Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 52 Stjórnarandstaða í verkstjórn: Þungur skriður þingmála í fyrradag Fundir voru í báðum deildum þings í fyrradatj. í forsetastól í efri deild var Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), nýkjörinn forseti dcildarinnar, en í neðri deild Sverrir Hermannsson (S), 1. varaforseti þeirrar deildar. Segja má því að stjórnarandstaðan hafi verið við verkstjórn á Alþingi í gær. Enn forsetakjör í efri deild • — Jón Helgason (F) var kjörinn 1. varaforseti efri deildar með 12 samhljóða atkvæðum. Þrír kjörseðl- ar voru auðir. 5 þingmenn fjarver- andi. Þar sem J.H. var 2. varaforseti deildarinnar þarf enn að kjósa forseta í efri deild, þ.e. 2. varaforseta í stað Jóns Helgasonar. • — Fram var haldið 1. umræðu um stjórnarfrumvarp um fuglaveiðar og fuglafriðun. Stefán Jónsson (Abl) lauk ræðu um málið, er hann hóf á fyrri fundi deildarinnar, og var málið afgreitt til 2. umræðu og menntamálanefndar. • — Frumvarp til laga um leiklist- arlög, þess efnis að fjárveitingar ríkissjóðs nái ekki einungis til atvinnuleikhúsa og áhugaleikfélaga, heldur „annarrar leiklistarstarf- semi, svo sem sjálfstæðra leikhópa" var afgreitt til 2. umr. og mennta- málanefndar. • — Frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum fyrri ríkisstjórn- ar, þess efnis að hækkun launa að vissu marki, skv. kjarasamningum í júní 1977, skerði ekki tekjutryggingu ellilífeyrisþega, var afgr. til 2. umr. og heilbrigðis- og trygginganefndar. • — Félagsmálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi, þess efnis að Ferðaskrifstofa ríkisins greiði landsútsvar, til samræmingar á lögum um þá stofnun og lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Málið var afgreitt til félagsmálanefndar og 2 umr. • — Landbúnaðarráðherra mælti fyrir frv. um verðjöfnunargjald á sauðfjárafurðum, þess efnis að ríkissjóði sé heimilt að endurgreiða verðjöfnunargjald það, sem fram- leiðsluráð landbúnaðarins tók af framleiðslu sauðfjárafurða haustið 1977. Hér er talið að sé um 1300 m.kr. að ræða. Málið var afgreitt til landbúnaðarnefndar • — Ilelgi F. Seljan (Abl) mælti fyrir frv. um sölu á notuðum iausafjármunum, þ. á m. sölu notaöra bíla. Sagði hann Arnmund Backmann, lögfr., höfund frum- varpsins, sem sniðið væri eftir norskri löggjöf og í því sambandi stuðst við ábendingar landssam- bands löggiltra bílasala í Noregi. Jón G. Sólnes (S) sagði rétt að samhæfa viðskiptalög og reglur hér á landi því er gilti í nágrannalöndunum. Mætti sú samhæfing ná til víðara sviðs, s.s. verðlagsmála, verzlunarsamkeppni og vegferðar fjármagns í þjóðfélag- inu. Tími væri til kominn að hefja vakningu í þá veru. • — Þá urðu fjörugar umræður um Félagsmálaskóla alþýðu. Neöri deildar mál • — Frumvarp Vilmundar Gylfasonar og Jóhönnu Sigurðar dóttur (A) um sérstakan dómstól í skatta- og bókhaldsmálum, og rann- sóknardeild við hann, var afgreitt til allsherjarnefndar og 2. umr. • — Matthías Bjarnason (S) mælti fyrir frumvarpi sem hann flytur, ásamt fleiri þingmönnum, um að aflatryggingarsjóður greiði bætur vegna veiðistöðvunar, sem grípa þarf til fyrirvaralítið, vegna hrygningar nytjafiska eða hættu á seiðadrápi, enda hafi viðkomandi útgerðir ekki haft aðstöðu til að hefja annars konar veiðar. I greinargerö er vitnað til rækjuútgerðar. Málið var afgreitt til sjávarútvegsnefndar og 2. umr. • — IlaTldór Ásgrímsson (F) mælti fyrir frv. sem hann flytur ásamt Ingvari Gísiasyni (F) um að ríkisendurskoðun heyri undir Alþingi en hvorki ríkisstjórn né ráðuneyti Flutti hann ítarlega framsögu, sem m.a. fól í sér staðhæfingu um, að þessi breyting fæli í sér virkara eftirlit með ráðstöfun og nytsemi fjárlagafjár- veitinga og aðhald í ríkisbúskapnum. Eiður Guðnason (A) taldi frv. spor í rétta átt en fleira þyrfti til að koma. Vitnaði hann til „sólseturslöggjafar" í Bandaríkjunum, þess efnis að samþykkt ríkisútgjöld eða samþykkt ríkisstofnun fái ekki sjálfvirkt framhaldslíf í ríkiskerfinu, heldur þurfi endurskoðunar og endursam- þykktar með vissu millibili. Þá þyrfti bættar stjórnunaraðgerðir, sem víða væri fordæmi að finna um í rekstri stærri fyrirtækja erlendis, kerfis- bundnar sparnaðaraðgerðir o.fl. sem á dagskrá væri í stjórnun og fjármagnsstýringu. Halldór E. Sig- urðsson (F) taldi margt hafa áunn- ist um aðhald í ríkisrekstri, s.s. hjá Pósti og síma, en eflaust horfði þetta frumvarp enn til bóta • — Þá var rætt um biðlaun alþingismanna, sem frá er sagt á öðrum stað hér á síðunni. VILMUNDUR Gylfason (A) mælti sl. mánudag fyrir frumvarpi til laga um sérstakan dóm í skatta- og bókhaldsmálum með tilheyrandi rannsóknardeild. Dómurinn hafi aðsetur í Reykjavfk en geti haldið dómþing hvar sem er á landinu. Við þetta embætti starfi svo margir fulltrúar sem dómsmálaráðherra ákveður. Forstöðumaður rann- sóknardeildar verði skattrannsóknarstjóri og stýrir hann rannsóknar- starfi í samráði við ríkisskattstjóra, en deildin heyri eins og dómstóllinn undir dómsmálaráðuneytið. Sérdómstólar gefa góöa raun Vilmundur Gylfason (A) sagði í framsögu að sérdómstólar gæfu góða raun og vitnaði í því sam- bandi til starfs, m.a. fyrirbyggj- andi starfs fíkniefnadómsstólsins. skattstofa, og efla rannsóknar- og dómsaðila með sérhæfðu starfs- liði. Það yrði mun ódýrari leið en stofna til sérdómstóls á þann hátt, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Að auki væri það mat manna að fremur bæri að aðskilja rannsókn- Skattsvik og skattheimta: Nýr skattadóm- stóll eða efling frumrannsókna? Sagðist hann persónulega sann- færður um að sérstakur dómstóll af þessu tagi, með tilheyrandi sérhæfðri rannsóknardeild, myndi ná mun meiri árangri en náðst hefði með núverandi fyrirkomu- lagi. Taldi VG pott víða brotinn í þessum efnum í þjóðfélaginu, sem mýmörg dæmi sönnuðu, nú síðast í verzlun með notaða bíla. Tilgangur góöur en aöferö vafasamari Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra fagnaði lofs- verðri viðleitni, er í frumvarpinu fælist. Enginn vafi væ i á því, að skattsvik viðgengjust i þjóðfélag- inu og að ýmsir kæmust í gegn um glufur skattalaga. Hann taldi hins vegar heppilegra að efla frumað- gerðir í þessum efnum, á vegum ar- og dómsaðila en sameina, eins og þetta frv. fæli í sér. Órökstuddar fullyrðingar Albert Guðmundsson (S) sagð- ist sízt mæla gegn því að efld yrði hvers konar viðleitni gegn skatt- svikum. Hins vegar kæmi flest í greinargerð með þessu frumvarpi spánskt fyrir sjónir, enda órök- studdar fullyrðingar. Snertu þær fullyrðingar skattsvikaáburð á heilar starfsstéttir og dygleysi skattstofa og dómstóla. Ekki væri við hæfi að bera svo afgerandi fullyrðingar á borð Alþingis án minnstu tilraunar til rökstuðn- ings. Hann auglýsti og eftir frekari skilgreiningu á nafngift- inni „neðanjarðarhagkerfi". AG tók undir nauðsynlega eflingu skatteftirlits, sér í lagi af hálfu JOLABÆKURNAR 1978 A öllum borðum í Unuhúsi 200 ÚRVALSVERK Á KR. 1.500.- TIL KR. 15.000.- Hér verður aöeins fátt taliö: Sjömeistarasagan, nýjasta Laxnessbókin. í túninu heima. Ungur ég var Úr fórum fyrri aldar, úrvai heimslistar, valiö og þýtt af aldamóta-snillingunum, Þorsteini Erlingssyni, Matthíasi, Hannesi Hafstein, Steingrími, Páli Ólafssyni og fleirum. Feröalok, skáldsaga eftir Kristján Albertsson. Heim til Þín ísland, nýjasta Ijóöabók Tómasar Guömundssonar. Besta bók skáldsins. Hagleiksverk Hjálmars í Bólu, eftir dr. Kristján Eldjárn. í verum, snilldarverk Theodórs Friörikssonar. Ljóöasafn Sigurðar frá Arnarholti, Æviþættir eftir Jóhann Gunnar Ólafsson, vin skáldsins. Allar þýöingar Magnúsar Ásgeirssonar í tveim stórum bindum. Steinn Steinarr Ijóöasafn og greinar ásamt Tímanum og vatninu. Þorsteinn Erlingsson, Þyrnar og Eiöurinn Tvö listaverk fyrir unglinga, Berjabítur og Dimmalimm og sjö Þjóðsagnabækur. Kaupið bækurnar í Unuhúsi, Helgafelli, Veghúsastíg 7, sími 16837. Helgafell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.