Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 6
7 38 / MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMÉRR 1978 Sálarkima sem rúmar margt Málfríður Einarsdóttiri ÚR SÁLARKIRNUNNI. Ljóðhús 1978. „Síðan ég gaf út bókina hefur verið svo mikið látið með mig, að það er stórlega undrunarvert. Og ég sem engu hef átt að venjast um árin löng og mörg nema snið- gengilshætti og apaþíu, svo sem þeir voru síúðrandi við sitt dont, sem það auðsýndu mér.“ Þannig kemst Málfríður Einars- dóttir að orði í Úr sálarkirnunni. Bókin sem hún talar um er Samastaður í tilverunni sem kom út í fyrra. Nýja bókin er framhald. I henni eru minningar Málfríðar, ferða- þættir, umræður um menn og málefni (einkum menn) og sitt- hvað fleira. Bókin er skrifuð í eins konar dagbókarstíl, en verður vart skilgreind með neinni algengri klisju. Sálarkirna Málfríðar rúmar margt og flest er það forvitnilegt. Hún er óþrjótandi náma fyrir þá sem vilja að bækur séu dálítið skrýtnar og helst skemmtilegar. Málfríður er nú hátt á áttræðis- aldri, en á vonandi eftir að setja saman margar bækur. I mínum augum eru þessar tvær bækur hennar með ánægjulegri tíðindum úr bókmenntaheiminum. Af hnit- miðuðum en um leið frjálslegum stíl hennar geta hvolpar í rithöf- undastétt lært. ' Hinum gömlu þýðir ekki að kenna að sitja. Málfríður Einarsdóttir kann þá list skáldsins að segja mikið í fáum orðum. Sumir kaflar bókar- innar eru örstuttir, eiginlega ekki Málfríður Einarsdóttir. nema nokkrar setningar. En það er vandað til þeirra og að því er virðist átakalaust vegna þess að Málfríður hefur vald á máli. Hún er ekki heldur að þóknast neinum, hvorki kennslubókum í íslensku né viðteknum skoðunum sem margir halda að séu sáluhjálp. Eg efast til dæmis um að unnt sé að segja meira um maka sinn í einni setningu en Málfríður gerir í kaflanum Við Guðjón (hann er hálf blaðsíða): „Fjarska vorum við Guðjón lengi saman og oftast var mér vel við þann mann“. Um sambúð þeirra hjóna stendur einnig: „Hann var svo þolgóður að hann þoldi mig lengi, seinast var hann víst farið að hasa upp á mér enda engin furða". Notarlegur rabbtónn er áber- andi í Úr sálarkirnunni. Málfríður segist reyndar vera meinhorn, en það er ekki að marka. Sé hún það Sigrún Davíðsdóttiri MATREIÐSLUBÓK HANDA UNGU FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI. Almenna bókafclagið 1978. í AÐFARAORÐUM Matreiðslu- bókar handa ungu fólkí á öllum aldri segir Sigrún Davíðsdóttir að flestir hljóti að geta séð af einni klukkustund í matseld „og á þeim tíma má gera margt gott. Sá tími ætti einnig að vera kærkomið tækifæri til þess að rabba saman". Matreiðslubækur þurfa ekki að vera þurrar upptalningar og upp- skriftir, tómar leiðbeiningar. Þær geta verið vel skrifaðar og jafnvel vakið til umhugsunar um fleira en mat og matseld. „Uppskriftunum þarf ekki að fylgja af smásmugulegri nákvæmni, því að þær eru ekki síður hugsaðar til þess að benda á ýmsa möguleika, og til þess að kveikja hjá ykkur hugmyndir“. Þetta stendur í Aðfaraorðum og þar er lögð áhersla á að bókin „verði ekki einkamál einhvers í fjölskyldunni, heldur að hún verði fjölskyldubók". Sú stefna í matargerð sem Sigrún Davíðsdóttir segir að „virðist vera harla vænleg" er ættuð frá Frakklandi og tekur mið af gömlum sveitaréttum ásamt ýmsum lærdómi Kínverja og Japana. Þessi stefna eða tíska „beinist að því að gera matinn réttari og spara hitaeiningarnar, án þess þó að slaka nokkuð á ströngustu kröfum matargerðar- listarinnar". Bók Sigrúnar er m.a. stefnt gegn því sem hún kallar „hálffeilbúið jukk úr risavöxnum verksmiðjupottum“.Góða skemmtun óskar hún lesendum sínum. Eg hef haft gaman af að fletta þessari bók og er alráðinn í að hafa af henni gagn í framtíðinni. Bókin er í senn vel skrifuð og skemmtilega uppsett og mynd- skreytt af höfupdinum. Saga matargerðarlistar er Sigrúnu hug- leikin og fær lesandinn mátulega skammta af henni með upp- skriftunum. Þýðingar erlendra orða eru margar hverjar hugvits- samlegar þótt kallaðar séu laus-. legar samanber saltimbocca = munnhleypur. Sigrún Davíðsdóttir hafnar þeirri kenningu að matargerðar- list sé „flókin grein, dularfull og afar vandasöm, Iíkt og vísindi". I stuttu máli skilgreinir hún þessa eðlu list þannig: „Matargerðarlistin, gastrónómía, er listin að fara vel með og draga fram bestu eigin- leika hráefnisins, og það ætti að vera takmark allra þeirra, sem búa til mat.“ Hún vitnar í gamla konu sem sagði að við matargerð þyrfti „kærleika og aðgæslu". Annars viðurkennir hún að næstum allir matargerðarsnillingar séu karl- menn. Ég er Sigrúnu Davíðsdóttur þakklátur fyrir þessa bók og Almenna bókafélaginu ber líka að þakka að hafa rænu á að gefa hana út. Þessi bók er helguð hamingju- sömu mannlífi og veitir ekki af með þeirri döpru þjóð sem byggir þetta land. þurfum við á fleiri slíkum mein- hornum að halda til þess að benda okkur á það sem er í kringum okkur og umfram allt að skynja það á okkar eigin hátt. Á Þórberg minnir Málfríður vegna þess hve einlæg og hreinskilin hún getur verið. Þetta gildir um frásagnir hennar af skylduliði, vinum og samferðamönnum, draumum hennar og ýmsum bágindum á lífsleiðinni. Hún segir til dæmis frá líkamsháska og sálarháska og kemst að þeirri niðurstöðu að sálarháskinn „sem stafaði að mér af ýmsu fólki hér og þar“ sé líkamsháskanum verri. I samræmi við efni bókarinnar kunngerir hún svo eftirfarandi: „Að aka í brattri hlíð, þar sem hyldjúpt er niður í giljabotna, það þykir mér gaman, og að flestu þykir mér gaman, sem feiknlegt er og mörgum stendur ógn af: Eldgos, jarðskjálftar, almyrkvi á sól, æðiveður, djúp fannalög og frost- hörkur." Og það er líkt og eftirsjá í þessum orðum sem standa í kaflanum Skrattinn og ég: „Kynni okkar voru engin, eða sama sem engin, ég held að hann hafi ekki viljað skipta sér að mér, Steingrímur Thorsteinsson upprunnar, bæði í Persíu, Kína- landi, Indlandi, Sýrlandi, Grikk- landi og Egyptalandi". Á arabísku heitir bókin Elf Leila eða E1 Kharafa og er talið líklegt að sögurnar hafi komið „til Araba á ýmsum öldum, og frá ýmsum þjóðum, gengið mann frá manni, þangað til Elf Leila var samin". Steingrímur skrifar: „Allt í Þús- und og einni nótt er miðað við vizkuna, eins og hið æðsta afl í heiminum, og er sú aðferð oft viðhöfð, sem Austuráflu þjóðum er töm, að sanna einhvern málshátt Elf Leila ÞÚSUND OG EIN NÓTT. Arabiskar sögur. íslenzkað hefur Steingrímur Thorsteinsson. Fimmta útgáfa. Mál og menning 1978. Með þýðingu Þúsund og einnar nætur vann Steingrímur Thor- steinsson afrek sem eitt hefði dugað til að gera hann hjartfólg- inn þjóðinni. Þessi mikla bók sem nú er komin út hjá Máli og menningu í fimmtu útgáfu í Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Fjölskyldu- bókummat líklega haft í önnur horn að líta.“ Fábreytt líferni, siðferðilegur vanþroski nefnist kafli sem segir frá þeim vanþroska sem af því reynsluleysi stafar „að ég skuli aldrei hafa komist í hóruhús eða tukthús". Það er því engin furða þótt Málfríður kunni vel við sig í þeirri veröld sem dregin er upp í Les Fleurs du Mal eftir Baudelaire sem hún kallar „andansmann myrkra þanka". Vissulega er Málfríður Einars- dóttir uppreisnarmanneskja, en af þeirri uppreisn sprettur það sem vert er um: Andóf gegn vanahugs- un og skartklæddri lygi. Það er ekki undrunarvert hve mikið hefur verið látið með hana síðan hún gaf út hókina. þremur stórum bindum leiðir hugann að því hve öfundsverð skáld nítjándu aldar gátu talist af því að hafa tíma til að liggja yfir slíku verki. Þýðingar verða ekki unnar í kapphlaupi við tímann og það er fráleitt að bjóða fólki upp á hálfverk i því efni. Nú er það orðið algengt að fá í hendur hráar þýðingar og þykir sjálfsagt, jafn- vel vönduð skáldrit eru þýdd af mönnum sem ekki virðast hafa tilfinningu fyrir móðurmálinu. En sem betur fer eru hér undantekn- ingar sem ber að fagna. Formáli Steingríms fyrir Þús- und og einni nótt rúmast á tveimur síðum, en segir þó allt sem máli skiptir um þessar arabísku sögur sem eru „víða eða lífsreglu með því að segja sögu, sem getur heimfærst til þeirra, og eru oft um leið tilfærðir staðir úr Kóraninum". Meðal þess sem Steingrímur segir að einkenni sögurnar er hatur á harðstjórn og kúgun, en virðing fyrir iðjusemi og skírlífi. „Margir kunna að vísu að snúa huganum til hins holduga og munaðarlega" segir Steingrímur réttilega um sögurnar. Ætli ásta- mál sagnanna hafi ekki tl dæmis hrifið marga; ekki er ólíklegt að margir unglingar hafi þráð hið „dáðlausa ástarlíf" austurlenskra konunga. Þúsund og ein nótt gefur ímyndunarafli lausan tauminn með hinni „saklausu einfeldni" sinni og lesandinn gengur í „unaðssamri leiðslu". Sindbað, Aladdín og Alý Baba hafa fyrir löngu öðlast þegnrétt á Islandi við hlið fornsagnahetja og ódauðlegra persóna úr okkar eigin ævintýra- heimi. Það sem hefur ekki síst gert Þúsund og eina nótt að ómótstæði- legri bók eru myndir F. Gross sem túlka vel innileik sagnanna og dul. Þessar myndir fylgja vitaskuld nýju útgáfunni. Þúsund og ein nótt hefur verið ófáanleg lengi. Þessi nýja útgáfa er því kærkomin. Segja má að ekkert heimili geti verið án þúsund og einnar nætur. Þýðing Steingríms er til þess kjörin að glæða máltilfinningu barna og unglinga. En Þúsund og ein nótt er eins og kunnugt er handa lesend- um á öllum aldri, eitt þeirra sígildu rita sem eru orðin sam- eiginlegur menningararfur í austri og vestri. Hljómsveitagæi ger- ist athafnamaður Stefán Júlíussont ÁRNI BIRTINGUR OG SKUTL- ANí SKÁLANUM 152 bls. Örn og Örlygur, Rvk. '78. Þessi skáldsaga fjallar um það hvernig popphljómsveitargæinn og töffarinn Árni Birtingur, fyrr- um liðsmaður hinnar þekktu poppsveitar „Ljótu andarungarn- ir“ fellir ástarhug til afgreiðslu- stúlku í veitingaskála nokkrum, sem stendur í þjóðbraut upp í sveit. Faðir „skutlunnar í skálan- um“ er óðum að drekka sig og skálann niður í svaðið, en Árni Birtingur ákveður að endurreisa staðinn til að sýna ástinni sinni hvað hann geti. Hann breytist því í sögunni frá því að vera groddaleg- ur og lífsfyllingarlaus poppari og yfir í harðduglegan ástfanginn framkvæmdastjóra, sem í sögulok hyggst hefja háskólanám og nýtt og fagurt líf með „rósinni sinni rjóðu“. Saga þessi er tilbrigði um alþekkt stef, þ.e.: Ungur villuráf- andi galgopi verður fyrir tilstilli ástarinnar að nýjum og betri manni (venjulega eiginmanni kvenhetjunnar). Enda þótt stef þetta sé gamalkunnugt, rýrir það ekki gildi sögunnar, en það er annað sem gerir það. Það er sú staðreynd að sagan, sem sögð er í fyrstu persónu af Árna Birtingi og gerist í nútíman- um, er rituð af rosknum höfundi, sem á skiljanlega ekki möguleika á Bökmenntlr eftir SVEINBJORN I. BALD VÍNSSON að lýsa hugsunarhætti og lífsvið- horfum ungs fólks nú á dögum á sannfærandi hátt, — og allra síst frá sjónarhóli stórpoppara eins og Stefán reynir í þessari bók. Þess ber að geta að Stefán hefur vissulega lagt sig fram við að nota í þessari sögu ýmis orð og orðatiltæki sem eru töm ungu fólki nú til dags, en stundum virtist mér þó sem nokkurrar tímaskekkju gætti um sum þeirra, t.d. þessar upphrópanir popphetjunnar: „Ég er allur í köku“ og „fjandinn fjarri mér“. Það kemur mér mjög á óvart að reyndur rithöfundur eins og Stefán Júlíusson skuli velja sér þetta viðfangsefni, því enda þótt hann hafi einu sinni verið ungling- ur eins og aðrir, má það Ijóst vera að fátt tekur jafn miklum og örum breytingum en einmitt sá heimur sem unglingar hrærast í. Ég hef alltaf talið að það væri því sem næst vonlaust verk fyrir rithöfund að skrifa um annan „unglingaheim", en þann sem hann þekkir sjálfur af éigin raun, nema hann vilji lýsa honum utanfrá. Þessi saga breytir í engu skoðun minni í þeim efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.