Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 ■■ ♦ ■ • VMS ■LO ■MHNMKc* «iT U E? m gPTi 4 ■ : ■: t , J HNvatmÍ 1 * Bjarni í Kjörbúðinni á Þönum rétt ffyrir opnun. |p - 1 : * í I Lilja gerir helgarinnkaupin í Kjörbúöinni. Omar kjötiðnaðarmaður viö afgreiðslu Ellert Kárason hjá Shell afgreiðir benzín. með mér í Dúkaverksmiðjuna, og lítur á gardínuefni." Þótt Óli virtist nú ekki hafa sér- stakan áhuga á að blanda sér í val konunnar á gardínuefnum, vissi sem væri, að er hún væri búin að ákveða sig þýddi lítið fyrir hann að malda í móinn, fylgdi hann henni eins og góðum eiginmanni sæmir. En það eru ekki aðeins gardínu- efni, sem fást í Dúkaverk- smiðjunni, eins og fram kemur •í frásögn Sævars Vigfússonar eiganda fyrirtækisins hér á eftir.„Fyrirtækið var stofnað árið 1946 og flutti starfsemina hingað í Kaupang fyrir tæpum þremur árum. Auk þess að verzla með allskonar vefnaðar- vöru rekur fyrirtækið sauma- stofu, þar sem m.a. eru saum- aðir vinnuvettlingar og var [ framleiðslan einmitt í fullum [ gangi er við vorum á ferðinni. | Sævar sagði að það væri hvort tveggja að fyrirtækið keypti vefnaðarvöru af heildsölum og flytti inn sjálft. Mest væri salan í flaueli, blússu- og kjólaefni, sængurfatnaði, handklæðum, gardínuefnum, buxnaefni o.s.frv. Þá væru einnig saumaðir hjá fyrir- tækinu gólf- og borðklútar. Dúkaverksmiðjan hefur einnig umboð fyrir svamp frá Pétri Snæland H/F og sníður niður dýnur og saumar utan um eftir máli. Sævar sagði að verzlunin hefði gengið sérlega vel eftir að flutt hefði verið í Kaupang. 5—6 manns vinna við saumaskap og afgreiðslu. Kjörbúð Bjarna Nú var fjölskyldan í Reyni- lundi 5 búin að fara um flest þau fyrirtæki í Kaupangi, sem tækifæri gafst að þessu sinni og Lilja taldi að rétt væri að þau kæmu við í Kjörbúð Bjarna til að verzla til helgar- innar. Bjarni bauð fólkið vel- komið og gaf sér tíma til að spjalla stundarkorn þrátt fyrir miklar annir, enda í mörg horn að líta á stóru heimili. Meðan Óli, Lilja og börnin óku inn- kaupavagninum á undan sér og völdu vörur úr fjölbreyttu úrvali verzlunarinnar sagði Bjarni frá því er hann byrjaði að verzla í Brekku árið 1967 í 30 mz húsnæði. Hann sagði að sig hefði alltaf dreymt um að fá lóð og byggja myndarlega verzlun, þar sem hann gæti boðið Akureyringum og öðrum viðskiptavinum upp á fjöl- breytt vöruúrval. Þessi draum- ur rættist er hann fékk Grísa- bólslóðina og opnaði búðina í nóvember fyrir þremur árum. „Þróunin hefur verið ákaflega ánægjuleg frá því að við opnuðum, aukningin hefur verið stöðug og það er að sjá sem Akureyringar kunni að meta það sem hér er boðið upp á. Við höfum líka opið alla daga vikunnar frá 9 á morgn- ana til hálftólf á kvöldin, laugardagar og sunnudagar meðtaldir og við seljum allar vörur. Það þýðir lítið að vera að auglýsa Akureyri sem ferðamannabæ ef allar verzlanir eru lokaðar, þegar ferðafólkið er að koma inn í bæinn og þarf á því að halda að geta verzlað. Við erum eina verzlunin á Akureyri, sem býður upp á vörur frá Slátur- félagi Suðurlands, Goða og Síld og Fisk, Búrfelli, Kaup- félagi Svalsbarðseyrar og KEA. Einnig er ég með kjöt- iðnaðarmann, Ómar, sem ég rændi úr Breiðholtinu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.