Morgunblaðið - 18.08.1978, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. AGUST 1978
MORöJlV-
KAfr/NO ^
(()
Ég get Blatt yður með því, frú,
mín. að allir þeir sjúkdómar
sem þér teljið hrjá yður, hrjá
yður!
Elskir þú mig enn, þá er það
bara vegna þess að þú ert svo
iatur, að þú ncnnir ekki að
standa í því að stinga af?
l>etta er í fyrsta skipti sem ég
vinn í fegurðarsamkeppni,
strákar!
Ekki fyrir
íslenzk lið?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Bridgespilarar eru oft sakaðir
um óvandvirkni þegar eitthvað fer
öðruvísi en ætlað var við spila-
borðið. Venjulega er slík ásökun
réttlætanleg þegar reyndir spilar-
ar eiga hlut að máli. En í mun
fleiri tilfellum er skammsýni
orsök slíkra ávirðinga. Gjarnan
nefnd léleg úrspilsáætlun.
Norður gaf, allir á hættu.
Norður
S. ÁG3
H. K5
T. ÁKD3
L. Á642
Vestur
S. 76
H. D1043
T. G976
L. DGIO
Austur
S. 542
H. ÁG97
T. 105
L. K983
Suður
S. KD1098
H. 862
T. 842
L. 75
(OPIB
M ,6,0
Það verður örugglega fínt
Rigningin er hætt að dynja á
veður á
rúðunni.
morgun.
„Það taldist til meiri háttar
tíðinda þegar íslenzk lið fóru að
taka þátt í hinum ýmsu Evrópu-
bikarmótum í knattspyrnu og í
þeim leikjum hefur ýmislegt gerzt
á undanförnum árum. Það er mín
skoðun að íslenzk lið hafi ekkert
erindi í keppni sem þessa, fjár-
hagslegur ágóði af leikjum þessum
hefur enginn verið og oft um
stórtap að ræða hjá félögunum.
Þá er heldur ekki hægt að neita
því að sú útreið, sem íslenzk lið
hafa fengið í keppni sem þessari,
er ekki til uppörvunar íslenzkri
knattspyrnu og virðist stöðugt
síga á ógæfuhliðina í þeim efnum.
Það er ekki óalgengt að íslenzk lið
hafi tapað leikjum sínum með 10
marka mun í keppni þessari og er
því ekki að undra þótt áhugi hér
á landi fyrir leikjum þessum sé
mjög lítill, en hvað skyldi nú
stjórn K.S.I. meina með þessu?
Það má vera að áhugi áhorfenda
yrði meiri ef aðeins yrði einn
Evrópuleikur hér á landi árlega, í
stað þriggja eins og nú er.
• Mót fyrir
30 ára og eldri
Nú er búið að koma af stað
svokallaðri úrvalsdeild í knatt-
spyrnu hér á landi fyrir knatt-
spyrnumenn 30 ára og eldri, og vil
ég með þessum orðum þakka þeim
fyrir sem áttu sinn hlut að því að
líoma á þessari skemmtilegu ný-
breytni. Eg vil skora á stjórn
K.S.I. að koma af stað strax á
næsta ári Islandsmóti fyrir þá
leikmenn sem eru 30 ára og eldri
og eru hættir að leika með fyrstu
deildar liðum eða öðrum liðum
aldurs síns vegna.
Það má geta þess að keppt er í
Islandsmóti í öllum aldurflokkum
unglinga í knattspyrnu og þvi er
ekki nema sanngjarnt að þeir eldri
fái líka að spreyta sig í stað þess
að þurfa að hætta að leika
knattspyrnu þegar þeir eru ekki
taldir vera nógu góðir til að leika
í fyrstu eða annarri deild, en það
hlýtur þeim að svíða sárt. Væri
fróðlegt að fá álit fleiri á þessu
máli.
• Greiða þarf
vinnutap
Kominn er tími til þess að
farið sé að greiða leikmönnum
fyrstu deildar í knattspyrnu laun
vegna vinnutaps sem þeir verða
fyrir vegna æfinga og leikja. Það
kemur einnig vel til greina að
greiða leikmönnum fyrstu deildar
hér á landi sérstaka þóknun fyrir
að skora mörk í leikjum sem lið
þeirra vinna eða gera jafntefli í
o.s.frv. en þetta myndi hafa mjög
hvetjandi áhrif á leikmennina og
þeir legðu sig meira fram í leikjum
en ella. Þessar greiðslur eiga að
.. ' ■
(
i r
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
Eftir að norður hóf sagnir með
tveim gröndum varð suður sagn-
hafi í fjórum spöðum og fékk út
laufdrottningu. Níu slagir voru
öruggir og sá tíundi gat fengist á
tígul eða á hjartakóng ætti vestur
ásinn.
Sagnhafi sá einnig að spila
þyrfti að hjartakóngnum meðán
enn var tromp í borði. Hjarta-
möguleikann þyrfti því að reyna
fyrst og samkvæmt því tók hann
útspilið með ás, spilaði spaða heim
á kónginn og spilaði hjarta.
Austur tók kónginn með ás og
spilaði trompi. Suður spilaði aftur
hjarta því trompun í borðinu gæfi
tíunda slaginn. En ekki tókst það.
Austur fékk slaginn, spilaði þriðja
trompi og þegar í ljós kom, að
tígullinn lá ekki 3—3 urðu níu
slagir hámarkið. Einn niður.
Vissulega var spilaririn óhepp-
inn að austur átti hjartaásinn. En
hann sá ekki nógu langt fram í
tímann og að vörnin gat komið í
veg fyrir hjartatrompunina. Það
var ekki gott því til var einföld og
örugg vinningsleið. Til að vörnin
gæti ekki spilað trompunum nógu
oft varð að taka útspilið með ás og
spila strax hjartakóng. Ein tromp-
un í borðinu yrði þá örugg og spilið
þar með unnið.
42
Leo Berggren var höfðinu
lægri en ekki síður umfangs-
mikill. Þeir svolgruðu af
áfergju í sig snapsana og gerðu
sér gott af síldarréttunum og
til að byrja með voru ekki fleiri
gestir í klúbhnum.
— Þessi síldarlögur er al-
deilis frábær... þetta hefur
hún amma þin kennt þér.
— Hugsa sér að þú skulir
muna það, sagði Klemens, —
og hvað má svo bjóða ykkur á
eftir?
— Nautasteik með hrís-
grjónum, sveppum og sjerrí-
sósu.
— Buffsteik fyrir mig,
muldraði Severin og Christer
kinkaði kolli til merkis um að
hann vildi það sama.
— Rauðvínsbrasaða hrein-
dýrasteik með veiðimannasósu,
sagði yfirlögregluþjónninn.
Svo lagði hann frá sér
hnífapörin og starði á starfs-
bróður sinn sem sat á móti
honum við borðið.
— Og þú, sagði hann, —
stekkur til og frá um bæinn og
minnir fólk á málið með Matta
Sandor. Hvers vegna snýrðu
þér ekki til fólks sem á að heita
að hafi vit á þessu?
— Ég er að því núna, sagði
Christer — Ég þurfti fyrst að
átta mig örlítið á aðstæðum og
sjá máiið frá ýmsum sjónar
hornum áður en ég færi að
hlusta á sérfræðingaskýrslur
og slíkt.
— Þú skalt ekki tala háðs-
lega um slikar skýrslur. Við
sem sitjum hér getum miðlað
þér af athyglisverðum fróðleik.
Severin læknir var reiðubú-
inn að staðfesta orð hans.
— Ég skal taka að mér að
byrja. Éí ég má segja mína
skoðun var lögreglan átakan-
lega áhugalaus og klúðraði
allri rannsókn málsins.
— Vitleysa, hreytti Leo
Berggren út úr sér. — Rann-
sóknin var framkvæmd eftir
öllum venjulegum reglum, en
hún var óhemju erfið. Það úði
og grúði af vitnum, en hvcrt
vitni hafði á hraðbergi lygasög-
ur og þvætting.
— Lögreglan, sagði læknir-
inn, — neitaði að trúa því að
þarna hefði verið framið morð.
— Auðvitað er ekki útilokað,
sagði Christer — að um sjálfs-
morð hafi verið að ræða.
— óhugsandi, sagði Daníel
einarðiega.
— En það var afstaðan sem
lögreglan tók?
— Máiið var ein vitleysa,
sagði Leo Berggren. — Allir
virðast haía unnið út frá
kenningu um morð að yfir-
lögðu ráði.
Og iögrcgluna skorti mann-
afla og þeir scm voru grunaðir
gáfu yfirlýsingar scm stönguð-
ust á og það var óhugsandi að
ákæra nokkurn fyrir glæp
vegna þess að hin tæknilega
sönnunargagnahiið var of
ófullkomin. Þess vegna komst
lögreglan aldrei nálægt því að
handtaka neinn. Og það get ég
fjarska vel skiiið.
Ilelena Wijk sagði hægti
— En þú heidur að Matti
hafi gert það sjáifur, er það
ekki?
— Ég held, sagði Berggren
yfirlögregluþjónn, — að hann
hafi stoiið eitrinu í verksmiðj-
unni. Og ég veit að hann tók
sjáifur silkipappírinn utan af
eitraða molanum áður en hann
stakk honum upp f sig.
— Hvernig veiztu það,
spurði Christer Wijk.
Móðir hans sagði hægti
— Matti var með...
Hún þagnaði og starði á
gulkiæddu veruna sem að óvör-
um nálgaðist borð þeirra.
Rödd Judith Jernfeidts hafði
óhugnanlegan hljóm þegar hún
hotnaði setningunai
— Matti hélt á rauðum siiki-
pappír! Ilann hafði hnoðað
hann saman í lófanum og
fingurnir voru kaldir... og
stífir... Ég rcyndi að rétta