Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 23 hinum ráðgefandi verkfræðingum fyrirtækisins, sem höfðu hönnun virkjunarinnar með höndum. I því verki lafjði hann drjÚKan skerf af mörkum við val verkfræðilegra úrlausna ok útfærslu þeirra. Má þar t.d. nefna þær leiðir, sem valdar voru til þess að beina ísreki frá virkjuninni, en þær eru um margt óvenjuleKar og eiga sér ekki beinar hliðstæður annars staðar í heiminum. Gunnari var flestum öðrum ijósari nauðsyn þess að skipu- lefíKja þróun orkumála langt fram í tímann, og að leKííja með rannsóknum ofí verkfræðilegum athuKunutn grundvöil framtíðar- virkjana, svo að unnt væri að taka ákvarðanir með samanburði vel unninna áætlana um mismunandi kosti og virkjunarleiðir. Löngu áður en lokið var framkvæmdum við Búrfell, hófst hann því handa um gerð áætlana unt virkjanir ofar á vatnasvæði Þjórsár, og þegar á árinu 1969 hafði verk- fræðideild Landsvirkjunar lokið undir forustu hans f.vrstu áætlun um hönnun og byggingu Sigöldu- virkjunar, sem átti eftir að verða næsti stóráfanginn í íslenzkum virkjunarmálum. Þótt Gunnar væri jafnvígur til allrar verkfræðilegrar vinnu, hafði hann þó ætíð mestan áhuga á hönnun og skipulagningu meiri háttar mannvirkja. En til þess að geta einbeitt sér að þess háttar verkefnum, ákvað hann á árinu 1970 að hætta störfum hjá Lands- virkjun, en helga sig í stað þess sjálfstæðum verkfræðistörfum. A þeim vettvangi iiggur einnig eftir hapn mikið verk, sem hér verður ekki rakið, einkum í virkjunar- og hafnarmálum. Eg átti þess kost að vinna með Gunnari að mörgum málum. Auk verkefna á vegum Landsvirkjunar, er sérstaklega að geta undirbún- ings að byggingu Járnblendiverk- smiöjunnar í Hvalfirði, en í honum átti Gunnar stóran þátt, og var hann formaður stjórnar íslenzka járnblendifélagsins frá upphafi. I öllum þessum störfum komu fram hæfileikar Gunnars og skapfesta. Hann vildi kryfja hvert mál til mergjar með fræðilegum aðferð- um og skynsamlegum rökum, og hann var ófús til að taka afstöðu, fyrr en hann þóttist hafa kannað viðkomandi mál til fullrar hlítar. Skoðunum sínum og sannfæringu fylgdi hann líka eftir af fullri einurð. Nú þegar Gunnar Sigurðsson hefur verið hrifinn burt í blóma lífsins, skilur hann eftir í hugum allra, er kynntust honum, óvenju- lega sterka og heilsteypta mynd. Hann var flestum mönnum glæsi- legri, og skýrleiki hugans, ein- beitni viljans og heiðríkja lundar- farsins lýsti af fasi hans og framkomu. Því mun Gunnars lengi verða minnst bæði sem óvenjulegs persónuleika og vegna hins mikla starfs, sem hann skilaði þjóð sinni á svo skammri starfsævi. Fyrir hönd Landsvirkjunar, stjórnar og starfsliðs, færi ég Helgu, konu hans, börnum og öðrum ástvinum innilegar samúð- arkveðjur. Jóhannes Nordal. Það var öllum ljóst sem fylgdust með veikindum Gunnars Sigurðs- sonar á s.l. ári að hverju stefndi, en samt var það nú svo að þegar fregnin um andlát hans barst mér, var ég ekki reiðubúinn að taka henni. Einhver von um að e.t.v. kynni Gunnari að batna hafði búið með mér, en nú blasti blákaldur veruleikinn við, harðri baráttu hans við sjúkdóminn var lokið. Mikinn trega og söknuð setti að mér, góður vinur var horfinn. Fuhdum okkar Gunnars bar fyrst saman fyrir tveim áratugum á heimili sameiginlegs vinar. Þá hafði Gunnar lagt að baki óvenju- lega glæsilegan námsferil og framundan var starfið, lífið sjálft. Vegna mikilla gáfna og frábærra námsafreka stóðu honum allir vegir opnir, valdist hann til hinna vandasömustu starfa og varð fljótlega landskunnur af störfum sínum að virkjunarframkvæmdum og fleiri verkfræðilegum stórverk- efnum. Það er ekki tilgangur þessara fátæklegu kveðjuor'a að rekja glæsilegan náms- og starfsferil Gunnars, það munu aðrir gera, enda var það svo að kynni mín af Gunnari voru mest í sameiginleg- um frístundum okkar, þegar áhyggjum líðandi stundar var vikið til hliðar, í ferðalögum, skíðaferðum, fjallgöngum eða á góðra vina fundum. Á slíkum stundum naut Gunnar sín vel og sóttist hann eftir að taka félaga sína og vini með. Margar ógleymanlegar minningar á ég og fjölskylda mín úr ferðalögum sem við fórum með Gunnari, Helgu og börnunum. Eg minnist fjölda tilvika er vanda bar að höndum í fjallaferðum eða í svelluðum brekkum Bláfjalla, hversu fljótur hann var að koma til hjálpar, enda var Gunnar auk þess að vera bæði stór og sterkur maður, óvenju fyrirhyggjusamur, áræðinn og úrræðagóður. Hygg ég að þessir eiginleikar hafi ekki síður orðið honum notadrjúgir í bröttum brekkum lífsins og átt sinn þátt í því hve honum reyndist gangan í þeim létt. Gunnar fæddist í Borgarnesi 5. apríl 1933. Foreldrar hans voru Sigurður Olafsson frá Sámsstöð- um í Hvítársíðu og Unnur Gísla- dóttir. Faðir Gunnars var kominn af þekktum borgfirskum ættum, en Unnur var dóttir Gísla Magnús- sonar, rakarameistara í Borgar- nesi, sem var ættaður frá Miðhús- um í Garði. Móðir Unnar var Katrín Runólfsdóttir sem komin var af Lækjarbotnaætt. Gunnar missti föður sinn árið 1936, en honum er lýst sem fallegum, skapgóðum öðlingsmanni, en Unn- ur móðir hans sem er nýlátin var óvenjulega glæsileg og góð kona. Hafði Gunnar því ekki langt að sækja líkamlegt og andlegt atgervi sitt. 8. september 1956 kvæntist Gunnar Helgu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs Dagfinnssonar, verkamanns í Re.vkjavík og konu hans Þórlaug- ar Valdimarsdóttur frá Sóleyjar- bakka í Árnessýslu. Mikið ástríki var með þeim Gunnari og Helgu og duldist engum sem þekktu þau hversu hjónaband þeirra var hamingjusamt. Þau eignuðust 4 börn, Unni sem stundar nám í lagadeild Háskóla Islands og hefur nýlega stofnað heimili með Óskari Einarssyni, verkfræðinema, Gísla Þór sem stundar nám í Verslunar- skólanum, Áslaugu, gagnfræða- skólanema og Ragnheiði Elínu sem er þeirra lang yngst og augasteinn allra. Gunnar mættti veikindum sín- um með karlmennsku og dugnaði. I þeirri baráttu beitti hann þeim vopnum sem honum voru eiginleg, þekkingu, dugnaði og þrautseigju og fram í síðustu stundu reyndi hann að koma lagi á hinn slynga sláttumann. Eftir aö Gunnar veiktist reyndi mikið á Helgu en það var eins og hún efldist við hverja raun og fá engin orð lýst þreki hennar og dugnaði. Söknuðurinn er sár og missirinn mikill. Við hjónin og dæturnar vottum Helgu og börnunum innilega samúð og við vitum að minningin um góðan dreng lifir og er huggun í harmi. Jóhann II. Níelssun. Löngu og erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Snemma vors árið 1977 kenndi dr. Gunnar þess sjúkdóms, sem leiddi til anílláts hans s.l. föstudag, þann 3. s.m. Fyrir 'iálfu öðru ári gekkst hann undir hættu- lega skurðaðgerð, sem út af fyrir sig tókst vel, en dugði þó ekki til að komast fyrir rætur meinsins. Hann komst þó til nokkurrar heilsu um skeið, en síðasta árið var honum erfitt, og þó einkurn síðustu mánuðirnir, er hann varð að dveljast á sjúkrahúsi. Styrkur hans í þessu stríði var ótrúlegur, lífslöngun rnikil og andlegt og líkamlegt þrek méira en venjulegt er. Þessi styrkur gaf honum sjálfum, vandamönnum hans og vinum, vonir um að hann mætti komast yfir sjúkdóminn. Svo gat þó ekki orðið. Fyrir því syrgjum við nú óvenju vel gerðan mann. Hann hafði unnið þjóðinni vel, en átti þó svo ótal rnargt ógert. Gunnar var fæddur þann 5. apríl 1933 í Borgarnesi. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður verzlunar- niaður, f. 3. ág. 1908, d. 19. nóv. 1936, Ölafsson, bónda á Sámsstöð- um í Hvítársíðu, Guðmundssonar, og Unnur, f. 2. okt. 1910, d. 2. apríl 1978, Gísladóttir rakara, Magnús- sonar. Gunnar varð stúdent 1952, tók BS-próf í byggingarverkfræði 1954 frá Georgia Institute of Teehnology, og MS-próf frá sama skóla 1955. Það ár kom hann heim og var verkfræðingur hjá Alm.-byggingarfélaginu 1955—1958, er hann fór til Banda- ríkjanna og dvaldist þar í eitt ár við rannsóknastörf og síðan áfram við framhaldsnám til 1961, er hann tók doktorspróf í streymis- fræði frá University of California. Hann vann síðan við rannsóknir hjá sarna skóla í eitt ár, en kom heini 1962 og setti á fót eigin verkfræðistofu, er hann rak til 1964. Þá varð hann verkfræðingur hjá tækninefnd í virkjunarmálum, en 1965 varð hann yfirverkfræð- ingur Landsvirkjunar og gegndi því starfi til 1970. Það ár stofnaði hann Verkfræðiþjónustu dr. Gunnars Sigurðssonar, sem hann rak þar til hann veiktist. Við stofnun Islenska járnblendi- félagsins árið 1975 var Gunnar skipaður formaður stjórnar þess. Fyrir þann tíma hafði hann unnið að undirbúningi stofnunar félags- ins og verið formaður byggingar- nefndarinnar. Við þetta undirbún- ingsstarf var margs að gæta, verkefnið óvenjulegt og fólkið, finna þurfti hentugasta staðinn fyrir starfsemina, þar sem saman færi landrými, hentugt hafnar- stæði og byggð í hæfilegri nánd. Þetta verkefni leysti Gunnar vel af hendi og auðveldaði þannig erfiða ákvörðunartöku. Við andlát Ás- geirs Magnússonar, framkvæmda- stjóra Járnblendifélagsins, árið 1976, tók Gunnar við fram- kvæmdastjórninni og gegndi því starfi jafnframt formennsku þar til hann veiktist. Þessi er í stuttu máli, og heldur þurri upptalningu, starfssaga Gunnars á þeim vettvangi, sem hann valdi sér. En um þessi störf hans mætti fara öðrum orðum, orðum, sem lýstu óvenjulegri hæfni í glímu við örðug verkefni. Til þess brestur mig hins vegar þekkingu, en ég veit, að hann vann öll sín störf þannig, að til fyrir- myndar var. Eftir hann liggja frumáætlanir um ýmsar virkjanir, sem ýmist eru komnar í gagnið, unnið er að, og síðar munu verða að veruleika. Þannig vann hann mikið starf við undirbúningsrann- sóknir Búrfellsvirkjunar, ísrann- sóknir og önnur tæknivandamál virkjunarinnar, sem voru mörg, stórnaði í raun modeltilraunum í Þrándheimi. Hann átti sinn þátt í fyrstu drögum Sigölduvirkjunar og fleira mætti sjálfsagt nefna á þessu sviði, þótt hér verði látið staðar numið, aðeins nefnt til viðbótar, að hann vann einnig ýmis rannsóknastörf í sambandi við brúargerð yfir Skeiðarársand og Borgarfjörð. Gunnar kvæntist þann 8. sept. 1956, Helgu Ólafsdóttur, verka- manns í Reykjavík, Dagfinnsson- ar, og konu hans, Þórlaugar Valdimarsdóttur, bónda að Sól- eyjarbakka í Árnessýslu, Bryn- jólfssonar. Börn þeirra eru fjögur: Unnur, f. 2. febr. 1957, stundar nám í lögfra'ði, maki hennar er Óskar Einarsson, einnig laganemi, Gísli Þór, f. 31. des. 1958, við nám í Verzlunarskólanum, Áslaug, f. 23. okt. 1964, og Ragnheiður Elín, f. 24. júlí 1974. Við urðum nágrannar árið 1966, þegar þau fluttust í götuna til okkar. Frá þeim tíma áttum við Gunnar margt samstarfið. Hann var eftirsóttur til félagsstarfa í okkar litla samfélagi, ekki síður en á starfsvettvangi hans sjálfs. Hann lét undan þrábeiðni minni að gefa kost á sér til framboðs í sveitarstjórnina árið 1970 og náði auðveldlega kjöri. Um þetta leyti átti hann rnjög annríkt, þar sem hann var þá að hefja sjálfstæðan rekstur að nýju og stóð í harðri samkeppni um verkefni. Það kom þó ekki niður á störfum hans í hreppsnefnd Garðahrepps, en þar átti hann sæti eitt kjörtímabil, eða til ársins 1974. Hann varð oddviti hinnar nýju hreppsnefndar og gegndi því starfi í tvö ár með miklum ágætum. Vegna mikilla anna treysti hann sér ekki til að gegna oddvitastarfinu út kjör- tímabilið. Gunnar átti sæti í ýmsum nefndum á vegum sveitarstjórnar- innar, en einkum lét hann sig varða skipulagsmál og skólamál. Vann hann þar mikið og gott starf. Gunnar gaf ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum 1974, þótt eftir því væri ákveðið leitað af þeim, sem vissu, hversu hæfur maður hann var til þessara starfa. Hin ntikilvægu verkefni, sem hann hafði tekið að sér á öðrunt vettvangi, kröfðust starfskrafta hans óskiptra. Hann féllst þó á að taka að sér formennsku í Sjálf- stæðisfélagi Garða- og Bessa- staðahrepps haustið 1974 og gegndi því ^tarfi í tvö ár. Undir hans stjórn var gengið endaniega frá kaupum á húseign sjálfstæðis- manna í Garðabæ, sem aðrir höfðu að vísu undirbúið. Gunnar var einnig stjórnarmaður í Útgáfu- félagi „Garða“, sem stofnað var snemnia árs 1976. Þessi störf sín vann Gunnar af sömu trúmennskunni og önnur. Fyrir þau eru nú færðar þakkir. Persónulega þakka ég samstarfið að sveitarstjórnarmálunum, og ég veit ég mæli fyrir munn allra þeirra, er nteð honum störfuðu á þessunt vettvangi, er ég ber fram þessar þakkir. Þótt Gunnar yrði aðeins 45 ára gamall, átti hann að baki giftu- drjúgt og mikið lífsstarf, furðu langan starfsferil miðað við þá miklu menntun, sent hann aflaði sér í sinni grein, en hann hafði náð masters-gráðu aðeins 25 ára gam- all. Þakkarvert er hverju hann fékk komið í verk. Engu að síður er óbætanlegt, þegar slíkur hæfileikamaður fellur frá, svo langt fyrir aldur fram, frá ótal óloknum verkefnunt. I þessum veikindum Gunnars var mikið lagt á hann sjálfan. Hann æðráðist þó aldrei. Álagið var einnig mikið á fjölskyldu hans, börnin hans og eiginkonu, móður- ina, sem veiktist af sarna sjúk- dómi, og dó svo skömmu á undan syninum. Allt þetta fólk á aðdáun okkar fyrir kjarkinn og dugn- aðinn, Helga þó mest, því á henni hefur hvílt ábyrgðin. Við biðjuni Guð að blessa Helgu og börnin, svo og vandamenn alla. Vitundin um hið vammlausa líf, sem þarna var lifað, verður þeim huggun í hinum mikla harmi. Ólafur G. Einarsson. Hinn þriðja þessa mánaðar andaðist dr. Gunnar Sigurðsson, verkfra'ðingur, aðeins 45 ára að aldri, eftir harða baráttu við illkynjaðan sjúkdóm, sent margan hefur lagt að velli. Meö Gunnari hefur yfirgefið okkur einn okkar ágætustu verkfræðinga og stjórn- enda, en okkar litla samfélagi er ntikið tjón að missi slíks ntanns á besta aldri. Vegir okkar Gunnars lágu fyrst saman, er við settumst í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1946, en þar vorum við bekkjarbræður, þar til við útskrif- uðumst sem stúdentar 1952. Gunnar fór sjaldan troðnar slóðir. Er við bekkjarbræðurnir sent hugðumst leggja fyrir okkur verk- fræði, fórum rudda slóð í Háskóla Islands, fór Gunnar til náms í Bandaríkjunum. Eg hygg að þetta lýsi nokkuð skapferli Gunnars. Hann hafði ætíð sjállstæðar skoðanir á öllunt málum og gekk með dugnaði og atorku að öllum verkum. Sem vísindamaður var sannleikurinn honum allt og lagði hann mikið á sig til að komast að réttri niðurstöðu. Gunnar var mikill áhugamaður um hverskonar ta'knilegai' framfarir á Islandi og um ailt þaö sem verða mætti til atvinnu uppbyggingar hér. Mér er minnistaút atvik er skeði er við Gunnar höfðum verið saman á ráðstefnu í Kanada árið 1970. Mikið var þá rætt um tilraunir sem þá fóru fram um flutning á olíu frá Alaska sjóleiðis norðan við meginland Norður-Ameríku. Er haldið var heint frá Kanada, varð Gunnar el’tir í New York til að athuga hvort ekki væri hugsanlegt að landa olíunni á Islandi og vinna hana hér. Þannig var Gunnar sívakandi um það sem hér mætti verða til framfara. Mikill er missir okkar bekkja- systkinanna en mestur er hann fyrir Helgu og bornin og Olaf bróður hans, viö ótímabært fráfall góðs drengs. I'áll Sigurjónsson. Það er erfitt að kveðja gantlan vin og skólabróður eftir meira en þrjátíu ára kynni. Fundunv okkar Gunnars Sig- urðssonar bar fyrst saman í Miðbæjarbarnaskólanum í Reykjavík. Viö vorunv í undir- búningsdeild undir Mennta- skólann í Reykjavík. Við vorunv einu dreifbýlisnvennirnir í bekkn- unv, ég að norðan, hann úr Borgarnesi. Þarna tókst með okkur vinátta, senv entist æ síðan. Gunnar nvissti föður sinn ungur að árunv og fluttist hann ásanvt nvóður sinni og yngri bróður, Olafi, Unv þetta leyti til Reykjavíkur, þar senv Unnur Gísladóttir, nvóðir hans, hóf kennslu við Miðbæjar- skólann. Heinva hjá henni áttunv við sanvan nvargar ánægjustundir. Þar var spilað, sungið, teflt og rabbað og ekki hætt þótt yfir nviðnætti væri konvið. Menntaskólaárin liðu ljúf og glöð og alltaf var Gunnar hrókur alls fagnaðar í félagslífi skólans, selsferðum og skíðaferðunv. Gunnar var afburðanánvsnvaður og fór nveð glans gegnunv nvennta- skólann án nvikillar fyrirhafnar. Ilann lauk stúdentsprófi með ágætiseinkunn árið 1952. Hugur Gunnars stóð einkum til stærð- fræði og eðlisfræði. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til Banda- ríkjanna, þar senv hann hlaut styrk til nánvs i verkfræði við Georgia Tech í Atlanta. Þaðan lauk hann nánvi, sunvma cunv laudae, í byggingarverkfræði á mettínva og var orðinn félagi í verkfræðingafélagi Islands aðeins 22ja ára ganvall. Gunnar konv heinv aftur og hóf að vinna verkfræðistörf en hélt síðan til Bandaríkjanna aftur og lauk doktorsprófi í grein sinni. Nú sneri hann heinv til ættlands síns að nýju og fór að fást við stór verkefni á borð við Búrfells- virkjun. Undirritaður er síst fær unv að tíunda franvlag Gunnars Sigurðssonar til verklegra franv- kvænvda hér á landi, en nvig grunar að nafni hans nvuni lengi á loft haldið vegna aðildar hans af stórvirkjununv á hálendi íslands. Gunnar var gæfunvaður í fjöl- skyldulífi sínu. Kona hans, Helga Ólafsdóttir, var honum ónvetan- legstoð í veikindunv hans og stóð sig eins og hetja við hlið hans í baráttunni við banvænan sjúk- dónv. Ég lýk þessunv fátæklegu kveðjuorðunv nveð innilegunv sanvúðarkveðjunv til Helgu og barnanna, Unnar, Gísla Þórs, Áslaugar og Ragnheiðar litlu, frá fjölskyidu minni. Ríkarður I’álsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.