Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 27

Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 59 conventionality — it belongs to yesterday" (við hristum af okkur vanafestuna, hún til- heyrir gærdeginum), sem virðast boða okkur breytt viðhorf „Grease-æskunnar“, en hvað fáum við framan í okkur? Umsnúna og rang- færða mynd af okkar eigin æsku, eins og hún var túlkuð í kvikmyndum fyrir 25 árum, sem við héldum að við hefð- um gert uppreisn gegn fyrir um það bil 10 árum. Það sem undrar mann mest í Grease er hin blygðunarlausa kópíu- starfsemi, sem leikstjórinn fylgir, með því að útfæra hvert atriðið á fætur öðru í stíl einhverrar 20 —30 ára gamallar myndar, sem gerir það að verkum, að myndin er formlaus með öllu sem ein heild. 20 ára gömul „vana- festa" situr því í fyrirrúmi í hverju einasta atriði, vana- festa, sem allir sjá í gegnum nema yngstu áhorfendurnir, sem hafa ekki tök á því að átta sig á því hvað hér er á ferðinni og sjá ekki annað en nýjabrumið. Þó að orðin í titiltextanum „Grease is the word that you have heard“ (Grease er orðið, sem þú hefur heyrt) hafi ekki skilist, hefur boðskapurinn ekki far- ið fram hjá þeim. Við hin getum reynt að undra okkur á því, hver sé boðskapurinn. SSP. meðaumkunaraugum á eftir pottormunum. I svipnum vottar þó fyrir óvissu. Er það þetta, sem koma skal? „Það er hægt að velta þessu fyrir sér þangað til að maður fær taugaáfall," segir danskur gagnrýnandi, sem er að velta fyrir sér orsökunum fyrir hinum miklu vinsælduwi diskótónlistar, Saturday Night Fever og Grease, Hverjar sem orsakirnar eru er ljóst, að tónlistin, auglýs- ingin og danshæfileikar Travolta jaðra við múgæs- ingu af einfaldasta tagi. Stjörnudýrkun á borð við þá, sem var kveðin í kútinn fyrir 20 árum. Það er einnig athyglisvert, að svo virðist, að lítt rannsökuðu máli, að myndin hafi ekki jafnmikil áhrif á fastagesti kvik- myndahúsanna, aldurshóp- inn 15—25 ára, eins og hún hefur á yngri áhorfendur og foreldra þeirra. Einnig er fróðlegt að bera saman við- brögð áhorfenda á sýningu, sem ég sótti í Danmörku, og viðbrögðin hér. Undir fyrsta söngatriðinu, „Summer Nights", sem er útfært í „West Side Story-stíl“, skelltu danskir áhorfendur uppúr meðan þeir íslensku sátu hljóðir af hrifningu. í texta titillagsins, „Grease" má heyra setningar eins og „we throw away þrítugt standa upp úr hópn- um líkt og gæslufólk á leik- velli. Eg feta mig fram til dyravarðarins og fæ þær upplýsingar hjá honum, að Grease hafi farið rólega af stað í byrjun. Fljótlega hafi orðið uppselt á kvöldsýning- arnar og frá því í síðustu viku hafi stöðugt verið uppselt á báðar sýningar. Pílagríma- ferðir hafa verið farnar úr skólum í nærliggjandi héruð- um. Sjálfur hafði hann ekki séð myndina, nema einstaka brot úr henni, þegar hann þurfti að fjarlægja einhverja úr salnum fyrir fyllirí og ólæti. Ef til vill tekst honum að sjá alla myndina á þennan hátt áður en sýningum lýkur, sem ekki er útlit fyrir í bráð. Á leið minni til baka inn í sýningarsalinn hlaupa fram hjá mér tveir 10—11 ára pottormar með vatnsgreitt hár og lokka fram á ennið. Ég stöðvast augnablik í undrun, lít í kringum mig og kem auga á strákling, um það bil 15 ára með úfið hár, sem horfir hæðnislegum GREASE, 1978, am. Leikstjóri: Randal Kleiser. Kvikmyndataka: Bill Butler. 6. feb., kl. rúmlega 18.00: Anddyri Háskólabíós er þétt- fullt. Uppselt á fimm-sýning- una. Áhorfendahópurinn er óvenju lágvaxinn og virðist að meiri hluta vera börn, 5—13 ára. fcinstaka foreldri, sitt hvorum megin við Klistur er rétta orðið... Væntanlegar myndir í Stjörnubíói Eins og greint var frá á síðustu kvikmyndasíðu hefur Stjörnubíó nýlega gengið frá samningi um sýningar all- margra mynda, og var sagt frá nokkrum myndanna þar. Meðal annarra mynda, sem við eigum von á í Stjörnubíói á þessu ári er The Cheap Detective, (Am. 1978), leik- stjóri Robert Moore, en mynd þessi er gerð af sömu aðilum og stóðu að gerð myndarinn- ar Murder by Death. Handritið er sem fyrr eftir Neil Simon, og Peter Falk leikur hér aðalhlutverkið, eins konar eftirlíkingu á Bogart í Casablanca. Eins og nafnið gefur til kynna segir myndin frá ævintýrum einkaspæjara, Lou Peckin- paugh að nafni, sem Peter Falk leikur. Sviðið er San Francisco. 1939, efnisþráður- inn flókin blanda af The Maltese Falcon og Casablanca með einstaka tilvitnunum í samband Bogart og Bacall í To Have and Have not. Fjöldi þekktra leikara kemur fram með Falk, þeirra á meðal Ann Margaret, Madeline Kahn, Eileen Brennan, Stockard Channing, Dom DeLouise, Paul Williams, James Coco, Louise Fletcher, Nicol Williamson o.fl. The Lords of Flatbush, (Am. 1974, leikstjórar Stephen F. Verona og Martin Davidson) er enn ein þeirra mynda, þar sem horft er um öxl til horfinna skóladaga, hér til ársins 1957 í Brooklyn, útskriftarárið. Það verður athyglisvert að bera þessa mynd saman við Grease, þar sem þessar myndir fjalla um nákvæmlega sama efnið og sama tímabil. Hér er á ferð- inni svipuð strákaklíka og Travolta veitir forstöðu, áhugamálið er það sama, stelpur og bílar, en í þessari mynd kalla þeir sig „lávarða". í klíkunni eru þeir Chico (Perry King), Stanley (Sylvester Stallone), Butchey (Henry Winkler) og Wimpy (Paul Mace). Mynd þessi, sem er að verða 5 ára gömul þykir sennilega fýsileg söluvara né, eftir að Stallone hefur gert garðinn frægan, en myndin hefur hlotið þokkalega dóma, fyrir að lýsa lífi þessara ungmenna á mjög raunsæjan hátt. Tentacles, (ítölsk 1976, leikstjóri Oliver Hellman) er nokkurs konar ítölsk útgáfa af Jaws, þar sem hákarlinn er orðinn að risakolkrabba, sem ógnar íbúum lítils sjávarþorps í Kaliforníu. Framundan er bátakeppni The Cheap Detective unglinga og líkt og í Jaws standa yfir framkvæmdir í þorpinu, sem þola ekki að fá á sig slæmt umtal. Með helstu hlutverk fara Henry Fonda, Bo Hopkins, John Huston, Shelley Winters og Delia Boccardo. Spider-man (Am. 1977, leikstjóri: E. W. Swack- hamer) er, líkt og Superman byggð á samnefndri hetju 'teiknimyndasagna og sagan er ekki ósvipuð. Peter Parker er þó í upphafi aðeins venju- legur nemandi í vísindum, sem gengur illa að fá ljós- myndir sínar birtar í einu borgarblaðanna. Á rannsóknarstofu sinni er Peter eitt sinn bitinn af könguló, sem hefur orðið fyrir geislavirkum úrgangi og skömmu síðar uppgötvar hann, að hann getur gengið upp lóðrétta veggi eins og að drekka vatn. Hann býr sér til ákveðinn búning og ýmis hjálpartæki, og tekur síðan til við að berjast gegn illum öflum í borginni. Madame Claude, (frönsk 1976), er gerð af Just Jaeekin, þeim hinum sama sem skóp sér heimsfrægð með gerð fyrstu myndarinnar um Emanuelle. Eins og að likum lætur er Madame Claude um svipað efni að því viðbættu, að sveipa um sig hulu njósna- og uppljóstrunarmynda, með þvi að lýsa því, hvernig rekn- ir eru endahnútar á stóra alþjóðasamninga með réttum kenmanni á réttum stað. Madame Claude sér um að slíkt sé mögulegt. Með helstu hlutverk fara Francoise Fabian, Murray Head, Vibeka Knudsen og Maurice Ronet. Meðal annrra mynda má nefna Sindbad and the Eye of the Tiger, (bresk 1977, leikstjóri: Sam Wanamaker), sem líkt og fyrri myndirnar treysta mjög á snilli Ray Harryhausen og furðuvera Vans; Drive-in, (Am. 1976, Seinni hluti leikstjóri Rod Amateau) lýsir á gamansaman hátt ýmsum atburðum, sem gerast á einu kvöldi í bíla-bíói, undir sýningu á myndinni Disaster '76 atburði, sem oft eiga sér samstöðu með atburðunum á tjaldinu; Lost in the Wild (Áströlsk 1976, leikstjóri David S. Waddington) segir frá ungum pilti og vasaþjófi, sem komast af er skip þeirra strandar við Ástralíu, og lýsir ferðum þeirra um óbyggðir, flótta undan lögreglu og samskiptum við sígauna; You Light up my Life (Ám. 1977, leikstjóri Joseph Brooks) segir frá ungri stúlku, sem hefur um langt skeið verið neydd til að skemmta ásamt föður sínum með litlum árangri en helsta áhugamál hennar er söngur. Að lokum er svo að nefna Shadow of the Haw, (Kanadísk, 1976), leikstjóri George McCowan, sem segir frá gömlum indíánahöfðingja (Chief Dan George, sem lék höfðingjann í Little Big Man) og tilraunum hans til að losa ættflokk sinn við bölvun, sem lögð var á fyrir tvöhundruð árum. Með önnur hlutverk fara Jan-Michael Vincent og Marilyn Hassett. Sindbað og tígrisaugað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.