Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978
Björn Björgvinsson
löggiltur endur-
skoðandi — Minning
Fæddur 12. sept. 1916.
Dáinn 12. ágúst 1978.
Björn Björgvinsson löggiltur
endurskoðandi andaðist 12. þ.m. og
verður jarðsettur í dag. Hann varð
tæplega 62 ára gamall, fæddur 12.
september 1916 hér í Reykjavík.
Kona hans er Erla Jónsdóttir og
áttu þau fjögur börn, einn son og
þrjár dætur, eru þau öll uppkomin.
Björn var verzlunarskólageng-
inn og löggiltur endurskoðandi og
vann við þau störf.
Mér er nú, að leiðarlokum, efst
í huga þakklæti til Björns Björg-
vinssonar fyrir frábær störf í þágu
hússtjórnar Oddfellowhússins í
Reykjavík en hann hefur annazt
um árabil gjaldkerastörf og bók-
hald fyrir hana. Starf hans var
unnið af frábærri samvizkusemi
og nákvæmni og er nú skarð fyrir
skildi. Ég kynntist Birni fyrst
fyrir nokkrum árum, sá kunnigs-
skapur leiddi til vináttu, sem
aldrei bar skugga á. Björn var
ljúfur maður, velviljaður og vildi
hvers manns vanda leysa og lagði
mikið í sölurnar fyrir aðra þótt
hann flíkaði því lítt. Slíkir menn
eru ekki of margir meðal sam-
ferðamannanna en að leiðarlokum
er þeirra sárt saknað. Björn var
mikið karlmenni, það sýndi hann
bezt síðustu vikurnar, er hann
barðist við dauðamein sitt. Ég og
margir aðrir sakna nú vinar í stað.
I huga okkar lifir minningin um
góðan félaga, hlýjan og traustan
mann, sem var vammlaus og
vítalaus búinn góðum kostum og
hæfileikum og með einstakan
gerðarþokka.
Ég flyt Erlu og börnunum
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Björn er flekk-
laus eins og hann var sjálfur.
Friðfinnur Ólafsson.
Nú þegar vinur minn Björn
Björgvinsson er horfinn sjónum
okkar, kemur margt upp í minn
huga frá liðnum árum. Það mun
hafa verið árið 1954 er ég sá Björn
fyrsta sinni og kynni okkar hófust.
Þau 24 ár er leiðir okkar lágu
saman urðu kynni okkar all náin
eftir því sem á leið.
Ég mun ekki rekja ættir hans né
uppruna frá æsku til manndóms-
ára. Við höfðum þá báðir stofnað
okkar heimili og börnin voru í
frumbernsku, svo margt var því til
að starfa. Björn vann alla tíð
langan vinnudag. Á hann hlóðust
verkefni sakir traustleika hans og
vilja til að ljúka þeim öllum, af
þeirri nákvæmni sem af endur-
skoðenda er krafizt. Þó gaf hann
sér ávallt tíma til félagsmála
þeirra er hugur hans stóð til.
Hann mun hafa verið gjaldkeri
lífeyrissjóðs Félags endurskoð-
enda frá stofnun til dánardags.
Björn vann mikil og margvísleg
störf í þágu Oddfellow-reglunnar á
íslandi og hann var einn af
stofnendum stúku nr. 11, Þorgeirs
I.O.O.F. í Reykjavík og fyrsti
féhirðir hennar, og er hans sárlega
saknað af félögum hans þar.
Við áttum margar hamingju- og
gleðistundir með eiginkonum og
börnum okkar. Við hjónin fórum
saman í ótalin ferðalög, sem
minningin mun nú geyma. Þá eru
og stundir margar góðar við spil,
tafl og veiði í ám og vötnum.
Björn varð þeirrar hamingju
aðnjótandi að eiga afbragðs lífs-
förunaut, mannvænleg og góð
börn, er öll urðu honum til
hamingju, einnig barnabörnin,
sem nú eru orðin 7 að tölu. Björn
háði harða baráttu við þann
sjúkdóm er heltók hann á skömm-
um tíma. Hann var geiglaust
karlmenni til hinztu stundar og
drengur hinn bezti í hinni fornu
merkingu þess orðs. Hann var
þeirrar gerðar er geymist en
gleymist ekki þeim er áttu vináttu
hans. Þegar ég nú lít yfir forna
samleið minnist ég manns, sem
var óvenju traustur og mikill
vinur vina sinna. Manns, sem var
gáfaður og gamansamur í góðra
vina hópi, en lét lítið yfir sér
hversdagslega. Manns, sem bar
virðingu fyrir lífinu og því, sem
honum var trúað fyrir. Eiginkona
hans Erla Jónsdóttir bar fagurt
vitni um fórnfýsi, ást og umhyggju
í veikindum hans.
Ég kveð svo kæran vin um stund
með þeirri tilhlökkun, að hitta
hann aftur handan við strönd
hinnar miklu móðu.
Hálfdán Steingrímsson.
Oft er minnst á fámenni ís-
lenskrar þjóðar, einnar hinnar
fámennustu meðal þjóða, sem þó
byggir stórt land og að ýmsu leyti
harðbýlt. Af þeim sökum skipar
hver einstakur meira rúm hér í
landi en meðal fjölmennari þjóða.
Að sjálfsögðu er því misjafnt
farið, hvernig menn rísa undir því
að renna stoðum undir samfélagið
í landinu. Þar veldur hvort tveggja
atgervi hvers einstaks svo og
hvernig hann skynjar og skilur
hlutverk sitt. Svo virðist sem
fjölmargir leggi meginþunga á að
kerfjast sér til handa frá samborg-
urunum og jafnvel að slíkum fari
fjölgandi. Hinir finnast líka, sem
vinna störf sín í kyrrþey og eru
oftar en ekki burðarásar hins
fámenna þjóðríkis. Sem betur fer
finnast þeir einnig, sem meta slíka
einstaklinga miklum mun meira
en kröfugerðarfólkið, sem krefur
oft sér til handa án tillits til eigin
verðleika.
I dag verður borinn til grafar
Björn Björgvinsson, löggiltur
endurskoðandi, mætur maður sem
gerði strangar kröfur til sjálfs sín,
harðar kröfur og hafði þrek og dug
til að uppfylla þær. Þess nutu
margir, skyldir og vandalausir.
Björn var fæddur 12. september
1916 í Reykjavík. Foreldrar hans
voru Kristín Jóhannesdóttir og
Björgvin Guðmundsson trésmiður.
Björn ólst upp með móður sinni og
strax á barnsaldri fór hann að
styðja við bak móður sinnar og
afla heimilinu tekna, en hún átti
auk Björns þrjár yngri dætur og
eina eldri. Þegar Björn hafði aldur
til fór hann að vinna fyrir heimili
móður sinnar og var raunar
hennar stoð og stytta alla tíð, en
hún lifir son sinn. Björn braut-
skráðist úr Verslunarskólanum
tvítugur að aldri 1936. Á skólaár-
um sínum vann hann öllum
stundum, þegar tóm gafst frá
námi, hjá Kjötverslun Tómasar
Jónssonar, svo og í nokkur ár eftir
að verslunarskólanáminu lauk.
Síðar hóf hann störf hjá Endur-
skoðunarskrifstofu N. Mancher &
Co. Löggiltur endurskoðandi varð
Björn 1949. Næstu ár vann hann
sem endurskoðandi en stofnsetti
eigin endurskoðunarskrifstofu
árið 1963, sem hann rak af atorku
og við vaxandi vinsældir og traust
til dauðadags. Hann andaðist að
morgni 12. þ.m.
Hinn 10. september 1949 gekk
Björn að eiga Erlu Jónsdóttur,
ættaða frá Djúpavogi, og var það
mikill gæfudagur í lífi hans. Erla
er, eins og þeir vita glöggt sem
hana þekkja, elskuleg og mikil
mannkostakona. Þau eignuðust
fjögur mannvænleg börn, en þau
eru:
Guðlaug lyfjafræðingur, gift
Helga Árnasyni verslunarmanni
og eiga þau 1 dóttur. Árni, við nám
í endurskoðun hjá föður sínum,
kvæntur Unni Dóru Kristjánsdótt-
ur hjúkrunarkonu og eiga þau tvö
börn. Anna húsmóðir, gift Ólafi
Jóelssyni stýrimanni og eiga þau 3
börn. Kristín, er við nám í
hjúkrun, hún á 1 son.
Eins og hér kom fram, vann
Árni einkasonur þeirra hjóna með
föður sínum hin síðustu ár.
Sömuleiðis vann Erla með manni
sínum lengst af það árabil, sem
hann rak endurskoðunarskrifstöf-
una. Samstarf við þau var Birni
ómetanlegt. Það var honum
óblandið gleðiefni að Árni hyggst
feta í fótspor föður síns í starfi.
Björn Björgvinsson endurskoð-
andi var mikill afkastamaður við
dagleg störf og segja má að hann
hafi verið margra manna maki.
Þegar hann er nú fallinn frá í
miðju starfi, er skarð fyrir skildi.
Störf endurskoðenda eru vanda-
söm. Gæta þarf hagsmuna skjól-
stæðinga en jafnframt að fylgja
settum reglum. I rúma tvo áratugi
lágu leiðir okkar Björns saman,
fyrst samstarfsmenn á sama
vinnustað og síðar, eftir að hann
stofnsetti eigin endurskoðunar-
Sigríður Þorgilsdóttir
veitingakona-Minning
Fædd 30. ágúst 1891
Dáin 8. ágúst 1978
Sigríður Þorgilsdóttir veitinga-
kona, Stórholti 31, Reykjavík, lést
í Landakotsspítala þriðjudags-
kvöldið 8. ágúst, tæplega 87 ára að
aldri. Lengst af ævinni hafði hún
verið heilsuhraust og sterkbyggð.
Það var ekki fyrr en á níræðis-
aldrinum sem vanheilsa og elli
vitjuðu hennar að nokkru marki.
Sigríður fæddist daginn eftir
höfuðdag árið 1891 í Stekkatúni,
einu býlanna á Svínafelli í Öræf-
um. Foreldrar hennar, Guðrún
Sigurðardóttir og Þorgils
Guðmundsson, bjuggu þar meðan
bæði lifðu en Þorgils dó árið 1900.
Erfiður tími gekk í garð hjá ungri
móður með lítil börn. En með
ráðdeild og dugnaði bæði móður og
barna tókst giftusamlega að koma
öllum til manns.
Sigríður var elst þeirra systkina
sem lifðu. Eftir að Guðrún hafði
flust með börnin vestur yfir
Skeiðatársar.d hleypti Sigríður
snemma heimdraganum. Hún var
í vinnumennsku í Mýrdal og
Vestmannaeyjum og lærði jafn-
framt til sauma. Hún kynntist
myndarlegum heimilum og rekstri
þeirra. Rótgróin námfýsi hennar
glæddist við kynnin. Hana langaði
til að læra margt fagurt og
gagnlegt: söng, hannyrðir, hús-
stjórnarfræði.
Til Reykjavíkur kom Sigríður
árið 1927. Bjó hún þar síðan
óslitið. Hún lærði fatasaum. Og i
Kvennaskólann komst hún og
lærði hússtjórn og hannyrðir. Af
söngnámi varð ekki.
Að námi loknu hóf hún ævistarf
sitt, veitingasölu. Hún rak matsölu
á ýmsum stöðum í bænum. Á
mesta umsvifaskeiðinu var hún í
Aðalstræti 12. Hafði hún þar
löngum hátt í hundrað kostgang-
ara auk þess sem hún sá oft um
veislur og fundaveitingar. Síðustu
árin var matsalan rekin heima í
Stórholti 31. Starfsemin var
stunduð af myndarskap, rausn og
reglusemi.
ATHYGLI skal vakin á því. að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í
miðvikudagshlaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
skrifstofu en ég fór að fást við
eigin atvinnurekstur. Hann var
hollráður og traustur, heiðariegur
og drenglyndur. Þegar ég hóf eigin
rekstur gaf hann mér góð ráð, sem
stuðluðu að því að allt væri unnið
samkvæmt settum leikreglum.
Björn var karlmenni í sjón og
raun, glaður og skemmtilegur á
góðri stund. En fyrst og fremst var
hann maður skyldunnar, þeirrar
skyldu að stuðla að hag sinna
nánustu, vera þeim skjól og hlíf.
Þess naut aldurhnigin móðir hans
í ríkum mæli, þess naut ágæt kona
hans og börn og síðar barnabörn,
sem voru yndi Björns og eftirlæti.
Þess nutu systur hans og þeirra
börn einnig og segja má að hann
hafi verið þeim sem annar faðir.
En Björn var fyrst og síðast maður
starfsins, hraðvirkur og afkasta-
mikill, að svo var sem margar
hendur væru á lofti, þegar hann
fór höndum um skjöl og pappíra.
Hann var fljótur að átta sig á
flóknum tölum, glöggur á að skilja
kjarna bókhaldsdæma og vand-
virkur. Þrátt fyrir langvarandi
veikindi að undanförnu, gekk hann
að daglegum störfum oft sárþjáð-
ur, meðan nokkur kostur var. Það
eru margir, sem sakna vinar í stað
við fráfall Björns Björgvinssonar.
Sá, sem þessar línur ritar, er í
þeirra hópi. Stuðningur af honum
við dagleg störf var einstakur,
traustvekjandi karlmennskulund
hans gleymdist ekki þeim sem
kynntust. Það var átakanlegt að
verða vitni að því, hvernig ólækn-
andi sjúkdómur náði loks að
yfirbuga þrek hans og einstakan
viljastyrk. Ég votta eiginkonu
hans og öilum ættmennum ein-
læga samúð.
Sigurður E. Haraldsson.
Skapgerð og framgöngu Sigríðar
Þorgilsdóttur er vel lýst með þeim
orðum að þar hafi fornar íslenskar
dyggðir skipað öndvegi. Hún var
dugmikil og ósérhlífin. Trygglynd
var hún þeim sem hún kynntist,
traust, hreinskilin og orðheldin.
Hún var stórbrotin í fasi og
framkomu. Það leyndi sér ekki
þegar henni þótti. Höfðingi var
hún í lund. Hún kunni vel að meta
mikils háttar menn ef henni féll
við þá. Henni þótti vænt um
lítilmagna og var góð og fórnfús
þeim er hún þekkti. Rausnarkona
var hún heim að sækja svo að af
bar.
Sigríður giftist aldrei. Ekki var
hún þó einræn heldur félagslynd,
enda var hún bæði vinmörg og
vinaföst. Það var að vonum að hún
kynntist mörgu fólki vegna starfs
síns. Einnig var hún frændrækin
mjög. Þá var heimili hennar í
Stórholtinu aðalheimili , ýmissa
þeirra sem hún leigði herbergi. Og
ungur drengur, Ævar H.
Guðbrandsson ólst upp þar hjá
henni að verulegu leyti.
I veikindum sínum síðustu árin
dváldist Sigríður um tíma í
Hveragerði. Síðar lá hún á Landa-
kotsspítala þar sem hún lést. Hún
hlaut góða umönnun og mat hana
mikils. Var það ósk hennar að
starfsfólki' Landakotsspítala, sem
annaðist hana, bæði læknum og
hjúkrunarliði, yrðu færðar sér-
stakar þakkir fyrir góð störf,
nærgætni og elskusemi. Jafnframt
Kveðja írá Félagi
liiggiltra endurskoðenda
Hinn 12. ágúst síðastliðinn
andaðist Björn Björgvinsson lög-
giltur endurskoðandi í Reykjavík
og verður hann jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag.
Félag löggiltra endurskoðenda
hefur nú séð á bak fjórum félögum
á skömmum tíma, sem allir hafa
fallið frá langt um aldur fram.
Björn Björgvinsson hóf nám í
endurskoðun á árinu 1944 hjá Jóni
Guðmundssyni og Sigurði Jóns-
syni á endurskoðunarskrifstofu N.
Manscher og Co. og varð hann
löggiltur endurskoðandi árið 1949.
Hann starfaði hjá N. Manscher &
Co. til ársins 1954 en þá hóf hann
störf við fyrirtæki Magnúsar
Víglundssonar. Á árinu 1963 færði
Björn sig um set en þá setti hann
á fót eigin endurskoðunarstofu að
Tjarnargötu 4. Hafði hann þá um
skeið haft með höndum endur-
skoðunar- og bókhaldsþjónustu
fyrir ýmsa aðila auk starfa sinna
hjá Magnúsi. Að Tjarnargötu 4
rak Björn sína endurskoðunar-
stofu allt til dauðadags en í því
húsi ráku þeir Olafur J. Olafsson
og Sigurður Stefánsson einnig
endurskoðunarstofur.
Björn var með afbrigðum
vinnusamur maður og harður af
sér. Þrátt fyrir þau veikindi sem
hann hefur átt við að stríða
undanfarin ár stundaði hann sína
vinnu af mikilli hörku allt þar til
í vor að hann lagðist á sjúkrahús.
Hann var þó með hugann við
rekstur fyrirtækis síns allt til
dauðadags þar sem hann lagði
alltaf áherslu á að veita viðskipta-
mönnum sínum sem besta þjón-
ustu.
Björn tók þátt í ýmsum félags-
störfum þar sem honum voru falin
ýmis trúnaðarstörf. Það hefur
ýmsum þótt gott að eiga slíkan
hauk í horni. Þegar Tryggingar-
sjóður löggiltra endurskoðenda
var stofnaður árið 1956 var Björn
kjörinn í stjórn sjóðsins og átti
sæti í stjórninni allt til dauðadags.
Það má segja að framkvæmd allra
verkefna sjóðsins hafi hvílt á
herðum Björns í þessi 22 ár sem
liðin eru. Hann sá um allar
fjárreiður sjóðsins af stakri kost-
gæfni allt frá stofnun hans.
Við fráfall Björns Björgvinsson-
ar sér Félag löggiltra endurskoð-
enda á bak góðum félaga sem lagt
hefur mikið af mörkum fyrir
félagið. Löggiltir endurskoðendur
þakka störf hans og minnast hans
með virðingu. Við sendum Erlu,
eftirlifandi eiginkonu Björns,
börnum þeirra og móður hans
hugheilar samúðarkveðjur.
Félag löggiltra endurskoðenda.
var hún þakklát fyrir hvernig
starfsfólk spítalans hliðraði til
fyrir systur hennar, Þorgerði, svo
að hún gæti stutt hana. Þær höfðu
jafnan verið samrýndar,
systurnar, og Þorgerður var öðrum
fremur trúnaðarvinur Sigríðar,
stoð hennar og stytta þar til yfir
lauk.
Nú, á hinstu kveðjustund, leita
til Sigríðar hlýjar kenndir og
þakklæti okkar vandamanna
hennar, ættingja og vina. Við
þökkum henni samferöina, við
geymum vel í huga okkar
minninguna um stórráðan
persónuleika hennar og við óskum
henni friðar og hvíldar á ókunnum
slóðum. Andri ísaksson.