Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.02.1979, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 41 BLðM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Fóksía (Fuchsia) Fúksía er ein af okkar gömlu góðu gluggablómum, sem virðist eiga fremur litlum vinsældum að fagna nú orðið. Hún er víst ekki í „tísku“ eins og er. Okkur blómavinum finnst þetta broslegt að sum blóm séu í tísku en önnur ekki. Annarsstaðar í Evrópu nýtur hún mikilla vinsælda eins og hún á vissulega skilið vegna fegurðar og fjölbreytni í vaxtarlagi og blómalitum. Þar er hún oftast ræktuð úti á sumrin og plantað með sumar- blómum í allskonar ílát, blómaker og kassa á svöl- tæk ekkja og hafði mikið yndi af blómum. Eitt sinn er hann var staddur í Suð- ur-Ameríku sá hann fúksíur í fyrsta sinn og gróf upp litla plöntu til að færa móður sinni. I þá daga tók siglingin alla leið til Eng- lands margar vikur, en samt fékk ekkjan plöntuna sína lifandi og hún blómstraði vel í litla glugg- anum á húsinu hennar. í þann tíð var uppi James Lee Hammersmith einn ríkasti garðyrkjubóndi á Englandi. Hann heyrði sagt frá þessari nýju tegund og um og hangandi í potta og körfur. Hérlendis gætu hún lífgað upp á litlu heimilis- gróðurhúsin og stóru stofu- gluggana með öllum sínum hangandi og skærlitu blóhl- um. Af fúksíum eru til marg- ar tegundir sem vaxa villt- ar í Mið- og Suður-Ame- ríku og fáeinar á Nýja-Sjá- landi. Sagt er að þær hafi fyrst komið til Englands fyrir 1790. í bók sinni „Blóm um víða veröld“ (Flowers of the World) seg- ir Frances Perry einkar hugþekka sögu um enskan farmann sem oft tók smá- plöntur með sér heim til móður sinnar sem var fá- heimsótti ekkjuna árið 1793. Falaði hann plöntuna en gamla konan neitaði með öllu að selja hana hvað há peningaupphæð sem í boði væri, jafnvel áttatíu gullgíneur sem var of fjár. Hún lét þó til leiðast þegar Hammersmith lofaði henni þremur plöntum aftur auk peninganna. Kynbætur hófust árið 1828 og síðan hafa orðið til fjölmargir kynblendingar. Blómin eru oft tvílit, hvít, bleik, rauð og fjólublá í ýmsum litbrigðum og mjög mismunandi að stærð og lögun. Fúksíur geta vaxið í öllum gluggum þó þær verði e.t.v. fallegastar í vestur- og austurgluggum. Þær eru áburðarfrekar og yfir sumarið þarf að gefa þeim áburðarvatn a.m.k. einu sinni í viku. A veturna er best að geyma þær á svölum og björtum stað og vökva lítið. Mjög auðvelt er að fjölga þeim með græðlingum. Sé þeim stungið í vatn geta þeir myndað rætur á hálf- um mánuði. H.S. Þess má geta að áður var fjallað um fúksíu í Blómi vik- unnar þætti nr. 133, 7. jan. 1978. Ums. Hvað þýða skattarnir fyrir þig? Mánudaginn 12. febrúar veröur haldinn fundur um skattamál í Valhöll, Háaleitisbraut 1 og hefst hann kl. 20:30. Núna eru skattarnir í brennidepli. Hvernig eru álögurnar 1979? Hvernig voru þær 1978? KOMIÐ — HLUSTIÐ —FRÆÐIST FÉLAG SJÁLFSTÆÐISMANNA í HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI F / A T 9lW mélmO Bíllinn sem hinna vandlátu Eigum nú fyrirliggjandi FIAT 128 2ja og 4ra dyra á ótrúlega hagstæöu verði: aana 128 er framhjóladrifinn og hefur einstaka aksturseigin leika í snjó og á slæmum vegum. aaaa 128 er sparneytinn. saaa m er vel búinn af nauðsynlegum aukahiutum, sem auka öryggið og þægindin eins og t.d. * Bakkljós ★ Vel stoppuð og mjúk sæti ★ Færanlegt bak í framsætum ★ Kveikjari ★ Ftafknúin rúðusprauta ★ Vatnshitamælir ★ Kortavasar í framhuröum ★ Læsanlegt bensín- lok ★ Teppalagðir og fleira sem vert er að kynna sér. aaaa m er bíll sem borgar sig. Verd' m/ryövörn 2ja dyra 2.819.000.- 4ra dyra Comfort de luxe 3.078.000. Gódir greidsluskilmálar Til afgreidslu strax Komid og skodid. FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI DAVÍÐ SIGURÐSSON hf. SlÐUMULA 35. SÍMI 85855.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.