Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRUAR 1979 39 Zambíumenn eru glaðir, kátir og frjálslegir í framkomu, að því er Edda segir. Hér eru vinir hennar. matseldinni, breiðir hún stóra strámottu á hlaðið. Þar setjast síðan allir, heimamenn og gestir, hver með sitt ílát í kring um stóra pottinn, og svo er borðað með guðsgöfflunum. Mikið var glatt á hjalla meðan á máltíð stóð. Á sunnudögum eru soðnir heilir maísstönglar. David litli færði mér alltaf heita maís- stöngla, sem mér þóttu svo góðir. Okkur var boðið í mat til þessa fólks. Sjálft ræktar fátæka fólk- ið maís, grænar baunir og sætar kartöflur, en ekkert annað. Ekki veit ég hvers vegna. I görðum eru þó avokato, gauguvava, mango og bananar. En konurnar taka blöðin af Hawairósum, sem alls staðar vaxa, merja þau og hella á sjóðandi vatn og er það drukkið eins og te. Það er mikill munur á fátæk- um og ríkum. En fátækt fólk er engu síður stolt og glaðlynt, ekki til þessi auðmjúka framkoma, sem víða finnst annars staðar. Drengirnir, sem ég nefndi, áttu ekki margar flíkur utan á kropp- inn á sér. Noa á eldgamla skó, sem hann notar aðeins í skólann. En þeir eru glaðir og kátir. Einn daginn kom David með gítar, sem frændi hans hafði smíðað úr gömlum ferköntuðum blikk- brúsa, sem fest var á fjöl og vírspotti strengdur yfir og upp í gítarhálsinn. Á þetta spilaði hann og söng allan daginn og lék á alls oddi. Þetta gera krakkarn- ir í götunni hjá mér allir. Þau búa til ásláttarhljóðfæri úr mis- stórum graskerum eða slá takt- inn á ruslatunnu og dansa. Það er svo mikil músík í þessu fólki og það er svo frjálslegt í fram- komu. Ég held að þetta sé mjög gott fólk. Bræðurnir, vinir mínir, komu dag einn og gáfu mér sinn hvolpinn hvor, svo að nú sit ég uppi með tvo hunda. Annar er mjög sjálfstæður og hlaut nafnið Bjartur í Sumarhúsum. Hinn heitir rússnesku nafni, Slava. — Jú, við umgöngumst mikið heimafólk, Zambana. Og þarna er líka nokkuð af útlendingum, tæknimenntuðu fólki, læknum og kennurum. Aðkomufólkið eru Norðurlandabúar, Englendingar, Bandaríkjamenn og mikið af Indverjum. Og í kóparbeltinu öllu eru um 400 fjölskyldur frá Ceylon eða Sri Lanka. Svo und- arlega vildi til að í götunni okkar búa 7 fjölskyldur úr heimalandi mannsins míns, sem við um- göngumst að sjálfsögðu mikið. Þeir tala ensku þegar ég er viðstödd. En ég hefi ekki talað íslenzku við aðra en Bjart í Sumarhúsum síðan ég kom hing- að. Ceylonbúar eru líka mjög frjálslegt fólk og samlagast öll- um vel. Kannski af því að þeir eru eyjabúar eins og við. Þegar ég fór heim, voru óvænt mættir á flugvellinum 25 manns til að kveðja mig, Arabar, Zambar, Ceylonbúar og Englendingar, heilu fjölskyldurnar með börnin. Og þar sem var hálfs fimmta tíma seinkun, biðu allir. Það var sannarlega glatt á hjalla. Á þessum slóðum er hið fræga Zambesi-fljót, sem Livingstone var að leita að upptökunum að, svo sem frægt er orðið. Viktoríu- fossarnir eru á landamærum Zambíu og Rodesíu, og í landinu eru merkilegir þjóðgarðar. Edda sagði, að þau hjónin hefðu farið að sjá Viktoríufossana, sem ekki væri hægt að lýsa, svo stórkost- legir séu þeir. Þeir eru meira en 1700 metrar á breidd og vatns- magnið gífurlegt. Áður en dr. Livingston fann fossana hétu þeir á máli innfæddra „Þrumu- reykur", sem er ágæt lýsing á þeim. Fossarnir eru hálfir í Zambíu, syðst í landinu. Nú hefur eiginmaður Eddu verið að reyna að ná í hana, til að fá samþykki hennar til þess að þau flytji til höfuðborgarinnar Lusaka, sem er 400 þús. manna bær. Ef af því verður, þá munu þau búa miklu nær Viktoríufoss- um, en umhverfið þar segir hún að sé stórkostlegt. Eiginmaður Eddu þarf að ferðast nokkuð mikið um, þar sem hann er staðarverk- fræðingur hjá rafmagnsveitun- um, en hún hefur ekki getað farið með honum í bíl fyrir- taékisins, þar sem það er ekki leyft. En þau hafa þegar ferðast svolítið um þar fyrir utan, en eiga marga staði eftir. I þjóð- görðunum er margt fallegra dýra. Þau hafa séð nashyrninga, gíraffa, ljón og fleiri dýr. En heima í Ndola, sem er um 200 þúsund manna bær, koma aparnir í heimsókn í stórum hópum. Áð lokum var Edda spurð um það sem varð til þess að við náðum í hana — stjórnmála- ástandið og þjóðhöfðingjann Kaunda. Hún sagði, að sem gestir í landinu vildu þau hjónin ekki blanda sér í stjórnmál heimafólks. En Kaunda sagði hún greinilega mjög vinsælan. Indverjarnir, sem þarna búa, kalla hann gjarnan Mahatma Gandi Afríku. Hann er kannski ekki mikill pólitíkus, segir Edda. Sumir segja að blessaður karlinn veðji oft á vitlausan hest, og eiga þá gjarnan við Ródesíumálið, miðað við að Mugabe komist þar til valda. En hann er mikill friðarsinni, og dáður af sínu fólki, sem segir að hann einn geti sameinað alla þessa þjóðflokka í landinu í eina þjóð. I landinu eru 72 þjóðflokkar, sem tala jafn- mörg ólík tungumál. Segja margir að það hafi verið krafta- verk, að honum skyldi takast að sameina þetta fólk, svo ólíkt sem það sé. Til dæmis eru Losiarnir fínlegir og fallegir, með beint nef, en Bembar stórir og grófir, svo dæmi sé tekið. — Þegar Kaunda var að ná þeim saman, ferðaðist hann um og lét þá syngja sameiningar- söng, sem hann samdi sjálfur. Og það er nú sem annar þjóð- söngur þeirra og alltaf sunginn, þegar Kaunda kemur einhvers staðar. Hann hrífur fólk með sér, sem ég skil ákaflega vel, eftir að hafa séð hann í sjón- varpi. Hann er hrífandi persónu- leiki. Sjálfri finnst mér af því að hlusta á hann, að hann muni vera mjög einlægur og til- finninganæmur. Kannski svolítið barnalegur, en stór- gáfaður. Hann hefur að vísu tekið mikil völd, en þannig tekst honum að halda þjóðinni saman og hann fékk gífurlegt fylgi í kosningunum. Hann hefur tvisvar verið beðinn um að láta kjósa sig til æviloka, en hafnað því. — Ekki átti ég von á því að það ætti fyrir mér að liggja að lenda inni í miðri Afríku, sagði Edda í lok samtals okkar. En ég kann mjög vel við mig. Ef meira öryggi væri í löndunum í kring, gæti ég vel hugsað mér að setjast þar alveg að. Kannski fer fyrir mér eins og Ira nokkrum, sem við þekkjum, sem kom þang- að í sumarleyfi, og er búinn að dvelja þar í 21 ár. — E.Pá. Falleg lítil Zambíustúlka. sem oft kemur í heimsókn. Gríðarstór mauraþúfa er hinum megin við götuna. Þangað kona konurnar með krakkana og tína maura upp í sig. Stærðina má sjá af börnunum. sem standa við hana. öllum árstíðum og hitinn er jafnaðarlega 23—26 stig. Nú gegnur yfir regntími. Þá koma 3 hellidembur á dag og allt flýtur, en svo skín sólin á milli. í júní og júlí er þó vetur og getur hitinn þá mest farið niður í 7 stig, og þar sem engin upphitun er í húsunum, verða þau hráslagaleg. — Kvöldin eru svo unaðsleg, segir Edda. Þeir sem lesið hafa Jörð í Afríku eftir Karen Blixen vita hvað ég á við. Mér dettur sú bók alltaf í hug, þegar við sitjum úti á veröndinni okkar, þar sem við eyðum kvöldunum, hvort sem gesti ber að garði eða við erum ein. — Karen Blixen hafði fullt af þjónum í kringum sig? — Já, það átti aldeilis að láta mig hafa þjóna, segir Edda og hlær. Ég yrði að minnsta kosti að hafa einn „housboy". En ég sagðist vera farin heim ef ég ætti að sitja og horfa á einhvern gera það litla, sem gera þyrfti á heimilinu. í þrjá daga gengu skilaboðin milli rekstrarstjórans hjá Orkustofnun og mín gegn um manninn minn. Og það varð víst frægt svarið, sem hann gaf að lokum: Konan mín er íslenzk og Islendingar eru þrjóskasta og duglegasta fólk sem til er! Og þar við sat. En ég er víst sú eina af starfsfólkinu, sem ekki hefur húshjálp. Það er raunar ekki heitara en svo að ég get unnið í garðinum. Það er allt þægilegt þarna. Það eina, sem ég hefi yfir að kvarta, er moskito-flugan. Ég fékk þrisvar sinnum malaríu, sem er andstyggilegur sjúkdóm- ur með köldu- og hitaflogum. Tek ég þó alltaf kínín og var byrjuð á því áður en ég fór héðan. Sjúkdómurinn fór í aug- un á mér, með bólgum kring um augun og kvölum, og ég var lengi að jafna mig. Annars held ég að heilbrigðiseftirlit sé þarna ágætt. Þar eru ekki landlægir neinir aðrir af þessum hitabelt- issjúkdómum og bólusótt gegn þeim reglulega og án kostnaðar. Og vatn er óhætt að drekka, þó að það sé ekki mjög gott á bragðið. — Éinasti tíminn sem mér leiddist var fyrst, meðan við þurftum að búa á hóteli. En svo kynntist ég tveimur litlum strákum, 6 og 9 ára gömlum, sem bjuggu með foreldrum sínum í örlitlu húsi á bak við gistihúsið. Sá eldri gat talað ensku, en enska er sameiginlega málið í landinu. Þarna voru alltaf ein- hverjir næturgestir úr nærliggj- andi sveitum, því þar sem er hjartarúm, þar er líka húsrúm. Öll eldamennska fór fram utan dyra á hlóðum og vatn í krana utandyra, en ágætt vatnssalerni. Og þannig er það í flestum húsunum. Alltaf vatnssalerni, en eldað úti. í allar máltíðir er soðið maísmjöl, malað úr maís, og gerður úr saltlaus hnaus- þykkur grautur, sem þeir kalla Nshima. Það er aðalfæða hinna fátæku. Þegar frúin hefur lokið Edda kveðst ekki hafa talað íslenzku síðan hún fór að heiman, nema við hundinn Bjart í Sumarhúsum. Hinn hundurinn ber rússneska nafnið Slava. Hér er hún með þá fyrir framan húsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.