Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978
Þegar þú notar bollann fyrir
öskubakka. viltu þá að ég helli
kaffinu í öskubakkann?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Þegar bridgespilarar hittast á
mannamótum er gjarna talað um
skemmtileg spil. og enn er jafnvel
minnst á spil, sem Norðmaðurinn
Johannes Brun spilaði á Evrópu-
móti árið 1933.
Norður gaf, norður-suður á
hættu.
Norður
S. ÁK853
H. D4
T. 2
L. ÁK652
Vestur Suður
S. G92 S. 4
H. 86 H. KG10752
T. ÁK10985 T. G7643
L. D7 L. 4
Austur
S. D1076
H. Á93
T. D
Ofsalega hlýtur samviskan að vera slæm í dag!
Snyrtimennskan
ekki árstíðabundin
Hér verður á eftir rætt um
umhverfismál, þ.e. um snyrti-
mennsku og verðlaunaveitingar
fyrir fallegar lóðir o.s.frv.:
„I Hveragerði hefur kvenþjóðin
farið inná nýjar brautir í viðleitni
sinni til þess að gera þetta ört
vaxandi kauptún snyrtilegt og
umhverfið aðlaðandi.
Þessi þáttur þeirra er ekki
bundinn því eins og svo víða
tíðkast að verðlauna aðeins fallega
garða. Það mun vera sjónarmið
kvennanna í Hveragerði að snyrti-
legt umhverfi sé ekki árstíðabund-
ið fyrirbrigði, heldur eigi það við á
öllum tímum ársins að fólk hafi
snyrtilegt í kringum hús sín og
lóðir.
I haust höfðu þær tekið sig
saman um það að veita péninga-
verðlaun fyrir almenna snyrti-
mennsku þar í bænum. Þetta var
algjör nýlunda, en hún mæltist
ágætlega fyrir veit ég, þó að ég
hafi ekki séð þessa að neinu getið í
Morgunblaðinu, sem mun þó hafa
allnokkra útbreiðslu þar í bænum.
Konurnar settu á iaggirnar
fámenna nefnd sem kannaði
árangurinn af þessari allsherjar
snyrtingu í bænum. Nefndin skil-
aði svo áliti og konurnar sem stóðu
fyrir þessu þjóðþrifa fyrirtæki
veittu síðan tveimur konum er
bersýnilega sköruðu fram úr
50.000 kr. og 25.000 kr. verðlaun.
Og þetta baráttumál Hveragerðis-
kvenna sem vakti ánægju i bænum
er ekki úr sögunni. Þær hyggjast
aftur verðlauna fólk í bænum, sem
vill að Hveragerði verði hreinlegur
bær á öllum tímum ársins.
Náttúrulækninga-
félagsvinur.“
Svo mörg voru þau orð um
snyrtimennskuna og það er sjálf-
sagt ekki ilia til fundið að benda á
í sambandi við snyrtimennsku
utan húss að hún á ekki aðeins við
á sumrin heldur á öllum árstímum
eins og bréfritari benti á og án efa
getur þetta framtak kvenna í
Hveragerði minnt okkur á að gefa
þessum atriðum gaum.
• Góður árangur
Áfengismál hafa oft verið
tíðrædd meðal manna og hér ritar
maður frá Vestfjörðum um starf-
semi hvítasunnumanna meðal
áfengissjúklinga en bréf hans er
stytt örlítið:
„Mörgum er kunnugt um
hjálparstofnunina i Hlaðgerðar-
koti í Mosfellssveit, sem rekin er
af hvítasunnumönnum og því á
kristilegum grundvelli, til hjálpar
drykkjusjúklingum og öðrum
utangarðsmönnum. Árangur þess-
arar stofnunar hefir verið mjög
góður og ber að þakka Guði fyrir
það og þeim mönnum, sem hann
hefir kallað til þeirrar þjónustu.
Margir hafa lagt hönd á plóginn
og styrkt starfið á ýmsan hátt.
L. G10983
Brun var með spil suðurs og
sagnirnar urðu þessar:
Norður Austur Suður Vestur
1 I,au( — 1 Hjarta 2 Tfelar
2 Spaðar — 3 Iljiirtu —
I Iljörtu iik allir pass.
Sagnir norðurs sýndu litina
eðlilega og vestur spilaði út gegn
hjörtunum fjórum tígulkóng og
staldraði við þegar austur lét
drottninguna. Suður átti greini-
lega hina tíglana og hafði auðvitað
ekkert á móti trompum í borðinu.
Vestur spilaði því hjarta sem
austur tók með ás og spilaði aftur
hjarta.
Sagnhafi gat eftir þetta ekki
tekið beint nema níu slagi og ekki
voru fyrir hendi nægiiega margar
innkomur í borðið til að fríspila
annanhvorn svaralitinn.
En Brun dó ekki ráðalaus. Þegar
hann tók síðasta trompið af austri
valdi hann að láta lauf frá borðinu
því ætti annarhvor andstæðing-
anna fimm spaða gæti hann hafa
skotið inn spaðasögn. Þvínæst tók
Brun á tvo hæstu spaðana og
trompaði spaða. Spilaði laufi á
ásinn og spilaði fjórða spaðanum
frá borðinu. Austur fékk að eiga
slaginn á drottninguna en átti þá
ekki annað en lauf eftir á hendinni
og kóngurinn varð þannig dýrmæt
innkoma til að taka tíunda slaginn
á síðasta spaðann.
Framhaldssaga ettír Else Fischer
Jóhanna Kristjónsdóttir hýddi
3
fertugur á næsta ári og ég var
einmitt að hugsa um að hætta
að reykja og fara í stað þess að
iðka gönguíerðir. Holm læknir
hefur sagt mér það ótal sinn-
um. en það var nú ekki til þess
að tala við hann sem lækni að
ég kom. Ég a'tlaði bara að
borga reikninginn minn en get
þá fullt eins vel gert það í
kvöld.
— Þú skalt hara borga mér
hann nú — gamla frú Mogen-
sen rétti fram höndina. — Ég
þarf hvort eð er peninga fyrir
mjólkurreikningnum og tií að
borga kaupmanninum. Holm
læknir var búinn að lofa ég
skyldi fá það fyrsta sem inn
kæmi.
— Nei. er nú Mogensen farið
að vanta peninga.
Jaspar Bang starði hissa á
útrétta hiindina. — Og ég sem
stóð við hliðina á Holm lækni í
bankanum í gar þegar hann
tók út rúmlega hálfa milljón
króna. Þú a-tlar þó ekki að
segja mér að þú sért svona
mikil eyðslukló.
— Hálfa milljón króna!...
Nú var riiðin að Mogensen að
hniga niður í na*sta stól. —
Hálfa milljón. Alltaf það sama
og alltaf er ég að berjast við að
láta peningana sem hann
skammtar mér hrökkva fyrir
húshaldinu...
— Nei. þið lifið sparlega og
hann hefur góðar tekjur. Frú
Mogensen. þetta skil ég nú
ekki. Hann er væntanlega ekki
nízkur?
— Nízkur? Frú Mogensen
horfði á hann eins og annars
hugar.
— Nei. hann er ekki nízkur.
Þvert á móti. Hann mokar út
peningum — í alla aðra cn
sjálfan sig.
— Ég verð íorvitinn að
hlusta á þetta. Mogensen mín
kæra.
Jaspar Bang kveikti sér í
annarri sígarettu og rétti sig
upp í stólnum.
— Er það sonurinn í Banda-
ríkjunum sem er alltaf að slá
hann um peninga?
— Feter? Nei. það er ekki
Peter.
Frú Mogensen leit á hann
tvíráðu augnaráði. — I’eter
hefur á síðustu árum drifið upp
fyrirtækið sitt svo að það hefur
meira að segja komið íyrir
hann sendi föður sínum dáiítið
af dollurum. Peter er ágætur..
Ilún reis snöggt upp og gekk
að skápnum að skrifa kvittun
og Jaspar Bang rétti henni
ávísunina.
— Já. en hálfa milljón. byrj-
aði hann cins og hann vildi
beina samra'ðunum aftur þang-
að.
— Já. það þarf mikið á stóru
heimili, sagði frú Mogensen og
herpti saman varirnar.
— Magna mín, ég hauð Ein-
ari Einarssyni með í kvöldverð-
inn.
Ilerman Kelvin setti sjerrí-
glasið sitt á sinn stað og ýtti
nokkrum bókum til hliðar
áður.
—„ Einari Einarssyni. Ilún
horfði alvörugefin á hann.
— Þú segist hafa boðið Ein-
ari. Ileldurðu nú að það sé
viturlegt.
— Þetta snýst um Mosahæð.
Ég vil hafa hreinar ltnur.
Reyndu að ímynda þér Mosa-
hæð sundurhútaða í sumarbú-
staði hérna við gluggana okk-
ar.
— Jaspar selur aldrei Ein-
ari!
— Þú skalt ekki vera of viss
um það. Það er nú hann sem
hefur komið Jaspar á frægðar-
hrautina.
— Hvað svo sem fólk segir
held ég að Jaspar hefði farið
Iétt með að vinna Grand
Prixkeppnina án hjálpar
Einars...
— Þetta hræðilega lag „Fjól-
ur ástvina min. áður en þú
deyrð“.
Ilann hreytti þessu út úr sér
og sló með hendinni á hókahill-
|