Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 Líkantilraunir valda byltingu í hönnun hafnarmannvirkja Rætt við Magnús Oddsson, bæjarstjóra á Akranesi Líkantilraunir eru að verða snar þáttur í hönnun hafnarmann- virkja hér á landi, eftir að Hafnamálastofnun ríkisins eignaðist tæki til slíkra rannsókna og fékk aðstöðu fyrir þau inni á Ártúnshöfða í Reykjavík. Þegar er búið að gera rannsóknir og athuganir á vandamálum nokkurra hafna. Þær umfangs- mestu hafa verið gerðar á líkani af Akraneshöfn, sem er ein af mestu flutningahöfnum landsins og mikil fiskihöfn, en þar er við stór vandamál að glíma, eins og fram kemur í eftirfarandi viðtali við Magnús Oddsson, bæjarstjóra á Ákranesi: — Hve miklum afla er iandað á Akranesi? Það er nokkuð mismunandi frá ári til árs. Árið 1975 var landað 31.000 tonnurfi. árið 1976 40.000 tonnum og á síðasta ári 51.000 tonnum. Mismunurinn stafar aðal- lega af löndun bræðslufisks, en magn hans getur verið mjög breytilegt frá ári til árs. Þó er ljóst að veruleg aukning er í löndun slíks fisks hjá okkur á síðstu árum og eiga, sumarveiðarnar og hin góðu og afkastamiklu fiskiskip sinn þátt í þeirri þróun. — Hve miklir flutningar fara árlega um höfnina? Á s.l. ári var uppskipað hér Líkantilraunir gefa mjög ákveðnar vísbendingar um þann árangur er vænta má. Á þessu linuriti er sýnt hve átök í landfestar við Sementsverksmiðjubryggjuna minnka. eftir því, sem grjótgarðurinn er slétt við enda hafnargarðsins eru átökin 117 tonn. en þegar garðurinn er kominn 150 m fram fyrir enda hans verða átökin 18 tonn. Með 120 m. garði eru átökin 28 tonn. Sjómenn á Akranesi fylgdust af áhuga með lfkantilraununum. Mynd þessa tók Bergsteinn Gissurarson, verkfræðingur, er hópur sjómanna ræddi við starfsmenn Hafnamálaskrifstofunnar um vandamálin. Lengst til vinstri er Gísli Viggósson, verkfr. að útskýra fyrirkomulag tilraunarinnar. Fremst sést hafnargarðurinn með grjótgarði, er nær út á enda hans. Að innanverðu við garðinn liggur flutningaskip (Dettifoss) en fyrir innan hann togari. Við bátabryggjuna (vinstra megin við miðju) er flutningaskip og togari. Við Sementsbryggjuna lengst t.h. er flutningaskip. (Freyfaxi). 226.000 tonnum af vörum og hráefni. 121.000 tonnum var út- skipað, aðallega fullunninni vöru. Mikið af þessum flutningum eru tengdir Sementsverksmiðju ríkisins. Til viðbótar má nefna að Akraborgin flutti 165.000 farþega og 38.000 bíla á árinu. — Hver eru vandamál hafnar- innar? Stærstu vandamálin stafa af hreyfingu sjávar innan hafnarinn- ar. Akraneshöfn er á Skipaskaga, fremst á Akranesi. I suðvestan og vestanátt er ölduhæð við hafnar- mynnið 13% af hæð úthafsöldunn- ar áður en hún kemur inn í Faxaflóa. í Flóanum myndast vindalda, sem í þessum áttum leggst ofan á úthafsölduna. Á hverri úthafsöldu geta verið 2—3 vindöldur. Þessar tvær öldugerðir, mynda saman margbrotnar og þungar öldur. Þær geta orðið allt að 180 m langar og dæla miklu magni sjávar inn í höfnina, þegar þær fara fyrir hafnarminnið og soga það út aftur þegar þær eru farnar hjá. Þetta veldur öldugangi og sogum víðsvegar um höfnina. Ölduhæð innan hafnarinnar getur orðið hálfur annar metri. Afleiðingarnar eru miklar hreyfingar skipa. Skip geta hreyfst 6 m fram og aftur meðfram bryggju, önnur hreyfast að og frá bryggju og berjast þá oft illa saman og utan í hafnarmann- virkin, enda er Akraneshöfn ein- hver mesta tjónahöfn landsins, hvað slíkar skemmdir varðar. — Hvað hefur verið gert til úrbóta? Fyrstu kannanir til úrbóta voru gerðar af Dansk Hydrolisk 1 Institut árið 1963. Þessar kannanir voru að ýmsu leyti ófullkomnar og meira byggðar á mati en mælingum. Sumarið 1973 var hafin bygging tveggja steinsteyptra kera og var fyrirhugað að framlengja hafnar- garðinn með þeim. Álit sér- fræðinga með hliðsjón af fyrr- Bókin um Jón á Akri Skrifuð af vinum hans MAN ÉG ÞANN MANN „ BDKIN UM JON A AKRI Vinir Jóns Pálmasonar fyrrum alþingismanns og ráðherra, pólitískir andstæðingar jafnt og samherjar, lýsa eðliskostum hans vel í þessari bók. Þeir minnast glaðværðar hans á góðri stund, drengilegrar framgöngu hans er þjóðarsómi krafðist, trygglyndis hans og vinsælda, sem voru með eindæmum. Veigamesti þáttur bókarinnar er viðtal, sem Matthías Johannessen átti við Jón, drög að ævisögu hans, en aðrir, sem efni eiga í bókinni, eru« Ágúst Þorvaldsson, Björn Bergmann, Brynhildur H. Jóhanns- dóttir, Hjörtur Kristmundsson, Emil Jónsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún P. Helgadóttir, Gunnar Thoroddsen, Halldór Jónsson, Jóhann Hafstein, Ingólfur Jónsson, Jónas B. Jónsson, Magnús Þorgeirsson, Pétur Þ. Ingjaldsson, Sigurður Bjarnason og Þorsteinn Bernharðsson. Jón á Ákri var óefað í hópi svipmestu og merkustu menna sinnar samtíðar og þessi fagra og myndskreytta bók mun verða aufúsugestur þeirra, er muna þennan glaðbeitta þingskörung og héraðshöfðingja. SKUGGSJA „Ágúst eftir Hugrúnu 1 nýrri útgáfu UT er komin skáldsagan „Ágúst í Ási“ eftir Hugrúnu í annarri útgáfu. Hún kom fyrst út 1955 og seldist þá UPP hefur verið ófáanleg síðan. Útgefandi er Bókamiðstöð- in.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.