Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 7
AUGLYSING Stærsta verzlunarmiðstöð utan Reykjavíkur heimsótt Verzlunarmiðstöðin Kaupangur á Akureyri mun vera stærsta verzlunarmiðstöðin utan Reykjavík- ur og par eru nú til húsa 14 verzlanir og pjónustuaðilar, sem á undanförnum árum hafa blómgast í viðskiptalífi höfuðstaðar Norður- lands. Enn hafa aðeins % hlutar upphaflegs byggingaleyfis verið notaðir og í undirbúningi er að hefjast handa við viðbyggingu innan tíðar, enda mikil eftirspurn eftir rými á pessu svæði, sem dregur til sín fjölda Akureyringa, nærsveitamanna og aðkomumanna á degi hverjum í viðskiptaerindum, en stærsta verzlunin í miðstöðinni er Kjörbúð Bjarna, sem hefur opið alla daga vikunnar frá kl. 9 á morgnana til kl. 23.30 og selur allan verzlunarvarning á pessum tíma, að vísu gegnum lúgu utan almenns opnunartíma. Þaö var einmitt Bjarni í kjörbúðinni Bjarnason, sem upp- haflega sótti um lóðina undir húsið, svonefnda Grísabólslóð árið 1970. Bjarni hafði pá um priggja ára skeið verzlað í litlu húsnæði í Verzluninni Brekku. Umsóknina sendi hann inn 1970 og Kaupfélag Eyfírðinga sótti á móti honum. Hins vegar gerðist paö pá í fyrsta skipti á Akureyri að sjálfstæður kaupmaður bar sigur- orð af kaupfélagsvaldinu og fékk lóðina. Bjarni fékk fleiri menn í lið með sér og 1973 var stofnað hlutafélag 7 aðila, sem hófust handa við byggingarframkvæmdir, en Birgir Ágústsson teiknaði húsið. Það er 2100 m2 á tveimur hæðum, en eftir er að byggja víðbótarálmu 1100 m2 á tveimur hæðum, par sem gert er ráð fyrir 6—8 verzlunum í viðbót auk lækningastofa og annarrar pjónustustarfsemi. Það var Byggingaverktakafyrirtækið Smári sem annaðist verkið, en yfirsmiðir voru peir Páll Friðfinns- son og Sigurður Hjálmarsson, Kjörbúð Bjarna var fyrsta verzlunin, sem opnuð var í Kaupangi og pað var 21. marz 1975. Síðan komu hin fyrirtækin hvert á fætur öðru og síðla árs var hver fermetri nýttur og færri komust að en vildu. Hér á eftir fer frásögn af pví er gengið var um Kaupang fagran september dag, er sólin skein í heiði á Akureyri og sunnanpeyr strauk um vanga. Þrátt fyrir að margir væru á gangi til að njóta góðveðursins til að búa sig undir komu norðlenzka vetrarins var mikill ys og pys í Kaupangi. Við fylgdumst með ungum hjónum, Óla G. Jóhannssyni, póstmanni, list- málara, útgefanda og stofnanda Gallerí Háhóls, Lilju Sigurðardóttur konu hans og börnunum premur, Erni, Sigurði og Hjördísi, en heima var yngsta dóttirin Hrefna. Fjöl- skyldan hafði góðfúslega oröið við beiðni forráðamanna fyrirtækjanna í Kaupangi um aö ganga par um og kynna fyrir Norðlendingum og landsmönnum öllum pá starfsemi sem par fer fram. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.