Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 29

Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 61 hluta bæjarstjórnar Hafnarfjarð- ar geti ekki skilist, að það að borða, er ein af frumþörfum mannskepnunnar og að þeirri þörf verður að fullnægja, eigi hún að lifa. Tæplega myndu bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar sætta sig við það á sínum vinnustöðum að eiga ekki kost á neinu öðru en sjoppufæði frá kl. 8—6. Þyrftu þeir samt sem áður að búa við það, skildu þeir kannski að einhverju leyti, hvers vegna nemendur hlakka svo óskap- lega til sumar- og jólafría. Þessa dagana er mikið talað um arðsemi. Ekkert á að gera nema tryggt sé að það skili einhverjum arði. Teljum við að nemendamötu- neyti í Flensborgarskóla (sem og í öðrum framhaldsskólum landsins) myndi skila margföldum arði, þó ekki væri hann allur mælanlegur í peningum. Mætti þar nefna aukna vellíðan nemenda, aukið vinnuþrek (sem gæti leitt af sér styttri námstíma sem aftur sparaði pen- inga) og mun betri líkamlega heilsu, þar sem kók og prins póló hefur aldrei verið talið sérlega hollt sem aðalfæða. Vonum við að meirihlutanum snúist hugur áður en fjárhags- áætlunin verður endanlega af- greidd, næstkomandi þriðjudag 13. febrúar. Stjórn Nemendafélags Flensborgarskóla Þessir hringdu . . • Jarðboranir M.G. hringdi: „I sambandi við allar þær framkvæmdir sem fram fara á jarðhitasvæðum hér á landi þar sem bæði er borað eftir vatni og gufu langar mig að spyrja Orku- stofnun að því hvort þessar fram- kvæmdir geti ekki haft skaðleg áhrif á jarðsvæðið sem borað er í?“ VELVAKANDI hafði samband við Ingvar Birgi Friðleifsson hjá Orkustofnun. Ingvar sagði að það færi eftir því hversu hart væri gengið að jarðsvæðunum hvaða áhrif það hefði. Ef miklu vatni er tappað af litlu svæði hefur það sýnt sig sums staðar erlendis að þá getur hugsanlega orðið jarðsig. Hins vegar sagði Ingvar að þeir hefðu ekki orðið varir við neitt slíkt hér á landi. „Astæðan er líklega sú að vatns- forðinn sem við erum að taka af hér er svo mikill. Stór vatns- vinnsla með dælingu fer eingöngu fram hér á höfuðborgarsvæðinu en þar virðumst við vera að tappa af mjög miklu vatnsmagni sem ann- ars myndi renna út í sjó á land- grunninu," sagði Ingvar. Ingvar sagði að sama máli gætti um gufuvinnsluna. Þar sem gufu- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlegu skákmóti í Gausdal í Noregi um páskana í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Berndt Stein, V-Þýzkalandi, og Erlings Kristiansen, Noregi, sem hafði svart og átti leik. svæði er lítið og mikið tekið af því hefur orðið vart jarðsigs erlendis, en svæði hér eru það stór að ekki hefur orðið vart við slíkt hér á landi. • Léleg þjónusta Húsmóðir hringdi: Fyrir nokkru fór ég út að versla sem í sjálfu sér er ekki í frásögu færandi. Ég þurfti að kaupa mikið og var upphæðin á öllu því sem ég keypti í kringum 15.000 krónur. Þegar afgreiðslustúlkan var bú- in að leggja saman verð varanna þurfti ég að skrifa ávísun þar sem ég hafði ekki svo mikla peninga handbæra. Eins og gefur að skilja var ég nokkra stund að skrifa ávísunina og vörustaflinn lá á borðinu fyrir framan mig. En á meðan ég var að skrifa sat af- greiðslustúlkan hreyfingarlaus og lyfti ekki fingri til þess að setja vörurnar í poka, lagði pokann bara við hliðina á hrúgunni. Mér finnst þetta mjög svo léleg þjónusta og alls ekki til fyrir- myndar." 16 ... Hf4! (En ekki 16 ... Dg4?, 17. Dg5+) 17. gxf3 (Þvingað, því að svartur hótaði 17 ... Dg4) Dxf3,18. Hel - Hg4+, 19. Kfl - Hf8!, 20. De3 - Dg2+. 21. Ke2 - IIe4, 22. Hgl — Dxf2+ og hvítur gafst upp. Leif Ögaard, hinn norski „íslandsbani" sigraði á mótinu. Hann halut 7Vfe v. af 9 mögulegum. Næstir komu þeir Pytel, Póllandi og Schiissler, Svíþjóð með 7 v. HÖGNI HREKKVISI i? 1979 McNaught Synd., Inc. "£(r GrET I FbfODIf) C)Oeí>rAlO/0 ttAtó/" 53^ SVGeA V/öG^ £ liLVtWW YÍI6r VAVTAK V/AJNO 6V£N0Utf.tK£KK/ £|17- j WVA8 lA(f£ viM' V/R? 7nwt J. álnavöru markaður I Glæsibæ og Hafnarfirði Mynstruð jerseyefni... Ullarefni ..... kr. Amerísk bómullarefni. Rósótt efni kr. J r90 kr. J r90 kr. £ 0 100 kr. f 0 »00 . kr. % 100 efni H | • kr. !■« 500 BUTARNIR ERU KOMNIR 'J AUA 'AWmS) A$ A05A ^KIK $ÓL* VlEV S\(ÖHM0H wvNiwmáoM VÍAOoK X?FKK/R “dVoKO W \\ALh

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.