Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 „Stúdíó Bimbó erágœttnafn” NÝLEGA tók til starfa á Akureyri nýtt hljóðritunarfyrirtæki, Stúdíó Bimbó, sem er í eigu Pálma Guðmundssonar, öðru nafni Bimbó, sem mun vera einhver kunnasti plötusnúður norðan Holtavörðuheiðar og stjórnar nú m.a. diskótekinu í Sjallanum auk þess sem hann veitir forstöðu plötudeildinni hjá Cesar á Akureyri. Mbl. heimsótti Pálma í stúdíóið fyrir skömmu og spjall- aði stuttlega við hann. „Það var draumur minn í mörg ár að Setja upp stúdíó með plötu og snælduútgáfu, sem nú hefur rætzt. Eg hef mikinn áhuga á að gefa ungu fólki með hæfileika tækifæri til að koma sinni list á framfæri." — Hvað kostar svona stúdíó? „Ætli séu ekki komnar í þetta hjá mér 7—8 milljónir, en ég hef smíðað þetta nær allt sjálfur, þannig að kostnaðurinn liggur í tækjum og efni.“ — Hvað kostar upptiiku klukkutiminn? „6-7000 kr.“ — Er plötuútgáfa framund- an? „Vonandi eftir áramót." — Er búið að ákveða eitthvað? „Nei, ekki eins og er, en það er ýmislegt efni, sem ég er að spá í.“ — Hvað hefur þú helzt tekið upp? „Eg hef verið að taka upp á spólur efni með hljómsveitinni Hver, aðallega fyrir krakkana tii að eiga til minningar um þetta tímabil þeirra." — Hefur citthvað af ungu fólki leitað til þín? „Það hafa nokkrir aðilar sent mér spólur til að athuga. Ég hef ekkert bitastætt fundið ennþá. Nokkrir hafa líka komið hingað í stúdíóið til að taka upp til re.vnslu." — Er hægt að gera góða plötu í þessu stúdíói? „Já, það er hægt að taka upp ágætisplötu, kannski ekki eins góða og í Hljóðrita, enda er verðið miklu lægra. Ég hef áhuga á því að endurnýja tækin fljótlega og þá batnar þetta enn.“ — Hvernig tónlist hyggstu helzt taka upp með útgáfu í huga? Stjórnborðið í stúdíóinu Pálmi undirbýr upptöku. „Raunar hvað sem er, en poppið er auðvitað vinsælast." — Nú er þetta ekki stórt húsnæði, þrír litlir klefar fyrir utan stjórnklefann? „Það er hægt að koma hvaða poppgrúppu sem er fyrir hér inni og svo eru sérstakir klefar fyrir söng og t.d. trommu eða gítar. Ég get tekið hvað sem er upp hérna, nema kóra, en ég hef aðstöðu í húsinu til að taka slíkt upp.“ — Getur fólk komið hingað og keypt upptökutíma til að taka upp á spólu að gamni sínu? „Já, það verður einn þáttur rekstursins að leyfa fólki að taka upp þótt það sé ekki með plötuútgáfu í huga.“ „Ertu bjartsýnn? „Það þýðir ekkert annað, ég stefni að því að þetta verði fullt starf hjá mér og viðbörgðin hafa verið mjög góð.“ — Iieldur þú að það sé margt hæfileikafólk, sem ekki þorir að koma sér á framfæri? „Aiveg sannfærður um það og hér þarf það ekki að vera feimið við að koma í reynsluupptöku. Ég veit líka um margt gott efni, sem ég vonast til að geta fengið.“ — Hvers vegna Stúdíó Bimbó? „Það er ágætt nafn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.