Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. i mánuöi innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Litlu sjávarplássin mega ekki gleymast Það er eitt áf höfuðeinkennum þess fjárlagafrumvarps, sem nú liggur fyrir Alþingi, að þrátt fyrir það að útgjöld aukast yfir 60% frá síðasta ári, dragast framlög til framkvæmda verulega saman eða minnka jafnvel í krónutölu. Þannig er það til dæmis um framlög ríkisins til hafnarmannvirkja og lendingar- bóta. Sá liður lækkar um 14 milljónir króna frá síðustu fjárlögum. Morgunblaðið hefur lagt á það áherzlu, að aðhald í ríkisumsvifum sé nauðsynlegt, eins og nú háttar til. En það aðhald á ekki sízt að koma fram í minnkuðum beinum rekstrarkostnaði eða eyðslu hins opinbera. Á hinn bóginn er það mjög vafasamt og raunar óskiljanlegt, að nú skuli eiga að draga hafnarframkvæmdir svo mjög saman, sem raun ber vitni, eða meira en nemur öllum kostnaðarhækkunum frá síðasta ári. Þegar fé til hafnarframkvæmda er svo naumt skammtað, er Alþingi að sjálfsögðu mikill vandi á höndum um skiptingu þess. Víða um land bíða hálfköruð hafnarmannvirki þess, að þeim verði lokið til þess að hægt sé að taka þau í notkun, og liggja sum þeirra undir skemmdum. Annars staðar háttar svo til, að fiskiskipaflotinn hefur stækkað verulega, þannig að hafnarskil- yrðin eru með öllu ónóg og stórtjón yfirvofandi. I þessu sambandi er athyglisvert, að helmingur tjóna hjá Samábyrgð Islands á fiskiskipum hefur undanfarin ár verið innanhafnartjón, þegar alskaðar eru undanskildir. Á síðast liðnu ári námu þessi tjón 110 millj. kr. og eru þó ekki öll kurl komin til grafar, þar sem eitthvað mun enn vera um óuppgerð tjón. Á hinn bóginn hefur alveg tekið fyrir tjón af þessu tagi, þar sem hafnarmálunum hefur verið komið í gott horf eins og í Grindavík og Þorlákshöfn, en þar var áður mjcg slæmt ástand í þessum efnum. Víða úti um land háttar svo til í smærri sjávarplássum, að hafnaraðstaða er lítil sem engin eða úrelt orðin vegna stækkunar bátaflotans, en nú má heita, að smíði fiskiskipa undir 100 tonnum heyri til undantekninga. Þvílík aðstaða hlýtur að standa vexti slíkra staða fyrir þrifum og þess vegna er það mjög brýnt nú, þegar fé til hafnarframkvæmda er svo naumt skorið, að þessir staðir verði ekki látnir mæta afgangi. Undanfarin ár hefur byggðin styrkzt í mörgum af þessum sjávarplássum, en að sjálfsögðu hlýtur að vofa yfir, að unga fólkið hugsi sér til hreyfings, ef það finnur, að engra breytinga er að vænta til hins betra. Höfnin er lífæð þessa fólks. Frá henni fær mannlífið á staðnum sína næringu. Samkeppnin tryggir lægra fóðurbætisverð Það kemur ekki á óvart, að könnun, sem Morgunblaðið gerði á fóðurbætisverði og birti sl. miðvikudag, skuU hafa leitt í ljós, að það er lægst, þar sem samkeppnin er hörðust. Og munurinn er umtalsverður. Þannig er hann allt að 38% á svínafóðri, 25% á hænsnafóðri og 17% á kúafóðri, auk þess sem fóðurbætirinn er í ýmsum tilvikum ódýrari hjá þeim, sem flytja hann heim á hlað hjá viðskiptavinum sínum. Hér er að sjálfsögðu aðeins um emn þátt verzlunar að ræða, en engan veginn þýðingarlítinn. Þannig vegur fóðurbætirinn mjög þungt í rekstrarútgjöldum bænda eða rúmlega 20%, þegar laun bóndans eru undanskilin, og er nú 958 þús. kr. í verðlagsgrund- velli landbúnaðarins. I hliðargreinum, eins og alifugla- og svínarækt,' vegur kjarnfóðrið mun þyngra og þar er verðmunurinn líka mun meiri. Eins og af þessu sést er það ekki lítið atriði, bæði fyrir bændur og neytendur, að verð á kjarnfóðri sé sem lægst, auk þess sem vægi þess í vísitölunni er tiltölulega mikið. Dæmið af kjarnfóðrinu talar skýru máli um kosti hinnar frjálsu samkeppni. Samvinnufélögin hafa vissulega þýðingar- miklu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu og þau hafa verið byggðarlögunum ómetanlegur styrkur. En þennan styrk hafa þau sótt í einkaframtakið. Og reynslan hefur sýnt, að þessi tvö rekstrarform dafna vel hlið við hlið. Þau eru hvort öðru nauðsynlegt aðhald til bættrar þjónustu og lægra vöruverðs. Sænskir iðnrekendur fá allt að 35% heildar- veltu í styrki Staðfestir aðeins það sem við höfum alltaf sagt — segir Haukur Björnsson, frkvstj. FÍI Forráðamenn dansks iðnaðar lýsa yfir mikilli gremju sinni og óánægju með þær óhóflegu styrktar- aðgerðir sem sænsk stjórn- völd viðhafa við þarlendan iðnað vegna samkeppni við aðra, í síðasta tölublaði Dansk industri sem Morgunblaðinu barst nýlega. I blaðinu er vísað á bug sem firru ummælum Gösta Bohman, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sem hann viðhafði nýverið á fundi danskra iðnrekenda, þess efnis að Svíar væru hættir öllum meiri- háttar styrktaraðgerðum við þar- lendan iðnað og væru ekki í hópi „vandræðalanda" lengur. Sem dæmi um hinar miklu styrktaraðgerðir sem viðhafðar eru, nefnir blaðið að fyrirtæki eitt með 125 manna starfslið fái greitt 25 sænskar krónur fyrir hverja unna klukkustund hvers starfs- manns, eða sem nemur liðlega 7 milljónum sænskra króna árlega. Þetta gerir um 500 milljónir íslenzkra króna sem mörgum dönskum iðnfyrirtækjum þætti dágóð búbót í hinni erfiðu sam- keppni sem ríkir. Þetta sama fyrirtæki fær svo í greiðslur með öldruðum starfs- mönnum samtals um 4 milljónir sænskra króna eða tæplega 300 milljónir íslenzkra króna, en það er regla sænskra yfirvalda að „niðurgreiða“ slíkan starfskraft. — Fyrirtækið fær síðan 9,6 milljón sænskra króna lán til að endur- nýja vélakost árlega, sem er vaxtalaust og það afskrifast af ríkinu við hver áramót, eða 700 milljónir íslenzkra króna. Þá fá fyrirtæki í spunavefnaði allt að 75% „afskrivingingslaan“ og fyrirtæki í vefjariðnaði allt að 50%. Slík lán eru afskrifuð af ríkinu þegar við veitingu, þannig að segja má að um beinan styrk sé að ræða. Fyrirtækið fékk á síðasta ári í uppbyggingarlán 25 milljónir sænskra króna, eða tæplega 2 milljarða íslenzkra króna. Þá fékk umrætt fyrirtæki 7 milljónir sænskra króna í svokallað lager- lán, eða um 500 milljónir íslenzkra króna. Alls fékk fyrirtækið 68 milljónir sænskra króna eða um 5 milljarða íslenzkra króna, í ýmiss konar styrki sem jafngildir því að fyrirtækið fái greidda 35 aura sænska fyrir hverja seldu krónu, þ.e. 35% af veltu fyrirtækisins. Sannar aðeins það sem við höfum alltaf sagt. Morgunblaðið innti Hauk Björnsson, framkvæmdastjóra Félags íslenzkra iðnrekenda eftir hans áliti á þessu dæmi. — „Mér finnst ákaflega fróðlegt að sjá þessa grein, sem er alger staðfest- ing á því sem við höfum verið að tala um í marga mánuði og haldið fram í sambandi við stuðning og — segja danskir iðnrekendur styrktaraðgerðir yfirvalda í lönd- um sem við erum í samkeppni við. Þessar aðgerðir eru sérstaklega miklar og áberandi í fata- og vefjariðnaði, stáliðnaði go skipa- smíðaiðnaði. í þessu umrædda dæmi nema styrkir 35% af veltu og ég veit til þess að þeir nema allt að 30% í skipaiðnaðinum," sagði Haukur. Ennfremur sagði H Haukur að um mikið og greinilegt alþjóðlegt vandamál væri að ræða í þessum fyrrnefndu þremur greinum iðnað- ar. Danir eru í mjög svipaðri aðstöðu og við. Það er lítið land, hefur ekki hráefni, þeir byggja allt sitt á kunnáttu og framleiðnigetu og standa berskjaldaðir fyrir svona aðgerðum granna sinna, Svía og Norðmanna. Að síðustu sagði Haukur að ekki væri mögulegt fyrir okkur að keppa við slík fyrirtæki því engir sjóðir væru til í því sambandi hér á landi. Grundvallarskilyrði iðn- rekstrar í okkar landi eru almenn- ar stuðningsaðgerðir sem felast í réttri gengisskráningu, sama kost- naði og aðgangi að lánsfé eins og aðrir undirstöðuatvinnuvegir í landinu búa við. Hér verður að styðja af öllu afli framleiðnisauk- andi aðgerðir og markaðsaðgerðir, þ.e. markaðsaflandi aðgerðir. — „Ef þessum málum verður snar- lega kippt í lag mun margt fara á betri veg í okkar iðnaði," sagði Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenzkra iðnrekenda að síðustu. Þá reyndi Mbl. árangurslaust að ná sambandi við Þórhall Ásgeirs- son ráðuneytísstjóra í viðskipta- ráðuneytinu og fá hans álit á þessu. „A lltafheimþrá tilíslands” Samsýning 3ja fínnskra Ustamanna í Borgarspítalanum „MÉR finnst meiri almennur áhugi á listum meðal íslend- inga en Finna,“ varð Elinu Sandström að orði, er Morgun- blaðið hafði samband við hana á málverkasýningu þriggja finnskra listamanna. sem nú stendur yfir í anddyri Borgar- spítalans. „íslendingar hugsa ekki um það, hvort það sé lúxus að kaupa málverk, en fá sér það umyrðalaust, lítist þeim vel á verkið. Viðhorf Finna er hins vegar, að þeir fara yfirleitt ekki á sýningar og kaupa ekki verk nema þeir þurfi á því að halda.“ „Við Liisa Urholin kona mín 9g Elina áttum heima hér á íslandi í níu ár, en síðastliðin fimm ár höfum við verið búsett í Finnlandi. Samt fáum við alltaf heimþrá hingað," sagði Juhani Taivaljárvi, er hann var inntur eftir dvöl þeirra listamanna hérlendis. „Við Elina Sandström höfum sýnt verk okkar hér nokkrum sinnum áður, en þetta er í þriðja sinn, sem Liisa Urholin sýnir hér.“ Listamennirnir sýna hér í boði Starfsmannaráðs Borgar- spítalans, sem nokkrum sinnunr áður hefur boðið þeim að halda sýningu á verkum sínum í spítalanum. Um 80 verk eru á sýningunni, flest olíumálverk, máluð í Finn- landi og á Islandi. Einnig eru smámyndir og „relief“-verk. Flestar myndirnar eru unnar síðastliðið ár, 1977 og 1978. Sýningin stendur til 19. nóv- ember og er opin frá kl. 12.00 á hádegi til kl. 20.00 alla daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.