Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1978 63 Gærubunkinn á öskuhaugunum í Hveragerði. Taka má sem dæmi að veiði er sjómenn bera heim af báti sínum er ekki skattlögð, garðholur, eggjataka og gróðurhúsaskálar með tilfallandi grænmeti, allt er þetta búsílag og ekki tíundað nákvæmlega til skatts. Sú kvöð er á bændum hvílir í þessu er kveikjan að umræddri frétt og allavega er ekki ástæða til að fyrtast við nema samvizkan sé í ólagi. Þetta mál þarf að ræða og lagfæra ef hægt er. Væri það kannski í verkahring þeirra er gæta eiga hagsmuna bænda. Það síðasta í málinu var svo að 13.12. boðaði Búnaðarfélag Ölfus- hrepps til fundar þar sem frétta- ritari Tímans í Ölfusi svo og ábyrgðarmaður Tímans voru boðaðir. Fundurinn var fjölmenn- ur og umræður allharðar. Tvær tillögur komu fram á fundinum, önnur í þá átt að harma beri slík skrif en hin gekk út á að umræður um þessi mál væru nauðsynlegar og gætu orðið gagnlegar til leiðréttingar. Hvorug tillagan var borin undir atkvæði fundarmanna, þar sem fundarstjórinn, Engilbert Hannesson hreppsstjóri á Bakka í Ölfusi, fór undir lokin frjálslega með fundarsköp og fundarreglur og sleit fundi á óafgreidd málin. BES um. Landssamtökin eru að hefja útgáfu tímarits og mun það heita Þroskahjálp. Stjórn SVA hvetur félagsmenn og aðra velunnara félagsins að gerast áskrifendur að tímaritinu frá byrjun. Stjórnar- menn taka við áskriftum. Fyrir nokkru barst félaginu stórgjöf, kr. 400 þúsund, frá Önnu G. Guðmundsdóttur frá Borgar- firði, ekkju Halldórs Ásgrímsson- ar, fyrrv. alþingismanns. Anna er nú nýlátin. Um leið og félagið vottar börnum hennar og öðrum vandamönnum dýpstu samúð vegna fráfalls hennar, vill það þakka þeim þessa höfðinglegu gjöf og annan velvilja í garð félagsins. Minningarkort félagsins eru nú fullgerð og verða innan tíðar til sölu á öllum þéttbýlisstöðum Segja af- skipti ráð- herrans hneyksli Framkva'mdastjórn Sam- taka herstöðvarandstæðinga hafa sent frá scr fréttatilkynn- ingu, þar sem sagt er að meðhöndlun Benedikts Gröndals utanríkisráðhcrra á atvinnumálum íslendinga sem vinna hjá varnarliðinu sé hneyksli. Madast samtökin til þess að ráðherrann verði víttur fyrir. Gærur lagðar inn á nöfn kirkna og góðgerðarstofn- ana frekar en skemma þær Hvoli, Ölfusi, 13. desember. FRÉTT í Tímanum birtist fimmtudaginn 7. desember með fyrirsögninni: Tug- milljóna króna virði af gærum hent á öskuhauga, og fylgdi stór og skýr mynd af bunka af gærum, ljósmyndari Páll Þorláks- son. Þessi bunki náði fullorðnum manni í mitti svo nokkurt magn hefur þetta verið. Sjónarvottar telja magnið í tugum. Þessi umrædda mynd var frá ruslahaugunum í Hveragerði. Andsvar við frétt þessari voru svo tvær yfirlýsingar frá valin- kunnum fulltrúum bænda, þeim Ingva Tryggvasyni fyrrv. alþingis- manni og Árna Jónassyni for- manni framleiðsluráðs. Þessi and- Bygging„Vonar- lands” gengurvel BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Styrktarfélagi vangef- inna á Austurlandi: Byggingaframkvæmdir við Von- arland hafa gengið vel og er nú verið að ljúka við hitalögn og einangrun í þeim húsum, sem risin eru. Tíu milljón króna viðbótar- framlag fékkst til byggingarinnar á þessu ári, en áður hafði verið úthlutað 35 millj. Aðstandendur vangefinna eru hvattir til að láta stjórn félagsins frá sér heyra í sambandi við væntanlegt starf í Vonarlandi og ennfremur vegna bréfs landssam- takanna Þroskahjálpar, er sent var foreldrum þroskaheftra barna, 7 ára og yngri. María Kjeld, heyrnleysingja- kennari, og Þorsteinn Sigurðsson, talkennari, hafa stundað fram- haldsnám í Noregi í eitt ár og vinna nú að rannsóknarverkefni um það, hvernig heppilegast sé að örva mál hjá þroskaheftum börn- um. Þau munu á næsta ári halda námskeið um þetta efni fyrir starfslið stofnana, þar sem börnin dvelja lengur eða skemur og einnig fyrir foreldra og annað heimilis- fólk barnanna. Hér er tvímælalaust farið inn á merka og gagnlega braut í aðstoð við þroskahefta og vill félagið gjarnan styrkja þá, sem þurfa að dveljast með börn sín lengri eða skemmri tíma frá heimilum sín- félagssvæðisins. Útsölustaðir verða auglýstir á hverjum stað. Lágmarksverð kortanna er kr. 500. svör sýndu greinilega að komið var við veikan blett á kerfinu, því fyrirsagnir þeirra voru: „Reynt að æsa upp út af engu“ hjá Árna og hjá Inga: „Heimaslátrun hefur að mestu lagzt niður“. Þetta gærumál ber nú aftur á góma þriðjudaginn 12.12. og þar sem fréttaritarinn svarar þeim félögum. Svolitla undrun vekur hér í sveit. viðkvæmni okkar fulltrúa hjá bændasamtökunum gagnvart þessu gærumáli og aðdraganda þessara frétta. En það sem frétta- ritari Tímans, Páll Þorláksson, var raunverulega að benda á var sú grein í skattalögum að telja beri fram til skatts meðallambsverð fyrir hverja innlagða gæru hversu stórt sem lambið er. Þessi brota- löm er fyrir hendi og því eru gærur og húðir lagðar inn á nöfn kirkna eða góðgerðastofnana frek- ar en að skemma þær. Þetta er dýrmæt iðnaðarvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.