Morgunblaðið - 02.03.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. MARZ 1979
Frá atkvæðagreiðslu í prófkjörinu í Háskólanum í gær.
Ljósm.: ól.K.M.
Prófkjör i Háskólanum:
Guðmundur K Magnússon
hlaut fíest atkvœði
PRÓFKJÖR vegna rektors-
kjörs við Háskóla íslands fór
fram í gær, en rektorskjörið á
að fara fram hinn 3. apríl n.k.
Á kjörskrá voru rúmlega 3000
manns, kennarar og starfs-
menn háskólans og stúdentar
og kusu úr hópi kennara og
starfsliðs 179 eða 63,3% en 633
stúdentar eða 23,1%. Atkvæði
stúdenta vega '/> á móti atkvæð-
um annarra og samtals voru
því atkvæðin 268*/2.
Efsta sæti hlaut Guðmundur
K. Magnússon, 70 atkvæði, Sig-
urjón Björnsson varð í öðru sæti
og hlaut 64 atkvæði, Sigmundur
Guðbjarnarson fékk 60 atkvæði,
Víkingur H. Arnórsson 31 xk,
Bjarni Guðnason 7, Sveinbjörn
Björnsson 6'A og Margrét
Guðnadóttir 5‘/2. Aðrir prófess-
orar hlutu færri atkvæði, en alls
fengu 44 af 72 prófessorum
atkvæði.
Að sögn Stefáns Sörenssonar
formanns kjörstjórnar má búast
við meiri þátttöku í rektorskjör-
inu sjálfu sem verður eins og
fyrr segir hinn 3. apríl
næstkomandi.
Frystihúsin
rekin með tapi
FRYSTIHÚSIN í landinu eru
rekin með halla, sem nemur 1500
milljónum á ársgrundvelli, sam-
kvæmt því sem Eyjólfur ísfeld
forstjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna tjáði Mbl. f gær
Eyjólfur sagði að rekstur frysti-
húsanna undanfarið hefði verið
aðeins fyrir ofan núllið, eins og
hann orðaði það en 6,9% kaup-
hækkun nú 1. marz þýddi 1600
milljóna kostnaðarauka fyrir
frystihúsin miðað við heilt ár og
breytti það dæminu mjög mikið.
Eins hefði það áhrif til hins verra
að nýákveðin fiskverðshækkun
Leiðrétting
RANGHERMI var í frétt Mbl. á
bls. 2 í gær um árekstur tveggja
fólksbíla. Áreksturinn varð þannig
að Trabantbíl var ekið vestur
Hringbraut. Ökumaðurinn missti
þá skyndilega stjórn á bílnum með
þeim afleiðingum að hann fór yfir
umferðareyju á miðri götunni, í
gegnum girðingu og lenti síðan á
amerískri bifreið, sem ók austur
Hringbrautina. Báðir bílarnir
skemmdust mikið, eins og
myndirnar í blaðinu í gær báru
með sér.
kostaði frystihúsin heldur meira
en sú 1% niðurfelling útflutnings-
gjalds, sem kæmi á móti, færði
þeim í staðinn.
Eyjólfur ísfeld sagði að forráða-
menn frystihúsanna hefðu ekki
rætt þessa stöðu frystihúsanna við
stjórnvöld. Hins vegar hefðu þeir
spurst fyrir um það hvað liði þeirri
2—3% kostnaðarlækkun, sem
boðuð væri í sáttmála ríkis-
stjórnarinnar.
Smygl - Kjöt
selt á 6 stöðum
Þörungavinnslan:
Kannar möguleika á þurrkun
loðnu fyrir Nígeríumarkað
SKYNDIATHUGUN Toll-
gæzlunnar, sem framkvæmd var
á miðvikudaginn leiddi 1' ljós að
ólöglega innflutt kjöt var selt í
sex verzlunum og matsölustöðum
á höfuðborgarsvæðinu. Var þarna
aðallega um að ræða skinku, tæp
150 kg að magni til, smávegis af
spægipylsu og hamborgurum og
20 kg af beikoni. Aðspurðir sögðu
forráðamenn fyrirtækjanna að
menn sem þeir þekktu ekki hefðu
selt þeim kjötið en það upplýstist
að beikonið var komið frá varnar-
liðinu á Keflavíkurflugvelli. Toll-
gæzlan telur líklegt að kjötinu
hafi verið smyglað með skipum
hingað til lands en í fyrradag
fannst talsvert af kjöti í Laxfossi,
en skipið lá þá í Reykjavíkur-
höfn.
Samkvæmt upplýsingum
Kristins Ólafssonar tollgæzlu-
stjóra voru fyrirtæki þau sem um
ræðir verzlun Sláturfélags Suður-
lands í Glæsibæ, verzlun KRON
við Dunhaga, verzlunin Seljakjör í
Breiðholti, verzlunin Kostakaup
Hafnarfirði og matsölustaðirnir
Brauðborg við Rauðarárstíg og
Hlíðagrill í Suðurveri. Á síðast-
nefnda staðnum fannst beikonið.
Mest fannst af skinkunni í verzlun
SS í Glæsibæ, 68 kg, en næstmest í
KRON, 37 kg. Að sögn Kristins
verður áfram fylgst með því hvort
verzlanir hafi á boðstólum ólög-
lega innfluttar kjötvörur. Tók
Kristinn það sérstaklega fram að
það væri lagabrot að veita viðtöku
slíku kjöti, hvað þá að bjóða það til
sölu. Vegna rannsóknarinnar var
starfsmaður SS í Glæsibæ hafður í
haldi dagpart í fyrradag en hann
mun hafa annast innkaupin á
kjötinu.
Eins og fyrr sagði fannst ólög-
legt kjöt í Laxfossi í fyrradag. Var
það 100 kg af skinku, sem var falin
í tank og var eign vélstjóra á
skipinu, og 20 kg af spægipylsu,
sem bátsmaður átti. Kjötið var
keypt í Kaupmannahöfn. Hægt
mun að fá sexfalt kaupverð
vörunnar hér innanlands ef tekst
að smygla henni inn í landið.
FORSVARSMENN Þörunga-
vinnslunnar að Reykhólum
kanna nú möguleika á því að láta
flytja þangað loðnu frá Faxaflóa-
höfnum cn stefnt er að því að
þurrka í verksmiðjunni töluvert
af loðnu f skreið, sem talið er að
góður markaður sé fyrir í
Nígeriu um þessar mundir.
Að því er framkvæmdastjóri
Þörungavinnslunnar sagði í sam-
tali við Mbl. í gær er gert ráð fyrir
að úr hverjum 5 kílóum af nýrri
loðnu fáist um 1 kíló af skreið en
verksmiðjan getur afkastað um
20—25 tonnum á sólarhring. Gert
er ráð fyrir að greiða verði
20—30% hærra verð fyrir loðnuna
en bræðsluverðið er núna og
kemur það til af því að nokkurt
Bílvelta í Námaskarði
Mývatnssveit 1. marz.
í GÆR valt jeppi austur 1 Náma-
skarði en 1 bflnum voru tveir
menn og munu þeir hafa sloppið
furðanlega vel. Hins vegar er
jeppinn mjög illa farinn ef ekki
ónýtur. Hann lá enn um hádegið í
dag á toppnum. Orsökin fyrir
óhappinu er talinn svellbunki á
veginum.
Haldin var kvöldvaka í gær-
kvöldi í barnaskólanum að Skútu-
stöðum. Var foreldrum sérstak-
lega boðið á þessa samkomu sem
tókst mjög vel. Skemmtu nemend-
ur skólans með upplestri, leik-
þætti, dansi og söng. Einnig var
spurningaþáttur. Séra Örn Frið-
riksson sýndi margar mjög fróð-
legar og skemmtilegar myndir frá
fyrri árum af nemendum og
starfsliði skólans. Að síðustu var
spiluð félagsvist. Viðstaddir þágu
hinar rausnarlegustu veitingar á
vegum skólans. Á yfirstandandi
skólaári eru 42 nemendur í Skútu-
staðaskóla og er þeim ekið þangað
daglega. Skólastjóri er Þráinn
Þórisson. Ég vil hér með færa
nemendum og öllu starfsfólki skól-
ans bestu þakkir fyrir mjög
ánægjulega kvöldstund. Kristján.
umstang er samfara löndun á
loðnunni fyrir Þörungavinnsluna.
Gert er ráð fyrir því, ef
samningar takast um akstur á
loðnunni, að hún verði fyrst flutt
með bílum frá Faxaflóahöfnum til
Reykhóla en síðan er ætlunin að
senda skip Þörungavinnslunnar til
Reykjavíkur eða Akraness eftir
meiri loðnu en það getur flutt
100—150 tonn eða um vikuforða
handa verksmiðjunni. Hins vegar
háttar nú svo til í Breiðafirði að
skipið kemst trauðla leiðar sinna
vegna íss en það ástand á að geta
breytzt á um vikutíma í hlákutíð.
Loðnan sem verksmiðjan tekur
til vinnslu má ekki vera með meira
en 5% fitu, því að ella er hætta á
að loðnan þráni. Miðað við fyrri ár
ætti loðnan að vera komin í það
ástand í kringum 10. marz og ætti
loðnuþurrkunin síðan að geta stað-
ið í um mánaðartíma eða þar til
Þörungavinnslan hefst að nýju.
Forráðamenn verksmiðjunnar
segja allar horfur á því að unnt sé
að selja skreiðina til Nígeríu á
góðu verði.
Þingsályktunartillaga:
Leyfisgjöld
lækkuð og
niður af litlum
spameytnum bílum
verði
felld
Lögð hefur verið fram á
Alþingi tillaga til þingsályktun-
ar um niðurfellingu og lækkun
leyfisgjalda af litlum bifreiðum
og kemur fram að tilgangurinn
með þessu er að ríkisvaldið stuðli
að óbeinum og beinum sparnaði
og komi þannig til móts við
almenning í tilraunum hans til að
spara.
Gert er ráð fyrir að af
bifreiðum, sem séu með vélar
með rúmmál sprengirýmis minna
en 1600 rúmsentimetra, verði 50%
70 ára aldursmörkin
All ím 111,C! IZ’/l'l 1 á\ — Tillaga sjálfstæðismanna
C J. I vl. U1 ðlVU vf UU í borgarstjórn samþykkt
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða í
gærkvöldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
varðandi endurskoðun á reglum um að starfsmenn séu
skyldaðir til að hætta störfum 70 ára gamlir.
Ætlunin er að athuga
hvort rétt sé að hækka
aldursmörk þau sem nú er
miðað við. Birgir ísl.
Gunnarsson fylgdi tillög-
unni úr hlaði og sagði það
verulegt vandamál hjá
mörgum að þurfa að hætta
störfum 70 ára og í raun
væri fátt erfiðara fyrir
suma. Slíkt skapaði kvíða
hjá fólki, það missti stund-
um fótfestuna í lífinu og
jafnvel hrakaði heilsu þess.
Birgir ísieifur vakti athygli
á að mörg einkafyrirtæki
hefðu haft það að reglu að
segja ekki upp starfsmönn-
um við 70 ára aldur heldur
færa þá frekar til í starfi
og nefndi Völund hf. og O.
Johnson og Kaaber sem
dæmi. Adda Bára Sigfús-
dóttir borgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins sagðist
telja rétta reglu að starfs-
menn hættu 70 ára, því að
mjög erfitt væri að gera
eldri starfsmanni ljóst að
hann væri ekki hæfur til
starfsins. Þessi regla væri
rétt og sjálfsögð, en menn
ættu rétt á að fá starf við
sitt hæfi. Hún sagðist
vænta þess að það yrði
niðurstaðan. Sjöfn Sigur-
björnsdóttir sagðist efnis-
lega samþykk þessari til-
lögu og taldi algjöra óhæfu
að við 70 ára aldur væri
fólki skipað á ómagabekk
gegn vilja þess.
leyfisgjald algjörlega fellt niður,
og lækkað um 25% af bifreiðum
með vélar þar sem sprengirými er
1601—3000 rúmsentimetrar. Hins
vegar verði gjöld óbreytt af bif-
reiðum með stærri vélar.
í greinargerð um áhrif niður-
fellingar og lækkunar leyfisgjalda
eru nefnd tvö dæmi:
í fyrra tilvikinu er dæmi um
bifreið, sem í er vél með minna
sprengirými en í 600 rúmsenti-
metra. Bíll af þessari gerð, sem
kostar frá framleiðanda 2.985
dollara, eða 960 þúsund íslenskar
krónur (samkvæmt gengi dollara
23. febr. 1979), kostar kominn á
götu í Reykjavík 3.440.000 kr., er
þá er rýðvörn ekki talin með.
Tekjurnar, sem ríkið fær af
bifreiðinni, eru þessar: Tollur 982
þús. kr., leyfisgjald 546 þús. kr. og
söluskattur 457 þús. kr. Til ríkisins
renna því samtals í 1.985.000 kr. Ef
leyfisgjaldið yrði fellt niður, yrði
verð til kaupanda í Reykjavík
2.894.000 kr.
Ef tekið er dæmi um bíl með vél,
sem hefur sprengirými á bilinu
1601 til 3000 rúmsentimetra, lítur
það þannig út: Frá framleiðanda
kostar bíllinn 5.000 dollara, eða
1.606.000 kr. Til kaupanda í
Reykjavík yrði verðið 5.432.000 kr.
fyrir utan ryðvörn. Tekjur ríkisins
af þessari bifreið' eru þessar:
Tollur 1.578.000 kr., leyfisgjald
876.000 kr. og söluskattur 747.000
kr. Til ríkisins renna því samtals
3.201.000 kr. Ef leyfisgjaldið af
þessari tegund yrði lækkað um
25%, yrði verð bifreiðarinnar um
5.000.000 kr.