Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1978 17 FRÁ FIDE-ÞINGINU OG SKÁKMÓTINU Í BUENOS AIRES — FRÁ FIDE-ÞINGINU OG SKÁKMÓTINU í BUENOS AIRES— FRÁ FIDE-ÞINGINU OG SKÁKMÓTINU Rúmenar buðu jafn- tefli—en vildu svo ekki kannast við það Buenos Aires 9. nóv. AP ÞING Alþjóðaskáksambandsins ícllst á það í dag að taka til athununar kröfu svissneska skák- sambandsins um að 32. skákin í einvígi Karpovs og Korchnois um Buenos Aires 9. nóvember. KJÖRNIR hafa verið fjórir varaforsetar Fide og í fyrsta skipti sérstakur varaforseti fyrir Afríku, sem er Belkadi frá Túnis. Hinir erui Austur- ríkismaðurinn Wirth fyrir Evrópu, Kanadamaðurinn Prentice fyrir Ameríku og Campomanes frá Filipseyjum fyrir Asíu. Sveinn Jónsson var kjörinn gjaldkeri Fide, Ineke Bakker endurkjörinn framkvæmda- heimsmeistaratitilinn í skák verði dæmd ógild. Fulltrúi svissneska skáksam- bandsins, Alban Broabeck, lagði fram kröfuna ogeinnig lagði hann til stjóri og Dal Varme greifi frá Ítalíu var kosinn endurskoð- andi. ht. að alþjóðaskáksambandið setti á fót sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „hlutdrægni skákyfirvalda á Filipseyjum, sem hefðu hjálpað Sovétmanninum til að sigrast á landflótta andstæðing sínum í skák- inni“. Max Euwe, sem enn fer með embætti forseta FIDE, ákvað að miðstjórn alþjóðaskáksambandsins sskyldi koma saman á morgun, föstudag, til að fjalla um málið. Þá var lagt fram ákall frá Korchnoi til alþjóðaskáksambands- ins um að það hlutaðist til um að sovézk yfirvöld veiti konu hans og syni leyfi til að yfirgefa Sovétríkin og koma til hans. (Ákall Korchnois birtist í Mbl. síðastliðinn miðviku- dag). „ÉG HEF aldrei kynnzt annarri eins framkomu og þessari hjá Rúmenum að hringja svona og bjóða jafntefli í biðskákinni, en neita svo öllu, þegar kepp- endur mæta á skákstað til að undirrita skjölin,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari í samtali við Mbl. í gær. Ein skák úr viðureign íslendinga og Rúmena í 12. umferð fór i í bið: skák Ingvars og Suba. Sagði Guðmundur að staða Ingvars hefði verið nokkuð erfið. Um kvöldið er íslendingarnir voru að kanna biðstöðuna hringdu Rúmenar og buðu jafntefli og var það þegið. ÍSLENZKA kvennasveitin teflir í D-riðli úrslitakeppn- innar ásamt sveitum írá Bólivíu, Nýja-Sjálandi, Monakó, Puerto Rico, Uru- guay, Venezúela og Wales. í forkeppninni tefldi íslenzka sveitin við eina af þessum sveitum, Monakó, en það var í fyrstu umferðinni og unnu íslenzku konurnar þá á öllum borðum. í A-riðlinum eru: V-Þýzkaland, Júgóslavia, So- vétríkin, Pólland, Ungverja- land, England, Spánn og Búlgaría. (í forkeppninni töpuðu íslenzku stúlkurnar fyrir þeim vestur-þýzku 0:3, og einnig fyriir ungversku sveitinni 0:3.) Sagði Guðmundur að rann- sóknum á biðstöðuniii hefði þegar í stað verið hætt. Þegar Ingvar mætti svo í gærmorgun til að undirrita skjöl varðandi skákina könn- uðust Rúmenar ekki við neitt símtal, hvað þá heldur jafn- tefli, og varð Ingvar því að setjast að tafli, sem lauk þannig að hann tapaði skák- inni. Viðureigninni lauk því með sigri Rúmena 3:1, og hafði íslenzka sveitin þá 26 vinninga. ísland hefur tvisvar áður teflt við Rúmeníu á Ólym- píuskákmóti: í Hamborg 1930 unnu Rúmenar 2,5:1,5 og í Skopje 1970 skiidu sveitirnar jafnar 2:2. í B-riðlinum eru: Holland, Indland, Ástralía, Frakk- land, Bandaríkin, Rúmenía, Svíþjóð og Argentina. (I forkeppninni tefldu íslenzku stúlkurnar við Argentínu og töpuðu Vr.2xk, fyrir banda- rísku sveitinni töpuðu þær á öllum borðum 0:3). í C-riðlinum eru: Kólum- bía, Mexíkó, Danmörk, Kan- ada, Brasilía, Skotland, Finnland og Japan. (í for- keppninni tefldu íslenzku stúlkurnar viðxlönsku sveit- ina og þá skozku og töpuðu báðum keppnunum með sama hlutfalli: lk vinningi gegn 2'á.) Utanríkisráðherra: Lofar Friðriki stuðningi BENEDIKT Gröndal, utanríkis- ráðherra sendi í gær eftirfarandi skeyti til Friðriks Ólafssonar stórmeistara í tilefni kjörs hans til forsetaembættis Alþjóðaskák- sambandsinsi „Bestu hamingjuóskir með glæsilega kosningu sem er þér og íslensku þjóðinni til mikils sóma. Utanríkisráðuneytið mun reyna að styðja þig eftir bestu getu í hinu mikilvæga starfi þínu.“ Friðrik Ólafsson við stjórnarborðið á Fide-þinginu í Buenos Aires í gær. Lengst til vinstri er Ineke Bakker framkvæmdastjóri Fide og milli hennar og Friðriks situr dr. Euwe, fráfarandi forseti Fide. Maðurinn næstyzt til hægri er Campomanes, einn af fjórum varaforsetum Fide, forseti skáksambands Filipseyja, en framkvæmd hans á heimsmeistaraeinvíginu í skák hefur nú verið kærð til Fideþingsins. Símamynd ÁP. „...og þá tók hjart- að kipp upp á við” „FYRST VAR lesið að Rabel Mendez hefði fengið 31 at- kvæði, síðan að Friðrik hefði fengið 30 ojt þá seig nú hjartað í okkur Islcndingunum, því Gligoric var talinn það örugg- ur fyrir atkva'ðagreiðsluna að við töldum víst að hann hefði þá fengið fleiri atkvæði en Mendez. En svo var lesið að Gligoric hefði fengið 29 at- kvæði og þá tók hjartað kipp upp á við. Þetta var svo spennandi og áhrifamikið að í hreinskilni sagt er ég varla búinn að átta mig á þessu,“ sagði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari er Mbl. ræddi við hann í Buenos Aires í gær. Guðmundur sagði að íslenzku kepþendurnir hefðu fylgzt með forsetakjörinu á sjónvarps- skermum í hliðarsal Shera- ton-hótelsins. „Það greip okkur auðvitað mikill fögnuður, þegar við sáum að Friðrik hafði komist í áfram í áðra atkvæða- greiðslu og það var sigurfögnuð- ur því Friðrik átti að okkar Guðmundur Sigurjónsson. dómi örugga kosningu gegn Mendez, eins og raun varð á.“ Guðmundur sagði að allir þeir sem hann hefði rætt við eftir forsetakjörið hefðu lýst ánægju sinni með kosningu Friðriks og einkum sagði hann það áber- andi, hversu ánægðir Suð- ur-Ameríkumenn væru enda hefði Friðrik notið víðtæks stuðnings þeirra. Um frammistöðu íslenzku skáksveitanna á Ólympíumótinu sagði Guðmundur að hann teldi karlasveitina mega una vel við sinn hlut þar til í síðpstu umferðum. „Við vorum svona á nokkuð góðum stað lengst af, en þetta hefur farið heldur illa í tveimur síðustu umferðunum. (Þeirri 11. og þeirri 12.). Helgi Ólafsson hefur staðið sig mjög vel,“ sagði Guðmundur. „Sjálfur er ég langt frá því að vera ánægður með mína frammistöðu og auðvitað hefur það sitt að segja, hversu lítið Friðrik hefur getað teflt vegna forsetamálsins." Um frammj- stöðu kvennanna, sagði Guð- mundur að líta yrði til reynslu- leysis þeirra í keppnum, sem þessum, en í lokakeppninni virtust þæf finna sig ágætlega. Midstjórn Fide fjallar um kæru Korchnois Baráttan um for Buenos Alres 9. nóv. AP — Reuter MEÐ stórsigrii 3,5i0,5, yfir Svíum í tólftu umferðinni náðu Ungverjar forystunni á Ólympíuskákmótinu og höfðu 31,5 vinninga. Banda- ríkjamenn, sem unnu ísrael 2,5il,5 komu næstir með 31 vinning og Sovétmenn, sem unnu Pólverja 2,5il,5 höfðu þá 30,5 vinninga. Vest- ur-Þjóðverjar og Júgóslavar skildu jafnir 2i2 og voru V-Þjóðverjar þá komnir með 29 vinninga. ísraels- menn höfðu sömu vinninga- tölu og Kanadamenn, sem unnu Frakka 4i0, höfðu einnig 29 vinninga. Svisslendingar og Englendingar skildu jafnir í 12. umferð, 2:2, og einnig Spánverjar og Kúbumenn, en Danir unnu Chile 3,5:0,5. Meðan Ungverjar unnu íslendinga í 11. umferð unnu Bandaríkjamenn V-Þjóð- verja 2,5:1,5. Sovétríkin og Svíþjóð skildu jöfn 2:2, Pól- land vann Spán 2,5:1,5, Kanada vann Paraguay 2,5:1,5, Júgóslavía vann Rúmeníu 2,5:1,5, Sviss vann Filipseyjar 3:1, Frakkland vann Perú 3,5:0,5, Búlgaría vann Argentínu 3:1, viður- eign Englendinga og Dana lauk 3:1 og ísrael vann Kúbu 3,5:0,5. Eftir 11. umferð höfðu Bandaríkjamenn forystuna með 28,5 vinninga, Sovét- menn og Ungverjar höfðu 28 vinninga, Israel 27,5 og V-Þjóðverjar 27 vinninga, Svíþjóð og Pólland höfðu 26,5 vinninga og Júgóslavía 26. Þannig hefur forystan færzt til í síðustu umferðun- um frá Sovétríkjunum til Bandaríkjanna og frá þeim til Ungverja, en alls verða tefldar 14 umferðir. Kvennasveitimar í fjórum riðlum I fyrsta skipti sérstak- ur varaforseti Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.