
af eftirlifandi systkinum, frænd-
fólki og vinum sem geyma nú
minningar, sem enginn skuggi
fellur á.
Blessuð sé minning hans og Guð
gefi Sigríði og ástríkum tengdafor-
eldrum hans styrk.
Guðmundur Snorrason.
Framundan bíða:
London • Róm • Karachi • Bangkok • Manila • Tokio
Hong Kong • Honolulu • San Fransisco • New York.
Frœnka passar blómin,
amma börnin
og lyklana.
í Keflavík kemst fiðringurinn í
hámark. Þið leggið frarn farseðla og
vegabréf... Svo eruð þið flogin.
Umhverfis jörðina
á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu.
- Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins
Allir sem eru áskrifendur þann 20. ágúst eru Sértu ekki áskrifandi nú þegar, þá hringdu
með í leiknum strax og pantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll
kvöld nema laugardagskvöld.
Áskrifendasími 27022
Lærðu númerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.