Morgunblaðið - 11.02.1979, Síða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
Unaðslegu kvöldin minna
á sögur Karenar Blixens
Ég bý nefnilega í Zambíu! Ekki er algengt aö
heyra slíka skýringu í símanum. Sú sem þetta
segir er Edda Snorradóttir. Hún var að spyrja
hvort Mbl. heföi fengið nýjar fréttir af kosninga-
tölum frá þessu fjarlæga Afríkuríki. Haföi auö-
heyrilega áhuga á hvernig þjóðarleiötoganum
Kaunda heföi vegnað í kosningunum fyrir jólin.
Þetta varð auövitaö til Þess aö undirritaður
blaðamaður vildi vita meira um Kaunda, þetta
fjarlæga land og búsetu Eddu sjálfrar par. Og loks
varð af viötali, enda Edda nú á förum til síns
heima, eftir heimsókn hjá öldruöum foreldrum á
Edda Snorradóttir í garðinum heima hjá sér í Zambíu.
Islandi.
Edda er gift rafmagnsverk-
fræðingi frá öðru fjarlægu landi
í annarri heimsálfu, Sri Lanka,
sem starfar nú sem staðarverk-
fræðingur hjá Orkustofnun
Zambíu, þar sem þau hafa búið
um eins árs skeið. Nú leikur
manni hugur á að vita hvar
leiðir íslenzkrar konu og manns
úr svo fjarlægu Asíuríki hafi
legið saman. Það var á íslandi,
Dulatirathna Munasinghe, eins
og hann heitir fullu nafni, vann
þá hjá Rafmagnsveitum ríkisins,
hér á Islandi. Hann hafði lokið
fyrri hluta prófi í verkfræði í
háskólanum heima í Sri Lanka
og síðan fengið námsstyrk til
framhaldsnáms í Moskvu, þar
sem hann lauk prófi. Og hann
var staddur í Svíþjóð, þegar
hann af tilviljun sá Morgunblað-
ið og fór að spyrjast fyrir um
þetta undarlega mál og landið,
sem það kæmi frá. Honum datt í
hug að kynnast þessu landi betur
og lagði hingað leið sína um
hávetur. Afleiðingarnar urðu
afdrifaríkar. Hann fékk hér
vinnu hjá Rarik og kynntist
Eddu. Þau fluttust fyrst til
Noregs, og síðan fyrir ári til
Zambíu, þar sem þau búa í
litlum bæ, Ndola, skammt frá
landamærum Zaire.
Þetta er mikil breyting á
lífsháttum Eddu. Hún er
Seyðfirðingur að uppruna, og ól
upp fimm börn austur á fjörðum.
En því viðfangsefni var að
mestu lokið, þegar hún fór utan,
því að börnin voru orðin upp-
komin.
— Nú hefi ég ekki annað að
gera en hugsa um garðinn, og
leiðist ekki eina mínútu segir
hún. Zambía er svo yndislegt
land að búa í. Það er svo
frjósamt. Fyrirtækið leggur
okkur til hús í bungalow-stíl
með stórum garði í kring, sem
við Rathna tókum strax til við að
hreinsa. Ég fór svo bara í búð og
keypti alls konar fræ og sáði.
Hvert einasta fræ kom upp. Nú
er ég komin með 8 stór beð af
hvítkáli og mikið af tómötum. I
garðinum hefi ég 41 bananatré.
Fyrsti bananaklasinn, sem við
skárum niður, vó 12‘/2 kg. Þegar
tréð hefur borið ávexti er það
höggvið niður að rótum og vex og
ber aftur ávexti að 8 mánuðum
liðnum. Þrátt fyrir óræktina í
garðinum trónar við hliðið 4 V2
metra há jólarós, alsett rauðum
blómum, og önnur enn hærri
innar í garðinum. En sú er flækt
innan um annað tré, sem Rathna
kallar „temple-tré“ og líka er
þakið gulum blómum, sem ilma
alveg dásamlega. Hawaii-rósir
vaxa hér líka villtar, í mörgum
litum, bleikar, rauðar, gular,
hvítar o.s.frv.
— Ég hefi verið að gefa
krökkunum í kring banana og
ávexti, og þau eru miklir vinir
mínir. Ein lítil telpa kom svo til
mín dag einn, þar sem ég var að
hengja upp þvott, og rétti mér
dós. Þegar ég opnaði hana, sá ég
að hún var full af engisprettum.
Hún vildi gefa mér eitthvert
sælgæti fyrir það, sem ég hafði
gert fyrir hana. Þegar ég lokaði
dósinni aftur, tók hún hana og
gleypti eina engisprettuna, eins
og hún kom fyrir.
Rétt á móti húsinu okkar er
stór mauraþúfa. Þangað koma
konurnar með krakkana og tína
maura upp í sig, heldur Edda
áfram. Um daginn heyrði ég í
útvarpinu fyrirlestur fyrir van-
færar konur. Læknirinn sagði,
að þær þyrftu ekki að líða skort
á eggjahvítu, því eggjahvítuna
gætu þær fengið með því að
borða hvíta maura og engi-
sprettur.
Zambía er sem kunnugt er
landlukt ríki á hásléttunni í
suðurhluta Mið-Afríku og liggur
í hitabeltinu. Var áður norður-
hluti Ródesíu og undir breskri
stjórn, en er sjálfstætt lýðveldi
síðan 1964. Þá hafði það í 10 ár
verið í ríkjasambandi með
Suður-Ródesíu og Njassalandi,
þar sem nú heitir Malawi. Að
landinu liggja á allar hliðar ríki,
þar sem hafa verið óeirðir og
ótryggt ástand. Að norðan er
Katangafylki í Zaire þar sem
óeirðirnar miklu urðu í Kowesi á
sl. ári. Ndola, þar sem Edda býr,
er líka í koparbeltinu nálægt
norðurlandamærunum og kopar-
vinnsla þar. í vestri er Angola og
að sunnan Ródesía, sem við
höfum á undanförnum árum
heyrt frá í fréttum vegna óeirða,
en á milli liggja á stuttum kafla
að landamærunum Suðvest-
ur-Afríka og Botswana. Og í
austri er auk Malawi landið
Mosambique, sem nær niður að
sjó.
— Já, þótt rólegt sé í Zambíu,
þá er ófriður allt í kring og
flóttamenn koma þangað, segir
Edda. Við urðum þó lítið vör við
það þegar óeirðirnar voru í
Kolwesi. Hjá okkur var eins
friðsælt og í íslenzku
sjávarþorpi. En fjölskyldan mín
hér hafði áhyggjur og við vorum
í tvær vikur að reyna að ná
símasambandi. í landinu eru
líka fjölmennar flóttamanna-
búðir frá Ródesíu. Óróleikann
þar suður frá varð ég vör við,
þegar ég fór til höfuðborgarinn-
ar Lusaka til að fljúga heim. Þá
höfðu Ródesíumenn gert loftárás
á borgina. Bresku blöðin sögðu
að þeir hefðu sprengt birgðastöð
Sabo, en Ródesíublöðin að þeir
hefðu ráðist á flóttamannabúðir.
Ekki veit ég meira um það. En
þeir bara lögðu þyrlu á mitt
breiðstræti borgarinnar og
stjórnuðu þaðan árás flugvéla.
— Við hjónin, sem bæði erum
Eyjaskeggjar, söknum þess að
sjá aldrei sjó, segir Edda. En það
veldur Zambíumönnum líka
erfiðleikum að samgönguleiðir
að sjó liggja í gegn um önnur
lönd. Og það hefur verið lang-
tímum saman hörgull á ýmsum.
nauðsynjavörum nú, þegar órói
er í nágrannaríkjunum. Skæru-
liðar frá Ródesíu eru í Zambíu
og landamærin lokuð. En áður
fyrr var aðal- og raunar eina
samgönguleiðin með járnbraut
og vegum gegn um Ródesíu. En
fyrir nokkrum árum var ráðist í
mikla vegarlagningu frá Zambíu
og vestur í gegn um Tansaníu að
Dar-es-Salam. Þegar varan
kemur, hamstra þeir sem geta og
kaupa birgðir til margra
mánaða. Þetta ár, sem við höfum
búið þarna, hefur verið mjög
erfitt hvað þetta snertir. í sex
mánuði var hvorki hægt að fá
kaffi, te né sykur. Og ekki heldur
r. .JST
m *
/
Krakkarnir búa sér til hljóðfæri úr blikkdunkum og vír eða
graskerum og dansa. Stundum nota þau bara öskutunnuna. Það er svo
mikil músik í þeim, segir Edda.
hafnarbæjunum þar. Kínverjar
stóðu fyrir því og veittu fé og
tæknikunnáttu. En flutninga-
leiðir eru samt erfiðar og
hafnarborgir litlar. Vörurnar
eru sagðar liggja mánuðum
saman í höfninni í
smjör, smjörlíki eða matarolíu.
Þó er bæði kaffi og sykur fram-
leitt í landinu sjálfu, þar sem er
ræktað kaffi og sykurreyr.
Við ræðum loftslagið, sem
Edda segir að sé alveg dýrlegt.
Hún hefur nú verið þarna á
Nágrannar Eddu í Zambíu.