Morgunblaðið - 18.08.1978, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1978
OG NÚ ER SPURT
Er þaö meö nokkru móti eölilegt
eöa verjandi, aö eitt m.fl. liö í
deildakeppni HSÍ, skuli fá þá meö-
ferö, sem hér hefur verið greint frá,
þannig, aö þaö eigi í sífellu í bráöum
heilt ár undir högg aö sækja ýmist
vegna mismununar mótanefndar eða
sleifarlags dómstólsins? Heföi liöi í 1.
deild veriö boöiö upp á þetta? Eöa
er þaö fremur viö hæfi, aö brjóta
niöur starf og rekstur 3. deildar-liðs
meö vinnubrögöum af þessu tagi?
Vitaskuld er okkur það fullkomlega
Ijóst, að mikiö til ólaunaö starf
handknattleiksforystunnar er vanda-
samt og ekki alltaf auðunnið meö
fullum sóma. En hér gildir þó, að fyrr
má nú rota en dauörota. Við
stöndum í sama stríöi og þykir réttur
okkar nú fyrir borö borinn, svo aö
ekki sé meira sagt.
Handknattleiksdeild UBK.“
^ í>loi
(H
Saga þessa fyrirbrigðis hófst sl.
haust, þegar keppni í 3. deild var
hrundiö af staö siöasta keppnistíma-
bil. Þá höföu veriö hundsaðar óskir
okkar um tiltekinn keppnisstaö fyrir
heimaleiki m.fl. karla, án þess aö
okkur væri gert aövart eða okkur
gefinn kostur á því, aö reyna aörar
leiðir. Um miöjan vetur rættist
nokkuö úr þessu, eftir talsvert þóf, en
óneitanlega varö röskun og truflun af
öllu saman. En um leiö og þessi
skipan mála lá fyrir í haust, var lagt
fyrir leikskipulag í deildinni, þar sem
m.fl. okkar varö að taka nær tveggja
mánaöa hlé eftir áramót, meöan
helstu keppinautarnir áttu aö Ijúka
sínum leikjum. Eftir þaö átti m.fl.
okkar aö leika næstum helming leikja
sinna.
Nokkur hlé voru í skipu-
lagningu hjá fleiri félögum, en ekki
neitt í samjöfnuöi við þetta. Undir
lokin riölaðist skipulag þetta nokkuö,
en til engra hagsbóta fyrir m.fl. okkar
eftir þaö óskiljanlega hlé , sem okkur
var gert aö taka.
Nú er þaö til aö taka, aö framan
af keppni í deildinni var m.fl. okkar
í toppbaráttu. En strax eftir fyrsta
leikinn, 23. október 1977, kom fram
kæra út af þeim leik, frá andstæðingi
okkar. Lok þess máls voru okkur
kunngerð meö bréfi dags. 20. febrúar
1978, næstum 4 mánuöum síöar.
Allan þennan tíma mátti lið okkar
bíöa í óvissu um þaö, hvort þaö héldi
2 stigum úr þessum leik eöa ekki.
Þaö gat auövitaö frá upphafi skipt
sköpum, og ekki bara fyrir okkur,
heldur alla helstu keppinauta okkar.
Leikurinn var dæmdur gildur, en
okkur gert að greiöa 2.500 krónur í
sekt „fyrir andvaraleysi í sambandi
við leikreglur“.
í biö og ruglingi seinni hluta
keppninnar í 3. deildinni, sem snerti
okkur meö svo sérstökum hætti,
tókst m.fl. okkar þó aö halda sér viö
toppinn. Viö lentum í ööru sæti og
unnum okkur því rétt til þess aö leika
heima og heiman við næst neösta
liöiö í 2. deild um sæti þar næsta
tímabil. Andstæöingurinn varö Þór á
Akureyri.
UBK og Þór léku fyrri leik sinn
syöra og sigraöi Þór meö eins marks
mun. Fyrir seinni leikinn, nyrðra,
lögöum viö ríka áherslu á þaö viö þá,
sem skipuleggja áttu þann leik,
starfsmenn HSÍ, aö ekki yröi kastaö
höndum til dómgæslunnar. Var þetta
gert aö gefnu tilefni, þar sem fyrr um
veturinn höföu sprottiö mikil leiöindi
og kærumál vegna ólögmætrar og
óhæfrar dómgæslu nyrðra. Treystum
viö því, aö eölilega yröi aö málum
staöiö, ekki síst eftir óskir okkar. En
allt kom fyrir ekki. Þegar leikurinn var
hafinn kom í Ijós, aö enn einu sinni
var mættur réttindalaus og óhæfur
dómari. Þótt meðdómari hans væri
bæöi meö réttindi og hæfur til
starfsins, réði hinn feröinni, svo að
ekki heföi skipt máli, þótt viö hefðum
gefiö leikinn og sparaö okkur 250
þúsund króna feröalag.
Þaö lá auövitaö beinast viö, aö
kæra þessa leikframkvæmd, enda
gerðum við þaö strax. Kom þá einnig
í Ijós aö þessi réttindalausi og óhæfi
dómari haföi ekki einu sinni verið
skipaður af framkvæmdaaöila, HSÍ,
til dómgæslunnar. Þaö átti því ekki
aö þurfa aö vefjast fyrir dómstóli aö
úrskuröa leikinn ógildan. Þetta var 5.
maí 1978. Nú er komið talsvert á
fjóröa mánuö síöan, en dómur er
ekki fallinn. Þó var strax lofað aö
hraða honum og hafa oft veriö
nefndar ákveönar dagsetningar í því
tilefni, allar götur síðan. Þegar þótti
mikilsvert aö fá úrskurö, svo aö leika
mætti að nýju þá þegar, enda
augljóst, aö alls konar vandamál
myndu koma upp, ef leikurinn
drægist til hausts, bæði fyrir viökom-
andi liö og mótanefnd. En allt kom
fyrir ekki. Aö vísu hefur okkur verið
tjáö undanfariö, m.a. af formanni
dómstóls HSÍ, aö kæra okkar muni
verða tekin til greina. En formlegur
dómur er ekki fallinn og öll tilhögun
mála í lausu lofti eftir sem áöur. Þess
verður að geta hér, aö við höfum ótal
sinnum innt eftir afgreiöslu málsins.
En það er vegna þess, aö öll viöleitni
okkar til þess aö þoka málum í réttan
farveg eftir beinustu og eölilegustu
brautum hefur veriö svo hundsuö, aö
viö neyöumst nú til þess aö leysa frá
skjóöunni hér á þessum vettvangi og
leita skýringa og réttlætis.
„Er félögum skipt
í sauði og hafra?"
MORGUNBLADINU barst i gær eftirfarandi bréf frá Handknattleiksdeild Breiðabliks. I bréfinu er vikið að ýmsum
málum, sem varða lið Breiðabliks, er síðastliðinn vetur lék í 3ju deild. Bréfið fer hér óstytt og allar fyrirsagnir
eru Breiðabliksmanna:
„Það er með halfum huga, aö vií
bönkum upp á hjá Handknattleiks-
sambandinu á þessum vettvangi,
enda slá þar hjörtu, sem gjarnt er aö
hoppa í erfiöum leik, þegar svo ber
undir. Viö tökum þaö því strax fram,
aö hér er ekki reitt til höggs, aöeins
innt eftir upplýsingum, sem viröast
löngu ofurseldar tregöulögmálinu í
beinum umleitunum okkar við sam-
bandiö.
ADDRAGANDI
Svo er mál meö vexti, aö Hand-
knattleiksdeild UBK, sem mun vera
ein af þrem stærstu handknattleiks-
deildum á landinu, hefur á aö skipa
m.a. meistaraflokki karla, en þessi
flokkur okkar hefur meö einhverjum
dularfullum hætti oröið aö all sér-
stöku aukanúmeri í deildakeppni
HSÍ.
Einingarklefar, sem allir geta reist á fáum
klukkustundum. Ýmsar stœrðir og gerðir til
uppsetningar hvar sem rúm leyfir. Komið •
hringið - skrifið - við veitum allar nánari
upplýsingar.
Byggingavörur Sambandsins
V !!' Suðurlandsbraut 32 Símar82033-82180
Kaupfélag Eyfirðinga
■
-
Opiö bréf til HSÍfrá Breiðabliki: