Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 2
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 „Við erum nú að sjá 2Ö ára ííamlan draum rætast og vissulega verður mikil breyting á aðstöðu fyrir íþróttafólk og almenning á Akureyri, er nýja Svæðisíþrótta- húsið okkar verður tekið í notkun," sagði Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúi Akureyrar í sam- tali við Morgunblaðið. „Iþróttas- kemman á Oddeyrartanga, sem upphaflega var byggð sem áhalda- hús fyrir bæinn og átti að þjóna okkur í 3—5 ár, hefur gert það í 10 ár.“ Hermann sagði að undirbún- ingsnefnd um framkvæmdina hefði verið sett í laggirnar fyrir 4 árum og hún síðan gerð að byggingarnefnd og hefðu teikning- ar að húsinu legið fyrir snemma á s.l. ári, en arkitektar hússins eru þeir Haukur Haraldsson og Ágúst Berg, húsameistari Akureyrar. Er teikningar lágu fyrir var grunnur hússins boðinn út og unnu það verk Möl og sandur h.f. og Norðurverk h.f. Kjallari var síðan boðinn út og var fyrirtækið Híbýli valið verktaki og er sá áfangi kominn vel á veg. Vi báðum Hermann að lýsa þessu mikla mannvirki fyrir okk- ur. „Húsið er á svæði sunnan sundlaugarinnar og var haft í huga að það væri sem næst barnaskólanum, gagnfræðaskólan- um, iðnskólanum og mennta- skólanum. Salur er 27 x 45 metrar sem hægt er að skipta niður í þrjá sali 15 x 27 m með tjaldveggjum. Hliðarbyggingar við sal eru á tveimur hæðum og er neðri hæð að sunnan og vestan niðurgrafin, sem gert er til að minnka hæð hússins í landinu, en einnig er það hag- kvæmt af ýmsum ástæðum m.a. vegna legu lóðarinnar. Aðalinn- gangar eru tveir neðri hæð hússins fyrir iðkendur og á efri hæð að sunnan fyrir áhorfendur. í báðum tilfellum er gengið í húsið án þess að tröppur sé að fara. Húsið er 1620 fm að grunnfleti, salur 1215 ferm. og hliðarbyggingar 2810 ferm. eða samtals 2025 ferm. auk þess sem kjallari er 930 fm. Eins og ég sagði áðan er hægt að skipta salnum í þrennt. Til hliðar við hann eru annars vegar áhalda- geymslur og svið, en hins vegar búningsklefar, kennara herbergi og önnur aðstaða. Við salarenda eru æfingasalir, snyrting o.fl Hægt er að opna milli salar og æfingasala, þannig að aðalsalur lengist að hluta um 20 m, og er það æskilegt vegna hlaupabrautar. Við sal er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir sjónvarps- og hljóðupptöku. Á efri Glœsileg íþrótta- og menningarmiðstöð að rísa við Skólastíg og Þórunnarstrœti greinar: INGVI HRAFN JÓNSSON fyrir skotbakka, borðtennis og aðrar íþróttir, sem ekki þurfa mikla lofthæð. — Ilvernig er hyggingaáætlun og hver er kostnður áætlaður? — Um kostnaðarhliðina er það að segja að á verðlagi þessa ársins er hún áætluð um 700 milljónir króna. Fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor voru allir flokkar sammála um að leggja á það höfuðáherslu að ljúka bygg- ingunni á þessu kjörtímabili eða næstu 4 árum og vonumst við auðvitað til að það standi. Að sjálfsögðu ræðst byggingarhrað- inn eftir því hve miklu fjármagni bæjarsjóður og ríkissjóður veita til framkvæmdarinnar. Það ýtir nokkuö á okkur að fyrirhugað er að halda landsmót ungmenna- félaganna á Akureyri sumarið 1981 og leggur sambandið höfuð- áherzlu á að húsið verði komið í gagnið á þeim tíma. — Verður hægt að taka ein- hvern hluta hússins í notkun fljótlega? — Já, við munum um leið og færi gefst og búið verður að loka kjallaranum, reyna að koma hon- um í nothæft ástand, því að við erum í miklum húsnæðisvandræð- um. — Tilkoma þessa mannvirkis mun væntanlega skapa byltingu í íþrótta- og menningarmálum Ákureyringa? — Það er enginn vafi á því að umskiptin verða gífurleg. Aðstaða til íþróttaiðkana gerbreytist og jafnframt mun almenningi gefast kostur á aðgangi að íþróttaiðkun- um, sem ekki hefur verið fyrir hendi sökum húsnæðisskorts. Við höfum ekki getað uppfyllt nema um helming tímaeftirspurnar frá íþróttafélögunum og skólarnir hafa ekki getað uppfyllt kennslu- skyldu sína nema að hluta. Þá skapast einnig kærkomin aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar innanhúss. Við lítum vissulega þannig á að þetta hús verði alhliða menningar- miðstöð, þar sem fram geti farið alls konar starfsemi, tónleikar, samkomur, t.d. sýningar eins og gerist í Reykjavík. íþróttahöll í tengslum við útivistarsvæði og skólahverfi hefur fjölþættu og margbreyttu hlutverki að gegna í bæjarfélagi eins og Akureyri. M.a. getur hún létt þann vanda, sem stöðugt virðist aukast og nærri lætur að sé að verða heimilum, skólum og heilum bæjarfélögum ofviða, tómstundir og tómstunda- starf fólks, ekki sízt ungs fólks. Þótt vandi þessi verði ekki allur leystur með því að laða fólk að íþróttum og útilífi er smíði íþróttahallar á Akureyri ómetan- legur styrkur til að vernda fólk á viðkvæmum aldri, til að auka holl áhrif og til fjölbreyttari starfa. Með smíði íþróttahallar er ekki verið að búa til nýjar þarfir og eyða fé í gagnslausan óþarfa heldur er verið að koma til móts við allt fólk og uppfylla þarfir þess, sem lengi hafa verið fyrir hendi og vinna að bættu mannlífi. Spjallað við Hermann Sigtryggsson íþróttafulltrúa hæð hliðarbygginga að vestan er áætlað rými til ýmissa afnota, m.a. til að skapa kennsluhópum aðstöðu.. Við austurhlið salar er áhorf- endasvæði fyrir 800 manns og að auki gert ráð fyrir bekkjum fyrir 600 manns, sem dragast fram á salargólf. Einnig er við austurhlið efri hæðar kaffistofa fyrir 150-200 manns, snyrting, aðalinngangur, ásamt forsal, fatagéymslu og gufubaðstofu. Undír áhorfenda- svæði er rými fyrir loftræstilagnir og geymslur. í kjallara er gert ráð fyrir hita-, rafmagns- og loftræsti- klefa, geymslum og óráðstöfuðu rými undir búningsklefum, sem nota má í ýmsum tilgangi svo sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.