Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1978 53 skattstofa, sem sinntu störfum sínum af samvizkusemi. En sam- hliða frumvarpi sem þessu þyrfti að liggja fyrir, hver væri kostnað- arauki, er af því leiddi. Hann minnti á kenningu um „báknið burt“ sem yngri menn bæði í Alþýðu- og sjálfstæðisflokki hefðu gert að sinni. Frumvarp þetta væri naumast í samræmi við hana. — Er meiningin að fylgja þessu frumvarpi eftir með tillögu um tilheyrandi útgjöld á fjárlögum — eða er hér aðeins ein sýndar- mennskan enn á ferðinni? Kappreiðar á skattaskeiövelli Páll Pétursson (F) sagði Al- þýðubandalagið hafa orðið í fyrsta sæti í kappreiðunum á skatta- skeiðvellinum. Ólafur Ragnar Grímsson hefði komið fyrstur í mark á fáki ,herferðar gegn skattsvikurum". I öðru sæti væri Vilmundur Gylfason á þessu frum- varpi. En hvað líður flokksbróður mínum, Jóni Helgasyni, formanni skattanefndar ríkisstjórnarinnar, spurði PPé, kemur hann ei senn? Sennilega fengju þeir Framsókn- armenn þó knapaverðlaunin. PPé sagði skattstofur vinna gott verk, oft við erfiðar aðstæður, sem sjálfsagt væri að bæta úr. Skatt- svik væru efalítið á ferð í flestum greinum þjóðfélagsins. Þar þyrfti að bæta framkvæmd fremur en löggjöf. Að lokum vitnaði PPé til orðalags í 4. gr. frv. Ól. R. Gr. þar sem talað væri um „að aldrei fengist botn í allsherjaruppræt- ingu tiltekinna afbrota". Ætli svo verði ekki enn um sinn, sagði hann. Skattalögreglan Halldór Ásgrímsson (F) sagði m.a. að bætt skipan hefði komið á þessi mál í kjölfar Skattalögregl- unnar upp úr 1960. Hugarfars- breyting hefði fylgt í kjölfar þeirrar skipunar, þó meiri hefði mátt vera og viðvarandi. HÁs sagði mikilvægast að efla frumstig athugana á þessum vettvangi, sjálfar skattstofurnar, hið daglega eftirlit. Vitnaði hann til nýrra laga um hlutafélög frá liðnu þingi, þess efnis, að þau þyrftu framveg- is að láta löggilta endurskoðendur skrifa upp á ársreikninga sína. Það ákvæði yrði efalítið til bóta eða aðhalds. Hás taldi mikiivægar að efla framkvæmd núverandi skattalaga og eftirlits en standa í sífelldum lagabreytingum. Einnig væri athugandi, hve langt ætti að ganga í upplýsingasöfnun um einkahagi manna. Harma afstöðu dómsmálaráöherra Vilmundur Gylfason (A) harm- aði afstöðu dómsmálaráðherra, þó að vitað hefði verið um áherzlu- mun stjórnarflokkanna til þessa máls. Hann sagði 75 m.kr. í fjárlagafrumvarpi til þessara mála, sem nýta mætti til að bera uppi kostnað við frumvarpið, ef að lögum yrði. Hann vitnaði og til þess að skattrannsóknastjóri hefði lýst stuðningi við slíkan skatta- dómstól, sem í frv. fælist, í sjónvarpsþætti. Hann sagði og að allir sæju þann mun sem væri á uppgefnum tekjum og eyðslu fjölmargra í þjóðfélaginu. Þar kæmi neðanjarðarhagkerfið við sögu. Gagnrýni AG hefði verið með blaðurseinkennum. Heppilegt væri að færa rannsókn og dómstól undir einn hatt dómsmálaráðu- neytis. — Ræðumenn, sem að framan getur, tóku flestir til máls oftar en einu sinni. Gagnrýnendur frv. töldu V.G. í hlutverki smalans, sem hrópaði úlfur, úlfur (Páll Pétursson) en hann svaraði því til að þessi úlfur hefði etið hálfan þingflokk Framsóknar. Fleiri atriði í léttum tón blönduðust inn í umræður, án þess að koma mála- vöxtum beinlínis við. Þingfréttir i stuttu máli: Sérstakur skattur á heita- vatnsverð Reykvíkinga? Svava Jakobsdóttir (Abl) spurðist fyrir um það í Sameinuðu þingi sl. þriðjudag, hvað liði framkvæmd þingsályktunar frá í maí 1975 um samningu frumvarps um atvinnumál aldraðra. Magnús H. Magnússon, félagsmálaráðherra, sagði að forveri sinn hefði reifað þessi mál bæði við ftr. frá ASÍ og VÍ, og safnað saman upplýsingum um fyrirkomulag þessara mála á Norðurlöndum. Þar væri ekki í gildi sérstök löggjöf í þessu efni. Að því hefði verið stefnt að skipa sérstaka nefnd í úttekt þessa máls, og hefði forstöðumönnum ASÍ og VÍ verið falið að kanna undirtektir þess í sínum samtök- um. Þar hefðu mál ekki verið rædd að ráði, utan það er snerti lífeyrismál. MHM sagðist hafa áhuga á að skoða málið betur en það ætti fullan rétt á sér. Svava Jakobsdóttir taldi svarið sótt í skúffur ráðuneytis og ylli það sér vonbrigðum. Og ég sem hélt að það hefðu orðið stjórnar- skiptf; sagði hún. Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, svaraði í gær fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl) um þróun og raungildi olíustyrks. Kom fram í svari hans, að olíustyrkur hefði verið um 60% af hitunarkostnaði 1974 en væri nú, í september 1978, aðeins 20%. Fjöldi þingmanna tók til máls um þetta efni. Kjartan ólafsson (Abl) sagði það kosta strjálbýlismann, er nýtti olíu til húshitunar, fimmfalt meira að hita húsnæði sitt en Reykvíking, er nyti Hita- veitu Reykjavíkur. Halldór Ás- grímsson (F) sagði nú til staðar 1% innflutningsgjald á húshitun- arolíu, er samsvaraði 10% skatti á heitavatnsverð í Rvík. Er við- skiptaráðherra reiðubúinn að leggja slíkan skatt á Reykvíkinga til að jafna húshitunarkostnað í landinu, spurði hann. Pálmi Jóns- son (S) sagði stjórnarliðum sæmra að sýna hug sinn í verki í þessu efni við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár, en í fjárlagafrum- varpi lækkaði fjárveiting í krónu- tölu til olíustyrks, þrátt fyrir verðþróun milli ára. Fleiri þing- menn tóku til máls í umræðunni. Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra, svaraði fyrirspurn frá Karli St. Guðnasyni (A) um vandamál frystihúsa á Suðurnesj- um. Ráðherra sagði m.a. að hér væri spurt um sama efni og hjá Eiríki Alexanderssyni (S), en skriflegu svari við fyrirspurn hans yrði dreift í þinginu fljótlega. Nýleg könnun á vanda frystihúsa á svæðinu Grindavík—Vogar, en þar væru 24 frystihús, hefði leitt í ljós, að 9—11 frystihús á þessu svæði væru burðarásar atvinnu- lífs á svæðinu, með 80% freðfisks- framleiðslunnar þar. Höfuðatriðið væri, atvinnulega séð, að halda þeim gangandi. Til þess þyrfti að koma: 1) fjárhagsleg endurskipu- lagning, 2) tæknilegar úrbætur, 3) úrbætur á stjórnunarsviði og 4) hráefnisjöfnun eða miðlun. Auka þyrfti hlutdeild togara í hráefnis- öflun á kostnað bátaútgerðar. — Einnig drap ráðherra á sameigin- lega reiknistofu og ráðgjöf. Inn í þetta dæmi kæmi og ráðstöfun gengismunar frá síðustu gengis- lækkun. Nokkrir þingmenn tóku til máls. Eiríkur Alexandcrsson (S) taldi svör ráðherra almenn og óljós. Hvergi væri nálægt komið stöðu saltfiskverkunar né skreiðar, sem væru mikilvægir þættir fisk- vinnslu á Suðurnesjum. Hér væri ástand mála allt orðið á þann veg að ekki dygðu vettlingatök, heldur markvissar aðgerðir, til að tryggja eðlilegt ástand í atvinnu og afkomu fólks á þessu landssvæði, sem óneitanlega hefði dregizt aftur úr. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, svaraði fyrirspurn frá Pálma Jónssyni (S), hvað liði störfum byggðanefndar frá 1973, hvort hún ekki skilaði senn af sér. Ráðherra sagði drög að loka- skýrslu liggja fyrir hjá formanni (Steingrími Hermannssyni). Fall- ist nefndin á þessi drög má búast við áliti hennar fyrir áramót nk. Byggðasjóður hefur staðið straum af kostnaði við nefndina, sem einkum er vegna sérfræðikostnaðar. Pálmi Jónsson sagði ekki vansalaust, hver dráttur væri orðinn á störfum nefndarinnar. Sýndi hann hvorki áhuga á byggðamálum né virðingu fyrir Alþingi, er falið hefði nefndinni sérstakt verkefni. Ef ekki sæi fljótt greinargerð hennar þyrfti e.t.v. að fela viðfangsefnið nýjum aðilum. • Fiskvinnsla á Suðurnesjum í vanda stödd. • Fjárlagafrumvarp rýrir olíustyrk. • „Hélt það hefðu orðið stjórnarskipti,“ sagði Svava Jakobsdóttir. • Byggðanefnd sein í svifum. AUGtfSlNGASIOFANMri! Staður hagslæðra slórinnkaupa Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.