Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 31 Hoims tVANGíUSTA m n AGE 29 23 ♦WEtGHT 210 210 HEIGHT 6ft. 3in. óft.lin. REACH 81 in. 77in. CHEST ÍNormal) 43’/2 Ín. 42 in. CHEST (Expanded) 45r/iin. 44*/iin. BICEPS 15% in. lS'/^in. WAIST 35in. 36in. THIGH 25 in. 25 in. CALF 16 in. 17yjin WRIST 8 in 7/2Ín, FIST 13 '/jin, 12ín *Esrmna»ed - J • WBC heimsmeistarinn í hnefaleikum, Larry Holmes mun heyja sína fyrstu titilvörn í kvöld, en þá mætir hann Alíredo Evangelista, sem er er UruRuaymaður búsettur á Spáni og er enginn vesalingur. Hann keppti eigi alls fyrir löngu gegn Mohammed Ali og þrátt fyrir tap, veitti hann meistaranum mikla keppni og lauk öllum 15 lotunum. Evangelista er mun yngri en Holmes og talinn scrlega efnilegur, ýmsir spá því, að Holmes muni eiga í eríiðleikum með unglinginn. Hlaupa frá Dalvík til Akureyrar og til baka í BLAÐINU íslendingi nú nýlega er skýrt frá því, að meistara- flokkur Dalvíkinga í handknatt- leik ætli að hlaupa frá Dalvík til Akureyrar og ekki nóg með það heldur heim aftur. Ekki hlaupa þeir þó í einum hóp því að hver maður kcmur til með að hlaupa 5 km vegalengd. Heildarvegalengdin er um 90 km. Handknattleiksmenn á Dalvík gera þetta tíl að vekja athygli á þeirri aðstöðu sem þeir búa við á Dalvík en íþróttasalurinn þar er of stuttur til að hægt sé að keppa þar í 3. deild í handknattleik og verða því Dalvíkingar að keppa alla leiki sína á Akureyri. Aðeins vantar 12 metra upp á að íþróttahúsið þar geti talist löglegt. Boðhlaupið verður líka fjáröfl- unarleið. Stuðningsmönnum gefst kostur á að leggja fram áheit. Þeir sem vilja heita á félagið greiða 5 aura fyrir hvern metra sem hlaupinn er, sem er 4.800 kr. á alla vegalengdina. Verða áheit seld á skrifstofu UMSE og í Sporthúsinu á Akureyri, auk þess sem gengið verður í hús á Dalvík. Skorað er á íbúa á Dalvík svo og á alla stuðningsmenn og velunnara að veita félaginu stuðning. — þr. KR-ingar á toppinn KR-INGAR tryggðu sér efsta sætið í úrvalsdeildinni í gærkveldi er Þeir lögðu ÍR-inga að velli í fjörugum og vel leiknum leik. i hálfleik var staðan 41—37 KR í vil, en lokatölur urðu 93—88 eftir að KR-ingar höfðu náð forystu um miðjan senni hálfleik. KR-ingar skoruðu fyrstu stig leiks- ins, en ÍR-ingar, sem léku nú hraðan og skemmtilegan körfuknattleik svör- uðu jafn harðan. Þeir höfðu síðan yfir um miðjan seinni hálfleik, en þá fór allt í baklás og KR-ingar náðu nokkru forskoti. Var staðan síðan 41—37 í hálfleik KR í vil. í seinni hálfleik komu ÍR-ingar tvíefldir til leiks og undir forystu Kolbeins Kristinssonar náðu þeir forystu í leiknum. KR-ingar reyndust hins vegar ansi drjúgir á lokasprettin- um og 7 stiga forystu þegar 3 mínútur voru til leiksloka, en það dugöi þeim til sigurs í þessum annars jafna leik. Bestur KR-inga og sá sem átti mestan þátt í þessum sigri var Jón Sigurösson. Nýting skota hans var með eindæmum og sendingar hans komu oft ÍR-ingum í opna skjöldu. Þá var John Hudson einnig mjög góður að vanda, en einnig átti Kolbeinn Pálsson góðan leik í vörninni og gekk ÍR-ingum oft illa að komast fram hjá honum. Bestur ÍR-inga var Kolbeinn Krist- insson, sem átti sinn besta leik í vetur. Paul Stewart, Jón Jörundsson og Kristinn Jörundsson voru einnig góðir þótt ekki dygði barátta þeirra til sigurs. Stig KR skoruðu: Jón Sig. 36, Hudson 24, Einar Bollason 10, Gunnar Jóakimsson 8, Kolbeinn Pálsson 7, Garðar Jóhannsson 6 og Birgir Guðjónsson 2 stig. Stig ÍR skoruðu: Kolbeinn Kr. 24, Paul Stewart 27, Jón Jör. 16, Kristinn Jör., 12, Stefán Kristjánsson og Erlendur Markússon 4 stig hvor. Dómarar voru þeir Erlendur Ey- steinsson og Ingi Gunnarsson. g<g- ÍR., Erlendur Markússon 1, J6n Jör undsson 3, Kolbeinn Kristinsson 4, Kristinn Jörundsson 3, Kristján Sig- urðsson 1, Stefán Kristjánsson 2, Steinn Logi Biörnsson 1. KR« ÁsKeir Hallgrímsson 1, Árni Guömundsson 1, Birgir Guöbjörnsson 1, Einar Bollason 2. Eiríkur Jóhannesson 1, GarÖar Jóhannsson 2, Gunnar Jóa- kimsson 2, Jón Sigurösson 4, Kolbeinn Pálsson 3. Víkingar leika fyrri leik sinn í Evrópukeppninni hér heima 25. nóvember NÍI HEFUR verið gengið frá leikdögum Víkings og sænska félagsins Yststad í Evrópubikar- keppni bikarhafa. Hannes Guðmundsson í stjórn handknatt- leiksdeildar Víkings sagði Mbl. að leikið yrði hér heima þann 25. nóv. en síðari leikurinn færi fram ytra 17. desember. bað verða danskir dómarar sem dæma leikinn hér heima. Það er mjög gott að fá fyrri leikinn svo snemma, það gerir landsliðsmönnum félagsins kleift að fara með íslenska landsliðinu til Frakklands í lok nóv. Víkingar eiga alla möguleika á að komast í átta liða úrslit í þessari keppni og er því mikilvægt fyrir þá að ná sem bestum leik hér heima, og fara út með nokkurra marka forskot. þr. frægi útvarpsmaöur hjá BBC haföi orö á 0ví hvaö gott væri og hægilegt aö verzla í Bonaparte viö hinar nýju aöstæöur Bylting í afgreiöslu herrafata: Oll herraföt, jakkar og buxur á gfnum inni í verzluninni til hagræöingar í fatavali. Klæöskeraþjónusta. Saumum eftir máli. Stórir rúmgóöir mátunarklefar. Veriö velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.